NT - 28.06.1984, Blaðsíða 4

NT - 28.06.1984, Blaðsíða 4
IU' Fimmtudagur 28. júní 1984 4 ká k Keppnin Sovétríkin - „Heimurinn“ Sovétmenn hafa náð öruggu forskoti ■ Þegar þetta er ritað er keppnin Sovétríkin - „Heimur- ínn" nákvæmlega hálfnuð og hafa Sovétmenn náð tveggja vinninga forskoti, hafa hlotið 11 vinninga gegn 9 vinningum heimsliðsins. Eins og fram hef- ur komið tókst alþjóðlega skáksambandinu, FIDE, að endurvekja þessa keppni eftir mikið brambolt og þreifingar um heppilegan keppnisstað. Á endanum var London valinn vettvangur þessarar miklu keppni. Teflt er á 10 borðum en hvort lið hefur á að skipa tveimur varamönnum. Vara- menn heimsliðsins eru þeir Bent Larsen, sem tefldi á 1. borði í Belgrad fyrir 14 árum, og Murray Chandler sem óvænt náði að deila 2. sæti á skákmótinu í London á dög- unum. en varamenn Sovétríkj- anna þeir Romanishin og Tukmakov.' Það vekur eftirtekt að æ fleiri meiriháttar skák- keppnir fara nú fram í heims- borginni London og vill það renna stoðum undir þá skoðun margra að Lundúnaborg verði höfuðborg skáklistarinnar á þessum áratug. Það er sannarlega ekki heigl- um hent að etja kapp við sovésku skákrisana sem mæta með Karpov og Kasparov á 1. og 2. borði. Viktor Kortsnoj sem margir töldu að hefði átt víst sæti á 1. borði hefur sýnilega kosið að tefla við Lev Poluga- jevskí sem hefur reynst honum heldur þægilegri andstæðingur en snillingurinn á 1. borði, Anatoly Karpov. Karpov hef- ur enn sannað styrk sinn með því að leiða einvígi sitt við Andersson, 1 1/2:1/2. Hann vann skákina úr I. umferð í 86 leikjum og með slíkum snilld- artilþrifum að manni er til efs að hann hafi teflt betur þau 9 ár sem hann hefur borið skák- kórónuna. Öllu minna hefur farið fyrir Kasparov sem enn virðist vera að æfa sig í þeirri kúnst að tapa helst ekki, skákir hans við Timman hafa báðar verið harla tíðindalitlar og keppendur fljótt slíðrað sverðin. Það má þó mikið vera ef þeir tefla ekki hörkuskákir í tveim síðustu umferðunum enda þekktir fyrir mikinn bar- áttuvilja. Heildarúrslitin í tveim fyrstu umferðunum hafa orðið á þessa leið: 1. umferð: Sovétríkin - Heimsliðið Karpov - Andersson 1:0 Kasparov - Timman 1/2:1/2 Polugajevskí - Kortsnoj 1/2:1/2 Smyslov - Ljubojevic 0:1 Vaganian - Ribli 1/2:2 Beljavskí - Seirawan 1:0 Tal - Nunn 1/2:1/2 Razuvajev - Húbner 1/2:1/2 Jusupov - Miles 1/2:1/2 Sokolov - Torre ÍU 5:5 2. umferð: Sovétríkin - Heimsliðið 1. borð: Karpov - Andersson 1/2:2 2. borð: Kasparov - Timman 1/2:1/2 3. borð: Polugajevskí - Kortsnoj 0:1 4. borð: Tukmakov - Ljubojevic 1:0 5. borð: Vaganian - Ribli 1/2:1/2 6. borð: Beljavskí - Seirawan 