NT - 28.06.1984, Blaðsíða 17

NT - 28.06.1984, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 28. júní 1984 17 Þegardæturnar voru orðnar 12 gáfu þau upp vonina um son ■ Pier Catolfi og kona hans Alda hafa sýnt mikla þolinmæði og þrautseigju í tilraunum sínum við að eignast son, en að því kom, þegar dæturnar voru orðnar 12 og sonurinn lét alltaf á sér standa, að þau hjónin ákváðu að gefast upp! Pier, sem orðinn er 49 ára, gekk að eiga Öldu sína fyrir 25 árum og þau tóku strax til við barneignirnar. Elsta dóttirin er nú 24 ára og sú yngsta er eins og hálfs árs. Lengi vel lifði Pier í voninni um að í næsta skipti fengi hann son, og þegar læknarnir kváðu upp þann úrskurð á einum meðgöngutíma Öldu, að hún gengi með tvíbura, gat hann alls ekki séð neina ástæðu til annars en að a.m.k. annar þeirra yrði sonur. Svo fór þó ekki. En þegar fram liðu stundir kom í ljós, að Pier var orðinn einn um það í fjölskyldunni að láta sig dreyma um son, allar kon- urnar á heimilinu voru því eindregið mótfallnar. Og Pier hefur líka sjálfur orð- ið að viðurkenna, að það fylgja því ýmsir kostir að hafa 13 konur á heimilinu! - Ég hef aldrei þurft að þvo upp svo mikið sem einn gaffal, og aldrei hef ég þurft að strauja skyrt- urnar mínar sjálfur eða sauma í hnapp, segir hann. Hann segist líka vera strangur heimilisfað- ir, enda þýði ekki annað, þegar hann á að bera ábyrgð á öllum þessum dætrum. 3 elstu dæturnar eru komnar vel yfir tvítugt og trúlofaðar, en þær fá ekki að fara út með unn- ustunum að kvöldlagi nema að fengnu leyfi pabba síns! Eins og að líkum lætur er dýrt að framfleyta öllu þessu heimili, og Pier er ekki hálaunamaður. Hann vinnur sem varðmaður í lítilli verksmiðju og mán- aðarlaunin eru ekki nema um 27.000 kr. Fjölskyldan býr í litlu húsi í grennd við Flórens í Ítalíu. Baðher- bergin eru 2, en það þykir kvenfólkinu engan veginn fullnægjandi. Enda er heldur betur handagangur í öskjunni á morgnana, þegar allir þurfa að kom- ast að þar í einu. Þá dugir ekki annað en ströng tíma- skömmtun. Enginn fær að dveljast lengur en 5 mínút- ur á baðherberginu í einu, nema auðvitað húsbónd- inn. Hann skammtar sér sjálfur 10 mínútur og rök- styður það með því, að hann þurfi að raka sig. í húsinu eru 3 svefnher- bergi, I einu þeirra sofa Pier, Alda og yngsta dótt- irin, en hinar dæturnar verða að koma sér fyrir í kojum í hinum tveim her- bergjunum. En það bjargar miklu um fjárhaginn, hvað Alda og dæturnar eru nýtnar. Þær skiptast á fötum, þannig að þær þurfa ekki alltaf að vera í sama kjólnum, og allar hafa þær fermst í sama fermingar- kjólnum. Konurnar halda því fram, að það myndi raska öllu jafnvægi í fjöl- skyldunni, ef henni bættist sonur, og Alda gengur svo langt að segja, að það sé alveg nóg „að hafa einn hana í hænsnabúinu“. En Pier verður samt angurvær á svipinn, þegar „sonur" berst í tal. - Mig er farið að dreyma um fjöldann allan af barnabörnum. og vonandi verðura.m.k. eitt þeirra strákur, segir hann. ■ Pier og Alda Catolfi eru nú ánægð með dætrahópinn sinn, en lengi vel héldu þau í vonina um að eignast son. Hundurinn bjargaði málunum þegar Zsa Zsa og Jelie Gabor stóðu á gati ■ Þær Gabor-mæðgur eru al- veg ævintýralegar. Dæturnar 3, Zsa Zsa, Magda og Eva, hafa meira og minna dútlað við að leika í kvikmyndum, en hlotið aðalfrægð sína fyrir óvenju fjölskrúðugt hjóna- bandalíf, enda þykja þær með afbrigðum fagrar og fönguleg- ar konur. Móðir þeirra Julie þykir enginn eftirbátur dætra sinna á því sviði. Fyrir skömmu gafst fólki í borginni Boca Raton í Florida kostur á að líta þær báðar augum, Zsa Zsa og Julie, á einu bretti. Þær voru þangað komnar í fylgd með núverandi eiginmanni Julie, Edmund von Szighety greifa, og erindið var að taka