NT - 28.06.1984, Blaðsíða 8

NT - 28.06.1984, Blaðsíða 8
Fríverslunarsamningurinn við EBE: Tollaívilnanir námu 600 millj- ónum 1983 rætt við Þórhall Ásgeirsson, ráðuneytisstjóra ■ „Ávinningur okkar af frí- verslunarsamningunum við Efnahagsbandalag Evrópu er augljós og margþættur. Samn- ingurinn felur í sér mikil toll- fríðindi fyrir útflutningsvörur okkar, sem ekki hafa lítið að segja þar sem um er að ræða okkar stærsta markað, en til Efnahagsbandalagslandanna tíufór 35% af heildarútflutningi okkar í fyrra, svo dæmi sé tekið,“ sagði Þórhallur Ásgeirs- son, ráðuneytisstjóri í viðskipta- ráðuneytinu, í samtali við blaðamann NT eftir fund sam- eiginlegrar nefndar EBE og ís- lands í Reykjavík nú í vikunni. Þórhallur sagði, útflutningur sjávarafurða, sem tollfríðinda njóta, til EBE landanna í fyrra hefði verið að verðmæti 2750 milljónir króna og samkvæmt lauslegum útreikningum hefðu tollaívilnanir vegna þessa út- flutnings numið um 390 milljón- um. Útflutningur iðnvarnings, sem nyti tollaívilnana hjá EBE, hefði verið að verðmæti 2630 milljónir, og ívilnanirnar hefðu numið 210 milljónum. Samtals væri því um að ræða nálægt 600 milljónir króna. „Fríðindin fyrir okkar helstu sjávarafurðir eru mjög mikil og þá fyrst og fremst fyrir freðfisk- flök, sem eru tollfrjáls í banda- laginu. Keppinautar okkar á þeim markaði, Norðmenn og Kanadamenn, njóta ekki þess- ara fríðinda enda hafa þeir oft kvartað yfir því að við fáum ívilnanir umfram þá.“ - Hvað eru þetta háir tollar? „Það er lagður 3.7% tollur á freðfisk frá Noregi. Kanada- menn hafa ákveðinn tollkvóta, sem á er lagður 4% tollur, en það sem þeir selja umfram kvót- ann fær 15% toll, sem er hinn opinberi tollur á freðfisk án þess að sérstakir samningar séu fyrir hendi. Kanadamenn hafa fengið sínar ívilnanir út á fisk- veiðiréttindi, sem þeir hafa veitt EBE innan sinnar fiskveiðilög- sögu,“ sagði Þórhallur. Ennfremur sagði Þórhallur að 7% tollur væri lagður á frysta rækju frá Noregi, á ísfisk 15%, herta feiti 17% og fleiri sjávar- afurðir, sem nytu tollfrelsis héðan. „Það er alveg Ijóst að við fengjum mun lægra verð á allar þessar vörur ef við nytum ekki þessa samnings. Einstaka teg- undir, eins og til dæntis grásl- eppuhrognakavíar, efast ég um að við yfir höfuð gætum selt til EBE án samnings, en ytri tollur á kavíar er 30%,“ sagði Þórhall- ur, Hvað iðnaðinn varðar nefndi Þórhallur að ál og járnblendi, sem yfirleitt er lagður 7% tollur á í EBE, væri flutt héðan tollfrjálst. Sama gilti um ullar- vörur, en í ullariðnaði hér á landi vinna milli 1.500 og 1.600 manns. - Við þurftum að lækka tolla af iðnvarningi frá EBE? „Við felldum eingöngu niður verndartolla, það er að segja tolla af vörum sem við fram- leiðum sjálfir líka. En lang-stærst- urhluti af innflutningi okkar er vörur sem við framleiðum alls ekki hér á landi, þannig að þarná er aðeins um að ræða niðurfellingu á tollum á 17-18% af heildarinnflutningi okkar. Þetta hefur náttúrlega leitt til meiri samkeppni fyrir ís- lenskan iðnað, en það verður að segja honum til hróss að hann hefur brugðist mjög myndug- lega við. Auðvitað hafa ýmsar greinar átt í erfiðleikum, en það hefur ekki verið eingöngu vegna tollalækkunarinnar heldur hafa ýmsir aðrir þættir komið til,“ sagði Þórhallur. ■ Það eru dýrustu úrin sem eru að sliga svissneska úraiðn- aðinn Sviss: Atvinnu- leysi í EBE löndum hefur minnkað ■ Atvinnuleysi hefur minnkað nokkuð í löndum Efnahagsbandalags Evr- ópu að undanförnu. i lok maí voru 12.2 milljónir manna án atvinnu í lönd- unum 10, en það svarar til 10.8 af hundraði vinnu- færra manna. í apríllok voru atvinnulausir 12.5 milljónir. Minnkunin kemur að nokkru leyti til vegna