7. borð: Romanishin - Nunn 8. borð: Razuvajev - Húbner 9. borð: Jusupov - Miles 10. borð: Sokolov - Torre 1:0 1/2:1/2 1/2:1/2 1/2:1/2 U) 6:4 Staðan nú um miðja keppni er ekki ósvipuð þeirri sem var í Belgrad 1970 en þá höfðu Sovétmenn örugga forystu, 11 1/2:8 1/2. Heimsliðið rétti verulega úr kútnum í næstu umferð með góðum sigri, 6:4 en þar réð mestu um að Bent Larsen sneri tapstöðu í vinning í viðureign sinni við Spasskí. Eins og frægt er orðið vann Spasskí skák þeirra úr 2. um- ferð í aðeins 17 leikjum - með svörtu! Eitthvað virðist skorta á óvæntar uppákomur nú sem voru svo tíðar í Belgrad. Snilld- artaktar Fischers, hin ótrú- lega viðureign Spasskís og Lar- sens í 2. umferðsettu ævintýra- ljóma á keppnina. En er einhver kominn til með að segja að menn tefli ekki af snilld í London? Að mínu viti hafa bæði Karpov og Kortsnoj búið til stórkostleg skákverk í skákum sínum við Andersson ðg Polugajevskí. Karpov í I. umferð, Kortsnoj í 2. umferð. Skákir þessar flutu yfir hafið og þó sú fyrri er hér birtist hafi staðið í 85 leiki stenst ég ekki mátið: 1. umferð: 1. borð: Hvítt: Anatoly Karpov (Sovétríkin) Svart: Ulf Andersson (Heimsliðiö) Bogi - indversk vörn 1. (14 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4- 4. Bb2 Bxd2- 5. Dxd2 0-0 6. Rc3 d5 7. e3 Rbd7 (Byrjunarkerfi það sem Ándersson beitir hefur reynst honum vel þegar hann er á höttum eftir jafntefli. Þar má minna á skák hans við Kaspa- rov á Olympíumótinu í Luzern eftir aðeins 17 leiki. Ekki er að efa að Karpov hefur rannsakað þessa skák gaumgæfilega og fundið sitthvað athugavert við byrjunartaflmennsku Svíans.) 8. cxd5 (Hér breytir Karpov út af. Að vísu lék Ándersson 7. - De7 en það breytir þó ekki miklu. Framhaldið varð: 8. Hdl Hd8 9. Dc2 Rbd7 10. Be3 dxc4 11. Bxc4 c5 og Andersson jafnaði taflið örugglega.) 8. ..exd5 9. Bd3 He8 10. 0-0 Re4 11. Dc2 Rdf6 12. b4 c6 13. Re5 Bf5 14. Ra4 g6 15. Db2 a6 16 Hfcl He7 17. Rc5 Rxc5 (Svartur hefði sennilega betur látið þetta ógert. Hann fær nú upp stöðu sem er gersneidd öllu því sem heitir mótspil, en þótt ótrúlegt kunni að hljóma virðist Andersson una sér vel í þvílíkum stöðum. Framvinda mála hér eftir minnir óneitan- lega á eina af skákum Karpovs í einvíginu við Kortsnoj í Baguio 1978, þá 31. í röðinni.) 18. bxc5 Bxd3 19. Bxd3 Hc8 20. Hc3 Hcc7 21. Hb3 Re8 22. De2 f6 23. Df3 Hf7 24. Kfl! (Upphafið af stórskemmtilegu ferðalagi kóngsins. í raun og veru sýnir það vel hversu Andersson á erfitt um vik að hann getur á engan hátt bætt vígstöðu sína þó hvíti kóngur- inn taki sér nú gönguferð á hendur, ferðinni er heitið til al og síðan til baka aftur! Sitt- hvað hefst upp úr þessu ferða- lagi.) 24. ..Rg7 25. Ke2 Hce7 26. Kdl Dc8 27. Habl h5 28. h3 Re6 29. h4 (Loksins lætur Karpov til skar- ar skríða. Svartur getur ein- ungis hamlað framrás g-peðs- ins með því að veikja sig hroðalega á svörtu reitunum.) 