NT - 31.08.1984, Blaðsíða 1

NT - 31.08.1984, Blaðsíða 1
Helgarveðrið - Loksins! cffl □ Hámarkshiti 12-15gráður Suiausturtand, Suöurland, Faxaflól og Brei&afjör&ur 8-11 grá&ur Vestfirðir, Strandirog Noriur- land vestra, Nor&austurland, Austurland og Austfiróir. Róttækar tillögur á borð ríkisstjórnarinnar á mánudag: Einn og hálfur milljarður í nýskðpun atvinnulífsins Hugmyndir uppi um stofnun almenningshlutafélags með þátttöku ríkisins, fjármálastofnana og almennings ■ Ein megintillaga nefndar þeirrar er formenn stjórnmálaflokkanna skipuðu til að benda á leiðir til nýsköpunar í atvinnulífinu, mun vera samkvæmt áreiðanlegum heimildum NT, stofnun félags sem hefur það markmið að greiða fyrir nýsköpun: Þróunarfélag Islands hf. Almenningshlutafélag þar sem ríkið leggur fram 500 miUjónir og sú upphæð yrði þrefölduð með lánsfé frá bönkum og lífeyrissjóðum, ásamt því að fyrirtækinu og almenningi yrðu boðin hlutabréf tU kaups. Þetta félag hefði það markmið að greiða fyrir nýsköpun atvinnulífsins um aUt land, hvort sem um væri að ræða nýjar iðngreinar, nýjar búgreinar eða nýjar vinnsluaðferðir í sjávarútvegi. Þá mun nefndin hafa lagt til að allir atvinnuvegasjóðir verði lagðir niður, eða réttara sagt, steypt saman í þrjá sjóði, einn fyrir hverja atvinnugrein, sjáv- arútveg, landbúnað og iðnað. Sjóðir sem aflagðir verða skv. tillögunum skipta tugum. Nægir að nefna Fiskveiðisjóð, Iðn- lánasjóð, Stofnlánasjóð, Byggðasjóð, Aflatryggingasjóð, Úreldingasjóð o.s.frv. Það sem liggur að baki þess- um róttæku hugmyndum er sú skoðun sem kom m.a. fram hjá forsætisráðherra í útvarpsviðtali nýlega að okkar bíði hrikalegir efnahagsörðugleikar á næstu árum verði ekkert að gert. Fisk- fjöllin hlaðast upp í Evrópu og Bandaríkjunum og aðeins sé tímaspursmál hvenær ómögu- legt verði að selja fisk á þolan- legu verði. Þá sé það augljóst mál að við stöndum á þröskuldi nýrrar aldar í tæknilegu tilliti og verður að gera virkilegt átak ef við ætlum ekki að sitja eftir, fastir í úreltum framleiðslu- formum. Þorsteinn Pálsson og Stein- grímur Hermannsson hafa nú tillögur nefndarinnar til loka- umfjöllunar, en þær ásamt öðrum hugmyndum að verk- efnaskrá, t.d. um afnám tekju- skatts í áföngum, verða lagðar fyrir ríkisstjórnina á mánudags- morgun og þingflokka stjórnar- flokkanna í beinu framhaldi. Prentaraverkfall aðra helgi? ■ „Það hefur verið reynslan, að það er ekkert hlustað á okkur fyrr en við boðum verkfall," sagði Svanur Jóhann- esson stjórnarmaður í Félagi bókagerðarmanna, eftir félags- fund í gær, þar sem yfirgnæfandi meirihluti fundarmanna greiddi atkvæði með verkfallsboðun frá og með 10. september næst- komandi. Um 90 manns mættu á fundinn og greiddu aðeins fimm atkvæði gegn verkfalls- boðun. Aftur á móti mælti eng- inn henni mót í umræðum. Svanur sagði, að mikill bar- áttuhugur væri í bókagerðar- mönnum og meiri einhugur hefði ríkt á fundinum, en hann átti von á. ■ Magnús E. Sigurðsson formaður Félags bókagerðarmanna \ ræðustól á fundinum í gær, þar sem vcrkfall var ákveðið. A innfelldu myndinni sést yflr fundarsalinn. NT-myndir: Svemr. Samið á sunnudag á Vestfjörðum? - og tónninn þannig geffinn fyrir aðra landshluta ■ 1 dag funda Alþýðusam- band Vestfjarða og atvinnurek- endur þar. Samningafundi sem átti að vera í gær var frestað að beiðni Alþýðusambandsins, sem fundaði mjög stíft í allan gærdag. Það er samdóma álit allra þeirra er NT ræddi við í gær að þeir Vestfirðingar myndu semja fljótlega, jafnvel strax á sunnu- daginn. „Það er nú kannski fullsnemmt“ sagði Jón Páll Halldórsson oddamaður at- vinnurekenda er þetta var borið undir hann. Það að menn telja að samningar muni takast kem- ur til af því að kröfur ASV eru mjög hógværar, og miða ein- göngu að því að ná upp kaup- mætti samninganna frá í febrú- ar. Fjögur prósent kauphækk- un, umfram þau 3% sem voru ' samningsbundin 1. september, og auk þess launaflokkahækkun til fiskvinnslufólks sem meta má á tvö og hálft prósent. Viðmælendur blaðsins töldu augljóst að atvinnurekendur féll- ust á samninga á þessum nótum. Aðeins væri tímaspursmál hven- ær samið yrði. En hvað gerist ef Vestfirðing- ar semja. Svo gæti farið að Norðlendingar og Sunnlending- ar fylgdu í kjölfarið, svo og verslunarmenn og bygginga- menn, sem hvorir tveggja eiga í viðræðum við viðsemjendur sína. Þá yrði stutt í það að Guðmundur J. stæði einn uppi með sitt Verkamannasamband, og ef það vígi félli er trúlegt að brestir færu að koma í baráttu BSRB. í sáttatillögu sem kemur væntanlega til atkvæða 28. október yrði sjálfsagt boðið það sem vericalýðshreyfingin hefur náð fram. Spítala- sýkingar hrjá 6% sjúklinga -Sjábls. 5

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.