NT - 28.06.1984, Blaðsíða 23

NT - 28.06.1984, Blaðsíða 23
 atvinna - atvinna Borgarneshreppur Skrifstofustjóri Starf skrifstofustjóra hjá Borgarneshreppi er laust til umsóknar. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir um starfið þurfa að berast skrifstofu Borgarneshrepps fyrir 5. júlí n.k. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður. Borgarnesi 26. júní 1984 Sveitarstjórinn í Borgarnesi Aðstoðar- framkvæmdastjóri Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Tangi hf. á Vopnafirði óskar að ráða aðstoðarframkvæmda- stjóra. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu þurfa að hafa borist fyrir 10. júlí til Framleiðni sf. Nánari upplýsingar veita Pétur Olgeirsson framkvæmdastjóri á Vopnafirði, sími 97-3143 og Árni Benediktsson hjá Framleiðni sf. Framleiðni sf. Suðurlandsbraut 32 Reykjavík Sími685414 tilkynningar Hestar í óskilum [ Ölfushreppi eru í óskilum 2 hestar. Brúnn ómarkaður, rauðblesóttur mark heilrifað hægra. Hestarnir verða seldir á uppboði föstudaginn 6. júlí n.k. hafi eigendur ekki gefið sig fram fyrir þann tíma og greitt áfallinn kostnað. Hreppstjóri Ölfushrepps Auka aðalfundur í Sambandi eggjaframleiðenda verður haldinn laugardaginn 30. júní n.k. kl. 13.30 að Hótel Sögu. Fundarefni lagabreytingar og önnurvenju- leg aðalfundarstörf. Félagar mæti stundvíslega og hafið félagsskírteinin meðferðis. Stjórnin. t Eiginmaður minn Guðbjörn Eiríksson fyrrverandi bóndi Arakoti, Skeiðum verður jarðsunginn frá Ólafsvallakirkju laugardaginn 30. júní kl. 14.00. Dagný Sigurbjörg Jónsdóttir Faðir okkar og tengdafaöir Snæbjörn Guðmundsson Ottesen Syðri-Brú áður bóndi Gjafbakka verður jarðsunginn frá Þingvallakirkju föstudaginn 29. júní kl. 14. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 12.45. Börn og tengdabörn Fimmtudagur 28. júní 1984 23 Moon óhress með skattsvikadóminn Washington-Reuter ■ Það er ekki algengt að séra Sun Myung Moon, leiðtogi Sameiningarkirkjunnar, komi fram opinberlega. Þetta gerðist þó í gær þegar Moon ávarpaði þingnefnd í Bandaríkjunum þar sem hann lét þung orð falla í garð kommúnista, fjölmiðla og ráðamanna í Bandaríkjunum, og sagði þessa aðila hafa valdið því að hann var dæmdur fyrir skattsvik árið 1982. Hæstiréttur í Bandaríkjunum neitaði að taka áfrýjun Moons á dómi héraðsdóms til greina en þar var hann dæmdur í 25.000 dollara sekt og 18 mánaða fang- elsi fyrir að telja ekki fram 100.000 dollara vexti af eignum hans sem námu þá um 1,7 milljónum dollara á ýmsum bankareikningum. Moon sagði þingnefndinni að frá upphafi hefði þetta mál ekki snúist um skattsvik heldur hefði ■ Séra Moon rikisstjórnin verið að skipta sér af innri málefnum trúarinnar. Hann sagði einnig að þrýstihóp- ar í Kóreu, Japan og Bandaríkj- unum hefðu reynt að gera hon- um skráveifu vegna andkomm- únískra skoðana hans. Þá sagði Moon að kviðdómur hefði ekki getað kveðið upp réttlátan dóm því fjölmiðlar hefðu dregið hann niður í svaðið og snúið almenningsálitinu gegn sér. Formaður þingnefndarinnar, Dennis Deconcini, svaraði Moon því tii að sem fyrrverandi saksóknari hefði hann aldrei heyrt dæmdan mann viður- kenna að hafa fengið réttlát réttarhöld fyrir kviðdómi. „Þú getur ekki bæði átt kökuna og étið hana“ sagði hann. „Þú getur ekki fengið réttláta kvið- dómsrannsókn og síðan skellt skuldinni á kerfið ef dómurinn fellur gegn þér.