NT - 31.08.1984, Blaðsíða 12
Föstudagur 31. ágúst 1984 12
Sigurður Magnússon
bóndi Hjartarstöðum
Fæddur 30. september 1908
Dáinn 20. mars 1984
Síðla vetrar árið 1926 sá ég
Sigurð á Hjartarstöðum í fyrsta
sinn í Eiðakirkju. Þá var borinn
til moldar faðir hans, Magnús
Sigurðsson bóndi á Hjartar-
stöðum. Var hann þá enn á
besta aldri.
Magnúsar á Hjartarstöðum
var sárt saknað af öllum sem
hann þekktu, fyrst og fremst af
þeim, sem mest höfðu misst;
fjölskyldunni á Hjartarstöðum,
svo og sveitungum og sýslung-
um. Hann naut virðingar og
vinsælda í heimabyggð sinni.
Ég veitti unga manninum frá
Hjartarstöðum sérstaka athygli
við athöfnina í Eiðakirkju. Éin-
hverja hugmynd hafði ég um
það að nú yrði hann að axla
þunga byrði þar sem hann var
elstur barnanna á Hjartar-
stöðum. Eftirlifandi kona
Magnúsar Sigurðssonar var
Ólöf Guðmundsdóttir. Börn
þeirra voru sex: Sigurður,
Hulda, látin fyrirlöngu, Ragnar
Hjörtur, Stefanía, Guðmundur
og Steinþór. Var heimilið hreint
ekki vel á vegi statt eftir fráfall
húsbóndans.
Ráðagerðir voru um það að
Sigurður á Hjartarstöðum færi í
langskólanám til Akureyrar
haustið 1926. En það varð að-
eins draumsýn. Elsti drengurinn
varð og vildi taka að sér bú-
stjórn með móður sinni, ef hún
héldi áfram búskap, og um það
mun hafa verið eining innan
fjölskyldunnar.
Eiðahreppur hlaut vinninginn
þegar ekkert varð úr framhalds-
námi Sigurðar Magnússonar.
Heimili sínu og fjölskyldu, sveit
og héraði, vann hann það sem
hann vann til efsta dags. Og það
var dygg þjónusta.
Aldrei kom mér í hug að
Sigurður á Hjartarstöðum hyrfi
yfir hið mikla haf á undan mér.
Aldursmunur okkar var
nokkur, hann yngri, en ég eldri.
En svona fór það.
Pegar ég minnist hans látins
er mér sannst sagt „tregt tungu
að hræra“. En ég veit að hann
hefði tekið viljann fyrir verkið
mætti hann mæla á þessari
stundu.
í>að voraði vel og snemma
veturinn 1984. Snjór var að
mestu horfinn úr byggð er líða
tók á marsmánuð. Vötn voru
víðast hvar orðin íslaus og ný-
græðingurinn lét ekki á sér
standa.
Bændur ráku fé sitt til beitar
dag hvern í logni og blíðviðri.
Góð tilbreyting fyrir bónda og
búfé. En „enginn veitsínaævina
fyrr en öll er“.
Þriðjudaginn 20. mars var
sauðfé rekið til beitar á Hjartar-
stöðum eins og vant var. Eftir
hádegið gekk Sigurður bóndi að
venju upp á „Hraungarðinn“
fyrir ofan bæinn til að litast um
og gæta hjarðar sinnar. Þessa
leið hafði hann oftsinnis farið
áður oftast í sömu erindagerð-
um. Ég á líka í endurminning-
unni mörg spor gengin með
honum þessa götu, er ég kom til
hans í heimsókn. Fólkið heima
á Hjartarstöðum gaf Sigurði
gætur, því að hann gekk ekki
heill til skógar. Allt í einu féll
hann og reis ekki á fætur. Er að
var komið var hann látinn.
„Á snöggu augabragði af
skorið verður fljótt". Að kvöldi
sama dags hringdi Margrét á
Brennistöðum, mágkona Sig-
urðar, til rnín og flutti mér þessa
harmafregn, - vinsemdarvottur
frá fyrrverandi nemanda auð-
sýndur gömlum kennara. Fjöl-
skylda Sigurðar, sveitungar
hans, Héraðsbúar og fleiri
hörmuðu mjög þennan óvænta
atburð. En „Drottinn leggur
líkn með þraut“.
