NT - 28.06.1984, Blaðsíða 16

NT - 28.06.1984, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 28. júní 1984 16 ■ Harry Lucas, 22 ára gamall sjómaður í Sydney í Ástralíu, var að leggja síðustu hönd á undirbún- ing brúðkaups síns og æskuástarinnar sinnar Me- lindu, þegar hann mundi allt í einu eftir því, að hann átti pantaðan tíma hjá lækni og hafði reyndar pantað hann fyrir löngu. Þrátt fyrir tímaskort og taugaóstyrk, sem gjarna fylgir því að eiga að ganga upp að altarinu með sinni heittelskuðu eftir nokkra klukkutíma, ákvað hann að fara til læknisins. Par með hófst martröð, sem ekki létti fyrr en tveim sólarhringum síðar. Læknirinn tók Harry vel, benti honum á að fara inn í búningsklefa og ber- hátta sig. Þar skyldi hann svo bíða á meðan læknir- inn afgreiddi næsta sjúkl- ing á undan. Harry hlýddi, en að klukkutíma liðnum var honum hætt að lítast á blikuna. Hann tók í hurð- arhúninn, en kemst þá að raun um að hann var læst- ur inni. Ekkert bólaði á lækninum, sama hvernig Harry hamaðist. Eini glugginn á klefanum var svo lítill, að ekki var viðlit að komast út um hann, enda hefði það lítið gagnað, þar sem hann reyndist vera á 6. hæð. Glugginn vísaði út að skógivöxnu svæði, þar sem engar mannaferðir voru. Eðlilega var Harry ekki rótt, því að hann vissi að óðum liði að því að Me- linda mætti í kirkjunni og þar yrðu 200 gestir vitni að því að brúðguminn léti sig vanta í sitt cigið brúð- kaup! Auk þessara döpru hugsana varð Harry að láta sig hafa það að vera matarlaus, utan hvað hann hafði af tilviljun poka með fáeinum hnetum í buxna- vasanum. Til allrar ham- ingju hafði hann aðgang að klósetti, annars hefði farið illa. Því að í þessari prísund mátti Harry dúsa til mánudagsmorguns. Lækninum hafði nefnilega legið svo á að komast í helgarsiglingu með fjöl- skyldu sinni, að hann steingleymdi fáklædda sjúklingnum sínum, þegar hann dreif sig heim. úr vinnunni. Á meðan Harry dúsaði þarna í einangrun og^gat engan veginn gert vart við sig, gekk mikið á annars staðar í borginni. Melinda mætti til kirkjunnar, eins og lög gera ráð fyrir, en þar varð hún að skýra út fyrir gestunum 200 að því miður gæti ekkert orðið úr brúðkaupinu að sinni, þar sem brúðguminn væri týndur. Voru síðan gerðir út leitarflokkar til að reyna að hafa uppi á Harry, en öll varð sú leit árangurslaus. Ékki grun- aði Melinda Harry sinn um græsku, en datt helst í hug, að hann hefði orðið fyrir slysi. Hún úthellti því mörgum tárum, sem ekki þornuðu upp fyrr en a mánudagsmorgun, þeg- ar Harry lét það verða sitt fyrsta verk, að ganga á fund Melindu og segja henni, hvað fyrir hann hefði komið. Nú er allt fallið' í ljúfa löð, og brúðkaupið vænt- anlega afstaðið. Frítt uppihald í mánuð í Rússlandi fyrir mynd af Debbie Reynolds! ■ Hver sá, sem á mynd af bandarískuleikkonunni Debb- ie Reynolds, á kost á fríu uppihaldi hjá Marmek Mu- stafa, veitingahúsaeiganda í Ufra í Rússlandi. Sá er þó hængurinn á, að Marmek setur það að skilyrði að hann eigi ekki sams konar mynd fyrir. Og það getur reynst erfitt að hafa upp á mynd, sem hann hefur ekki þegar komið höndum yfir. í veitingahúsi hans hanga nefni- lega nú þegar uppi 1700 myndir af leikkonunni! ■ Einhverjir önnum köfn- ustu fataframleiðendur í New York nú eru fyrirtækið„Prot- ective Fashion", sem þýða mætti sem Varnartíska, og hefur aðsetur í borgarhlutan- um Soho. Fatnaðurinn, sem fyrirtækið framleiðir, á það allur sammerkt að vera skot- heldur. Flíkurnar eru verðlagðar á allt frá 4000 til 8000 kr. og meðal þeirra vinsælustu eru anórakkar, safari jakkar, íþróttajakkar og smóking- jakkar. Hverja flík má fá í þrem styrkleikum, sú ódýr- asta á að duga gegn því, sem þarlendir kalla „laugardags- flugelda", þ.e.a.s. þeim byssutegundum, sem vopn- aðir ræningjar nota aðallega í „starfi“ sínu. Styrkleiki nr. 2 á að stand- ast byssukúlur úr karftmeiri byssum, eða 357 Magnum. Þriðji styrkleikinn er svo ætl- aður þeim, sem gegna sérlega áhættusömum störfum, hvað byssuburð áhrærir, og á að standast vélbyssuskothríð. Greinilega hefur verið mikil þörf fyrir þessa tegund fatnaðar, því að fyrsta mán- uðinn, sem verslunin starfaði, seldi hún skotheldan fatnað fyrir sem svarar 800.000 kr.! ■ Debbie Reynolds er orðin 52 ára, en þó langt frá því að láta elli keriingu buga sig. Nýlega gekk hún í hjónaband í 3. sinn, en hafði lengi verið frábitin því að gera fleiri tilraunir í þá átt, eftir slæma reynslu, sem hún fékk af því að láta Eddie Fisher hlaupa frá sér til Elizabeth Taylor á sínum tíma og að þurfa að borga skuldir eiginmanns nr. 2, kaupsýslumannsins Harrys Karl. En þegar hún kynntist Richard Hamlett var sá ásetningur gleymdur og þau voru gefin saman með pomp og prakt nýiega. Kannski hefur Marmek Mustafa ekki enn borist brúðkaupsmyndin í hendur. m í gini krókódílsins ■ Krókódílargetavístfengið tannpínu, eins og aðrir þeir, sem skaparinn hefur ætlað að tyggja matinn með tönnunum. Og þeir hafa ekki enn lært að bursta tennurnar, sem gerir hættuna á tannskemmdum enn meiri. Þessi krókódíll er svo lán- samur að eiga heimili í dýra- garði, nánar tiltekið í New Orleans, og því stóð ekki á því að hann fengi hjálp, þegar augsýnilega var eitthvað bogið við tennurnar í honum. Til var fenginn tannlæknir, sem hlýtur að vera hugaðri en gengur og gerist, og gekk hann rösklcga til verks, þó að enginn væri tannlæknastóllinn. Krókódíllinn var samvinnu- jjýður, enda gerir hann sér ljóst, að hann verður að vera í góðu standi og geta brosað blítt, þegar gestir fara að flykkjast að til að sjá hann á heimssýningunni 1984, sem haldin er í New Orleans. ■ Sennilega hefur krókódíllinn gert sér grein fyrir að það var góður maður, sem var að skríða á fjórum fótum í gininu á honum. A.m.k. gerði hann ekki minnstu tilraun til að streitast við, þegar læiknirinn var að komast fyrir meinsemdina, sem gerði honum líflð svo leitt. Brúðguminn læstist inni á lækningastofu meðan brúðurin beið við altarið heldur fatnaður selst grimmt í New York

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.