NT - 28.06.1984, Blaðsíða 13

NT - 28.06.1984, Blaðsíða 13
Vettvangur ■ Ævintýrið um Stigahlíðarlóðimar og ýmis önnur dæmi vitna um þessa tilfærslu fjármuna frá fátækum til ríkra. Á sjötta og sjöunda áratug aldrinnar stóð afar mikilvæg umræða um þá lífsnauðsyn þjóðarinnar - efnalega og menningarlega - að byggja landið allt, koma á jafnvægi í byggð landsins. Þetta var kölluð byggðastefna, og einn helsti frumkvöðull hennar og baráttumaður var Gísli Guð- mundsson, ritstjóri og alþingis- maður. Með löngum og rökvís- um málflutningi hlaut þetta viðhorf mikla viðurkenningu og samhug með þjóðinni. Ávöxtur þessarar málafylgju kom fram í einhverju mikil- vægasta þjóðarátaki á þessari öld á áttunda áratugnum með eflingu atvinnu- og búsetuskil- yrða á landsbyggðinni sem kölluð er. Arangurinn varð skjótur og góður, allri þjóðinni til menningar- og hagsbóta. Næsti áfangi hlaut að verða eðlileg dreifing opinberrar samfélagsþjónustu og stjórn- sýslu um landið, ef árangurinn af fyrsta áfanga byggðarstefn- unnar átti að verða varanlegur. Um það hófst allmikil umræða, tillögur voru gerðar, en í raun var nær ekkert að gert. Þjón- ustan og stjórnsýslan hélt á- fram að hlaða utaná sig á suðvesturhorninu, verslunin að aukast þar, og á síðustu ár- um hefur varla verið minnst á flutning þjónustu og stjórn- sýslu út á land. Og nú er útsogið alls ráðandi. Fordæmi Norðmanna Fyrir nokkrum dögum var norskur ráðherra hér í gisti- heimsókn. Eftir honum hafa verið höfð orð um það, hve Norðmenn leggi mikla áherslu á að byggja land sitt allt og hafa jafnvægi í byggð landsins. Þetta minnir á þjóðarátak þeirra til þess á áratugnum eftir styrjöldina. I>á kom upp geigvænlegur fólksflótti frá norðurhéruðunum suður á bóginn, svo að við blasti víða auðn með hættulegri búsetu- röskun. Þá gripu Norðmenn í taumana, kölluðu færa hag- fræðinga til, lögðu fram þjóð- arfjármuni og snéru vörn í sókn, sem helst enn af því að þeir létu ekki deigan síga eins og við. Nú vofir yfir okkur geigvæn- legri byggðaröskun en nokkru sinnifyrr. Úti álandsbyggðinni 'er þó enn meginhluti þeirrar framleiðslustarfsemi sem gjaldeyrisöflun og fæðsla þjóð- arinnar hvílir á. En verkaskipt- ing landsmanna færist æ meira í það horf, að þar vinni fólk hörðum höndum við fisk og landnýtingu til þess að fæða og klæða þjóðina, en á suðvestur- horninu uni menn við verslun, viðskipti, bygginga- og lóða- gróða og stjórnsýslu landsins, þar sem tölvuheilinn mikli deil- ir og drottnar. Og þar er svo vel búið að fólkinu, að menn vilja óvægir hverfa þangað. Það ætti varla að þurfa að eyða að því orðum, hve hættu- leg þessi þróun er þjóðinni allri - jafnt hag hennar og menningu. Enginn heyrist að vísu enn segja það upphátt að við eigum að hverfa frá þeirri stefnu að byggja landið allt. En þeir sem mestu ráða um þetta nú segja það í verki. Maður hrekkur við er stærsta blað landsins hefur þau orð um hina uggvænlegu skýrslu Framkvæmdastofnun- ar, að spyrja mætti hvort sú hugsun, sem setur svip sinn á mat þessara mála í skýrslu hennar „sé ekki einmitt það sem við þurfum mest að forðast, þegar tekist er á við þau vandamál sem við blasa“. I framhaldi af þessu er svo varað við ríkisafskiptum af þessum málum og sagt: „Verstu viðbrögðin við þessari þróun er að líta til ríkisins í þeirri von að það geti í krafti fjármagns, sem að mestu leyti er tekið af íbúum Suðvestur- lands, gripið til ráðstafana sem gerir það síður fýsilegt að búa þar sem fólkið er flest“. Þannig er talað þótt þeir viti sem vita vilja, að fjármagn hefur á undanförnum ára- tugum sópast utan af lands- byggðinni til Suðvesturlands í krafti þeirrar samþjöppunar þjónustu og stjórnsýslu sem þar er og með beinum fjár- magnsflutningum atvinnurek- enda, sem hætt hafa starfi úti á landi og flutt allt sem þeir söfnuðu þar suður. Einlæg og opinská umræða Nú er nauðsynlegt að hefjist einlæg og opinská umræða um þær blikur sem yfir vofa í byggðamálum þjóðarinnar, og menn geri sér Ijóst, hvort þeir ætla að standa við þá stefnu að byggja landið allt, vernda með því þjóðmenningu og sjálfs- stæði og gera með sameigin- legum átökum það sem til þess þarf- eða ekki. Ef flóttabylgj- an utan af landi verður íátin rísa eins og nú horfir á næstu misserum, verður æ örðugra að reisa varnir við henni og snúa vörn í sókn á ný. En upphaf slíkra umskipta er um- ræða um málið, og stjórnvöld verða að kveðja góða menn og vel mennta til ráðuneytis. Við