NT - 28.06.1984, Blaðsíða 2

NT - 28.06.1984, Blaðsíða 2
M Fjögur systkini voru á Jóns- messudag fermd saman í Vopnafjarðarkirkju, sem ætla má að sé fremur óvenjulegt að ekki sé meira sagt. Aðeins rúm- lega 21 mánuður skilur að hið elsta þessara systkina og það yngsta, en þau eru: Kristrún fædd 16. maí 1969, tvíburarnir Ragnar og Björgvin fæddir 24. mars 1970 og Anna fædd 27. febrúar 1971. Foreldrar frermingabarnanna eru hjónin á Deildarfelli, Anton Gunnarsson og Guðný Ragn- arsdóttir. Sjálf er Guðný raunar þríburi og voru systur hennar Kristbjörg og Ragnheiður við ferminguna, en þær búa nú í Jökulsárhlíð oguppi á Jökuldal. „Ég hafði alla tíð gert ráð fyrir að þau fermdust öll saman því það var svo stutt á milli þeirra. Ég geymdi að ferma þá elstu, sem var ekki nema rétt að verða 15 ára, og fékk svo undan- þágu fyrir þá yngstu. Ég held líka að þetta geti verið gaman fyrir þau sjálf og þægilegra fyrir mig að þurfa ekki að standa í þessu ár eftir ár. Þetta var líka reglulega skemmtilegt", sagði Guðný í samtali við NT. Ekki vildi Guðný gera mikið úr fyrirhöfn við undirbúning fjögurra fermingarbarna - t.d. ■ Fermingarsystkinin fjögur sem litli aldursmunurinn er á. Kristín 15 ára, tvíburarnir Ragnar og Björgvin 14 ára, og Anna 12 ára, en aðeins 21 mánuður er á milli þess elsta og hins yngsta. NT-mynd: mk Lágtkaup ■ Maður nokkur á Vest- fjörðum komst nýlega í þá aðstöðu að þurfa að ráða sér verkamenn. Þar eð hann var ekki verulega vel að sér um launagreiðslur og þvíumlíkt, hringdi hann á skrifstofu verkalýðsfélagsins og spurð- ist fyrir um það hvað tíðkað- ist að borga mönnum í kaup um þessar mundir. Stúlkan sem varð fyrir svörum, spurðist fyrir um hvers konar vinnu væri um að ræða, fletti síðan upp á viðeigandi kauptaxta og gaf manninum upp tölurnar. Að því loknu varð löng þögn í símanum, en síðan sagði maðurinn: „Ég hafði nú eig- inlega ekki hugsað mér að ráða aumingja. kaf í stóra málningarfötu, sem var náttúrlega full af fljótandi gulri málningu. Embættismaðurinn lét þetta ekki tefja sig, heldur mætti galvaskur á staðinn. Var hann síðan nefndur af viðstöddum á flugvellinum „maðurinn með gula fótinn“. Viðhöldin ekki feimnismál... ■ Framhjáhald hefur í gegnum árin ekki verið litið hýru auga, og allra síst af þeim sem eru þolendur í því sambandi. Borgnesingar virðast líta þessi mál öðrum augum, og e.t.v. víðsýnni en aðrir Frónbúar. Eftirfar- andi kafli úr fundargerð stjórnar íþróttamiðstöðvar Borgarness virðist benda til þess að sveitarstjórinnn ýti heldur undir þetta fyrirbæri heldur en hitt, eða hvað finnst ykkur?: Samþykkt að nýtá gamla sóllampann sem „viðhaldlampa" og geti fólk keypt sér staka tíma í hann með stuttum fyrirvara." Viðhald virðist því vera í góðu lagi í Borgarfirði. Moggaskotá ríkisstjórn? ■ Það vakti athygli í síð- ustu viku í fréttaskýringu Morgunblaðsins um SÍS og meint valdabrölt þar, að tipplað var á því að Sam- vinnuskólinn útskrifaði að- eins „meðalskussa" og mætti sjá þess merki í Samvinnu- hreyfingunni og