NT - 28.06.1984, Blaðsíða 10

NT - 28.06.1984, Blaðsíða 10
Fimmtudagur 28. júní 1984 10 Umbun listsköp- unarinnar er ást samfélagsins ■ Af hverjum er þessi mynd? Hver er þessi maður? Hverra manna er hann? Hvað gerir hann? Kannast einhver við hann? Er hann á lífi? Við hræðumst þá sem við þekkjuin ekki þangað til við höfum fengið nægjanlegar upplýsingar til að geta talað um þá. Ef við vitum „allt“ um einhvern höfum við sigrað hann. Lærum við að tala um lífverur á annan hátt en dauða liluti? ■ Ástandsamfélagsmámæla með því að telja fjölda lista- manna innan þess. En hvern- ig koma meðlimir þess sér saman um hvað er listamað- ur? Eru verk þau sem hægt er að sanna á þá lögð til grund- vallar? Hafa þau sameigin- leg einkenni innbyrðis? Eða sést þetta á lífsstíl tiltekinna einstaklinga, hvernig þeir láta, hvað þeir segja og við hverja? Og ætli þar mætti þá finna grundvallarreglur? Við höfum öll einhverja hugmynd um hvað er óhætt að segja: „Þetta er list“ En hvernig er því nánar lýst? Það lýsir sér sjálft í eigin formi á sinn einstaka hátt: er eitt svarið. En er eitthvað fólgið í þessum tilteknu fyrirbærum sem kallar fram í höfðinu á okkur ákveðna tilfinningu um að ná- kvæmlega ;,þetta“ geti ekki kallast annað en list, eða finn- um við ekki fyrir neinu sér- stöku heldur höldum sam- kvæmt venju að ekki sé hægt að skilja fyrirbærið í neinu öðru santhengi eða öllu heldur „skilja ekki“ því ef það hefur ekki hagnýtt gildi, ekki hægt „að læra á það“ er ekkert annað hægt að gera a.m.k. til að byrja með en að kasta því í listakistuna. „Fyrst er listin skilin af fáum, seinna fleirum“, er sagt en hvernig má það vera? Ein- faldlega á þann hátt að það sem oftar er haft fyrir fólki fær mestan skilning, það sem er sjaldséð fær lítinn skilning. Ekki svo að skilja að fólk „skilji“ endilega fyrirbærin heldur lærir það smám saman að láta sem svo sé. Upplifun okkar á fyrirbærum og með hvaða móti okkur hefur verið kennt að upplifa það og tjá þá upplifun öðrum verður aldrei greinilega aðskilið. Samfélagið lærir að sama skapi að koma fram við hluti og fyrirbæri, lærir að tala um þá og þannig að ná á þeim einskonar yfir- ráðum. Hreinlega með því að virðast aldrei gefa upp allan orðaforðann heldur listin töfrakrafti sínum, í rauninni hefur hún samt engu að leyna en eins og í öllum galdri lætur hún líta út fyrir að svo sé. Að baki einni grímunni er önnur og svo önnur að baki henni og svo önnur og önnur. Ef þetta . væri ekki svona væri engin list fyrir hendi því að menning okkar tíma hefur á þegjandi hátt komið sér saman um að svona eigi þetta að vera. Listamaðurinn gerir sér að höfuðviðfangsefni að rækta í sér og stækka þann þátt sam- eiginlegan öllum mönnum sem hlýtur að glíma við spegilmynd þess djúpstæða tilgangsleysis sem lífið sýnist vera. Allir aðrir hlutir en hún reyna að telja okkur trú um mögulegan tilgang. Listin minnir okkur á smæð okkar með því að vera sífellt að plata okkur. Þegar samfélagið hefur marga lista- menn innanborðs er það ekki vegna mikillar þarfar fyrir verk- um þeirra heldur er það merki þess að það er hægt að missa sjónar á innri tilgangi sínum eða fremur að sjá skýrar að hann er ef til vill enginn. Samfélag manna getur aldrei fórnað listamönnum sínum, lifandi ruslakistum óleystra mála, skuggsjá eigin útlits, efnið í verkum þeirra er því hold og blóð. En eftir að eitt hefur verið sagt verður að segja annað. Það að hugsanlega sé hægt að komast til botns í hlutunum er blekking, en af því við erum knúin áfram í óákveðinn tíma verðunt við að venjast hlutun- um og Iæra að tala um þá. Að geta talað um hlut er það sama og að leggja hann að velli. Þegar við tölum um að hafa komist til botns í einhverju ættumviðfrekar að segja að við höfum lært að umgangast til- tekið fyrirbæri. En listín fýtur engum kröfum unt sam- kvæmni, hefur enga ábyrgð gagnvart eigin tungumáli nema þá að byrja ávallt aftur uppá nýtt, koma aftan að sjálfri sér, reka út úr sér tunguna framan í sjálfa sig, þykjast koma upp á nýjum stað ósnert og spriklandi en verða svo að halda áfram eitthvað út í buskann, kringum krókaleiðir lífsandans. Listin má aldrei vera að því að stoppa og bjóða sig upp, að halda lífi í listamönnum er óþarfi því það fæðast aðrir. ■ Hráefnið. Ósnert í lengri tíma en öll menningin hefur varað og það einungis mótað af náttúruöflunum. Hvaða merkingu hefur það áður en „listamaðurinn“ meðhöndlar það? Hversu ' lítið/mikið þarf að gera til að hráefnið verði list eða eru gallerí og söfn stofnanir sem „Iramleiöa" hana í rauninni úr hverju sem er í samræmi við þarfir samtímans?

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.