NT - 28.06.1984, Blaðsíða 7
m - .
L L Fréttir
Krakkarnir fá skíðaverðlaun
Frá frcttaritara NT á Neskaupstað:
■ Verðlaunaafhending Skíðaráðs
Þróttar fór fram sunnudaginn 24. júní í
Safnaðarheimilinu á Neskaupstað.
Verðlaun voru veitt fyrir Vormót Þrótt-
ar og Hraðmótið sem haidin voru í maí,
en verðlaunaafhending hafði tafist af
óviðráðanlegum orsökum.
Harðarbikarinn, sem er farandbikar,
var gefinn af Stefáni Þorleifssyni tii
minningar um Hörð Kristinsson. Upp-
haflega var bikarinn veittur fyrir keppni
í svigi og bruni, en þar sem ekki er keppt
í bruni lengur er hann nú veittur fyrir
svig. Einnig voru nú veitt verðlaun fyrir
Firmakeppni Þróttar sem haldin var fyrr
í vetur.
Við verðlaunaafhendinguna lýsti
Benedikt Sigurjónsson formaður Skíða-
ráðs Þróttar vetrarstarfseminni og
Gunnar Ólafsson sagði frá starfsemi
Oddskarðslyftu.
Hinn fríði hópur verðlaunahafa ásamt Benedikt Sigurjónssyni formanni Skíðaráðs Þróttar á Neskaupsfað.
NT-mynd Svanfriöur
Neskaupstaður:
Menningarmálaráðherrar Evrópuráds-
ríkja á fundi í Berlín:
Markmið í menning-
armálum og fjöl-
miðlun til umræðu
■ Nýlega var haldinn í Berlín
fjórði fundur menningarmála-
ráðherra Evrópuráðsríkja og
sátu fundinn af Islands hálfu
Ragnhildur Helgadóttir mennta-
málaráðherra og Sólveig Ól-
afsdóttirlögfræðingur í mennta
málaráðuneytinu. Afrakstur
tundarins var ytirlýsmg raóherr-
anna um markmið Evrópuríkja
í menningarmálum, og einnig
var rætt um nýja fjölmiðlatækni
og áhrif hennar á evrópska
menningu.
í yfirlýsingu ráðherranna er
reynt að koma á framfæri á
stuttan og hnitmiðaðan hátt
þeim markmiðum, sem keppa
beri að, þ.e. að gera öllum kleift
að öðlast lífsfyllingu í andrúms-
lofti frelsis og virðingar fyrir
mannréttindum. Ekki er í yfir-
lýsingunni tilgreint hvaða
ráðum skuli beitt til þess að ná
markmiðinu, heldur er hverri
þjóð frjálst að ákveða það, allt
eftir aðstæðum á hverjum stað.
Umræðurnar um nýja fjöl-
miðlatækni og menningu snér-
ust aðallega um eftirfarandi
spurningar: Hvaða möguleikar
gefur hin nýja fjölmiðlatækni?
Hvert er sambandið á milli
stefnu í menningarmálum og
hinnar nýju fjölmiðlatækni? Er
mikilvægt að efla og vernda
lifandi listflutning þegar fjöl-
miðlar bjóða uppá síaukna
möguleika til dreifingar? Hvaða
áhrif hefur hin nýja fjölmiðla-
tækni á menningarleg sérkenni
þjóða? Hvernig má nota
nýja fjölmiðla til að bæta sam-
starf og samskipti á sviði menn-
ingarmála innan Evrópu og milli
Evrópulanda, svo og annara
heimshluta og menningar-
svæða? Urðu töluverðar um-
ræður um þessar spurningar en
þrátt fyrir ótta sumra ræðu-
manna við áhrif nýrrar fjöl-
miðlatækni á sérkenni einstakra
ríkja eða svæða, að hún eyði
öllum landamærum, voru ráð-
herrarnir sammála um að það
■ Er þetta fjölmiðlamaður
framtíðarinnar?
væri ekki í þágu menningarinn-
ar að sporna um of gegn þessari
þróun. Hins vegar yrði að grípa
til viðeigandi ráða til þess að
beita tækninni í þágu efnahags-
legrar og minningarlegrar þró-
unar og til betri og meiri gagn-
kvæms skilnings milli þjóða.
