NT - 31.08.1984, Side 15

NT - 31.08.1984, Side 15
Föstudagur 31. ágúst 1984 15 Sjónvarp kl. 21.55 á laugardagskvöld: Við skulum elskast ■ Úr Við skulum elskast. Marilyn Monroe og Yves Montand í aðalhlutverkum ■ Á laugardagskvöld verður sýnd bandaríska kvikmyndin Við skulum elskast, eða Let’s Make Love. Myndin er frá 1960, og aðalhlutverk leika Marilyn Monroe, Yves Mont- and og Tony Randall. Myndin gerist í New York. Mark Clemens er aðlaðandi piparsveinn, einn af fáum mill- jarðamæringum heimsins. Hann er heimsborgari en fædd- ur í Frakklandi, og hefur nú höfuðstöðvar sínar í New York. Dag einn les almennings- tengslamaður Clemens-fyrir- tækisins, Mike Jackson, að æfingar séu hafnar á söngleik þar sem gera eigi grín að ýmsu þekktu fólki, þ.á m. Clemens sjálfum. Hann segir lögfræð- ingi Marks, John Wales, frá þessu, en sá á þá ósk heitasta að Mark hætti að haga sér eins og hani í hænsnabúi og gifti sig. Mark og Mike fara í leikhús- ið og biðja um viðtal við pró- dúsentinn, Oliver Burton. Mark er tekinn í misgripum fyrir leikara, og hann hefur ekkert á móti því þar sem hann hefur þegar séð aðalleikkon- una, Amöndu Dell, og hrifist af. Hann reynir að vera sniðug- ur en tekst heldur illa, og Amanda fær samúð með honum. Inn í söguna kemur einnig aðalleikarinn, Tony Danton, sem er alkohólisti og er að reyna að sigrast á flösk- unni. Síðan gerist það að bankinn neitar Burton um frekara fjár- magn og Mike ásakar Mark fyrir að vera valdur að því. Mark neitar. Hann skipar síð- an Wales að fjármagna söng- leikinn, og segist ætla að giftast Amöndu. stórstjarna í Evrópu og hafði þá átt lög efst á vinsældalistum í Danmörku, Þýskalandi, Belgt'u, Hollandi, Frakklandi og Ítalíu, með lög eins og Sailor, Romeo, Chariot, Monsieur og Casanova, svo aðeins fá séu nefnd. Hún var vinsælasta söngkona áratugar- ins 1960-70. Petula hefur síðan átt fleiri vinsæl lög (hún á fleiri gull- plötur en nokkur önnur bresk söngkona) og fengið fjölda verölaun, þ.á m. tvö Grammy- verðlaun, fyrir Downtown og 1 Know A Place, og hin virtu verðlaun Grand Prix National du Disque Francais. Plötur hennar hafa hingað til selst í meir en 25 milljónum eintaka. Meðal laga sem hún flytur í þættinum eru Downtown, Don’t Sleep In The Subway, This Is My Song og Colour My World. Sjónvarp kl. 21.00 á laugardagskvöld: Petula Clark - 40 ára söngafmæli Petula Clark og fjnlskylda. ■ Á laugardagskvöld verður sýndur þáttur með bresku dæg- urlagasöngkonunni Petulu Clark. Pættirnir eru reyndar tveir og er þetta sá síðari. Peir voru gerðir í tilefni af 40 ára söngafmæli söngkonunnar. Hljómleikarnir voru teknir upp í Royal Albert Hall og það er Fílharmoníusveit Lundúna sem leikur undir. Petula Clark var þegar við 10 ára aldur orðin þekkt stjarna og lék síðan í nærri 30 kvikmyndum. Hún ferðaðist um meginland Evrópu þar sem lag sem hún söng, With All My Heart, var gífurlega vinsælt á 6. áratugnum. Um 1964 var hún orðin traust í sessi sem Sjónvarp kl. 20.35 á laugardagskvöld Heima er best Nýr breskur gamanmyndaflokkur ■ Nýr gamanmyndaflokkur hefst á laugardagskvöld. Nefn- ist hann Heima er best og er í sex þátturn. Aðalhlutverk leika William Gaunt og Patric- ia Garwood. Arthur og Beryl Crabtree hafa verið gift í 24 ár og eiga 4 börn, sem nú eru að fljúga úr hreiðrinu. Arthur og Beryl sjá loksins fram á náðuga daga. En börnin hafa aðrar hug- myndir og Arthur kemst að því að það að vera faðir getur verið lífstíðardómur. í fyrsta þættinum gerist það helst að síðasta barnið, Neil 19 ára, er að fara að heiman. En þá missirPaul 23áravinnuna,og Tracy rífst við kærastann. Tracy er 21 árs. Pau ákveða bæði að flýja heim í hreiðrið á ný. ■ Jónas Jónasson, ■ Áttundi og síðasti þáttur framhaldsleikritsins Gilberts- málið verður fluttur á laugar- dag kl. 16.20. Þátturinn heitir Hinn seki. í 7. þætti gerðist þetta: Fabian kveðst búa yfir nýj- um upplýsingum varðandi Gilbertsmálið en til þes að nálgast þær verður Paul Temple að fara til Reading. Paul þiggur þó ráð Betty Wa- yne og fer hvergi. Frú Temple hittir Reynolds á förnum vegi og komast þau í kast við óþekktan ökumann sem reynir að slasa þau en bæði sleppa ómeidd. Skömmu síðar kemur í ljós að Gilbertsmálið tengist gimsteinaráni sem framið var fyrir ári og Betty veit meira um en hún vill vera láta. Loks leysir hún þó frá skjóðunni og kemst nú skriður á rannsókn málsins. Leikendur í 8. þætti eru: Gunnar Eyjólfsson, Helga Bachmann, Margrét Helga Jó- hannsdóttir, Steindór Hjör- leifsson, Rúrik Haraldsson, Jón Aðils, Baldvin Halldórs- son, Benedikt Árnason, Guðmundur Magnússon og Pétur Einarsson. Höfundur leiksins er Francis Durbridge en Sigrún Sigurðar- dóttir þýddi. Leikstjóri er Jón- as Jónasson. 