NT - 31.08.1984, Blaðsíða 19

NT - 31.08.1984, Blaðsíða 19
Sýning á verk- um Karenar Agn ete Þórarinsson ■ 30. ágúst var opnuð í Gall- erí Borg fyrsta einkasýning hérlendis á verkum Karenar Agnete Þórarinsson. Þessa sýningu má tvímælalaust telja listviðburð. Karen Agnete er fædd árið 1903 í Danmörku. Til íslands fluttist hún árið 1929 með eig- inmanni sínum Sveini Þór- arinssyni listmálara. Saman héldu þau fjölmargar sýningar í Reykjavík, á Akureyri, Húsavík, Seyðisfirði og víðar. Karen Agnete hefur einnig tekið þátt í mörgum samsýn- ingum og eina einkasýningu hélt hún í fæðingarborg sinni Kaupmannahöfn. Nú er langt um liðið síðan Karen Agnete hefur sýnt verk sín opinberlega. Henni hefur heldur ekki haldist lengi á málverkum sínum og hafa færri fengið en vilja. Myndirnar sem nú eru sýnd- ar í Gallerí Borg eru olíumál- verk, máluð á árunum 1980- 1984. Septem ’84 á Kjarvals- stöðum ■ Septem ’84 opnar sýningu á Kjarvalsstöðum laugardag- inn 1. september kl. 2 e.h. Gestur sýningarinnar er Guðmundur Benediktsson myndhöggvari. í Septem-hópnumeru: Guð- munda Andrésdóttir, Jóhann- es Jóhannesson, Karl Kvaran, Kristján Davíðsson, Steinþór Sigurðsson, Valtýr Pétursson og Porvaldur Skúlason. Föstudagur 31. ágúst 1984 19 Fjórir listamenn sýna í Kjarvalssal ■ Dagana 1.-16. september verða í Kjarvalssal á Kjarvals- stöðum 4 sýningar listamann- anna: Árna Ingólfssonar, Daða Guðbjörnssonar, Kristj- áns Steingríms og Tuma Magn- ússonar. Á sýningunni eru málverk, skúlptúrar og grafík. Listamennirnir hafa allir haldið sýningar bæði hérheima og erlendis á síðustu árum. Mynd eftir Kristján Steingrímsson. Listamiðstöðin Lækjartorgi: Sýningarlok hjá Hreggviði og Páli ■ Nú stendur yfir sýning á lita- og olíumyndir, og eru öll verkum Hreggviðs Hermanns- verkin til sölu. Sýningin stend- sonar og Páls S. Pálssonar í sal ur til 2. september og er opin Listamjðstöðvarinnar Lækjar- daglega frá kl. 13-19 og um torgi. Á sýningunni eru um 50 helgar frá kl. 13-22. verk - pennateikningar, vatns- Sýning í Nýlistasafninu ■ Föstudaginn 31. ágúst verður opnuð sýning í Nýlista- safninu við Vatnsstíg 3b á verkum dönsku listakonunnar Marianne Lykkeberg. Á sýn- ingunni eru málverk, sem unn- in eru á síðustu tveimur árum. Marianne Lykkeberg er Iita- glaður expressiohisti, segir í kynningu frá Nýlistasafninu. Hún stundaði nám við Glypto- teket í Kaupmannahöfn, og við Konunglegu akademíuna. Hún hefur m.a. haldið sýning- ar í Athenaeum, Banks Gall- ery og Charlottenborg. Marianne Lykkeberg mun dvelja á íslandi meðan á sýn- ingunni stendur. Sýningin er opin til 9. september kl. 16-20 daglega. Mánudagur 3. september 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Séra Jón Bjarman flytur (a.v.d.v.). í bítið - Hanna G. Sigurðardóttir og lllugi Jökulsson. 7.25 Leikfimi. Jónína Benediktsdóttir (a.v.d.v.). 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð Bjar’ni Karlsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Eins og ég væri ekki til“ eftir Kerstin Johansson Sigurður Helgason les þýðingu sína (15). 9.20 Leikfimi 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustugr. landsmálabl. (útdr.). Tón- leikar. 11.00 „Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.30 Reykjavík bemsku minnar Endurtekinn þáttur Guðjóns Frið- rikssonar frá sunnudagskvöldi. Rætt við Oddgeir Hjartarson. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Frönsk og ítölsk dægurlög 14.00 „Daglegt lif í Grænlandi" eftir Hans Lynge Gisli Kristjáns- son þýddi. Stfna Gísladóttir les (2). 