NT - 31.08.1984, Blaðsíða 18
Föstudagur 31. ágúst 1984 18
Sjónvarp kl. 18.10 á sunnudag:
Geimhetjan
- Tíundiþáttur
■ Tíundi þáttur framhalds-
myndaflokksins um Geimhetj-
una verður sýndur á sunnudag
kl. 18.10. Fer nú að draga til
úrslita í þessum kostulega
danska myndaflokki, því ekki
eru eftir nema þrír þættir þegar
þessi er búinn.
í síðasta þætti gerðist þetta
helst:
á sunnudagskvöld:
Birgir var kominn ásamt vin-
konu sinni inn í aðalstöðvar
Barry Slisk, sem var að undir-
búa andþyngdargeimför.
Hann hélt smáhátíð fyrirgeim-
verurnar sem höfðu byggt þau
fyrir hann, áður en hann lagði
af stað. Reyndar sendi hann
geimverurnar á undan sér í
öðru tveggja andþyngdargeim-
fara sem hann réði yfir, og
tókst þá svo slysalega til að
hann gleymdi að tengja mikil-
vægan rofa, þannig að geim-
verurnar hurfu á geimfari sínu
inn í svartholið og týndust þar
að eilífu.
Síðan fór Barry Slisk sjálfur
ásamt með Birgi og vinstúlku
hans inn • í svartholið í því
andþyngdargeimfari sem eftir
var. Þar náði hann í brot af
ofurþungu efni stjörnunnar í
miðju svarthoisins, og tókst
að komast út úr svartholinu
aftur. Þar tók þó ekki betra
við, því að ekki tókst að koma
þungaefnismolanum inn í and-
þyngdarsvið geimfarsins, og
dró það nú allar stjörnur him-
insins að sér. Lauk þættinum
þar sem Birgir var að reyna að
bjarga geimfarinu, því Barry
Slisk varorðinn hálfbrjálaður.
Útvarp kl. 21.
Sjónvarp kl. 21.55 á sunnudagskvöld:
Áskell Másson.
Snorri Sigfús Birgisson.
íslensk tónlist
- Tónlist þriggja ungra tónskálda
■ Prince var í 17. sæti á lista Rásar 2 í síðustu viku með lag
sitt When Doves Cry. Kemst hann ofar með þetta ágæta lag?
■ K1 9 á sunnudagskvöld
verður leikin í útvarpinu tón-
list eftir íslensk tónskáld. Þetta
eru allt fremur ung tónskáld,
eða þau Snorri Sigfús Birgis-
son, Áskell Másson og Karó-
lína Eiríksdóttir.
Það er Nýja strengjasveitin
sem leikur verk Snorra Sigfús-
ar, Hymna, og höfundurinn
stjórnar sjálfur. Verk Áskels
Mássonar er Konsertþáttur
fyrir trommu og hljómsveit, og
það er Roger Carlsson og Sin-
fóníuhljómsveit íslands sem
leika. Guðmundur Emilsson
stjórnar. Verk Karólínu nefn-
ist Sonans, og það er Sinfóníu-
hljómsveitin sem leikur, en
Jean-Pierre Jacquillat
stjórnar.
Þarna gefst gott tækifæri til að
heyra hvað tónskáldin, sem
svo mjög hefur verið hampað,
eru að gera.
■ Birgir geimhetja.
■ Howard Jones verður í sjónvarpinu á sunnudagskvöld í
mvndinni frá Montreaux.
Músíkhátíð í Montreaux
- Endurtekinn músíkþáttur
Á sunnudagskvöldið verð-
ur sýnd Músíkhátíð í Montre-
aux, sem var áður sýnd á
annan í hvítasunnu. Þessi mús-
íkhátíð er rokkhátíð, þar sem
fjölda af þekktustu rokk- og
popptónlistarmönnum heims-
ins var boðið að koma.
Meðal listamanna sem fram
koma eru Queen, Duran Dur-
an og Howard Jones, auk
fjölda annarra mjög þekktra
nafna.
Ef mig minnir rétt var þetta
hin sæmilegasta skemmtun, en
það var greinilegt að ekki var
um raunverulega hljómleika
að ræða, og dró það töluvert úr
skemmtuninni.
Rás 2 kl. 13.30 á sunnudag:
S-2, sunnu-
dagsútvarp
- 20 vinsælustu lögin
■ S-2, sunnudagsþáttur Rás-
ar 2, verður að venju á dagskrá
frá kl. hálf tvö til sex á sunnu-
dag. Meðal fastra liða í þættin-
um er kynning á 20 vinsælustu
lögum vikunnar. Við eruni
ekki búin að fá upplýsingar um
þau hér á NT, en við höfum
listann yfir vinsælustu lögin í
síðustu viku. Menn geta svo
borið hann saman við það sem
kynnt verður á Rásinni milli
kl. 4 og 6 á sunnudag og séð
hvort verulegar breytingar
hafa orðið.
......... HLH
George Michael
Art Company
Tina Turner
Robin Gibb
Bjartmar Guðlaugsson
......Duran Duran
.... StevieWonder
............. Queen
.... Michael Jackson
.. Pálmi Gunnarsson
......Duran Duran
............ Limahl
......Ray Parker Jr.