Yfirleitt voru ráðherrarnir
bjartsýnir á framtíðina í þessum
efnum og þótt ýmis ljón væru á
veginum í byrjun, þá bæri að
halda áfram því samstarfi sem
þegar á sér stað á vettvangi
Evrópuráðsins og stefna að því
að leysa þau vandamál sem upp
kunna að koma á grundvelli
þeirra lýðræðis - og mannrétt-
indahugsjóna sem aðildarríki
ráðsins byggja á.
Merkilegur
vettlingur
■ Elsti vettlingur okkar íslendinga vakti verð-
skuldaða athygli á Norrænni prjónaráðstefnu
sem haldin var á vegum sumarháskólans í Vasa
í Finnlandi. Vettlingur sá sem hér um ræðir var
grafinn úr jörðu að Stóruborg árið 1981 en hann
er talinn vera frá fyrri hluta 16. aldar og þá elsta
prjónaflík á samanlögum Norðurlöndum.
Á ráðstefnunni voru fyrirlesarar frá öllum
Norðurlöndunum, m.a. flutti Elsa E. Guðjóns-
son þrjú erindi.
í tengslum við ráðstefnuna var sett upp sýning
á ýmsu prjóni, þar á meðal var mynd af
vettlingnum íslenska sem áður er getið.
Meiri hluta þessarar sýningar hefur nú verið
komið fyrir í bókasafni Norræna hússins og mun
hún verða þar fram eftir sumri. Hins vegar mun
ráðgert að vettlingurinn sjálfur verði almenningi
til sýnis í Þjóðminjasafninu í sumar ásamt öðru
jarðfundnu prjónadóti fyrri alda.
Ljón norðursins
symr a Husavik
■ Leó Anton Árnason, öðru nafni Ljón
Norðursins, opnaði í gærkvöldi málverkasýn-
ingu í safnahúsinu á Húsavík. Leó er fæddur 27.
júní 1912 í Víkum á Skaga og varð því 72 ára á
opnunardaginn.
Ljón norðursins er byggingameistari að
mennt, en jafnframt starfi í iðn sinni hefur hann
lagt hönd á fjölbreyttan atvinnurekstur.
Undanfarna áratugi hefur hann þó einkum helgað
krafta sína skáldskap og myndlist.
Málverkasýningin er oþin áfram í kvöld og
annað kvöld kl. 8 - 10. Áuk myndlistarinnar
gefst sýningargestum kostur á að hlýða á
ljóðalestur skáldsins og tónlist.
Markús kominn í
heimsbókmenntir
■ Sérstakan kafla um veðurfar á íslandi er að
finna í nýútkomnu 15 og síðasta bindi mikils
ritverks um veðurfar í heiminum, sem gefið
hefur verið út í Hollandi. Síðasta bindið fjallar
um veðurfar á heimshöfunum pg kaflinn um
ísland er ritaður af Markúsi Á. Einarssyni,
veðurfræðingi. Kafli þessi mun að mestu vera
ágrip af bók Markúsar „Veðurfar á íslandi" sein
út kom 19/6.
Fimmtudagur 28. Júní 1984
HINIR VIÐURKENNDU
Tl N DAR
FRÁ CLOSE YOULE
í ALLAR HEYVINNU-
VÉLAR FRÁ OKKUR
MJÖG HAGSTÆTT VERÐ
Algengasti KUHN tindurinn á kr. 79,00 með söluskatti.
BÚVÉLAR Ármúla 3 Reykjavík S. 38 900
VARAHLUTAVERSLUN SÍMI 39811
umferðarmenning"^]-
Ökumjafnan .
á hægri rein
á akreinaskiptum
vegum. _
Tráð
UUMFERÐAR
f '
Bilalan
Leigjum út glænyja
Fiat Zastawa 1300 5 dyra
Ennfremur leigjum viö ut gamla glæsilega eöalvagna
Rolls Royce, Chevrolet Bel Air, Lincoln Coupe,
Ford T-Model til notkunar viö sérstök tækifæri svo
sem: Brúökaup — auglýsingar — kvikmyndir og
e.t.v. fleira.
Bílaleigan ^
BilalánM
Bíldshöföa 8, sími 81944.
Við hliðina á Bifreiðaeftirlitinu
Opið allan sólarhringinn
Umboðsmaður Selfossi, Júlíus Hólm sími 1931