NT - 28.06.1984, Blaðsíða 12

NT - 28.06.1984, Blaðsíða 12
1U' Fimmtudagur 28. júní 1984 12 TVEGGJA BAKKA VEDUR í ADSIGI ■ Þungar og skuggalegar óveðursblikur hefur dregið á loft þessa mildu sólstöðudaga á fjörutíu ára afmæli íslenska lýðveldisins, svo að ráð mun að slíta afmælisveislunni og fara að búa sig undir stórhríð- arnar á komandi haust- og vetrardögum. Tveir óveðurs- bakkar eru þyngstir og mestir í brúnum úti við sjóndeildar- hringinn - annar nær og hryss- ingslegri, hinn utar dekkri og miklu bólgnari, fer hægar að en býr yfir skapadómi lands og þjóðar. Septemberveðrin Hryssingasbakkinn sem er nær og skýtur upp hverri kólgukryppunni af annarri þessa sumardaga er að safna í septemberveðrin sem við eig- um í vændum, og hann gerist ófrýnilegri með hverjum deg- inum sem líður. Fyrstu drög hans mynduðust þegar ríkis- stjórnin okkar æpti upp yfir sig um fjárlagagatið sitt og játaði um leið talnafölsunina fyrir febrúarsamningana, fjargviðr- aðist síðan um gatið og fyllingu þess í tvo mánuði, fyllti það síðan til hálfs með sjúklinga- sköttum og nýjum erlendum stórlánum en féll sjálf niður í hinn ófyllta hluta þess. Hún hafði fengið góðvildarsamn- inga, sem líf hennar sjálfrar og gengi í verðbólgustríðinu var undir komið að hún stæði við að sínu leyti. En með þessari handarskömm og hrópandi storkun, sérhlífni og hygli- gjöfum til gróðamangaranna í samfélaginu sópaði hún af sér traustinu og stuðningnum sem launafólkið hafði veitt henni með stórfórnum til verðbólgu- stríðsins. Fyrsta maí hnöppuð- ust launastéttirnar saman og mynduðu septemberbakkann, sem síðan hefur þrútnað og hækkað með hverjum degi, og nú eru klakkar hans að mynd- ast með launakröfunum sem verið er að semja í hverri vík og bæjarbyggð á íslandi. Og meðan þetta gerist eykur verðbólgan skriðinn á ný vegna þess að stjórnvöld blása sjálf sem óðast í segl hennar og eru að springa af mæði við þá iðju. Vcrðbólgan er þegar komin á þrjátíu mílna hraða áður en septemberveðrin skella á. Með öfugum klónum. Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar sýndi, að þjóðin mat og virti verðbólgubaráttu hennar og var reiðubúin til að leggja sitt fram - gerði það. En lykilorð slíkrar baráttu er réttlæti, og það var hlutverk stjórnvalda að þjóna því. Undir því var frambúðarárangur kominn. í þessu hefur Alþingi og stjórn- völd brugðist, og því er flóttinn nú að bresta á í þessari mikil- vægu þjóðarsókn og septem- berveðrin yfirvofandi. Gömul og gagnorð vísa kemur í hugann, í henni segir: Ekki er það furða þótt á komi snurða, er hrikkvísir slinnar og hópar af flónum á heimsrokkinn spinna með öfugum klónum. Það hefur einmitt orðið ljós- ara með hverjum degi síðustu mánuðina, að stjórnvöld hafa háð verðbólgubaráttu sína með öfugum klónum. Þau brugðust trausti febrúarsamn- inganna. Þau heyktust á að varðveita grundvöll þeirra og forsendur með réttsýni,- Þau mátu meira að hygla sérgróða- öflunum í þjóðfélaginu og færa fjármuni til þeirra. Þau færðu fjármuni frá launþegum til „atvinnuveganna" með þeim hætti að gefa einkagróða- öflum færi á að hirða verulegan hluta þess í leiðinni. Þetta á einkum við í öllum rekstri verslunar og viðskipta, en einnig í margvíslegum iðnaði og þjónustu. Uppgjöri reikn- inga fyrirtækjanna og hlutafé- laganna