14.30 Miðdegistónleikar Josef Suk og St. Martin-in-the Fields hljóm- sveitin leika Rondó í A-dúr fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Franz Schubert; Neville Marriner stj. 14.45 Popphólf ið - Jón Gústafsson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Síðdegistónleikar Risé Stevens, Raoul Jobin og Robert Wedel flytja atriði úr óperunni „Carmen" eftir Georges Bizet með kór og hljómsveit Metropolitan-óp- erunnar í New York; George Se- bastian stj. / Hljómsveit Covent Garden óperunnar leikur ballett- tónlist úr „Svanavatninu“ eftir Pjotr Tsjaíkovský; Jean Morel stj. 17.10 Síðdegisútvarp - Sigrún Björnsdóttir, Sverrir Gauti Diego og Einar Kristjánsson. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Islandsmótið í knattspyrnu, I. deild: Víkingur-Fram Ragnar Örn Pétursson lýsir síðari hálfleik frá Laugardalsvelli. 20.15 Lög unga fólksins. Þorsteinn J. Vilhjálmsson kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. í hjásetu á Héraði Frásöguþáttur af Austur- landi. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir les. b. Séra Hjálmar á Hall- ormsstað Elín Guðjónsdóttir les frásöguþátt. Umsjón: Helga Ág- ústsdóttir. 21.10 Nútímatónlist Þorkell Sigur- björnsson kynnir. 21.40 Útvarpssagan: „Hjón i koti“ eftir Eric Cross Knútur R. Magn- ússon les þýðingu Steinars Sigur- jónssonar (3). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Kammertónleikar Helga Ing- ólfsdóttir leikur á sembal. a. Da- fantasíu eftir Leif Þórarinsson. b. Sónötu í h-moll eftir Johann Se- bastian Bach. 23.10 „Eins og farfuglarnir" Hjörtur Pálsson ræðir við Ivar Orgland sem les úr nýnorskum þýðingum sínum á Ijóðum eftir islenskar konur og Helga Þ. Stephensen les nokkur Ijóðanna á íslensku. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Þriðjudagur 4. september 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. I bítið. 7.25 Leikfimi 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð- Gerður Ólafsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Eins og ég væri ekki til“ eftir Kerstin Johansson Sigurður Helgason lýkur lestri þýðingar sinnar (16). 9.20 Leikfimi 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Ljáðu mér eyra" Málmfríður Sigurðardóttir á Jaðri sér um þáttinn. (RÚVAK). 11.15 Hljóðdósin Létt lög leikin af hljómplötum. Umsjón: Ólafur Þórð- arson. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 íslensk dægurlög 14.00 „Daglegt líf í Grænlandi" eftir Hans Lynge Gisli Kristjáns- sonþýddi. Stína Gísladóttir les (3). 14.30 Miðdegistónleikar Vronsky og Babin leika fjórhent á píanó „Bama- gaman", svítu eftir George Bizet og Tilbrigði eftir Witold Lutoslawski um stef eftir Paganini. 14.45 Upptaktur - Guðmundur Bene- diktsson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Islensk píanótónlist Gísli Magnússon leikur Fimm lítil píanólög op. 2 eftir Sigurð Þórðar- son / Kristinn Gestsson leikur Só- natínu fyrir píanó eftir Jón Þórar- insson / Magnús Blöndal Jóhanns- son leikur á píanó eigin tónlist við leikrit eftir Jón Dan og Jökul Jak- obsson / Anna Áslaug Ragnars- dóttir leikur Píanósónötu eftir Leif Þórarinsson / Halldór Haraldsson leikur „Der Wohltemperierte Pian- ist“ eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Þrjú lög eftir Hafliða Hallgrímsson. 17.10 Siðdegisútvarp Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn Stjórnandi: Sól- veig Pálsdóttir. 20.00 Sagan: „Júlía og úlfarnir" eftir Jean Graighead George Geirlaug Þorvaldsdóttir les þýð- ingu Ragnars Þorsteinssonar (9). 20.30 Horn unga fólksins í umsjá Þórunnar Hjartardóttur. 