Vinur Sigurðar á Hjartar-
stöðum ög nágranni, Ingvar
Guðjónsson frá Dölum í Hjalta-
staðarþinghá, ritaði ágæta
minningargrein um hann látinn.
Birtist hún í „íslendingaþáttum
Tímans“ skömmu eftir fráfall
Sigurðar.
Ingvar telur, meðal annars,
að það muni draga sviðann úr
sárum, að Sigurði auðnaðist að
njóta fjölskyldu og heimilis til
dánardægurs, - að hann þurfti
ekki að þjást og ekki að flytjast
veikur á brott til dvalar í sjúkra-
húsi. Sannarlega var það náðar-
gjöf heimakærum manni.
Enginn kynni hafði ég af
Sigurði á Hjartarstöðum frá því
að ég sá hann fyrst í Eiðakirkju
þar til ég réðist farkennari í
sveit hans haustið 1927. Þann
vetur var barnaskóli sveitarinn-
ar staðsettur á Hjartarstöðum,
um skeið. Fljótlega sannfærðist
ég um það að börnin hændust
að honum. Var það augljós
vottur þess að hann var barn-
góður. Með tímanum urðu
kynni okkar nánari og æ því
betri er lengra leið.
Við skiptumst á bréfum um
áratugi. Þessi bréf bera vott um
að sá sem hélt þar á penna var
ritfær langt umfram meðallag,
frágangur með ágætum og máls-
meðferð sömuleiðis. Með
öðrum orðum, hann kunni tökin
á móðurmálinu. Þó hafði hann
aldrei í skóla gengið nema
nokkra mánuði samtals í far-
skóla, og var þá skyldunám
ungmenna í lágmarki, miðað
við það sem nú er í sveitum
landsins. Til stuðnings þessum
ummælum mínum vil ég benda
á ritgerð eftir Sigurð Magnús-
son, er birtist í „Múlaþingi", 7.
hefti 1974. Nefndi hann hana
„Rautt blóð“. Þar er greint,
meðal annars, frá ferð er hann
tók sér á handur, aleinn, til
Seyðisfjarðar í febrúar 1931.
Þá var þröngt í búi hjá mörgum
bændum, „kreppan" í algleym-
ingi.
Sigurður fór á fund banka-
stjóra Útvegsbankans á staðn-
um til að verða sér úti um
lánsfé, „Hugsaði ég mér gott til
glóðarinnar, og svo mun hafa
verið um fleiri skuldaþrjóta,
sem langaði til að koma járni á
húskofa, kaupa svolítið stærri
slatta af Noregssaltpétri en
vanalega og losna við að láta
nokkrar góðar lífgimbrar í
kaupfélagið.“
Ekki er að orðlengja það:
Sigurður fékk góð erindislok
hjá Haraldi Guðmundssyni.
Hann lagði af stað snemma
morguns á skíðum frá Hjartar-
stöðum yfir Vestdalsheiði, og er
hún erfiður fjallvegur og hættu-
legur á vetrardegi, enda fékk
hann sig fullreyndan á heimleið-
inni. Annars gekk ferðin til
Seyðisfjarðar að óskum. Þar
gisti hann eina nótt hjá góðvin-
um. Að morgni var veðurútlit
ótryggt. Engu að síður lagði
hann á heiðina gegn vilja gest-
gjafa sinna en hreppti hríðarbyl
og lá úti næturlangt. Bjargaði
hann lífi sínu með því að grafa
sig í fönn.
Næsta dag kom hann heill á
húfi heim. Og þótti öllum hann
úr helju heimtur. Annars vil ég
ekki skemma frásögn Sigurðar
með því að endursegja hana
hér, en vek athygli á því að í hlut
á ungur maður og óreyndur.
Hann leggur aleinn um hávetur
á erfiðan fjallveg og hættulegan.
Hann hefur að engu holl ráð
gestgjafa sinna um að fresta för
sinni, og hrósa ég honum að
vísu ekki sérstaklega fyrir það.
En þegar í óefni er komið tekur
hann ráð, sem dugar, til að
bjarga lífi sínu. Þetta ber vott
um að hér á ekki hlut að máli
flón eða liðleskja.