þátt í krokket-keppni, sem haldin var í góðgerða- skyni. Þær mæðgur voru báðar klæddar sínu fínasta pússi, og þótti áhorfendum, sem þeir yrðu vitni að því að hefðarkon- ur frá 19. öldinni hefðu óvart álpast út úr einhverri kvik- myndinni. Þeim fannst því ekkert tiltökumál, þegar í Ijós kom,að þær voru ekki sérlega lagnar við krokket-leikinn, enda kom upp úr kafínu, að hvorug þeirra hafði tekið þátt í slíkum leik áður. Kjölturakki Zsa Zsa bjarg- aði málunum með því að stela hreinlega tveim krokket-kúl- um og lét sig hverfa með þær af vettvangi. „Hann elskar krokket,“ sagði eigandi hans hreykinn. ■ Klæðnaður þeirra mæðgna vakti athygli og aðdáun. Leikni þeirra í krokket vakti líka at- hygli, en ekki alveg eins mikla aðdáun. ■ Kristalskúlurnar koma í ýmsum stærðum og gerðum. Hér er John Williamson mcð nokkur sýnishorn af því úrvali, sem hann hefur á boðstólum Langar þig til að sjá inn í framtíðina? - Kauptu þér þá kristalskúlu! sakir, enda má búast viö aö hann iði í skinninu eftir að fá að vita, hvað framtíðin ber í skauti sér! En hvers vegna hefur skyndilega gosið upp þessi mikli áhugi á spákúlum, sem til skamms tíma þóttu lítið trúverðugar og nánast litið á þær sem hvert annað grín? John Williamson segir þetta anga af almennum áhuga á öllu því, sem kalla má mönnum hulið eða er óútskýrt, en margir trúa engu að síður. Hann segir þennan áhuga hafa leitt mörgum fyrir sjónir, að þeir sjái lengra en nef þeirra nær og kúlurnar gegni vissu- lega hlutverki sínu. - Það er þó ekki sambæri- legt að kíkja í kristalskúlu og horfa á sjónvarp, segir John Williamson. - Fyrst verður sá, sem spáir í kristalskúlu að kunna að slaka á og íhuga. Þá getur hann sest við kúluna sína og horft á hana, án þess að einbeita sér að nokkrum á- kveðnum punkti, og látið hug- ann reika. Ef honum tekst vel upp, fara fljótlega að berast ský yfir kúluna, en síðan léttir til og þá má sjá skýrar myndir, st\iadum í litum, af atburðum, baeði úr nútíð og framtíð. Ekki vill hann þó meina, að hægt sé að notfæra sér kúlurnar til að sjá fyrir happdrættisvinn- ing eða aðra stóra happadrætti. Hann segir það vera því líkast að fólk missi hæfileikann til að sjá inn í framtíðina, ef það hyggst notfæra sér hann í eigingjörnum tilgangi. Viðskiptin í spákúlubrans- anum eru sem sagt lífleg þessa dagana og engan veginn ein- skorðuð við Vesturlönd. John Williamson segist selja talsvert af þessum eftirsótta varningi austur fyrir járntjald, einkum þó til Póllands. Að vísu sé sá hængur á, að viðskiptin þaðan sé ekki hægt að stunda gegn greiðslu í fé, en vöruskiptasala sé lífleg. ■ Lítið í kristalskúluna og sjá - framtíðin er björt, þ.e.a.s. fyrir þá, sem stunda verslun með kristalskúlur. Reyndar er nútíðin í þeim viðskiptum ekki sem verst út- lítandi heldur, að sögn eins helsta viðskiptajöfursins á því sviði í Bretlandi, Johns Will- iamson. Svo mikið er eftir- spurnin eftir kúlunum, að nú selur fyrirtæki hans allt að 4.000 stk. á ári. Þær eru mis- munandi að stærð og verði, eða allt frá því að vera u.þ.b. 7 1/2 cm í þvermál og kosta 640 kr. og upp í lúxus-útgáfu, sem er slípuð sem sjóngler, 10 cm í þvermál og kostar 5000 kr., en henni fylgir líka fótur og svartur flauelsdúkur,' sem mörgum finnst ómissandi fylgi- hlutir þessara spákúlna. Og margir eru þeir, sem sækjast eftir að eignast þessa hluti. M.a. festi Rolls Royce kaup á einni forláta kúlu til að gefa einum forstjóra sinna, þegar hann lét af störfum fyrir aldurs ■ Þessi gleraugu selur John Williamson fyrir 400 kr. og heldur því fram, að séu þau sett upp, megi greina áru við- staddra. Hann segist selja um 3000 stykki á ári, þar af um helming út fyrir landsteina Bretlands

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.