NT - 28.06.1984, Blaðsíða 6

NT - 28.06.1984, Blaðsíða 6
Sandskirkja er í fámennu byggðarlagi og því ekki stór, enda fylltist hún út úr dyrum. og gamla fólkið skemmti sér hið besta við polka og ræla. Fimmtudagur 28. júni 1984 6 Ingjaldssandur: Aldraðir ísfirðingar á ekta gömlu sveitaballi ■ Tugir aldraðra ísfirðinga áttu ánægjulegan dagá Ingjalds- sandi um Jónsmessu, í boði Kiwanisklúbbsins Bása á ísa- firði. „Klúbburinn ákvað það strax og liann var stofnaður árið 1976 að gera eitthvað fyrir eldri borg- ara á ísafirði. Það byrjaði með því að við fórum með þá inn í Hestfjörð þetta fyrsta sumar. Síðan hefur eitthvað svipað ver- ið gert á hverju einasta sumri og þetta var 9. ferðin sem við fórum núna,“ sagði Halldór Magnússon í Kiwanisklúbbn- um. Þátttakendur í ferðinni sagði hann alls hafa verið milli 80 og 90 að þessu sinni og fólkið hafi verið afskaplega ánægt og þakklátt fyrir ferðina. Á Ingjaldssandi var byrjað á að hrokafylla hlaðborð í félags- heimilinu Vonarlandi og bjóða ferðalöngum upp á kaffi ásamt smurðu brauði og kökum eins og hvern lysti. Þá var haldið í kirkju, sem Halldórsagði raun- ar alltaf gert í þessum ferðum ef leiðin lægi hjá guðshúsi að líta þar við. Sandskirkja fylltist út úr dyrum, og allir sungu saman sálm eftir að lesin hafði verið bæn í upphafi. Guðmundur Hagalínsson á Hrauni lék á orgel kirkjunnar og Árelía Jó- hannesdóttir húsfreyja á Ing- jaldssandi söng einsöng. Eftir að fólk hafði skoðað sig um á staðnum í blíðu veðri var aftur haldið til Vonarlands þar harmoníku. Dansinn dunaði á sem nóg var eftir af kaffi og annan klukkutíma og sagði kræsingum. Síðan var salur Halldór ekki annað hafa verið ruddurogslegiðuppektagömlu séð en að fólk skemmti sér hið sveitaballi, þar sem Hagalín besta, uns haldið var heim á leið sonur Guðmundar lék á um kvöldið. m 3 m I ■ að ógleymdum kokkinum. ■ Heimamenn jögðu sitt af mörkum - Guðmundur Hagalínsson lék á orgelið og Árelía Jóhannesdóttir söng einsöng fyrir gestina. ■ Eftir kaffi og kræsingar á Vonarlandi var slegið upp ekta gömlu sveitaballi, þar sem Hagalín sonur Guðmundar lék á harmoníkuna... NT-myndir Finnbogi. Kórinn var allir kirkjugestirnir.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.