NT - 31.08.1984, Blaðsíða 6

NT - 31.08.1984, Blaðsíða 6
fcVft* dá\^ Ragnhildur „Ætlar menntamálaráðhcrra að ganga þannig frá menntakerfi landsmanna að ekki standi steinn yfir steini þegar hún skilar af sér?“ spyr Alþýðublaðið í nokkurs konar forsíðuleiðara í gær. Þar er fjallað um stjórn liennar á menntakerfinu síðustu vikur og mánuði, sem blaðinu þykir ráðherra hafa farist illa úr hendi. „Daglegastreymainná blaðið ályktanir frá hinurn og þessum liópum sem tengjast menntamálum landsmanna á einn eða annan veg. Það er sameiginlegt með öllum þessum ályktunum að þær eru mótmæli gegn niðurrifsstarfsemi Ragnhildar Helgadóttur," segir blaðið. - Alþýðublaðið (Reykjavík) ■ Hér má sjá að báturinn er vel búinn siglingatækjum. Efst eru tveir dýptarmælar, annar til notkunar á hægri ferð, en hinn þegar allt er á fullu. Tækið vinstra megin við stýrið er lóran, sem gerir alla sigl- ingafræði einfaldari. Hægt er að stilla inn áæltunarstaðinn, fá stefnuna útreiknaða og síð- an lætur tækið vita ef farið er út af stefnunni. Höfn: Humar vertíð lokið Lóðir í Garðabæ Morgunblaðið vekurathygli á því í frétt í gær að nýverið hafi verið auglýstar byggingarlóðirí Garðabæ. Um eraðræða 18 einbýlishúsalóðir og 20 raðhúsalóðir. Hér eru á ferðinni lóðir í svonefndri Hofstaðamýri nánast í miðjum Garðabæ. Lóðirnar eru frekar litlar og er umsóknarfrestur til 7. september. Lóðirnar eru 10-20 metrar yfir sjávarmáli en landið umhverfis liggur heldur hærra. Því er útsýni takmarkað. Dreifbýlis- skólarnir Skólarnir eru nú að hefjast og eru því gerð myndarleg skil á Mannlífssíðum Þjóðviljans í gær. Af því tilefni spjallar blaðið meðal annars við Kolfinnu Þorfinnsdóttur skólastjóra Kiðhamraskóla í Geithellnahreppi. í Kiðhamraskóla eru 17 nemendur og stendur rekstur skólans í járnum, enda erfitt fyrir 20 heimili að standa undir þessum rekstri að miklu leyti. „Mér líst mjög illa á þær hugmyndir að auka fjárhagslega hlutdeild sveitarfélaga í skólahaldi,“ segirKolfinna. Hún bætirvið: „Nú eru gerðar svo miklar kröfur til skóla og kennslu að það myndi setja litlu sveitarfélögin afturúr og mismuna börnum stórlega.“ - Þjóðviljinn (Reykjavík) Breiðafjörður: Fimmta her- deildin ■ Ólsarar og fleiri sem búa við utanvert Snæfells- nes hafa um nokkurt skeið haft áhuga á því að komast á skelfiskveiðar, en hingað til hafa útgerðarmenn í Stykkishólmi setið einir að þeim. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafa aðrir ekki fengið að veiða skelfiskinn og því meðal annars borið við að þetta séu hefðbund- in mið Stykkishólmsbáta. Þetta eiga nágrannarnir erfitt með að sætta sig við og benda á að bátarnir í Stykkishólmi sæki stíft á hefðbundin mið annarra til þorskveiða þegar skel- fiskveiðinni sleppi. Nú hefur heyrst að innan skamms megi búast við 5. herdeildinni í Stykkis- hólmsflotanum því til- teknir útgerðamenn í ná- grenninu íhugi nú að kaupa báta úr Stykkis- hólmi til þess að komast í skelina. Því fylgi hins vegar sá annmarki að þeir verða að leggja upp í Hólminum. Föstudagur 31. ágúst 1984 6 ■ „Næst á dagskrá hjá okkur er að byggja upp jákvætt sam- band við borgaryfirvöld,“ sagði Héðirin Emilsson, for- maður umhverfisnefndar Snar- fara, félags sportbátaeigenda. Snarfari hefur nú fengið að- stöðu í Elliðárnaustum, við Elliðárvog. Að sögn Héðins er þetta í fyrsta sinn í sögu Reykjavíkur sem smábátaeig- endur fá fastan samastað. „Saga félagsins hefur verið saga hrakninga hingað til, þessi tíu ár.