NT - 28.06.1984, Blaðsíða 24

NT - 28.06.1984, Blaðsíða 24
Öfriðurinn á Persaflóa Útlönd Fimmtudagur 28. júní 1984 24 Risaolíuskip varð Bahrain-Keuter ■ Risaolíuflutningaskip varð fyrir flugskeyti á Persa- flóa í gærmorgun. írakar réðust á skipið sem var á leið frá Khargeyju, aðal- olíuflutningshöfn Irana. Þeir hóta að halda áfram árásum á olíusksip ef ekkert lát yerður á flutningunum frá Iran. Tiburon er 260 þúsund lestir Jackson og Castro á blaöamannafundinum í Havana í gær. POLFOTO-Símamynd. Jackson og Castro vilja friðsamlegar lausnir Havana-Keuler. ■ Jesse Jackson fór frá Kúbu í gæráleiðis til Nicar- agua. Hann hélt blaða- maunafund í Havana ásamt Fidel Castro í gærmorgun. Jackson taldi þá góðar vonir á því að hann fengi 22 Bandaríkjamenn leysta úr 7 fórust í flugslysi Klagenfurt, Austurríki-Keuter. ■ Sjö manns létu lífiö er austurrísk herflutningaflugvél fórst í fjalllendi í sunnanveröu Austurríki í gær. haldi í Kúbu og að þeir yrðu sendir til Bandaríkj- anna hið fyrsta. Flestir sitja þeir inni fyrir eiturlyfja- smygl. 4 flugræningjar sem sitja í kúbönskum fangels- um verða ekki látnir lausir. Bandaríski mannréttinda- leiðtoginn sagði einnig á blaða- mannafundinum að hann væri að reyna að fá 20 kúbanska pólitíska fanga látna lausa, en Castro gaf lítið út á það, en sagði aðeins að málið yrði athugað. Jackson taldi að ferð sín til Kúbu væri mikilvægur þáttur á eðlilegum samskiptum milli Kúbu og Bandaríkjanna. Castro féllst á að taka til athugunar að taka á ný við um 1.200 mönnum, sem leystir voru úr fangelsum á Kúbu fyrir fjór- um árum og sendir til Banda- ríkjanna. Þar er um að ræða glæpamenn sem þeim á megin- landinu þótti lítill fengur í aðfá. Jackson og Castro ræddu á- standið í Mið-Ameríku og voru sammála um að leita friðsam- legrar lausna á þeim ágreinings- málunt sem þar eru uppi. Fcrð Jackson, sem hann kall- ar „friðarferð“ lýkur í Nicara- gua, en áður hefur hann heim- sótt Panama og El Salvador. Umsjon: Oddur Olafsson og Ragnar Baldursson Vestur-Þýskaland: Nýr efnahagsmála- ráðherra útnefndur Bonn-Keuter ■ Martin Bangemann, sem er lítt þekktur fyrrum þing- maður á Evrópuþinginu, hef- ur verið útnefndur efnahags- málaráðherra í vestur-þýsku stjórninni, og tekur við af Otto Lambsdorff greifa, sem sagði af sér í fyrradag vegna ásakana um að hafa tekið við fé frá Flick auðhringnum, en fjármagnið fór í kosninga- sjóð Frjálslynda flokksins. Réttarrannsókn í málinu fer hrátt fram og því sagði Lambsdorff af sér. í nýafstöðnum Evrópu- þingskosningum komst eng- inn af frambjóðendum Frjálslynda flokksins þýska á þingið, og var því Bange- mann embættislaus. Hann er lögfræðingur að mennt en hefur aldrei komið nærri op- inberum efnahagsmálum. Þessi vegsemd þykir benda til að Bangemann verði eftir- maður Gencers sem formað- ur flokksins, en liinn síðar- nefndi hefur tilkynnt að hann muni láta af formennskunni á næsta flokksþingi. að stærð og er skipið skráð i Líberíu, en svissnekst fyrirtæki hefur nýlega fest kaup á Sent var út neyðarkall frá inu eftir að Exocet skeyti hæft það. Sprakk flugskeytið í vélarrúminu og nokkrir aí áhöfninni slösuðust. Enn logaði í skipinu í gærdag, en áhöfnin var enn um borð. írakar tilkynntu í gær að flug- vélar þeirra hafi hæft tvö skip, en nefndi ekki hver þau voru, fremur en vant er. Þeir hótuðu frekari árásum á olíuskip sem flytja farma frá íran. Þeir segj- ast vera staðráðnir í að fram- fylgja hafnarbanni á íranskar olíuhafnir og að ef haldið verði áfram að fiytja olíu frá íran hóta þeir jafnvel enn harðari árásum. S.l. sunnudag var flugskeyti skotið á gríska skipið Alexander mikla sem var þá skammt frá Khargeyju. ÞegarTiburon varð íyrir skeytinu í gærmorgun var skipið statt um 50 mílur suður af Kharg og nærri írönsku ströndinni. Árásin var gerð 150 mílur frá írönsku landi. Þetta bendir til að írakar hafi í fórum sínum