Ef einhver lesandi skyldi vera
forvitinn og hafa hug á að kynna
sér efni þessarar greinar nánar
ætti að vera hægt um vik fyrir
hann, að nálgast „Múlaþing",
heftið, sem áður var nefnt.
Því miður liggur lítið eftir
Sigurð Magnússon á ritvellin-
um, því að auðvelt reyndist
honum að tjá sig skriflega.
Hann var kvæntur Sigríði
Jónsdóttur frá Hallfreðastaða-
hjáleigu í Hróarstungu. Börn
þeirra í aldursröð: Smári
Þrastar, Hulda, Magnús, Jóna
Kristín, Árdís og Halldór.
Frú Sigríður er gædd flestum
þeim góðu kostum, sem mann
hennar prýddu. Hjónaband
þeirra var farsælt. Þau nutu
barnaláns. Heimili þeirra var
snyrtilegt, hlýlegt og aðlaðandi.
Um skeið mun fjárhagur þeirra
hafa verið fremur þröngur, en
þau báru gæfu til að yfirstíga þá
örðugleika því meir sem lengra
leið. Ég naut þeirrar ánægju að
gista hjá þeim mörgum sinnum
og var svo heppinn að ég fór
aldrei hvorki fyrir ofan garð
þeirra eða neðan er ég áttileið
um Eiðahrepp. Glaður fagnaði
húsbóndinn gesti sínum í hlaði,
því að ég mun sjaldan eða aldrei
hafa komið óvörum í Hjartar-
staði. Handtakið var hlýtt, engir
gullhamrar slegnir, ekkert mál-
æði, en vís var hann til að láta
gamanyrði fjúka, græskulaus,
engum til meins. Nærgætni hans
við næturgestinn var með þeim
hætti að gjarnan lagði hann bók
á náttborð hans með þeim um-
mælum, að ef til vill hefði ég
gaman af að líta í hana þessa.
Sú bók var alltaf vel valin.
A morgni var gengið í pen-
ingshús, væri hjörðin á gjöf. Ég
held að Sigurður hafi átt margar
yndisstundir við hirðingu bú-
fjárins.
Hann bjó aldrei stórbúi, reisti
sér ekki hurðarás um öxl með
stórframkvæmdum.
Sigurður á Hjartarstöðum
naut nálega engrar skólagöngu
í æsku sem fyrr segir. En hann
var vitmaður. Það er sitthvað,
vitsmunir eða menntun.
Hann var hlédrægur og seinn
til kynningar og þótti sumum
hvorttveggja um of. Ég treysti
mér ekki til að dæma um það.
Hann var iðjumaður, en ekki
áhlaupamaður við störf sín,
vann hvert verk af trúmennsku,
hvort sem var í eigin þágu eða
annarra. Honum voru falin
nokkur „trúnaðarstörfl' fyrir al-
menning, en ég hirði ekki um að
tíunda þau hér. Hann taldi sér
skylt að gegna þeim þegar hann
var til þeirra kvaddur. En hann
notaði aldrei aðstöðu sína til að
tylla sér á tá eða afla sér tekna
af þeim störfum.
Sigurður á Hjartarstöðum var
ágætur nágranni og naut hylli
sveitunga sinna og yfirleitt ann-
arra er honum kynntust. Hann
var málsvari þeirra er minna
máttu sín og varði skoðanir
sínar með rökum en ekki stór-
yrðum.
Bjart og blítt vor var fram-
undan en hann var óvænt hrif-
inn brott úr okkar hópi. Hann
naut ekki þeirrar dýrðar. En við
lifum í þeirri von að hann sé
horfinn á annað svið, sem okkar
heimi er ofar og æðra, og við
eigum í vændum þegar okkar
klukka slær tólf.
í júní1984.
Þorgnýr Guðmundsson
Jörgen Kjerúlf Stefánsson
Firði 6, Seyðisfirði
Fæddur 17. aprfl 1936.
Dáinn 6. júlí 1984.