víðar. Einn heimildarmanna Dropa taldi að hér væri um lúmskt skot Morgunblaðsins á ríkis- stjórnina að ræða, því þrír af ráðherrum hennar eru út- skrifaðir frá Samvinnuskól- anum, nefnilega: Albert Guðmundsson, fjármálaráð- herra, Alexander Stefáns- son, félagsmálaráðherra og Halldór Asgrímsson, sjávar- útvegsráðherra. Bílaleigur á höfuðið? ■ Eins og kom fram í NT fyrr í vikunni hefur Fram- leiðslueftirlit sjávarafurða nú fest kaup á sex bifreiðum fyrir fiskmatsmenn víðs vegar um landið, en töluverð blaðaskrif höfðu orðið um bílaleigukostnað þeirra, sér- staklega eftir að í Ijós kom að fjölskyldur sumra fisk- matsmannanna stóðu að rekstri bílaleiga sem ein- göngu grundvölluðust á við- skiptum við Framleiðslu- eftirlitið. Dropum finnst gott til þess koma að loksins skuli hafa verið farin hin skynsama leið að fjárfesta í bifreiðum í stað þess að borga offjár í bíla- leigubifreiðar. Hins vegar spá Dropar því að bílaleigur á.vissum stöðum úti á landi, sérstaklega Austfjörðum, standi höllum fæti og fari jafnvel á höfuðið eftir þessar síðustu ráðstafanir. Maðurinn með gula fótinn ■ Þegar tilkynning barst um enska þotu með sprengju innanborðs á Keflavíkurflug- velli á dögunum, sem frægt varð, hlupu margir upp til handa og fóta. Slökkviliðsmenn á Kefla- víkurflugvelli voru þegar til- kynningin barst að dunda sér við að mála kantsteina fyrir framan stöðina gula. Hlupu þeir skiljanlega til í hinu mesta hasti og skildu allt eftir þar sem það var, máln- ingu og pensla. Yfirmaður úr slökkvistöðinni, klæddur í svartan einkennisbúning samkvæmt embætti, kom nokkrum augnablikum síðar út um dyrnar í hinu mesta hasti, og í flýtinum leit hann ekki niður fyrir fætur sér. Steig hann því öðrum fæti á að fata þau fyrir ferminguna og undirbúa veislu. - Nei, ég fór ekkert suður vegna þessa. Fyrir stelpurnar keypti ég efni og saumaði á þær. Sjálf fékk ég lánaðan upphlut til að vera í, í tilefni dagsins - maður verður að þekkjast frá dætrunum, sagði ég við þær, sagði Guðný hlæjandi. - Margir gestir? Það komu 78 manns - en þó komust ekki allir sem boðið var. Já, já komust allir fyrir - þetta dreifðist nú svolítið á daginn - komu ekki allir í einu. Þú hefur nú þurft að baka töluvert fyrir hátt’í 100 manns- þegar heimafólk er meðtalið? - Það er enn mikið eftir, svo ég hefði nú mátt baka heldur minna, sagði Guðný. Það hefur ekki komið niður á fermingargjöfunum að fólk þurfti að kaupa fjórar í einu? - Ekki mundi ég segja það. Það var ægilega mikið sem krakkarnir fengu. Þótt vinnukraftur fjögurra ungmenna sé að sjálfsögðu vel þeginn á sveitaheimili nú var Guðný spurð hvort það ekki hafi verið erfitt í byrjun þegar ■ Næstu tvo mánuði verður kvennaráðgjöfin lokuð vegna sumarleyfa. Ráðgjöfin hefur nú verið starfrækt um fimm mánaða skeið í Kvennahúsinu við Hallærisplanið í Reykjavík. Frumkvæði og allan vanda að starfseminni hafa haft konur hún var komin með 4 börn undir 2ja ára aldri og fyrst þar á eftir. - Ég læt það allt vera - maður var ungur þá. Þau voru öll