fyrir fyrsta æviár ríkis- stjórnarinnar er nú lokið og sýnir yfirleitt stórgróða, en jafnframt hefur verið létt á sköttum þeirra, og miklir fjár- munir af þessum gróða hafa lent í vösum gróðamanna. Ævintýrið um Stigahlíðarlóð- irnar og ýmis önnur dæmi vitna um þessa tilfærslu fjármuna frá fátækum tilríkra. Stríðsvél stjórnvalda gegn verðbólgu hefur verið eins og risajarðýta við að dýpka og víkka gjána milli fátækra og ríkra á íslandi. Og Morgunblaðið notar helg- arpistil sinn núna á drottins- daginn til þess að hælast um og fagna því „að menn hafi við núverandi aðstæður í þjóðar-. búinu fjármuni til að ráðast í jafn kostnaðarsamar fram- kvæmdir og þar er um að ræða“ - að kaupa sér fyrir milljónir eftirlætisblett undir óhófshallir. Það er ekki hikað við að bæta í september kólg- una með slíkri storkun við fólkið sem berst í bökkum. Fyrir nokkrum dögum var hér í NT skynsamlegur leiðari um hættuna af þessari geigvæn- legu tilfærslu fjármuna frá launafólki til gróðamanna í tengslum við verðbólgubarátt- una og minnt á, að nú mundi kominn tími ti! að klóra í bakkann og reyna að sækja eitthvað af þessu gjafafé aftur til þeirra sem fengið hafa að iáta greipar sópa, og skila launafólkinu því. Svonefndur stríðsgróði er alkunnugt hugtak og var áður frægt fyrirbæri á landi hér. Það er nú komið á daginn að við íslendingar eigum slíkt mann- val í þessari stétt, að hún getur gert sér stríð við verðbólguna að gjöfulli stríðsgróðalind - ef hún á sér vildarvini í ráðherra- stólum. Nú er komið að því að eftir Andrés Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóra skattleggja þennan nýja stríðs- gróða „Stigahlíðarmanna“ í þágu þjóðarinnar. Heykist Al- þingi og stjórnvöld nú á því, stenst ríkisstjórnin ekki sept- emberveðrin. Þjóðartréð í kalhættu Hinn óveðursbakkinn sem er utar hlýtur þó að teljast miklu meiri og hættulegri og boðar fremur langan harðinda- kafla en veðrabrigði daga eða mánaða. Hann boðar kalhættu sjálfs þjóðartrésins. Sú veður- spá birtist nýlega glöggum orð- um í skýrslu Framkvæmda- stofnunar ríkisins um horfur í byggðaþróun næstu ára og ára- tuga. Þar er glöggum rökum stutt hve ískyggileg þróun blas- ir þar við. Þar er tölum talið hvernig hin jákvæða byggða- þróun frá áratugnum milli 1970-80 hefur snúist við. 1 fjölmörgum mikilvægum byggðum landsins er fólkið að búa sig að heiman til flutnings á suðvesturhornið. Það hefur einmitt orðið deginum Ijósara síðustu mánuðina að stjórnvöld hafa háð verðbólgubaráttu sína með öfugum klónum. ■ „Tveir óveðursbakkar eru þyngsíir og niestir í brúnum úti við sjóndeildarhringinn - annar nær og hryssingslegri, en hinn utar dekkri og miklu bólgnari, fer hægar að en býr yftr skapadómi lands og þjóðar.“ ■ „Fyrsta maí hnöppuðust launastéttirnar saman og mynduðu septemberbakkann, sem síðan hefur þrútnað og hækkað með hverjum degi, og nú eru klakkar hans að myndast með launakröfunum sem verið er að semja í hverri vík og bæjarbyggð á íslandi.“ I Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar sýndi að þjóðin mat og virti verðbólgubaráttu hennar og var reiðubúin til að leggja sitt fram - gerði það. En lykilorð slíkrar baráttu er réttlæti og það var hlutverk stjórnarinnar að þjóna því.“

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.