35. ..Re6 36. Rd3 Rg7 37. g4 hxg4 38. Hxg4 Rh5 39. Hbl De6 40. Df3 Hg7 41. Hbgl (Hindrar 29. Re4) 29. ..Kh7 30. Dh3 De8 31. Kc2 Hd7 32. Kb2 Rg7 33. Rf4 Hfe7 34. Kal Df7 35. Hgl Rg5 og 30. . Helgi Olafsson skrifar um skák 56. Df3 Hf8 57. Kfl De7 58. Ddl! De8 59. Dbl! Kh6 60. Ke2 Dd8 61. Hfg4 Hfg8 62. Kfl De8 63. Ddl De6 64. Df3 Hf7 65. Kgl Hfg7 66. a3! (Einkennandi leikur fyrir Karpov. í fljótu bragði virðist tilgangurinn ekki sjáanlegur, en Karpov vill hafa þetta peð valdað þegar hann loksins brýst fram með e3-e4.) 66. ..He7 67. Kh2 Hf7 68. Hf4 Kh7 69. Ddl Kh6 70. Kd3 Ke8 71. e4! (Karpov hefur komið mönnum sínum fyrir á þann hátt sem best verður á kosið og opnar nú taflið.) 71... dxe4 72. Hxe4 Dd7 73. De3t Kh7 74. He6 Hgg7 75. Hf3 f5 (Hér fór skákin í bið og létu nokkrir frægir skákmenn þung orð falla um stöðu svarts. Satt er það að svartur á við geysi- lega erfiðleika að etja en það er allt annað en auðvelt að sigrast á varnarmeistaranum Andersson. Framhald skákar- innar eins og raunar alla þessa skák teflir Karpov af mikilli nákvæmni.) 41. ..Hde7 42. Kb2 Kh6 43. Kc3 (Annað kóngsferðalag er hafið. Förinni er heitið til h2, síðan aðeins til hliðar og út á kant aftur. Hvað á þetta eiginlega að fyrirstilla, gæti einhver spurt. Óg svarið sækjum við til Capa- blanca sem lét svo um mælt á tennisvelli í Notthingham fyrir 48 árum: „Þegar maður er með betri stöðu og andstæðingurinn hefur ekki snefil af mótspili er það líklegt til árangurs að fara sér hægt, fá sömu stöðuna upp tvisvar (margir þeir sem viljað hafa fylgja þessum fleygu orð- um hafa reyndar lent í því að fá upp sömu stöðuna þrisvar!) og reyna þannig á þolrifin í mótstöðumanninum. Með hverjum leiknum aukast lík- urnar á því að honum verði á alvarlegt glappaskot".) 43... Df7 44. Rf4 Rxf4 45. Hxf4 He6 46. Kd2 De7 47. Ke2 Kh7 48. Kfl Kh6 49. Hg3 Kh7 50. Hfg4 D17 51. Hf4 Kh6 52. Kgl Kh7 53. Kh2 Kh6 54. Dg2 Kh7 55. Kgl He8 abcdefgh 76. h5! (Lokahnykkurinn. Nú fyrst er Ándersson varnarlaus.) 76. .. gxh5 77. Dh6t Kg8 78. Hfe3 Dc7t 79. Kh3 He7 (Spurning er hvort 79. - Dd7 hefði ekki veitt meira viðnám. Annar möguleiki var 79. - Hf8 en hvítur vinnur þá með því að leika 80. Hg3! með hótuninni 81. Hxg7t Dxg7 82. Hg6. Við þeirri hótun á svartur enga vörn. Leikurinn sem Anders- son velur leiðir rakleiðis til taps.) 80. Hxe7 Hxe7 81. Hxe7 Hxe7 82. Dg6t Kf8 83. Df6t Ke8 (Ekki 83.