NT - 28.06.1984, Blaðsíða 3

NT - 28.06.1984, Blaðsíða 3
Hólar í Hjaltadal: Rísa orlofsbúðir við Bændaskólann á Hólum? yrðu nemendabústaðir vetrartímann ■ Mörg verkalýösfélög hafa in reisi og sjái um viðhald á undanfarna daga farið að Hól- sumarbústöðum í nágrenni um í Hjaltadal til þess að kynna skólans sem aftur yrðu notaðir sér tilboð frá Bændaskólanum sem nemendabústaðir yfir vet- á Hólum um að verkalýðsfélög- urinn. Skólinn borgaði hita og Fjallvegir: Opnir eða að opnast sæi um vörslu. Meðal þeirra félaga sem kynnt hafa sér málið eru ASÍ, Alþýðusamband Norðurlands, BSRB, Starfs- mannafélag ríkisstofnanna og Kennarasamband íslands. BSRB hefur þegar hafnað mögulegu samstarfi. Samkvæmt heimildum NT er þetta mál enn aðeins á könn- unarstigi. Ekkert hefur verið ákveðið og ekki hefur verið leitað samþykkis ráðuneytis enn sem komið er. Jón Bjarnason skólastjóri vildi ekkert tjá sig um málið á þessu stigi. Félagsmálaráðuneytið: Uttekt á fast- eignamarkaði ■ Fjallvegir landsins fara nú sem óðast að opnast fyrir um- ferð og sumir þeirra eru nú þegar orðnir færir að hluta eða öllu leyti. Kjalvegur er fær jeppum í Kerlingafjöll að sunnan og í Hveravelli að norðan. Eftir mánaðmótin verður hann opn- aður allur. Vegurinn um Uxahryggi er fær. Sömuleiðis er fært í Veiðivötn, og í Land- mannalaugar um Sigöldu, en Fjallabaksleið nyrðri er lokuð að öðru leyti. Búið er að hefla Dómadalsleið. Á Vestfjörðum er Tröllatunguheiði jeppafær. Fært er í Öskju, búið er að hefla Kverkfjöll og Óxi er jeppafær. Kaldidalur er lokaður, en verður athugaður eftir næstu helgi. Sprengisandur er einnig lokaður, en farið er að huga að veginum að norðan, og hið sama verður brátt gert sunnan frá. Er vonast til að Itann opnist fljótlega eftir mánaðamót. Sprengisandsleið úr Skagafirði og Eyjafirði er lokuð. Vegurinn úr Skaftártungu í Eldgjá verður skoðaður fyrir helgi, en vegur- • inn milli Eldgjár og Land- mannalauga opnast ekki strax. Hellisheiði eystri er ófær, en verður opnuð fljótlega. Hálendisáhugamenn ge'ta því farið að huga að ökutækj- um sínum og búa þau undir sumarferðirnar. ■ Alexander Stefánsson hefur skipað nefnd sem á að gera úttekt á fasteignamarkaði og fasteignaviðskiptum og gera könnun til úrbóta í þeim efnum. Meðal þess sem nefndin hugar að er hvernig ná megi niður hinni háu útborgun sem er í fasteignaviðskiptum og á rætur sínar í hinni miklu verðbólgu sem hér var. Stefán Ingólfsson verk- fræðingur hjá Fasteignamati ríkisins er formaður nefndar- innar en aðrir nefndarmenn eru: Gunnar Helgi Hálfdánarson hjá Fjárfestingafélagi fslands, Friðrik Stefánsson viðskipta- fræðingur og Jón Sveinsson lög- fræðingur á Akranesi. udagur 28. júní 1984 3 Sjómenn á Vestfjörðum: Fimmtán daga alls- herjar- atkvæða- greiðsla ■ Nú er að verða hálfur mánuður síðan sjómenn og útvegsmenn á Vest- fjörðum sömdu sín á milli, en sjómenn hafa ekki enn borið samningana upp til samþykktar í félögum sínum. Líklegt er að þeir hafa hinkrað eftir fisk- verði, en að sögn Sigurðar Ólafssonar formanns Sjómannafélags ísafjarðar hefur tekið sinn tíma að ganga frá samningunum til prentunar og dreifa fieim út til félaganna. Á safirði er nú að fara af stað allsherjaatkvæða- greiðsla sem standa mun í fimmtán daga, en svo langur tími er nauðsyn- legur til þess að sjómenn á skuttogurunum geti allir kosið. Þar sem ekki er um togaraútgerð að ræða stendur atkvæðagreiðslan skemur yfir en atkvæða- greiðslur eru nú að fara af stað í öllum sjómanna- félögum á Vestfjörðum sem aðild eiga að samning- unum, en þau eru um tíu talsins. J I I 1 — — \ v ÞEGAR ÞÚ LEGGUR LAND UNDIR HJÓL ER ISUZU TROOPER HÖRKUTÓL, SEM EKK- ERT FÆR AFTRAÐ. HANN SKILAR ÞÉR ALLA LEIÐ. í BÆJARAKSTRI ER HANN LIPUR OG LJÚFUR. ISUZU TROOPER ER RÚMGÓÐUR, SPARNEYTINN OG ÞÆGILEGUR. HANN SAMEINAR ALLA BESTU KOSTI FÓLKSBÍLS OG JEPPA. TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR: LENGD: 4,38m, BREIDD: 1,65m HÆÐ: 1,8m, LENGD MILLI HJÓLA: HÆÐ UNDIR LÆGSTA PUNKT: 22,5sm, LÆST MISMUNADRIF, HITUÐ AFTURRÚÐA, ÞURRKAÁ AFTURRÚÐU, SJÁLFSTÆÐ FJÖÐRUN AÐ FRAMAN, SNÚNINGSHRAÐAMÆLIR, AFLSTÝRi. KLÆDDURAÐ INNAN HÓLF OG GÓLF AFLSTÝRIÐ GERIR AKSTURINN ÁREYNSLULAUSANN KLIFURHALLI OG HLIÐARHALLI ER 45 GRÁÐUR VARADEKK A AÐGENGILEGUM STAÐMEÐHLÍF Ú GETUR VALIÐ UM ENSÍN OG DÍSELVÉL. ERÐ Á TROOPER MEÐ ENSÍNVÉL ER 635.000,-, EN 721.000,- MEÐ DÍSELVÉL, OG AUÐVITAÐ ERUM VIÐ LIPRIR I SAMN- vJGUM UM ÚTBORGUN OG GREIÐSLUTÍMA OG KJÖR verðermiðaðvidgengi BILVANGUR Sf= HÖFÐABAKKA 9 SIMI 687300

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.