NT - 28.06.1984, Blaðsíða 18

NT - 28.06.1984, Blaðsíða 18
Rás2 udagur 28. júní 1984 18 Allt í góðu gengi og lenging líkleg ■ Ýmsar sögur hafa verið í gangi um að Rás 2 sé nú mjög að braggast og jafnvel sé von á lengingu dagskrár. Þegar við hringdum í Þorgeir Ástvalds- son rásarstjóra var hann ein- mitt að bíða eftir simtali sem staðfesti lengingu dagskrárinn- ar. Við spurðum hvernig gengi. „Auglýsingar hafa stórauk- ist, og það er greinilega vegna niðurstaðna skoðanakönnun- arinnar. Annars má segja að allt frá byrjun hafi tekjur af auglýsingum aukist jafnt og þétt, mánuð eftir mánuð. Það er nú svona það ánægjulegasta í þessu. Þá fyrst er hægt að tala um lengingu þegar aurar eru komnir til að spila úr. Tekjur af auglýsingum verða að standa undir Rásinni þannig að hún verði ekki baggi á stofnuninni." Hvernig verður lengingin framkvæmd? „Þær hugmyndir um leng- ingu sem nú eru í gangi eru fólgnar í því að komast út fyrir vinnutímann, sem útsendingin miðast nú við. Það hefur kom- ið fram í útvarpsráði að fimmtu- dagskvöld og helgar væru vænlegustu tímarnir, en það er ekki gleypt allt í einu. Eg hef mestan áhuga á helginni, með sumarið í huga, að það verði prógramm á laugardags- og sunnudagseftirmiðdögum sem höfðitil mannlífsaðsumarlagi. Hvort fimmtudagskvöld verði með strax efast ég um. Það þarf töluvert til að hrista fram úr erminni 15 tíma leng- ingu á dagskrá." Það virðast semsagt tölu- verða líkur á lengingu dag- skrár á Rásinni. ■Þorgeir Ástvaldsson. Tvíund - Þáttur um unga klassíska söngvara ■ Síðasta atriðið á dagskrá kvöldsins fyrir utan fréttirnar er þátturinn Tvíund. Það eru þær Jóhanna V. Þóhallsdóttir og Sonja B. Jónsdóttir sem stjórna þættinum og var Jó- hanna fengin í örstutt spjall um þáttinn. Það voru hæg heimatökin því Jóhanna vinn- ur í sumar sem lay-out kona á NT. „Þátturinn er tónlistarþáttur og verða aðallega leiknar plötur með ungum og upp- rennandi söngvurum sem sjaldan eru spilaðar í útvarp- inu. Efnisvalið ræðst af því hvað þessir söngvarar hafa sungið inn á plötur og verður megin- uppistaðan því sennilega óperuaríur og Ijóðasöngur. í fyrsta þætti sem verður nokk- urs konar kynning á því sem í vændum er verða lög úr ýmsum áttum með nokkrum söngvur- um. T.a.m. hlustum við á hina frábæru mezzósópransöng- koou Brigitte Fassbaender syngja eitt Ijóð úr Dichterliebe Schumanns og sænski barítón- söngvarinn Hákon Hágegárd syngur An Clöe eftir Mozart." - Verða þetta margir þættir? „Þetta verða 7-8 þættir ann- an hvern fimmtudag. f fram- tíðinni er svo ætlunin að kynna tvo söngvara í hverjum þætti.“ Nú varst þú þekkt sem söng- kona í Diabolus In Musica og ert nú í söngnámi í Manchest- er. Hvað kom til? Ég hafði áður stundað söng- nám með vinnu og námi sem er, skal ég segja þér, ansi ■ Jóhanna Þórhallsdóttir og Sonja B. Jónsdóttir þreytandi til lengdar því þá hefur maður aldrei tíma til að æfa sig. Mér fannst ég annað- hvort þurfa að skella mér af fullum krafti út í nám, eða þá bara að hætta þessu. Hér heima var ég í Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar en þar lágu leiðir okkarSonju, sem er með þáttinn með mér, saman. Við vorum báðar í söngnámi hjá John Speight. Það var svo í fyrra sem ég fór til Manchest- er og er þar í Royal Northern College of Music.