Mig setti hljóðan er mér var
sagt andlát Jörgens K. Stefáns-
sonar. Hann var kominn heim
til konu og litlu drengjanna
sinna eftir langa og erfiða
sjúkralegu. Vinir og vanda-
menn bjartsýnir á áframhaldandi
bata. Jörgen lenti í bílslysi síð-
astliðið haust og slasaðist mjög
mikið. Hann var fluttur til
Reykjavíkur á sjúkrahús og lá
þar lengi þungt haldinn. En
læknum og hjúkrunarliði tókst
að lina þjáningar hans með
aðgerðum og síðan þjálfun.
Hann var síðla vetrar og vor á
Reykjalundi í þjálfun. Ég
heyrði haft eftir Snorra Hlöð-
verssyni, stöðvarstjóra í Gríms-
árvirkjun, sem var með honum
á Reykjalundi í vor, að Jörgen
hafi verið mjög duglegur að
þjálfa sig. Enda var hann kom-
inn vel á veg að ná heilsu. Það
var mikill harmur fyrir konu
hans, unga syni og aldraða móð-
ur þegar hann dó skyndilega.
Jörgen Kjerúlf Stefánsson var
fæddur í Brekkugerði í Fljótsdal
17/4 1936. Foreldrar hans voru
hjónin Jóhanna J. Kjerúlf og
Stefán Sveinsson. Jörgen var
eistur þriggja sona þeirra hjóna.
Hinir eru Þorvarður bóndi í
Brekkugerði og Sveinn bóndi
Útnyrðingsstöðum á Völlum.
Það hafa margir erfiðleikar og
raunir mætt Jóhönnu í Brekku-
gerði á lífsleiðinni, en hún hefur
ávallt verið hin sterka hetja og
borið harm sinn í hljóði. Jó-
hanna missti mann sinn Stefán
af slysförum. Einnig missti hún
litla stúlku sem var á öðru ári,
hún dó úr kíghósta.
Jörgen er aðeins sjö ára, þeg-
ar hann missir föður sinn, en
Jóhanna hélt áfram búskap og
fór til hennar ágætur ráðsmað-
ur, Andres H. Kjerúlf frá
Hrafnkelsstöðum og var *þar
uns hann lést fyrir nokkrum
árum. Jörgen ólst upp í Brekku-
gerði og fór ungur að hjálpa til
eftir því sem kraftar leyfðu,
hann var iðinn og vinnugefinn.
f barnaskóla var hann fyrir
fermingu en lengri var ekki
hans skólaganga. Eftir fermingu
var hann heima en stundaði þó
ýmsa vinnu utan heimilis þegar
hún bauðst, fór nokkrum sinn-
um á vertíð.
Ég sem þessar línur rita vann
með honum smá tíma og féll vel
á með okkur. Á Egilsstöðum
vann Jörgen við hin og önnur
störf. Þar kynntist hann Sigríði
Bergþórsdóttur frá Hjarðarhlíð
í Skriðdal. Hófu þau sambýli
árið 1973, en giftu sig ekki fyrr
en 1979. Þau fluttu til Seyðis-
fjarðar og var heimili þeirra í
Firði 6. Þau Jörgen og Sigríður
eignuðust tvo drengi: Andres
og Hafþór. Jörgen vann lengst
af í bræðslunni á Seyðisfirði, og
þrjú síðustu árin var hann verk-
stjóri þar. Honum fórst það vel,
var reglusamur, öll stjórn í
besta lagi og kom sér vel við
starfsfólkið.
Jörgen var jarðsettur frá Val-
þjófsstaðarkirkju laugardaginn
14Júlí að viðstöddu fjölmenni.
Ég þakka Jörgen góð kynni
og bið honum blessunar Guðs.
Við hjónin sendum Sigríði,
drengjunum hennar, móður
hans, bræðrum og öðrum
vandamönnum samúðarkveðj-
ur.
Stefán Bjarnason
Flögu.
Ingibjörg Elísabet Markúsdóttir
Það fækkar óðum þeim trúu
og dyggu þegnum þessarar
þjóðar, sem unnu verkin af alúð
og trúmennsku, og lögðu í þau
alla orku sína. Fóru fyrstir á
fætur að morgni og háttuðu
síðastir að kvöldi, spurðu ekki
um laun, en glöddust yfir að
heyra verk sín metin að verð-
leikum.