“ ■ Ör tækniþróun aðferða til að ráða bót á barnlevsi hefur komið löggjafarvaldinu víða í opna skjöldu. Stutt er síðan málaferli hófust vegna tveggja fóstra sem urðu munaðarlaus þegar foreldrar þeirra fórust í flugslysi áður en hægt var að koma þeim fyrir í legi konunnar og nú er komið upp mál í Frakldandi þar sem kona krefst þess að fá sæði látins eiginmanns síns til afnota. Frakkland: Málaferli vegna tæknifrjóvgunar París-Reuter ■ Franskur dómstóll mun í dag taka fyrir mál konu sem vill gangast undir tæknifrjóvgun með sæði látins eigin- manns hennar. Eiginmaður konunnar lést af krabbameini í desember en áður hafði hann gengist undir geislameðferð og þar sem hætta var á að meðferðin gerði hann ófrjóan lagði hann sæði inn í sæðisbanka svo kona hans, Corinne, gæti seinna eignast með honum barn. Síðan eiginmaðurinn lést hef- ur Corinne farið þess á leit við sæðisbankann að hún fengi sæð- ið aftur. Bankinn hefur til þessa neitað því og Corinne fór þá með málið fyrir dómstóla. Málið hefur vakið upp sið- ferðilegar og lögfræðilegar spurningar í Frakklandi og sýnir fram á hve tækniþróunin er komin langt fram úr löggjöfinni hvað þetta varðar. Einn lög- fræðingur Corinne sagði að mál- ið snérist um hvort hægt væri að skilgreina sæðið sem hlut, sem hægt væri að skila aftur sam- kvæmt almennum lögum. Sæðis- bankinn heldur því fram að svó sé ekki þar sem gjafinn er látinn. Corinne segir aftur á móti að hún hafi umráðarétt yfir sæðinu sem nánasti ættingi hins látna eiganda. Jacues Roux, ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins í París, benti á aðra hlið málsins þegar hann sagði að það væri siðferðileg regla hvað varðaði tæknifrjóvganir að þær yrðu að eins gerðar með samþykki beggja hjóna og þar af leiddi að þau þyrftu bæði að vera á lífi. Ef dómstóllinn úrskurðar Co- rinne í hag er vandamái hennar samt ekki að fullu leyst. Sam- kvæmt frönskum lögum teljast börn óskilgetin ef þau fæðast meira en 300 dögum eftir að faðir þeirra fellur frá. Foreman látinn Los Angeles-Reuter ■ Bandaríski kvikmynda framleiðandinn og leik- stjórinn Carl Foreman lést af völdum krabbameins á heimili sínu í Los Angeles í gær Foreman sem fæddur var árið 1914, komst eins og fleiri kvikmynda- frömuðir á svartan lista á tímum McCarthy-ismans árið 1951 og flúði þá til Englands. Þá hafði hann nýlokið við að skrifa og framleiða myndina High Noon, sem fiestir kvik- myndaunnendur kannast við. í Bretlandi skrifaði hann handritmyndarinnar Brúin yfir Kwaifljótið, og fékk Óskarsverðlaun fyrir. Að vísu skrifaði Foreman ekki undir eigin nafni og hélt þeim sið á meðan kommúnista- ofsóknirnar stóðu yfir í Bandaríkjunum. Foreman hélt amerísk- um ríkisborgararétti sín- um en frantleiddi þó marg- ar myndi í Bretlandi sem hann skrifaði einnig hand- rit að, sú kunnasta þeirra er e.t.v. Byssurnar frá Navarone. Hann leik- stýrði einnig myndum sín- um í seinni tíð og var oft tilnefndur til Óskarsverð- launa. Hann var sæmdur heið- ursmerki bresku krúnunn- ar árið 1970 fyrir framlag sitt tii breskrar kvik- myndagerðar. Börn dæmd til dauða ■ Dagblað í Teheran Einnig hefur verið skýrt skýrði svo frá að tvö börn, frá því að 11 pólitískir 13 og 14 ára hafi verið fangar í bænum Rasht hafi dæmd til dauða. venð teknir af lífi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.