NT - 31.08.1984, Blaðsíða 29

NT - 31.08.1984, Blaðsíða 29
 Föstudagur 31. ágúst 1984 29 Utlönd Bokassa langar heim ■ Jean Bédel Bokassa, sem var illræmdur keisari í Mið- Afríkulýðveldinu, dvelur nú í Fakklandi og lætur illa af vist- inni. Að eigin sögn líður honum eins og fanga í Frakklandi og langar aftur heim til að krefjast réttar síns, en hann var settur af og flúði land árið 1979. Honum hefur verið leyft að dvelja í Frakklandi, en er ekki kærkom- inn gestur - enda fór miklum sögum af voðaverkum hans á veldisstóli, þar á meöal má nefna mannát og fjöldamorð á hundrað skólabörnum. En Bokassa vill halda leiðinni aftur heim oþinni og beitir til þess ýmsum klækjum. Á dögun- um var slátrari nokkur handtek- inn í Menucourt, útborg París- ar, þegar hann reyndi að verða sér úti um frönsk skilríki fyrir mann sem átti að heita Abdel Kader Mohammed Aloul. Skarpskyggn skrifstofumaður, sem virti fýrir sér myndirnar af Aloul þessum, sá hins vegar að þar var enginn annar á ferðinni en sjálfur Bokassa. Slátrarinn var handtekinn og bíður nú dóms, en sagði að hann væri að leggja keisaranum fyrrverandi lið vegna þess að hann væri ástfanginn af óskilgetinni dóttur Bokassa og að skilríkin ættu að gera Bokassa kleift að hitta þjóð sína á nýjan leik, helst með því að snúa aftur til Afríku. Álitið er að Bokassa, sem býr í höll nálægt París, muni ekki þurfa að svara fyrir hlut sinn í þessu undirferli. Pess má geta að 1980 var Bokassa dæmdur til dauða í Mið-Afríkulýðveldinu að honum fjarverandi fyrir ýmsa Ijóta glæpi. Nýir olíufundir í Kuwait: Kuwait-Reuter. ■ Kuwaitmenn hafa fundið tvö ný olíusvæði sem tryggja að þeir geta haldið áfram að fram- Íeiða olíu í að minnsta kosti 250 ár í viðbót ef þeir auka ekki framleiðsluna á ári hverju. Geta framleitt olíu í 250 ár Pær olíulindir sem áður voru þekktar, hefðu enst í um 175 ár. Nýi olíufundurinn lengir þann tíma um 75 ár. Nú hafa þannig fundist samtals 90 til 100 millj- arðar olíutunna í jörðu í Kuwait sem gerir Kuwait að mesta olíu- landi í heimi næst á eftir Saudi- Arabíu. Olíuauðurinn hefur gert Kuwaitbúa að einhverri auðug- ustu þjóð í heimi. Þeir eru aðeins 1.670.000 og olían hefur fært þeim svo mikinn auð að árið 1981 ákváðu þeir að draga úr olíuframleiðslunni til þess að ganga ekki of hratt á þessa auðlind sína. Nú dæla þeir dag- lega um 1.05 milljón tunnum upp úr jörðinni og þeir hafa sett 1.5 milljón tunnur á dag sem hámark. Ráðherra hýddur — fyrir drykkjuskap ■ íslömsk strangtrúar- lög eiga nú æ meiri vin- sældum að fagna meðal herskárra múhameðstrú- armanna í Asíu og Afríku. Súdanska fréttastofan skýrði frá því í gær að Mohamed Mahdi Ahmed, ráðherra húsnæðis- og þrifnaðarmála þar í landi til skamms tíma, hefði ver- ið hýddur opinberlega á laugardaginn. Glæpur Mahdi Ahmeds mun hafa verið drykkjuskapur. Hann fékk fjörutíu vand- arhögg. Borges 85 ára: Enginn ættiað lifa svona iengi ■ Argentínski rithöfundurínn, Islands- vinurinn, ástmaður völundarhúsa, spegla og skringilegheita Jorge Luis Borges varð 85 ára nú á dögunum. Hann var ekkert yfír sig ánægður með þessi tímamót og sagði að sig hefði ekki langað til að lifa svona lengi, en þó væri ellin honum „dulbúin blessun“ eins og hann orðaði það. „Enginn ætti að lifa svona lengi,“ voru orð hans, „en við því er náttúrlega ekkert að gera.