-Hf784. Dh8 mát.) 84. Dh8t Kd7 85. Hxe7t Kxe7 86. Dg7t - Og hér lagði Andersson niður vopnin. Framhaldið gæti orðið: 86. - Kd8 87. Df8t! Kd7 88. Dxf5t Ke8 89. Dxh5t og síðan þvingar hvítur fram drottningaruppskipti og vinnur á umframpeðinu. Það er vel ráðið hjá heims- liðinu að nýta krafta Kortsnojs á einu af neðri borðunum og ekki verra þegar litið er til þess að andstæðingur hans er Lev Polugajevskí. Á undanförnum árum hafa þessir tveir mæst tvívegis í áskorendakeppn- inni. Fyrst 1977 en þá vann Kortsnoj 8 ’AAA og síðast 1980 og enn vann Kortsnoj að þessu sinni SVtJVj. Það er t því ljóst að Kortsnoj hefur isterkt tak á Polugajevskí. í 'skák þeirra sl. mánudag vann : Kor’tsnoj glæsilegan sigur: 3. borð: 1 Hvítt: Viktor Kortsnoj (Heimsliðið) Svart: Lev Polugajevskí (Sovétríkin) Reti-byrjun 1. Rf3 Rf6 2. g3 d5 3. Bg2 c6 4. 0-0 Bf5 5. d3 h6 6. c4 e6 (6. leikur hvíts hefur áreiðan- lega komið Polugajevskí á óvart. Það er hugsanlegt að Kortsnoj hafi ætlað að svara hinum eðlilega leik 6. - dxc4 með 7. e4 Bg4 8. e5 o.s. frv.) 7. Be3 (Annar óvæntur leikur. Nú er hiklaust best að ieika 7. - dxc4.) 7... Be7?! 8. Db3! Dc8 9. Rc3 0-0 10. Hacl Bh7 11. cxd5 exd5 12. Re5 Bd6 13 Bd4 Bc7 14. e4! dxe4 15. dxe4 Ra6 16. Rc4 Rd7 17. a4 Rac5 18. Da3 Re6 19. Be3 Rb6 (Svartur er sannarlega ekki öfundsverður af aðstöðu sinni eftir gersamlega misheppnaða byrjunartaflmennsku en svo virðist sem Polugajevskí hafi sést yfir næsta leik Kortsnojs sem enn eykur á yfirburði hvíts.) 20. Rd5! Rxc4 (Það breytir engu hvort svartur Ieikurfyrst20.-cxd5. Eftir 21. exd5 vinnur hvítur manninn alltaf til baka vegna leppunar- innar eftir c-línunni.) 21. Hxc4 Dd8 ( Illskást. Svarta staðan er hartnær vonlaus eftir 21.- cxd5 22. exd5.) 22. Rxc7 Dxc7 23. b4! De7 24. Dc3 (Biskupaparið, frumkvæði á báðum vængjum og öflug peðastaða, samankomið þýðir þetta að hvítur er með strat- gískt unnið tafl. Ekki bætti úr skák fyrir aumingja Polu að hann var alveg að falla á tíma.) 24. ..Hfd8 25. f4 f6 26. b5 cxbS 27. axb5 Hd7(?) 28. Hc8t! Hxc8 29. Dxc8t Rf8 30. Dc4t De6 31. Dxe6t Rxe6 32. Bxa7 Rd4 33. Bh3 Re2t (Eða 33. - Hd6 34. Bc5 Hd8 35. Bb6 Hd6 36. Bc7 og svartur er neyddur til að leika 36. - Re2t.) 34. Kf2 Hd2 35. Ke3 Hb2 36. Be6t Kh8 37. Hdl! g5 38. Hd8t Kg7 39. Bc5 gxf4t 40. gxf4 Bg6 -Polugajevskí féll á tíma um leið og hann lék þessum leik. Augnabliksathuganir á stöð- unni leiða í ljós að hvítur á rakinn vinning: 41. Bf8t Kh7 42. Bg8t!Kh8 (eða 42.-Kxg8 43. Ba3t og hrókurinn fellur) 43. Ba3! og svartur tapar liði.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.