“ Hvernig líkar þér í Bret- landi? „Mér líkar vel í skólanum, er ánægð með kennarann minn og svona. En þetta er geypi dýrt nám svo að maður hefur eilífar áhyggjur af peningamál- unum og ekki er laust við að maður sé spenntur að vita hvernig námslánum verður háttað næsta vetur.“ Rokkrásin - Fjallað um feril Pink Floyd 1973-1984 ■ í dag verður síðari þáttur þeirra Skúla Helgasonar og Snorra Skúlasonar um Pink Floyd. Fyrri þættinum var út- varpað fyrir hálfum mánuði og var hann um tímabilið frá 1965-1973, þegar Dark Side Of The Moon kom út, en ■ Leikarar og leiksfjóri leikritsins „Hjálp“ í upptöku í útvarpinu. NT-mynd Árni Bjarna Útvarp kl. 20.30: 1 vitiffc Hi uivarpbiemrmo ^nj |aip ■ í kvöld kl. 20.30 verður flutt útvarpsleikritið „Hjálp“ eftir Dieter Hirschberg í þýð- ingu Hafliða Arngrímssonar. Leikritið fjallar um mann nokkurn sem býr með fjöl- skyldu sinni í stórum fjölbýlis- kjarna í úthverfi stórborgar. Honum berast tölvurituð fyrir- mæli um að hafa öll Ijós kveikt í svefnherbergi sínu L alls 16 nætur í röð. Hann er kallaður fyrir sakadómara vegna þessa máls og er spurður margra einkennilegra spurninga um hagi sína og viðbrögð við þess- um undarlegu fyrirmælum. Leikendur eru: Þorsteinn Gunnarsson, Erlingur Gísla- son, Bríet Héðinsdóttir og Valur Gíslason. Leikstjóri er Andrés Sigur- vinsson og tæknimaður Friðrik Stefánsson. ■ Þessi kona prýddi umslag- ið á sólóplötu Rogers Waters, höfuðpaurs Pink Floyd sálugu, sem væntanlega verður spilað seinni þátturinn verður um fer- il hljómsveitarinnar frá því að sú plata kom út og fram til dagsins í dag. Þar með eru taldar sóló- plötur meðlimanna, tvær sóló- plötur David Gilmour og ein plata Roger Waters. Aðspurð- ur að því hvort hljómsveitin væri hætt sagði Skúli að það væri nokkuð víst, a.m.k. í bili. „Hljómsveitin var orðin ótrúlega mikið fyrirtæki undir lokin, þeir gátu þá ekki flutt tónleika sína. eins og t.d. The Wall nema í allra stærstu borgum, Los Angeles, New York og London." Hvort finnst þér meira gam- an að Pink Floyd eins og þeir voru fyrir 1973 eða eftir? „Það er erfitt að segja, þetta er ólík tónlist. Ég hef gaman af báðum tímabilunum, en það er varla hægt að segja að þetta sé sama hljómsveitin. Það var skemmtilegur flippmórall hjá þeim á meðan Syd Barrett var með, en svo verður þetta allt tæknilegra, glæsilegra og þyngra.“ 1 næsta þætti Rokkrásarinn- ar munu þeir félagar síðan taka fyrir hljómsveitina Cream. Útvarp kl. 23. Rás2kl. 16. Fimmtudagur 28. júní 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. í bítið. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Jón Hjartar talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Jerútti heimsækir Hunda- Hans“ ettir Cecil Bödker Stein- unn Bjarman les þýðingu sína (4). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.) Tónleikar. 11.00„Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.30 „Nefið“, smásaga effir Nikol- aj Gogol Guðjón Guðmundsson les seinni hluta þýðingar sinnar. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 „Endurfæðingin" eftir Max Ehrlich Þorsteinn Antonsson les þýðingu sína (20). 