NT - 28.06.1984, Page 11

NT - 28.06.1984, Page 11
Fimmtudagur 28. júní 1984 11 ■ Þreyta er hluti af varnar- kerfi líkamans og varar við ofreynslu. Mikilvægt er að bregðast rétt við þreytumerkj- um og veita líkamanum hvíld. Þreyta: Talað er um vöðva- þreytu, almenna þreytu og streitu. Vöðvaþreyta verður vegna of mikils álags á einn eða fleiri vöðvahópa. Afkasta- geta vöðvanna getur minnkað vegna skorts á súrefni og vegna þess að úrgangsefni safnast fyrir í vöðvunum. Almenn þreyta lýsirsér m.a. í því að: - taugaboð ganga hægar, - athyglin minnkar, - hugsunargangurinn hægist, - skynfæri sljóvgast, - hreyfingar verða óöruggar. Streita stafar af andlegu álagi. Hvðd: Stundarhvíld af og til í dagsins önn er nauðsynleg til að halda afkastagetu. Hvíldin er gagnlegust í byrjun og fer minnkandi þegar á líður. Þess vegna koma margar stuttar hvíldir við vinnu, að meira gagni en langar. Við suma vinnu er viss upphitun nauð- synleg að lokinni hvíld, og við það geta liðið nokkrar mínútur áður en eðlilegum vinnuhraða er náð. Tímamissirinn bætist þó venjulega upp með auknum vinnuafköstum eftir hvíld. Hvíld getur einnig fengist við breytingu á starfsstell- ingum. Fullkomin hvíld fæst aðeins í liggjandi stöðu. því þá hvílast allir vöðvar samtím- is. Yfirdaginn verður hryggur- inn fyrir rniklu álagi, sem leiðir til þess að vökvinn minnkar í brjóskþófunum, sem eru á milli hryggjarliðanna (sjá mynd 1). Brjóskþófinn virkar eins og höggdeyfir en við næt- urhvíld endurheimtir hann eðlilegt vökvamagn. Hvíldarstöður: Rétt hvíld- arstaða er þegar: - eðlilegar sveigjur hryggjar haldast, - slökun er í öllum vöðvum. Slökun í vöðvum fyrir svefn og réttur stuðningur að hrygg gefur fullkomna hvíld. Engin ein svefnstelling er réttust. Hver og einn sefur í ýmsum stellingum, sem geta verið þægilegar um stund en orðið óþægilegar eftir nokkurn tíma. Eðlilegt er að breyta oft um stellingu á hverri nóttu, en í óþægilegu rúmi getur það gerst of oft, svo að líkaminn hvílist ekki nóg. Ágætt er að hafa auka kodda til umráða til að auð- velda slökun í vöðvum. Á mynd 2 má sjá dæmi um hvíld- arstöður. Ef legið er á maga er ágætt að hafa kodda undir maganum og engan undir höfði. Rúmið: Maðurinn ver u.þ.b. 'A hluta ævinnar í rúm- inu. Á þeim tíma hvílist hann og safnar kröftum til daglegra starfa. Áríðandi er því fyrir almenna vellíðan að rúmið sé gott. Rúmið verður að vera nægi- lega stórt, svo hægt sé að teygja úr sér og snúa sér. Æskilegt er að það sé minnst 15-20 cm lengra en sá sem í því er og 85-90 cm breitt. Botninn á að vera fastur og jafn, svo hann sígi ekki niður, og þarf að geta hleypt um sig lofti og raka. Fáanlegir eru einnig fjaðrandi rúmbotnar, sem falla sjálfkrafa í þá stöðu sem þarf til að styðja rétt við líkamann. Á þessum fjaðrandi rúmbotnum er möguleiki að fá stillanlegt höfðalag, fótagafl og sætisstöðu. Stífni dýnunnar á að vera í samræmi við þunga þess, sem á að nota hana, falla eðlilega að líkama notandans og styðja við hann (sjá mynd 3). Loft og raki verður að fá að leika gegnum dýnu. Einnig er æski- legt að hægt sé að taka ver utan af dýnu til hreinsunar. Ekki er .hægt að gefa neinar algildar reglur um hversu þétt dýnan á að vera eða hvort velja skuli svampdýnu, „springdýnu" eða vatnsdýnu. Við val á dýnu er nauðsynlegt að prófa sig áfram og e.t.v. fá lánaða dýnu í nokkrar nætur, ef sá möguleiki er fyrir hendi. Að jafnaði skal skipta um dýnu á tíu ára fresti. Mjúkur fiðurkoddi sem lag- ar sig að líkamanum er heppi- legastur. Koddi skal vera undir höfði og hálsi, en ekki undir öxlum. Góður koddi er mikil- væg forsenda fullkominnar hvíldar. Sæng á að vera létt en heit, nógu breið og löng. Rúm skulu vera hljóðlaus þannig að hreyfingar í rúmi trufli ekki svefn. Hæð rúma skiptir máli, þar sem erfitt er að búa um mjög lág rúm og eins geta sumir m.a. eldra fólk átt f erfið- leikum með að komast upp í og fram úr lágum rúmum. Lifandi blað AUGLYSENDUR ATHUGIÐ! LANDSHLUTABLAÐ NT VESTURLAND Kemur út 5. júlí n.k. Auglýsingar sem birtast eiga í blaðinu, þurfa að hafa borist auglýsingadeild NT í síðasta lagi föstudaginn 29. júní n.k. Símarnir eru: 18300 - 687648 og 686481

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.