“ Félagið er búið að koma upp einni flotbryggju, þar sem leguaðstaða er fyrir 50 báta, en á næsta sumri er áformað að koma upp tveimur bryggjum til viðbótar, þannig að legu- aðstaða verði fyrir 150 báta. Bryggjan var keypt frá Nor- egi, og var verðið 1-1,5 millj- ónir króna. Starfsemi félagsins er fjár- mögnuð með félags- og aðstöðu- gjöldum, og kostar 10.000 ■ Humarvertíð lauk í Höfn í Hornafirði 22. ágúst sl. og varð heildar- aflinn 234 tonn og 139 kg. 16 bátar lögðu upp á Höfnog alls fóru þeir í 279 sjóferðir þannig að með- altalsaflinn í hverjum róðri var um 0.8 tonn. Aflahæsti báturinn var Æskan SF 140 með 22 tonn og 426 kg. í 20 róðrum. Með humrinum bárust á land 1000 tonn af fiski og aðrir bátar hafa landað 455 tonnum. Ný rækju- vinnsla ■ Ný rækjuvinnsla tók til starfa á Höfn í fyrradag og var fyrsti aflinn sem þar var unninn úr Skógey, sem landaði 1200 kg. á Höfn deginum áður. Þrír bátar gera út á rækju á Höfn og hafa þeir landað 69‘/5 tonni það sem af er. Þrír til fjórir bátar gera út á fiskitroll frá Höfn en afli þeirra hefur verið rýr. Bíða Hornfirðingar eftir síldinni eins og fleiri byggðarlög. Skógarfoss kom með 10.900 tómar síldartunnur frá Noregi í vikunni svo greinilegt er að menn reikna með síldinni í haust. Halldór Blöndal alþingismaður ritar gagnmerka ferðasögu í íslending fyrir stuttu þar sem gerð er grein fyrir sumarferð sjálfstæðismanna í Hrísey. Halldór er stemmningsmaður eins og eftirfarandi klausa úr greininni ber með sér. „Séra Kári Valsson var svo elskulegur að hafa helgistund fyrir okkur í kirkjunni um morguninn. Það var hátíðleg stund. Hún hófst með því, að Árni Johnsen lék lag eftir ömmu sína, Klukknahljóm á gítar. Gullfallegt lag.“ - Islendingur (Akureyri) Ólafsvík: Fer nýi togarinn á flakk? Hátíðleg stund ■ Hér sést lónið þar sem áformað er að koma upp tveimur bryggjum til viðbótar næsta sumar. NT-myndir: Sverrir. ■ Svo getur farið að Ólsarar sjái á bak nýja togaranum sínum Jökli fljótlega. Togarinn sem byrjaði veiðar í lok júlí er nú svo til búinn með þorsk- kvótann sem var um 270 tonn. Þessu hefur verið náð inn í 4 veiðiferðum. Nú leitaeigendur skipsins, útgerðin Hrói, eftir verkefnum fyrir skipið. Meðal annars er verið að athuga hvort hægt sé að fá keyptan veiði- kvóta í öðrum bvggðarlögum, en slíkt myndi að líkindum hafa í för með sér að skipið þyrfti að leggja aflann upp á viðkomandi stað. „Það er að sjálfsögðu hart að þurfa að grípa til slíks, þegar við sjáum frammá hugsanlegt verkefna- leysi í okkar eigin fiskverkun- arstöðvum,“ sagði Pétur Jó- hannesson framkvæmdastjóri Hróa í samtali við NT í gær. „Við verðum hins vegar að hugsa um skipið sem er nýtt og dýrt“ bætti hann við. Pétur sagði að útgerð skipsins hefði gengið vel það sem af er og togarinn reynst einstaklega vel. Jökull er eitt þriggja skipa sem voru raðsmíðuð í Pól- landi. Hin skipin keypti Sam- tog í Vestmannaeyjum og heita þau Giedeon ogHalkion. Einhverjir byrjunarörðugleik- ar hafa komið í Ijós í útgerð Eyjaskipanna, aðallega í sambandi við spilin. Þessa örð- ugleika hafa Ólsarar hins vegar sloppið við að sögn Péturs Jóhannessonar. ■ Jökull var síðastur þeirra þriggja togara sem pólska skipa- smíðastöðin afhenti, en hann hóf veiðar 24. júlí síðast liðinn. Hann virðist hafa reynst best þessara þriggja skipa til þessa. Hér við bryggjuna í Olafsvík við fyrstu komu til heimahafn- ar. Vegna verkefnaleysis getur farið svo að skipið leggi upp annars staðar í haust. r

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.