“ Borges, sem hefur verið alblindur síðan hann var 56 ára, er skiljanlega orðinn gamall og hrumur, en andinn er þó ennþá kvikur og hann fer með langa kafla úr verkum skáld- mæringa og er ekkert farinn að ryðga í þeim tungumálum sem hann hefur á valdi sínu. Hann ferðast víða um lönd - gisti ísland síðast fyrir umtveimurárum-og setur á blað ljóð, sögukorn og minnist punkta frá ferða- lögum sínum. Borges ræddi við blaðamenn í Buenos Aires á afmælinu og minntist þá móður sinnar, sem var honum mjög nákomin en hún dó árið 1976, 99 ára gömul „Hún bað guð að nema sig burt á hverri nóttu,“ sagði Borges. „Hún óttaðist það mest að verða 100 ára." „Ég er hamingjusamari núna en þegar ég var ungur,“ sagði Borges ennfremur. „Þegar ég var ungur reyndi ég af fremsta megni að vera óhamingjusamur eins og Byron og Hamlet. En í raun og veru var ég auðvitað ekki vitund óhamingjusamur. Nú reyni ég að taka hlutunum eins og þeir sækja að - blindunni, ellinni og veikindunum. I þessu getur líka verið fólgin fegurð, dulbúin blessun." Borges lætur lítið yfir því sem hann hefur afkastað um dagana, smásögum sínum, ljóð- um og ritgerðum. „Ég hef skrifað of margar bækur,“ segir hann og bætir því við að hann voni að menn fyrirgefi sér og gleymi flestum bókum sínum. Um frægustu bækur sínar, smásagnasöfnin Völundarhús og skáldskap, segir hann að þær séu bæði ofhlaðnar og ofskrifaðar. Vestrænir skyrtubol ir slá í gegn í Sovét ■ Vestræn hugarfars- mengun hefur löngum ver- ið sovéskum stjórnvöldum mikið áhyggjuefni; galla- buxur, popptónlist, tyggi- gúmmí og glapsemdir af þvi tagi. Nú hefur enn einn ódámurinn bæst við til að dreifa huga sovésks æskulýðs frá hinum tæra kommúnisma. Það eru áletraðir skyrtubolir að vestrænni fyrirmynd, sem nú má sjá hvarvetna í Moskvu og víðar, í neð- anjarðarlestum, skemmti- görðum og á götuhomum, mjög til hugraunar stjórn- vöidum. Nú hefur kommúnista- flokkurinn ákveðið að snúa vörn í sókn og byrja að framleiða skyrtuboli með uppbyggilegum slag- orðum, til að mynda bol- um sem minna á að 40 ár eru liðin síðan sigur vannst á herjum Hitlers á næsta ári. Þetta gæti þó orðið þrautin þyngri, því gríðar- leg eftirspurn er eftir skyrtubolum með vestræn- um áletrunum, helst á ensku, og mikið af slíku framleitt á laun. Vestrænir fréttamenn í Moskvu hafa séð ungt fólk flíka áletrun- um á borð við: „Heldur dauður en rauður.“ Isvest- ia, málgagn Sovétstjórnar- innar brást ókvæða við þessu og hélt því fram að fjölmörg ungmenni sem gengju í slíkum skyrtubol- um skildu ekki einu sinni áletranirnar sem þau flík- uðu á brjóstinu. ## I I I I I TAKIÐ EFTIR TAKIÐ EFTIR ÁHUGAMENN UM FERÐALÖG OG 4WD-BÍLA Nú gefst í fyrsta sinn tækifæri til þess hérlendis að sjá á einum stað allt hið besta í framleiðslu 4 WD-farartækja í heiminum. Ótrúlegt úrval, ótal gerðir. Jeppar, pallbílar og aðrir 4WD-bílar bæði nýir og notaðir til sýnis og sölu. Einnig verður sýndur sérhannaður fylgi- og ferðabúnaður fyrir 4WD-bíla. Látið ekki þetta einstaka tækifæri framhjá ykkur fara. Sýningin stendur aðeins þennan eina dag, laugardaginn 1. sept. kl. 13.00-17.00. BILVANGUR Sf= HÖFÐABÁKKÁ"“9HÍMI 687300 Ibb^bbI Vmm^W mmmmr bhbbbbbbb^ ## lll. I >1.. j 1 >L.J ...j IMVMffMU

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.