14.30 Á frívaktinni Sigrún Sigurðar- dóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. Jascha Heitetz og Brooks Smith leika fiðlusónötu i Es-dúr eftir Richard Strauss / York blásarasveitin leikur Svítu op. 57 eftir Charles Lefebvre. 17.00 Fréttir á ensku 17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar. 18.45 Veðurtregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Daglegt mál. Mörður Árnason 19.50 Vlð stokkinn Stjórnandi: Gunnvör Braga. 20.00 Sagan: „niður rennistigann" eftir Hans Georg Noack Hjalti Rögnvaldsson les þýðingu Ingi- bjargar Bergþórsdóttur (2). 20.30 Leikrit: „Hjálp“, útvarps- leikrit eftir Dieter Hirschberg Þýðandi: Hafliði Arngrimsson. Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson. Leikendur: Þorsteinn Gunnarsson, Eriingur Gíslason, Bríet Héðins- dóttirog Valur Gíslason. 20.50 Söngvari í nærmynd Guðrún Guðlaugsdóttir ræðir við Kristján Jóhannsson. 22.00 „Barátta“, smásaga eftir Jennu Jónsdóttur Höfundur les. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Lýriskir dagar. Fyrstu Ijóða- bækur ungra skálda 1918-25. 4. þáttur: „Rökkursöngvar" eftir Kristmann Guðmundsson. Gunnar Stefánsson tók saman. Lesari með honum: Kristín Anna Þórarinsdóttir. 23.00 Tvíund. Þáttur fyrir söng- elska hlustendur. Umsjón: Jó- hönnu V. Þórhallsdóttur og Sonju B. Jónsdótyttur 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Fimmtudagur 28. júní 10.00-12.00 Morgunþáttur, kl. 10.30 Innlendir og erlendir fróttapunktar úr dægurtónlistarlífinu. Upp úr ellefu: Fréttagetraun úr dagblöð- unum. Þátttakendur hringja í plötu- snúð. kl. 12.00-14.00: Símatími vegna vinsældalista: Stjórnendur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tómas- son og Jón Ólafsson. 14.00-16.00 Eftir tvö Létt dægurlög. Stjórnendur: Pétur Steinn Guð- mundsson og Jón Axel Ólafsson. 16.00-17.00 Rokkrásin Kynning á Pink Floyd - seinni hluti. Stjórn- endur: Snorri Skúlason og Skúli Helgason. 17.00-18.00 Einu sinni áður var Vin- sæl lög frá 1955 til 1962 = Rokk- timabilið. Stjórnandi: Bertram Möller. Föstudagur 29. júní 19.35 Umhverfis jörðina á áttatíu dögum Áttundi þáttur. Þýskur brúðumyndaflokkur. Þýðandi Jó- hanna Þráinsdóttir. Sögumaður Tinna Gunnlaugsdóttir. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfs- dóttir. 20.50 Grínmyndasafnið 1. Hótel- sendillinn Skopmyndasyrpa frá árum þöglu myndanna með Char- lie Chaplin og Larry Semon. 21.05 Heimur forsetans Breskur fréttaskýringaþáttur um utanríkis- stefnu Ronalds Reagans forseta og samskipti Bandarikjamanna við aðrar þjóðir í stjórnartið hans. Þýðandi ögmundur Jónasson. 22.00 Sviplegur endir (All Fall Down) Bandarísk biómynd frá 1962. Leikstjóri: John Franken- heimer. Aðalhlutverk: Warren Be- atty, Brandon de Wilde, Angela Lansbury, Karl Malden og Eva Marie Saint. Unglingspiltur litur mjög upp til eldri bróður síns sem er spilltur af eftirlæti og mikið kvennagull. Eftir ástarævintýri, sem fær hörmulegan endi, sér pilturinn bróður sinn i öðru Ijósi. Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. 23.45 Fréttir i dagskrárlok.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.