20.40 Kvöldvaka a. Spjall um þjóð- fræði Dr. Jón Hnefill Aðalsteins- son tekur saman og flytur. b. Ljóð og stökur eftir ýmsa höfunda Auðunn Bragi Sveinsson les. 21.10 Drangeyjarferð Annar þáttur Guðbrands Magnússonar. (RÚVAK). 21.45 Útvarpssagan: „Hjón í koti“ eftir Eric Cross Knútur R. Magn- ússon les þýðingu Steinars Sigur- jónssonar (4). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Kvöldtónleikar Enska tón- skáldið Thomas Augustine Arne. Guðmundur Gilsson kynnir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Mánudagur 3. september 10.00-12.00 Morgunþáttur Mánu- dagsdrunginn kveðinn burt með hressilegri músík. Stjórnandi: Jón Ólafsson. 14.00-15.00 Dægurflugur Nýjustu dægurlögin. Stjórnandi: Leopold Sveinsson. 15.00-16.00 Krossgátan Hlustend- um er gefinn kostur á að svara einföldum spurningum um tónlist og tónlistarmenn og ráða kross- gátu um leið. Stjórnandi: Jón Gröndal. 16.00-17.00 Taka tvö Lög úr þekkt- um kvikmyndum. Stjórnandi: Þor- steinn G. Gunnarsson 17.00-18.00 Asatími. Ferðaþáttur. Stjórnandi: Júlíus Einarsson. Þriðjudagur 4. september 10.00-12.00 Morgunþáttur. Músík og sitthvað fleira. Stjórnendur: Páll Þorsteinsson og Ásgeir Tómasson 14.00-15.00 Vagg og velta. Létt lög af hljómplötum. Stjórnandi: Gisli Sveinn Loftsson. 15.00-16.00 Með sínu lagi Lög af íslenskum hljómplötum. Stjórn- andi: Svavar Gests. 16.00-17.00 Þjóðlagaþáttur Komið við vítt og breitt í heimi þjóðlaga- tónlistarinnar. Stjórnandi: Kristján Sigurjónsson. 17.00-18.00 Frístund Unglingaþátt- ur. Stjórnandi: Eðvarð Ingólfsson. Mánudagur 3. september 19.35 Tommi og Jenni Bandarísk teiknimynd. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Leynivopn Náttúrulifsmynd frá breska sjónvarpinu úr undra- heimi skordýranna. Einkum er dvalið við vopn þau og verjur sem náttúran hefur búið sum þeirra. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 21.25 Ég, Leonardo Bandarisk sjón- varpsmynd um æviferil, verk og hugarheim ítalska snillingsins Le- onardo da Vincis (1452-1519) en hann var í senn listamaður, vís- indamaður og heimspekingur. Frank Langella leikur Leonardo en sögumaöur er Richard Burton. Leikstsjóri Lee R. Bobker. Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. 22.20 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 22.50 Fréttir í dagskrárlok. Þriðjudagur 4. september 19.35 Bogi og Logi Pólskur teikni- myndaflokkur. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Afríka. Nýr flokkur 1. Ólik en jafngild Breskur heimildamynda- flokkur í átta þáttum um sögu Afríku að fornu og nýju. Fjallað er um fornríki álfunnar og menningu þeirra, fornleifar, atvinnuvegi og auðlindir, þrælaverslun, land- könnun og trúboð, nýlendutímann, sjálfstæðisbaráttu og loksviðhorfin í nýfrjálsum Afríkuríkjum. Umsjón Basil Davidson, sagnfræðingur. Þýðandi og þulur Þorsteinn Heiga- son. 21.35 Njósnarinn Reilly. Nýrflokk- ur (Reilly - Ace of Spies) 1. í tygjum við tigna konu. Breskur framhaldsmyndaflokkur í tólf þáttum, gerður eftir samnefndri bók um ævi Reillys. Leikstjórn: Jim Goddard og Martin Campbell. Aðalhlutverk: Sam Neill ásamt Je- ananne Crowley, Leo McKenn, Tom Bell, Kenneth Cranham og Norman Rodway. Njósnarinn og kvennagullið Sidney Reilly er talinn hafa fæðst í Ódessa árið 1874 en réðst ungur til starfa i bresku leyniþjónustunni. Hann aflaði með- al annars upþlýsinga um vígbúnað Þjóðverja og stundaði síðan njósn- ir að baki viglinunnar í fyrri heim- styrjöldinni 1914-1918. Langvinn- ust urðu þá afskipti Reillys af byltingunni í Rússlandi og refskák hans við sovésku leynilögregluna. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 23.00 Fréttir í dagskrárlok.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.