NT - 21.05.1984, Blaðsíða 14

NT - 21.05.1984, Blaðsíða 14
Spegill Leiðin frá lömunarveiki til stjörnu■ frægðar hefur verið löng og ströng ■ Árið 1952, fyrir daga mxnuveikisbólusetninga, fékk lítil stúla í Phoenix í Arizona, Bandaríkjunum, lömunarveiki með þeim atleiðingum, að hún lamaðist frá mitti og niður úr. En stúlkan var kjarkmikil og í höndum góðra lækna, og svo fór með tímanum, stífri þjálf- un og góðri læknisaðstoð, að hún fékk máttinn að mestu aftur. Nú er það bara vinstri fótleggurinn, sem ekki hlýðir henni alveg, hún þarf að nota spelkur við hann. Christopher Templeton heitir stúlkan, sem nú er orðin fullorðin og á góðri leið með að verða viðurkennd leikkona. Hún stundaði leiklistarnám í heimabæ sínum og siðan lá leiðin til Hollywood, þar sem hún fékk vinnu á snærum aug- lýsingastofu einnar. Henni var þó gert ljóst, að það væri einungis í tilraunaskyni. -Mér var sagt, að það væri óvíst að hægt væri að nota mig í auglýsingar vegna fötlunar- innar, en það var viðurkennt að ég hefði hæfileika og væri ákveðin í að ná settu marki, segir hún. Smám saman fór hún að fá tækifæri til að koma fram í sjónvarpsþáttum og nú er hún búin að vinna sér fastan sess í sjónvarpsþáttunum „The Yo- ung and the Restless" f hlut- verki kynbombu, en þar er bæklun hennar notuð til að gefa aðeins geðslegri mynd af yfirmanni hennar sem mestan part er mesta hörkutól, en ber blíðar tilfinningar tii höltu stúlkunnar. Allt er þetta gott og blessað, en Christopher segir sig dreyma um að fá úrval af hlutverkum, sem ekki byggjast einvörðungu á fötlun hennar. ■ Söngleikurinn West Side Story, sem stundum hefur veriö nefndur Saga úr vestur- bænum á íslensku, virðist nú vera að lifna við á ný. Leikurinn var frumsýndur í London 16. maí og flogið hefur fyrir, að Þjóðleikhúsið okkar hugleiði að taka hann til sýningar að ári. West Side Story var fyrst sýndur á sviði á Broadway 1957 og naut þá þegar óhemju vinsælda. Ekki naut kvikmyndin, sem gerð var eftir söngleiknum 1961, minni vinsælda og má segja, að tónlistin, sem er eftir Leonard Bernstein, sé orðin sígild. Kvik- myndin hlaut 10 Óskarsverðlaun á sínum tíma. f West Side Story segir frá tveim unglinga- gengjum í vesturbænum á Manhattan, sem kallaður er manna á meðal West Side. Annað þessara gengja kallar sig Þoturnar (The Jets) og er skipað hvítum unglingum, en hitt, sem unglingar frá Púerto Ríkó eru í, nefnir sig Hákarlana (The Sharks). Þessir tveir hópar eiga í sífelldum erjum og víla jafnvel ekki fyrir sér að verða andstæðingum sínum að bana. Aðalsöguhetjurnar eru Maria litla systir foringja Hákarlanna, og Tony, fyrrverandi foringi Þotanna. Þau eiga saman ástarævin- týri, sem er dæmt til að eiga sér sorgleg endalok. í kjölfar sýninganna á West Side Story í London er búist við mikilli sprengmgu í tískuheiminum þar sem tískan frá 6. áratugn- um kemur til með að endurheimta virðingu ■ Kvikmyndaútgáfan af West Side Story var gerð 1961. Hér sjáum við atriði, þar sem Hákarlarnir og Þot- urnar taka dans saman og Maria og Tony hittast í fyrsta skipti. Með hiutverk Mariu fór Natalie Wood, en Richard Beymer lék Tony. ■ Svona var tískan á árunum 1950- 1960. Víð, hringskorin pils með mörg- um undirpilsum, mjóir pinnahælar, niðurbrotnir háleistar, taglgreiðslur, „stretcht( buxur, sem mjókka niður, allt var þetta ómissandi klæðnaður ungu stúlknanna á þeim tíma. Strákarn- ir voru alsælir ef þeir komust yfír gallabuxur, með réttu sniði að sjálf- sögðu, skyrtubol og sportlega jakka. Himnasælan var að komast yfír rússskinnsjakka.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.