langdræg Exocct flug- skeyti. Menn óttast að eftir árásirnar á olíuskip í gær s.l. sunnudag verði til þess að íranir grípi til sinna ráða og hefji einnig árásir á olíuflutningaskip frá öðrum arábalöndum, en öll ríkin við sunnanverðan Persa- flóa styðja íraka í stríðinu við írana. í gær rauf írönsk orustuþota hljóðmúrinn yfir Tcheran með þeirn afleiðingum að rúður og hurðir skulfu og fólk hljóp í ofboði út á götur. Þetta er í fyrsta sinn í nokkra mánuði sem slíkt er leikið. I gærkvöldi er vitað að sendur hafi verið að minnsta kosti einn dráttarbátur til aðstoðar Tibur- on, sem ekki gat gengið fyrir eigin vélarafli. ■ Hér koma tveir af áhöfn Discovery til Kanaveralhöfða til að leggja upp í geimferð. Þau eru Henry VV. Hartsfield flugstjóri geimskutlunnar og Judith A. Resnik, en hún er önnur konan sem valin hefur verið til að fara út í geiminn frá Bandaríkjunum. Óráðið hve- nær skutlan verðursend út í geiminn kanavcralhöfði-Kcutcr. ■ Geimskutlan Discovery er lítið skemmd eftir eldinn scm kviknaði þegar vélarnar voru stöðvaðar skyndilega örfáuin sekúntum fyrir flugtak í fyrra- dag. Eldurinn olli litlum skemmdum á sjálfri gcimskutl- unni, livorki vélum eða tækni- búnaði. Álitið er að cldurinn hafi kviknað vegna clsneytis- leka. Verið er að fara vandlega yfir allan tæknibúnað, bæði vélar og tölvur og ekkert hefur verið látið uppi unt hvenær skutlan verður ferðbúin á ný. Ahöfnin verður í 11 daga á Kanáveral- höfða í þjálfun, en ekki er vitað hvort enn verður reynt við flug- tak innan þess tíma. Þetta átti að vera jómfrúar- ferð skutlunnar, sem er hin þriðja í röðinni. Discovery átti samkvæmt áætlun að fara í aðra ferð sína í lok ágúst, en Geimferðastofn- unin hefur ekkert látið uppi um hvort sú áætlun stenst. Bretland: Ráðherrann ekki flæktur í hneyksli London-Rcutcr. ■ Breska stjórnin bar í gær til baka orðróm um að innanríkis- ráðherrann, Leon Brittan, væri flæktur í kynferðislegt hneykslismál. Nokkur bresk blöð hafa undanfarið velt sér upp úr orð- rómi um að breskur ráðherra væri flæktur í óskemmtilegt mál og að það væri kynferðislegs eðlis. I síðasta tölublaði grín- blaðsins Private Eye var sagt að það væri sjálfur dómsmálaráð- herrann sem orðrómurinn ætti við, en bar jafníramt til baka að nokkur fótur væri fyrir sögu- sögnunum og hafi ráðherran verið ataður auri að ósekju. Brittan, sem er 44 ára að aldri, hefur unnið sér gott orð og hefur hlotið skjótan frama í ríkisstjórn Tatchers, en í fyrra var hann gerður að innanríkis- ráðherra, sem er eitt af mikil- vægustu embættum í bresku stjórninni, en var áður aðstoðarfjármálaráðherra. Enn fellur pundið I.ondon-Kcutcr. ■ Enska pundið féll í gær gagnvart dollar og hefur aldrei staðið lægra gagnvart þeim gjaldmiðli. Síðari hluti dags í gær var sterlingspundið jafngildi 1.3440 dollara. Orsökin er hækkun vaxta í Bandaríkjun- um, en Englandsbanki tilkynnti í gær að engin ástæða væri til að hækka vexti þar í landi. Tilkynnt var að halli viðskiptajöfnuði Breta við út- lönd hefði verið talsvert minni í síðasta mánuði en í apríl, en það virtist engin áhrif hafa á fall pundsins. Ólympíuleikarnir: Paradís vasaþjófa Los Angeles-Reutcr. ■ Vasaþjófar hugsa sér gott til glóðarinnar þegar Olympíuleikarar hefjast í Los Angeles þann 28. júlí, og streyma þeir nú til borgarinnar í von um góða uppskeru. Stórir íþróttaviðburðir hafa alltaf freistað vasa- þjófa og talið er að Olympíuleikarnir verði „Paradís v.tsabjófanna" eins og yfirmaður sér- stakrar vasaþjófatögreglu- sveitar í Los Angeles komst að orði. Hann sagði að vasaþjóf- ar væru þegar farnir að koma til borgarinnar og bjóst við að um 400 at- vinnumenn í vasaþjófnaði myndu bætast við þann hóp sem fyrir er. Það sem af er þessu ári hafa 700 manns tapað samtals 150.000 dollurum til vasa- þjófa í Los Angeles. fyrir flugskeyti

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.