árstíðasveiflna á vinnumarkaðinum. Erfiðir tímar í úraframleiðslu - dýrustu og fínustu úrin seld með tapi ■ Vandamál stærstu úrafram- leiðendanna í Sviss, Asuag og SSIH eru ekki að baki þrátt fyrir vonir um það þegar fyrirtækin voru sameinuð í fyrra. Þó sjást batamerki, sem koma fram í því að tapið 1983 var nokkru minna en samanlagt tap beggja fyrirtækjanna 1982 - það fór úr tæpum 360 milljónum sviss- neskra franka í um 173 milljónir svissneskra franka. Tapið er sem sagt enn svo mikið að forráðamenn fyrir- tækjanna hafa af því miklar áhyggjur. Og ekki bætir úr skák að fyrstu fjóra mánuði þessa árs hefur alls ekki gengið vel, sem meðal annars kemur fram í því að 500 af rúmlega 12.000 starfs- mönnum hefur verið sagt upp. Frá 1978 hefur starfsmönnum þessara risa í úraframleiðslunni fækkað um 10.000. Tap er á framleiðslu flestra þckktra úrategunda í Sviss. A það við um Longines, Eterna, Certina, Mida og einnig Om- ega, sem þó hefur gengið vel að selja undanfarið. Framleiðsla á Rado, Endura, Hamilton og Lacaster hefur hins vegar skilað hagnaði. Ein svissnesk tegund hefur þó gengið mjög vel, en það er Swatch, sem er mjög ódýrt. Hagnaðurinn af því hrekkur þó hvergi nærri til að bera uppi tap- ið af framleiðslu dýru tegund- anna. Fimmtudagur 28. júní 1984 8 ■ Þórhallur Ásgeirsson á blaðamannafundi fyrir fundinn í nefnd Islands og EBE, sem haldinn var í Reykjavík í fyrradag. NT-mynd Ámi Sæberg Suður-amerísk- ir braskarar: Smygla milljörðum $ til Banda- ríkjanna ■ Peningasmygl frá Suður-Ameríku er mikið stundað. Talið er að á hverjum einasta degi fari margar flugvélar norður yfir Mexíkóflóann með ferðatöskur fullar af suður-amerískum pen- ingaseðlum. í Bandaríkj- unum sé þeim skipt í doll- ara á svörtu og gengið sé miklu lægra heldur en hið skráða. Suður-amerískir bankar telja, að á árunum frá 1978 til 1983 hafi 55 milljörðum dollara - um 1.600 millj- örðum íslenskra króna - verið smyglað frá Suður- Ameríku með þessum hætti. Megnið af dollurun- um er lagt inn á banka í Bandaríkjunum. Meira en 54 milljóna tap á Arnarflugi ■ Tapið á rekstri Arnarflugs í fyrra nam 54,4 milljónum króna eftir afskriftir að fjárhæð 20,6 milljónir, samkvæmt reikning- um, sem lagðir voru fram á stjórnarfundi nýlega. Á stjórnarfundinum var ákv- eðið að leggja til að hlutafé í félaginu verði aukið um 40 millj- ónir og 560 þúsund krónur. Verður verðgildi eldri hluta- bréfa óbreytt, þannig að heildar- hlutafé í félaginu verður 48,4 milljónir. Tillagan var sam- þykkt samhljóóa á stjórnar- fundinum og verður hún lögð fyrir aðalfund 11. júlí næstkom- andi. Einnig var lagt til að núverandi hluthafar nytu for- kaupsréttar á nýjum hlutum í félaginu fyrir 15. ágúst næst- komandi. Hluthafar eru nú um 730 talsins. ■ Afskriftir hjá Arnarflugi námu yfir 20 milljónum króna Sjávarútvegssýningin í Aberdeen: Öll íslensku fyrir- tækin fengu pöntun ■ Það er greinilegt að Eng- lendingar og Skotar eru búnir að gleyma síðasta þorskastríði, að minnsta kosti ef marka má af áhuga þeirra á íslenskum iðn- varningi á sjávarútvegssýning- unni í Aberdeen, sem lauk 23. þessa mánaðar. Þetta var í annað sinn sem ís- lensk iðnfyrirtæki taka þátt í þessari sýningu. Þau voru þrjú að þessu sinni: J. Hinriksson seldi meira en 20 pör af toghler- um að verðmæti 2,4 milljónir króna. Kaupendur voru skoskir og írskir. Plasteinangrun hf. sýndi fiskkassa, trolíkúlur og netahringi og einnig plastkör, frá Sæplasti hf. Um 100 plastkör, að verðmæti rúmlega milljón króna, voru pöntuð. Saltvinnsl- an hf. sýndi flokkunarvélar og gerir fyrirtækið ráð fyrir að selja 6 til 8 vélar til írlands i kjölfar sýningarinnar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.