NT - 28.06.1984, Blaðsíða 9

NT - 28.06.1984, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 28. júní 1984 9 MiroslavKrltóa Die Riickkehr áes RlipLafinovicz iroman 4thenaum T ia Heimkoma Filips Latinovicz Miroslav Krleza: Die Riickkehr des Filiop Latinovicz. Aus dem Serbokroatischen von Martin Zöller. Athenáum 1984. 299 bls. ■ Fyrir nokkrum vikum var hér í blaðinu fjallað um skáld- sögu Miroslav Krleza, Bankett in Blitvien, og farið nokkrum orðum um höfundinn, sem al- mennt mun talinn athyglisverð- asti höfundur Júgóslava á þess- ari öld ásamt Ivo Andric. Þessi skáldsaga fjallar um ungan króatískan listmálara á fyrsta hluta þessarar aldar, Filip Latinovicz. Söguhetjan var hórgetinn sonur konu, sem naut allmikils álits í hópi borgara- stéttarinnar í króatískum smábæ. Borgarastéttin þar var einu sinni talin fínt fólk, en þegar sagan hefst var henni tekið mjög að hnigna. Engu að síður hélt hún þó fast í ýmsar gamlar venjur og fordóma og þótt enginn efaðist um hæfni Filips Lationvicz sem listmálara átti hann í miklu innra stríði og fann sig aldrei fyllilega á heima- slóðum. Stafaði það ekki síst af því, að allt var á huldu um faðerni hans og móður hans var ekki beint talið það til tekna að hafa eignast hann utanveltu hjónabandsins. Af þessurn sökum tók Latin- ovicz sig upp og hélt til útlanda. Þar varð hann þekktur málari, en hlaut ekki frið í sálu sinni að heldur. Hann sneri því aftur heim og lenti þá í slagtogi með vafasömum persónum, sem höfundur gerir að tákni hinnar hnignandi borgarastéttar Króat- íu, og reyndar alls hins austur- ríska keisaradæmis á ofanverðri 19. og öndverðri 20. öld. Latin- ovicz á ekki sálarstyrk til að standa á móti fordómum og aumingjaskap þessa hóps, sem hann þó fyrirlítur og smám saman þverra kraftar hans. Þegar siðspillt ástmær hans and- ast er líf hans sjálfs brátt á enda. Sagan af heimkomu Filips Latinovicz og sálarstríði hans er á margan hátt athyglisverð. Krleza tekst afar vel upp er hann lýsir feysknu og fúnu sam- félagi króatískrar borgarastétt- ar á þeim tíma er sagan gerist. Lesandinn fær góða innsýn inn í hugarheim, þar sem fordómar, sjálfselska og draumur úm það, sem einu sinni var, ráða öllu. Persónulýsingar eru snjallar og myndin af innra stríði lista- mannsins Filips Latinovicz ger- ist æ áleitnari eftir því sem lengra líður á lesturinn. lón Þ. Þór CITROÉN VINSÆLASTI 7 FARÞEGA BÍLLINN í DAG CITROÉN CX 25 D FAMELIE Kostir: Framhjóladrifmn ★ Upphækkanlegur ★ Hátt til lofts ★ Mjög rúmgóður ★Sérstaklega mjúkar og skemmtilegar hreyfingar ★ Mikið öryggi á malarvegum sem malbiki. Yið Hreyfíls bílstjórar erum sammála öllum þessum kostum. En veistu hvað kostar að taka 7 farþega leigubíl með 1 klst. biðtíma? íliumí iam vurA mnrl rlaill 'inniitovto* UcClIlI Ulll VClU lllcu Udgt 7 manns í bíl. Þingvall ahringur 160 km. kr. 340 pr. mann 7 mannS í bíl. Grindav ík-Krísuvík (Hringur) 135 km. kr. 281 pr. mann 7 manns í bíl. Hvolsvö llur, báðarleiðir200km. kr. 401 pr. mann 7 manns í bíl. Reykjav ík-Borgarnes og til baka 223 km. kr. 440 pr. mann Gerðu nú samanburð á okkar verði og áætlanabíla og pantaðu svo tímanlegaí lengri ferðir. Farangur er ekkert vandamál. Höfum bæði toppgrindur og kerrur. Hringferðir eða skotferðir - Allt eftir þínum óskum. Hringdu bara á stöðina. HREVFILL Ó85522 HREVFILL Það er sko sexið

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.