8. þátturverðurendurtekinn föstud. 7. sept. kl. 21.35. Útvarp kl. 16.20 á laugardag: Gilbertsmálið Síðasti þáttur Laugardagur 1. september 7.00Veöurfregnir. Fréttir. Bæn.Tón- leikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tónleikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veöur- fregnir. Morgunorö - Rósa Svein- bjarnardóttir talar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tón- leikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Melga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir). Óskalög sjúk- linga, frh. 11.20 Súrt og sætt. Þáttur fyrir ung- linga. Stjórnendur: Sigrún Hall- dórsdóttir og Erna Arnardóttir. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.40 íþróttaþáttur Umsjón: Ragnar Örn Pétursson. 14.00 Á ferð og flugi. Þáttur um málefni líðandi stundar í umsjá Ragnheiðar Daviðsdóttur og Sig- urðar Kr. Sigurðssonar. 15.10 Listapopp - Gunnar Salvars- son. (Þátturinn endurtekinn kl. 24.00). 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Framhaldsleikrit: „Gilberts- málið“ eftir Frances Durbridge VIII. og síðasti þáttur: „Hinn seki“. (Áður útv. 1971). Þýðandi: Sigrún Sigurðardóttir. Leikstjóri: Jónas Jónasson, Leikendur: Gunnar Eyjólfsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Baldvin Halldórs- son, Helga Bachmann, Jón Aöils, Benedikt Árnason, Steindór Hjör- leifsson, Rurik Haraldsson, Pétur Einarsson og Guömundur Magn- ússon. 17.00 Fréttir á ensku 17.10 Síðdegistónleikar August Wenzinger og Hljómsveit Tónlist- arskólans í Basel leika Sellókon- sert í D-dúr op. 34 eftir Luigi Boccherini; Joseph Bopp stj. / Sinfóniuhljómsveit franska út- varpsins leikur sinfóniu nr. 2 í a-moll op. 55 eftir Camille Saint- Sáens; Jean Martinon stj. 18.00 Miðaftann í garðinum með Hafsteini Hafliðasyni. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnjr. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Ævintýrið um hanann Edda Bjarnadóttir les úr Kantaraborgar- sögum eftir Geoffrey Chaucer í þýðingu Helga Hálfdánarsonar. 20.00 Manstu, veistu, gettu. Hitt og þetta fyrir stelpur og stráka. Stjórn- endur: Guðrún Jónsdóttir og Mál- fríður Þórarinsdóttir. 20.40 Laugardagskvöld á Gili Stef- án Jökulsson tekur saman dagskrá frá Vestfjörðum. 21.15 Harmonikuþáttur Umsjón: Högni Jónsson. 21.45 Einvaldur í einn dag Samtals- þáttur í umsjá Áslaugar Ragnars. 22.00 Tónleikar 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. * 22.35 Kvöldsagan: „Að leiðarlok- um“ eftir Agöthu Christie Magn- ús Rafnsson les þýðingu sina (13). 23.00 Létt sígild tónlist 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. 24.00 Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00. Laugardagur 1. september ’ 16.30 íþróttir Umsjónarmaður Ingólf- ur Hannesson. 18.30 Þytur í laufi 3. Reimleikar Breskur brúðumyndaflokkur í sex þáttum. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. 18.50 Enska knattspyrnan Umsjón- armaður Bjarni Felixson. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Heima er best (No Place Like Home) Nýr flokkur. Aðalhlutverk: William Gaunt og Patricia Gar- wood. Eftir 24 ár sjá Crabtreehjón- in loks fram á náðuga daga. Börnin fjögur eru komin á legg og hverfa úr föðurhúsum hvert af öðru. En hjónin komast brátt aö raun um þaö að foreldrahlutverkinu verður ) seint eða aldrei lokið. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. / 21.00 Petula Clark-siðari hluti Frá ! tónleikum sem haldnir voru i tilefni i af 40 ára söngafmæli bresku dæg- i urlagasöngkonunnar. Petula Clark 1 syngur með Fílharmóniusveitinni í Lundúnum. 21.55 Við skulum elskast (Let’s Make Love) Bandarisk bíómynd frá 1960. Leikstjóri George Cukor. Aðalhlutverk: Yves Montand, Mari- lyn Monroe, Tony Randall og Wil- frid Hyde White. Auðkýfingur af frönskum ættum fregnar að hann verði hafður að skotspæni í nýrri reviu á Broadway. Svo fer að hann tekur að sér að leika sjálfan sig í revíunni til að njóta návistar aðal- stjörnunnar sem heldur að hann sé fátækur leikari. Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. 00.00 Dagskrárlok

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.