NT - 28.06.1984, Blaðsíða 1

NT - 28.06.1984, Blaðsíða 1
Knattspyrnusýki á prestastefnu! - bakterían gerir engan greinar- mun á Jóni og séra Jóni ■ Knattspyrnubakterían gerir engan greinarmun á Jóni og séra Jóni. Prestar á prestastefnu, sem haldin er á Laugarvatni, fylgdust spenntir með úrslitaleik Frakka og Spánverja í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu í gærkvöldi. Ekki þó í beinni útsend- ingu, heldur létu þeir taka hann upp á myndband á meðan þeir snæddu kvöld- verð í boði bæjarstjórnar og sóknarnefndar Selfoss. Myndbandavæðingin er nefnilega að halda innreið sína í starf kirkjunnar. Á prestastefnunni í fyrradag var eitt aðalmálið kynning á því hvernig nota má myndbönd í safnaðarstarf- inu, einkum í smærri söfnuðum, og bent á möguleika og eðli þess miðils. Frakkarnir urðu Evrópumeistarar - Platini skoraði sitt níunda mark - Sjá íþróttir bls. 27 Einn ræninginn í Scobie-málinu: Skrifar bók tií að hafa upp í sakar- kostnaðinn! ■ Ingvar Heiðar Þórðarson, einn ræningjanna í Lands- bankamálinu svokallaða, virðist nú vinna að því að aura í sakarkostnaðinn. Hann hefur ritað bók um lífsreynslu sína og rekur þar aðdraganda ránsins og gang mála síðan. Hann lauk við að skrifa bókina fyrir um mánuði síðan, en skrifaði hana fyrir áeggjan tveggja banka- manna, sem gefa bókina út. Bókin er 104 blaðsíður og kost- ar 247 krónur og fæst á öllum helstu blaðsölustöðum. Einnig hefur Ingvar selt DV birtingar- rétt á afrekum þeirra félaga. Sovétmenn halda enn forystunni - sjá frétt af skákkeppninni í London milli heimsins og Sovétríkjanna bis. 25 og skákskýringar Helga Óiafssonar bis. 4 ■ Nýr miðbær Reykjavíkur er smátt og smátt að festa rætur í Kringlumýrinni þó mikið vanti enn á að fullkomnunarstiginu sé náð. Þessi mynd var tekin i góða veðrinu, sem leikið hefur við höfuðborgarbúa, og sér vel yfir sundin blá og meira að segja Akrafjall . NT-mynd: Róherl Sakadómur í ÁTVR-ráninu: Scobie dæmdur í 5 ár -Ingvar í 18 mánudi ■ Dómur í fyrsta vopnaða ráni á íslandi er f allinn. Einn sakborninga var dæmdur tii 5 ára fangelsisvistar, annar til 18 mánaða og sá þriðji til 6 mánaða skilorðs- bundið. Búast má við að málinu verði áfrýjað tii Hæstaréttar. ■ William James Scobie, aðalsakborningui' í Lands- bandamálinu svokallaða, var í gær dæmdur í Sakadómi Reykjavíkur til 5 ára fangels- isvistar. Hjálparmaður hans við ránið, Ingvar Heiðar Þórð- arson, var dæmdur til 18 mán- aða fangelsisvistar og faðir William, Griffith Scobie, til 6 mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistunar. Þá voru þeir félagar dæmdir til að greiða allan sakarkostnað og til að endurgreiða það sem á vantaði á ránsféð þegar lög- reglan fann það. Eins og kunnugt er rændi William tvo starfsmenn ÁTVR við Landsbankann í vetur. Notaði hann haglabyssu við ránió og naut aðstoðar Ingvars. Griffith Scobie, faðir William, var ekki viðriðinn rán- ið sjálft en reyndi að aðstoða William við að komast úr landi. Dóminn kváðu upp saka- dómararnir Ármann Kristins- son, Jón Erlendsson og Jón Ólafsson. William var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. október. Samkvæmt lögum er skylt að áfrýja máli Williams til Hæsta- réttar. Húseiningar á Siglufirði: Stjórnarfor- maðurinn félj - í kosningu á framhaldsaðalfundi ■ Stjórnarformaður Húsein- inga hf. á Siglufirði, Sigurður Fanndal, féll á sex atkvæðum í stjórnarkosningum á rólegum framhaldsaðalfundi fyrirtækis- ins, sem'haldinn var í fyrra- kvöld. En eins og NT sagði frá fyrr í þessum mánuði, þá var töluverður spenningur fyrir fyrri framhaldsaðalfund, svo og aðalfund, m.a. vegna óánægju og gagnrýni margra hluthafa á söluskrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík. Óánægjan endur- speglaðist m.a. í því, að nú voru óvenju margir, sem vildu kom- ast í stjórn. Fundurinn í fyrrakvöld var vel sóttur og 96% hluthafa voru ýmist mættir eða höfðu gefið öðrum umboð fyrir atkvæða- greiðsluna. Er það meiri þátt- taka en nokkru sinni fyrr. Þetta var í 3. sinn, sem tiíraun var gerð til stjórnarkjörs fyrir næsta ár, en mistök með atkvæðaseðla höfðu áður hamlað kosningu. 1 aðalstjórn fyrirtækisins voru kosnir Konráð Baldvinsson, Þórarinn Vilbergsson og Skarp- héðinn Guðmundsson. Fyrir í aðalstjórn voru Sigurður Hlöðv- ersson og Óttar Proppé. í vara- stjórn voru kosnir Jón Dýrfjörð, Vilhelm Friðriksson, Guð- mundur Skarphéðinsson og Sveinn Þorsteinsson. Fundurinn samþykkti tillögu þess efnis að fela stjórn fyrir- tækisins að undirbúa breytingar á fyrirkomulagi stjórnarkjörs með það fyrir augum, að öll stjórnin gangi út í einu. Hvað segja pólitíkusarnir um iiýja flokkinn? Sjá baksíðu

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.