Eina úr þessum hópi kveðjum
við hér í dag. Ingibjörg Elísabet
Markúsdóttir hét hún fullu
nafni, ávallt kölluð Inga af vin-
um og vandamönnum.
Fædd var hún í Keldudal í
Dýrafirði 2.9.1889, dóttir hjón-
anna Guðmundu Ólafsdótturog
Markúsar Arnbjörnssonar
sjómanns. í Keldudal átti hún
lengst af heima, ung að aldri
kom hún til Elínborgar og
Guðjóns á Arnarnúpi sem létt-
ingur og síðan vinnukona. Nít-
ján ára fer hún í vist til Patreks-
fjarðar til Sigurðar læknis og
Ésterar konu hans og sagðist
hafa lært margt af þeirri góðu
konu.
Næst lá leiðin til Bíldudals,
þar var hún í þrjú ár. Eftir það
kom hún svo aftur til Keldudals
til föður síns að halda honum
heimili. 11. október 1925 giftist
hún Stefáni Guðjónssyni og
settu þau bú saman að Móum í
Keldudal. Þau eignuðust tvö
börn, Markús, sem nú er versl-
unarstióri í byggingavöruversl-
un S.I.S. að Suðurlandsbraut
og dóttur sem skírð var við
kistu föður síns Ingibjörg Stef-
anía, en hann andaðist 28.10.
1929. Fjórtán dögum síðar var
hún svo jarðsett við hlið föður
síns.
Þennan mikla missi bar Ingi-
björg í hljóði og af þeim kjarki
og æðruleysi sem einlæg
Guðstrú gefur. Eftir þetta flyst
hún svo að Arnarnúpi með son
sinn, til Guðbjargar Guðjóns-
dóttur og Kristjáns Guðmunds-
sonar og hjá þeim var hún þar
til þau brugðu búi 1956 og
fluttust til Reykjavíkur, og
áfram lá leið þeirra saman um
mörg ár uns hún fór til sonar
síns og tengdadóttur um tíma,
en fluttist svo á Elliheimilið
Grund, þá farin að heilsu og lést
þar þann 25. ágúst síðastliðinn.
Allan þann tíma sem Inga var
með þeim Guðbjörgu og Krist-
jáni vann hún á heimilinu af
slíkri trúmennsku að fágætt er.
Og það hefur Guðbjörg sagt
mér, að þá hafi hún harðast lagt
að sér er erfiðleikar steðjuðu að
og mest reið á, og engin orð
nægðu til að lýsa þakklæti sínu
fyrir það.
Ingibjörg var nærkona góð og
var ósjaldan sótt er barns var
von í heiminn. Mun hún hafa
■ tekið á móti nokkuð á annan
tug barna. Ekkert mátti hún
aumt sjá og hjálpar þurfi, að
hún reyndi ekki eftir mætti að
hlynna að því.
Ingibjörg var bókhneigð, gáf-
uð kona og las allt sem hún
komst fyrir, en stundir til lesturs
voru alltof fáar. Hún var stál-
m;innug og sjálfmenntaður ætt-
fræðingur, hún kunni að rekja
margar ættir. Til hennar sóttu
fræðimenn upplýsingar, og
munu oftar en ekki hafa orðið
nokkurs vísari. Hún var einstak-
lega vandvirk, svo sem handa-
vinna hennar bar ljósast merki
um. Útsaumur, hekl og prjón
allt var það af slíkum næmleik
unnið sem kennara myndi vel
sæma.
Hún er nú kvödd af vinum
öllum með þakklæti og vissu um
að nú er hún í hópi áðurgenginna
ástvina. „Far þú í friði, friður
Guðs þig blessi, hafðu þökk
fyrir allt og allt.”
Hjörleifur Guðmundsson.
t
Systir mín, mágkona og móðursystir
Ingibjörg S. Gísladóttir
frá Seljadal
Smyrlahrauni 9, Hafnarfirði
1 lést í Hafnarfjarðarspítala þriðjudaginn 28. ágúst
Guðmunda G ísladóttir Gísli Magnússon
Guðrún Ágústsdóttir
Jarþrúður Guðmundsdóttir
Minningargreinar
■ Þeim, sem óska birtingar á minningar-
greinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa
að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birting-
ardag. Þær þurfa að vera vélritaðar.