...... Nik Kershaw
...............Wham
............ Prince
......Hazell Dean
........ Alphaville
.......... Jacksons
1. Vertu ekki að piata mig
2. Careless Whispers........
3. Suzanna....................
4. What's Love Got To Do With it
5. Boys Don't Fall In Love....
6. Sumarliði er fullur........
7. Make Me Smile .............
8.1 Just Called To Say I Love You
9. It‘s A Hard Life ..........
10. Farewell My Summer Love ...
11. Vinur minn missti vitið....
12. Shadows On Your Side.......
13. Too Much Trouble ..........
14. Ghostbusters ..............
15.1 Won‘t Let The Sun.........
16. Wake Me Up Before You Go Go
17. When Doves Cry.............
18. Whatever I Do Wherever I Go .
19. Big In Japan .............
20. State Of Shock............
Sunnudagur
2. september
8.00 Morgunandakt. Séra Bragi
Friöriksson prófastur flytur ritning-
arorð og bæn.
8.10 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr.).
8.35 Létt morgunlög. Konunglega
Filharmoniusveitin i Lundúnum
leikur; Sir Malcolm Sargent stj.
9.00 Fréttir.
9.05 Morguntónleikar a. Georg
Gossen leikur orgelverk eftir Felix
Mendelssohn, Louis Niedermeyer
og Ftobert Schumann. b. „Jesús
og víxlararnir", mótetta eftir Zoltan
Kodaly. Thomaner-kórinn í Leipzig
syngur; Gunther Ramin stj. c. Sin-
fónisk tilbrigði fyrir píanó og hljóm-
sveit eftir Cesar Franck. Alicia de
Larrocha og Filharmoníusveitin i
Lundúnum leika; Rafael Frubeck'
de Burgos stj.
10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir.
10.25 Út og suður. Þáttur Friöriks
Páls Jónssonar.
11.00 Messa í Víðimýrarkirkju.
(Hljóðr. 11. f.m.) Prestur: Séra
Gísli Gunnarsson. Organleikari:
Anna Jónsdóttir. Hádegistónleik-
ar.
12.10 Dagskrá. Tónleikar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurlregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.20 Á sunnudegi. Umsjón: Páll
Heiðar Jónsson.
14.05 Lífseig lög. Umsjón: Ásgeir
Sigurgestsson, Hallgrímur Magn-
ússon og Trausti Jónsson.
14.50 Islandsmótið í knattspyrnu,
1. deild: Valur-Breiðablik. Ragn-
ar Örn Pétursson lýsir siðari hálf-
leik frá Valsvelli.
15.45 Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Höfundar Njálu. Hermann
Pálsson prófessor flytur erindi.
17.00 Fréttir á ensku.
17.10 Frá Mozart-hátíðinni i Frank-
furt í júní s.l. Evrópska kammer-
sveitin leikur. Stjórnandi: SirGeorg
Solti. Einleikari: Anne-Sophie
Mutter. a. Sinfónía í g-moll K. 550
b. Fiðlukonsert i D-dúr K.218.
18.00 Það var og... út um hvippinn
og hvappinn með Þráni Bertels-
syni.
18.20 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Eftir fréttir. Umsjón: Bernharð-
ur Guðmundsson.
19.50 „Bara strákur úr firðinum".
Anton Helgi Jónsson les eigin Ijóö.
20.00 Þá var ég ungur. Umsjón:
Andrés Sigurvinsson.
21.00 íslensk tónlist. Nýja strengja-
sveitin leikur „Hymna" eftir Snorra
Sigfús Birgisson. Höfundurinn stj.
/ Roger Carlsson og Sainfóníu-
hljómsveit íslands leika Konsert
þátt fyrir trommu og hljómsveit eftir
Áskel Másson. Guðmundur Emils-
son stj. / Sinfóníuhljómsveit Is-
lands leikur „Sonans" eftir Karól-
ínu Eiríksdóttur. Jean-Pierre.Jacq-
uillat stj.
21.40 Reykjavfk bernsku minnar -
14. þáttur. Guðjón Friðriksson
ræðir við Oddgeir Hjartarson.
(Þátturinn endurtekinn i fyrramálið
kl. 11.30.).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagins. Orð kvöldsins.
22.35 Kvöldsagan: „Að leiðarlok-
um“ eftir Agöthu Christie Magn-
ús Rafnsson les þýðingu sína (14).
23.00 Djasssaga. Hátíðahöld II. -
Jón Múli ÁRnason.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Sunnudagur
2. september
18.00 Sunnudagshugvekja Séra
Sigurður H. Guðmundsson flytur.
18.10 Geimhetjan Tíundi þáttur.
Danskur framhaldsmyndaflokkur i
þrettán þáttum fyrir börn og ung-
linga. Þýðandi Guðni Kolbeinsson.
(Nordvision - Danska sjónvarpið)
18.30 Mika Sjötti þáttur. Sænskur
framhaldsmyndaflokkur í tólf þátt-
um um samadrenginn Mika og
ferð hans með hreindýrið Ossían
til Parisar. Þýðandi Jóhanna Jó-
hannsdóttir. Þulur Helga Edwald.
19.00 Hlé
'19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Sjónvarp næstu viku Umsjón-
armaöur Guðmundur Ingi Krist-
jánsson.
20.50 Forboðin stílabók Annar
þáttur. ítalskur framhaldsmynda-
flokkur í fjórum þátlum. Rúmlega
fertug kona heldur um skeið dag-
bók sem hún trúir fyrir fjölskylduá-
hyggjum sínum og tilfinningum.
Þýðandi Þuríður Magnúsdóttir.
21.55 Músikhátið í Montreux
Endursýning Nokkrar kunnustu
dægurlagahljómsveitir og söngv-
arar verajdar skemmta á rokkhátíö
i Sviss. Áöur sýnt i Sjónvarpinu á
annan í hvitasunnu. (Evróvision -
Svissneska sjónvarpið)
23.40 Dagskrárlok