afskaplega hraust og því lítið um veikindi og vökunætur, og lærðu síðan fjótt að fara að bjarga sér sjálf. - Margar bleyjur? Ég læt það allt vera, ég vandi þau svo snemma. Hvernig fannst svo Guðnýju að vera þríburi þegar hún var barn? - Það var að mörgu leyti: ágætt. En það voru margir að koma og mynda okkur og svolít- il læti í kringum þetta. Við vorum einu þríburarnir í Norður - og Suðurmúlasýslum þangað til þríburarnir fæddust á Djúpavogi í fyrra. Já, við vorum samrýndar og tvær okkar afskaplega líkar. Það var enn verið að taka feil á okkur núna við ferminguna á sunnudaginn. Tvíburarnir okk- ar eru líka afskaplega líkir, enda eineggja, sagði Guðný. Auk fermingarbarnanna fjög- urra kvað hún þau hjón eiga 9 ára gamla dóttur. sem lokið hafa námi í félagsráð- gjöf, hjúkrunarfræði og lög- fræði. Hefur ráðgjöfin verið opin eitt kvöld í viku og mjög margar konur leitað til hennar. Kvennaráðgjöfin opnar aftur fyrsta þriðjudag í september- mánuði. Úlfar Þormóðsson ritstjóra Spegilsins: Hvernig er að vera dæmdur guð- lastari og klámhundur? ■ „Ég tel mig óverðugan þess að vera kominn í hóp með dæmdum guðlöst- urum á borð við Jesú Krist, Sókrates og Brynj- ólf Bjarnason. En hvað klámið varðar, þá hef ég nú ekki ennþá fundið það í blaðinu og hef því ekki orðið var við neinar til- finningar vegna þess dóms. Hins vegar finnst mér þessi dómur vera slík forneskja, að það sé til háðungar að gefa lýðveld- inu þetta í fertugs afmælis- gjöf.“ -Er þetta mál nú úr sögunni, þar sem búið er að dæma í því í Hæsta- rétti? „Það eru til aðrir jarð- neskir dómar en Hæsti- réttur. Við erum þátttak- endur í alþjóðlegu sam- starfi, þar sem reknir eru ýmsir dómar, en ég vil ekki segja neitt um það hér.“ - Ertu búinn að gefast upp? „Nei, nei. Ég hef aldrei gefist upp. Þetta er upp- gjöf kerfisins en ekki mín. Það er eitt ágætt með þennan dóm þótt undar- legur sé, en það er hversu vasklega þetta hefur gengið. í dag eru 13 mán- uðir frá því að blaðið var stöðvað og eitt ár frá því að saksóknari lagði fram kæru sína. Það er ánægju- legt ef á að fara að hafa svo hraðan gang í saka- málum.” Kvennaráð- gjöfin fer í sumarleyfi Vísa ísland breyt- ir skilmálunum ■ Vísa ísland hefur ákveð- ið að taka upp takmarkaða sjálfsábyrgð korthafa til að minnka áhættu þeirra ef kort glatast og ef misnotað áður en hvarf þess uppgötvast og næst að tilkynna um kort- missinn. Þá er korthafi ekki lengur ábyrgur fyrir úttekt ef undirskrift hans vantar á úttektina. Þessar breytingar eru í samræmi við þá gagn- rýni sem fram kom í upphafi á þá skilmála sem hand- höfum kortanna var boðið upp á. Hinar nýju reglur tóku gildi frá og með degin- um í gær og verða sendar öllum korthöfum. Korthafar eru nú um 16.500 og söluaðilar sem veita Vfsa kort þjónust eru 1.076. Viðskiptavelta er- lendis var í maí s.l. 1 milljón dollara, samanborið við 180 þúsund í sama mánuði í fyrra. Á heimsvísu er Vísa langstærsta fyrirtæki heims á sviði greiðslumiðlunar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.