NT - 28.06.1984, Blaðsíða 15

NT - 28.06.1984, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 28. júní 1984 15 „Munirnir hafa varðveist mun betur en ég hafði gert mér í hugarlund“, segir Halldóra Ásgeirsdóttir, forvörður. gluggana þegar fram líða stundir,“ sagði Halldóra. - Það hefur verið talað um að einstaka munir í safninu, svo sem altaristöflur og tré- styttur, séu mjög illa útlítandi og þurfi viðgerðar við hið bráðasta? „Ég veit ekki til að hér sé nokkur einasti hlutur svo illa farinn að ekki megi gera við hann. Það er hins vegar alveg ljóst að margt er gífurlega skítugt, eins og til dæmis altar- istöflur og málverk, en það er í sjálfu sér einfalt að hreinsa þetta. Hitt er kannski verra að á mörgum máluðum hlutum, þar á meðal styttum og altaris- töflum, er málningin sprungin og farin að flagna af. Það þarf auðvitað að gera við sprung- urnar þar sem það er hægt og festa á þessu málninguna svo að hún detti ekki öll af. Eg hef einmitt ætlað mér að byrja á þessu í haust og þá gæti jafnvel komið til greina að færa eitt- hvað af þessum hlutuni úr Suðursalnum og setja málm- ■ Hérer búið að plástra ísárin svo málningin haldi ekki áfram að detta af. Þaðmuntiltölulega ", Mflnin8inr erlcmjö8 laus á Þessum róðukrossi’ sem er auðvelt verk að festa málninguna. ,slensk sm,ð fra 15‘ old- hluti þangað í staðinn, en þeir þola hitasveiflur betur.“ - Er ekki gífurlegt verk að gera við þetta allt saman? „Það hefur nú verið talað um að það þyrfti milljón árs- verk fagmanna til að hefta skemmdir á Þjóðminjasafninu í Danmörku. Eflaust mætti gera sér einhverja svona tölu hérna, en hún yrði ábyggilega miklu lægri. Én við gerum okkur engar vonir um að fá fjárveitingar til að gera allt í einu. Það verður að hafa á þessu vissa forgangsröð og taka það fyrir sem er mest aðkallandi hverju sinni.“ Halldóra sagði að það væri alltaf spurning hversu langt ætti að ganga í því að gera upp fornminjar. „Það er auðvitað sjálfsagt mál að láta þær ekki hrörna í safninu en mér finnst alveg ástæðulaust að gera þær upp svo þær líti út eins og nýjar. Gamalt á að vera gamalt og það á að sjást“, sagði hún. „I Þýskalandi er gengið hvað lengst í því að gera hlutina upp og búa til eftirmyndir af þeim. Hinar raunverulega fornminj- ar eru kannski geymdar í geymslum en eftirlíkingar af þeim sendar út um allt, það er kannski ein á hverju safni í landinu. Ég er algerlega á móti þeirri stefnu.“ - Er ekki fullt af hlutum sem eru hér í geymslum? „Það er auðvitað alltaf eitthvað sem geymt er í geymslum en það er ekki mjög mikið, einfaldlega vegna þess að geymsluplássið í safninu er takmarkað. En ég held að mér sé óhætt að fullyrða að geymsl- urnar hérna séu nokkuð góðar. Þær eru að minnsta kosti lausar við skordýr og alls kyns kvikindi sem herja á geymslur í erlendum söfnum og svo er raka- og hitastigið í þeim sem búið er að mæla nokkuð jafnt.“ - Þjóðminjasafnið hefur yfirumsjón með listmunum í kirkjum landsins. Er þessi skylda sæmilega rækt? „Við höfum náttúrlega ekki bolmagn til að fara skipu- lega í kirkjur landsins, eins og æskilegast væri. Við höfum heyrt að sums staðar sé ástand- ið alls ekki til fyrirmyndar, enda sumar kirkjur alls ekki heppilegir staðir til að geyma til dæmis málverk í. En við fáum hingað heilmikið af mun- um til viðgerða og förum út í kirkjurnar til smáviðgerða ef þess er óskað, þá aðallega altaristöflur, vefnað fáum við hingað“, sagði Halldóra. Hún sagði að safnið hefði nú á sínum vegum sérmenntað fólk til þess að gera við og halda í horfinu fornminjum af flestu tagi. Þó væri enginn menntaður í því að gera við málverk og pappír og þess vegna þyrfti að kaupa þá vinnu utanfrá. Það hefði vissu- lega þá hættu í för með sér, að málverk væru látin sitja á hakanum því aðkeypt vinna væri mjög dýr. ■ Textflverk á Þjóðminjasafninu eru mörg mjög skítug en nú er komin upp aðstaða til að hreinsa þau og gera við. Hér eru glitsaumaðir rekkjureflar frá 17. öld, sem bíða hreinsunar og lagfæringar. á gera við“

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.