NT - 28.06.1984, Blaðsíða 14

NT - 28.06.1984, Blaðsíða 14
-E Fimmtudagur 28. júní 1984 14 Liggja dýrgripir í Þjóðminjasafninu undir skemmdum? \ „Veit ekki um neitt sem ekki m segir Halldóra Ásgeirsdóttir, forvórður á safninu ■ Þessi fyrirbrík var fyrir framan altarið í Möðruvallakirkju í Eyjafirði. Hún var smíðuð í Noregi ■ Þó að margar myndir sem málaðar eru á tré séu sprungnar í safninu þá eru fáar jafn illa farnar á 15. öld og er eins og sjá má á myndinni mjög farin að springa auk þess sem málningin er víða og þessi. sprungin og farin að losna. Margir hafa orðið til að halda því framað skammar- lega illa sé búið að Þjóðminjasafni íslands, sem lögum samkvæmt á að vera miðstöð allrar þjóðminja- vörslu í landinu. Kunnáttumenn hafa kveðið sér hljóðs opinberlega og fullyrt að dýrgripir í safninu liggi undir skemmdum (frægust er sennilega deilan um Valþjófsstaðahurðina í þessu sambandi). Hvort sem fullyrðingar þessar eru á rökum reistar eða ekki er öllum Ijóst sem ganga um salarkynni safnsins, að þar er ekki alK eins og æskilegast væri. Víða sjást hlið við hlið munir úr málmi og tré, sem þó gera alls ekki sömu kröfu til ytri skilyrða, til dæmis raka- og hitastigs. Einnig reka menn fljótlega augun í það að margir gripir í safninu eru skítugir - á það sérstaklega við um vefnað, málverk og altaristöflur. Þá eru trégripir margir hverjir sprungnir og málning farin að detta af þeim. NT heimsótti Þjóðminjasafnið í vikunni sem leið í því skyni að grennslast fyrir um það hvemig munir þar eru varðveittir. Þar hittum við að máli Halldóru Ásgeirsdóttur, forvörð, og fer samtal við hana hér á eftir: ■ Halldóra segir að geymslur safnsins séu betri en hún hafi þorað að vona. Eftir að mælingar hófust fyrir nokkru hafi komið í Ijós að raka- og hitastig sé nokkuð jafnt.' ■ „Það kom mér mjög á óvart þegar ég kom heim frá námi fyr- ir rúmu ári og byrjaði að vinna hérna á safn- inu hvað munirnir hafa raunv erulega varðveist vel. Ég hafði gert mér allt annað í hugarlund. Að vísu má alltaf fínna eitthvað sem mætti fara betur enda er stöðugt verið að lag- færa eitthvað smáveg- is. En ég fæ ekki séð að við þurfum að bylta neinu fyrr en Lista- safnið flytur út úr hús- inu, sem menn vona að verði árið 1988,“ sagði Halldóra. „Auðvitað væri æskilegast að geta haft málmhlutina í einum sal, tréhluti í öðrum og svo framvegis. En meðan við höfum ekki yfir fleiri sölum að ráða þýðir ekkert að hugsa um slíkt - enda hefur aðalvandamálið hjá okkur verið það að loftið er helst til þurrt og lífrænir hlutir, eins og til dæmis tré, þola vel að standa í þurru lofti þó að það sé ekki æski- legt. Um leið og þeir komast í raka drekka þeir hann í sig og verða jafngóðir á eftir.“ - Hafa verið gerðar ná- kvæmar mælingar á hita- og rakasveiflum í safninu? „Það er verið að gera þær núna. Við erum með mjög nákvæma mæla að láni og þeir skrá hitann og rakann með sírita þannig að við getum séð yfirlit yfir langt tímabil á strimli. Útkoman er enn sem komið er furðugóð, nema í Suðursalnum, en á honum eru stórir gluggar og þegar sólin skín getur orðið mjög heitt. Það stendur líka til að byrgja

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.