eigum að líta betur til Norð- manna og skoða það sem gerst hefur þar síðustu áratugina. Ef baráttan við verðbólguna á að kosta breikkandi gjá milli ríkra og fátækra og viðnáms- lausan fólksflótta inn fyrir virk- ismúra Reykjavíkur utan af landsbyggðinni, þá höfum við tapað stríðinu, jafnvel þótt við vinnum verðbólguorustuna. Andrés Kristjansson FRMIKVEMDASTOFNUN RÍKISINS ÁRSSKÝRSLA 1983 ■ Skýrsla Framkvæmdastofnunar. ■ „Ævintýrið um Stigahlíðarlóðirnar og ýmis önnur dæmi vitna um þessa tilfærslu fjármuna frá fátækum til ríkra. Stríðsvél stjórnvalda gegn verðbólgu hefur verið eins og risajarðýta við að dýpka og víkka gjána milli fátækra og ríkra á Islandi“. ■ „Það hefur einmitt orðið Ijósar með hverjum degi síðustu mánuðina, að stjórn- völd hafa háð verðbólgubaráttu sína með öfugum klónum. Þau brugðust trausti fe- brúarsamninganna. Þau heyktust á að varð- veita grundvöll þeirra og forsendur með réttsýni.“ Fimmtudagur 28. júní 1984 13 Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 686387 og 686306. Verð í lausasölu 25 kr og 30 kr. um helgar. r Áskrift 275 kr. Setning og umbrot: Tæknideild NT. M. MiTlMlV IV Prentun: Blaöaprent hf. Guðmundur Garðars á sér draum ■ Guðmundur H. Garðarsson, formaður fulltrúa- ráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík,má njóta þess, að hann er mun hreinskilnari en margir aðrir leiðtogar flokks hans. Eins og margir fleiri á Guðmundur sér draum, svo að notuð séu orð heimsþekkts Bandaríkjamanns um helstu hugsjón sína. Guðmundur hefur nýlega birt þennan draum sinn á síðum Morgunblaðsins, þar sem hann átti ekki neitt illa heima. Draumur Guðmundar Garðars er í stuttu máli sá, að Framsóknarflokkurinn verði gerður áhrifa- laus, því að hann sé langverstur allra íslenskra stjórnmálaflokka. Þessi draumur Guðmundar Garðars er ekki neitt nýr af nálinni. Hann hefur verið draumur eindregn- ustu auðhyggjumanna alla tíð síðan Framsóknar- flokkurinn var stofnaður. Þessi draumur auðhyggjumannanna er ekki undar- legur. Mestu pólitísku andstæðurnar hérlendis síð- asta aldarhelminginn hafa verið annars vegar auð- hyggjustefna eða peningastefna Sjálfstæðisflokksins, sem setur auðsöfnun einstaklingsins í öndvegi, og hins vegar manngildisstefna og félagshyggjustefna Framsóknarflokksins, sem leggur áherslu á félagsleg úrræði til að bæta og jafna lífskjörin, svo að auðurinn verði ekki aðeins séreign fárra, heldur fái sem allra flestir notið þeirra lífsgæða, sem geta fylgt honum, ef rétt er á honum haldið. Alla þá tíð síðan Framsóknarflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn komu til sögu hafa þeir verið höfuðandstæðingar, enda stærstu flokkar landsins. Hægri menn Sjálfstæðisflokksins hafa réttilega talið, að Framsóknarflokkurinn væri mesta hindrunin í vegi þess, að ísland yrði það Gósenland peninga- stefnunnar, sem þá hefur dreymt um. GuðmundurH. Garðarssonersamasinnis. Hvílíkt dýrðarástand myndi ekki skapast fyrir peningastefn- una, ef Framsóknarflokkurinn væri úr sögunni, og eftir stæðu Alþýðubandalagið, sem Sjálfstæðisflokkn- um hefur jafnan gengið auðveldlega að glíma við, og svo flokksbrotin fjögur Bandalag jafnaðarmanna. Alþýðuflokkurinn, Kvennalistinn og Kvenna- framboðið og síðan bætist við Flokkur mannsins og Sólskinsflokkurinn gengi aftur. Þá yrði vandalítið fyrir sterkan auðhyggjuflokk að ráða lögum og lofum með tilstyrk öflugra fjölmiðla. Þrátt fyrir andstæðar lífsskoðanir, hafa örlögin stundum knúið Sjálfstæðisflokksmenn og Framsókn- arflokksmenn til að vinna saman, þegar aðrir fengust ekki til að glíma við vanda, sem ógnaði afkomu og sjálfstæði þjóðarinnar. Þannig er ástatt um þessar mundir. Þessir tveir flokkar eru vel á vegi með að sigrast á verðbólgunni, höfuðmeinvætti þeirra, sem búa við lökustu kjörin. Erfitt starf er samt eftir, eigi fullur sigur að nást. Draumur Guðmundar H. Garðarssonar er óneit- anlega nokkur vísbending um, að allir leiðtogar Sjálfstæðisflokksins séu ekki heilir í þessari viðleitni. Þeim er um og ó, að verðbólgan verði yfirunnin undir stjórnarforustu Framsóknarflokksins, því að það,- gæti aukið veg hans. Þótt heilbrigðir atvinnurekend- ur skilji nauðsyn þess, að verðbólgan verði sigruð,er til mikið af milliliðum, sem hafa hagnast á verðbólg- unni, og missa spón úr aski sinum, ef hún verður að velli lögð. Eðlilega geðjast þeim ekki að stjórnar- stefnunni.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.