NT - 31.08.1984, Blaðsíða 11

NT - 31.08.1984, Blaðsíða 11
__________________________________Fðstudagur 31 ■ ágúst 1984 11 Lesendur ordid Dýr heilbrigð- isþjónusta „Margra barna móðir“ þurfti að borga 5000 kr. á einum mánuði: ■ „Margra barna móðir“ hafði samband við NT og vildi vekja athygli á þeirri gífurlegu hækkun sem orðið hefur á heilbrigðis- og sjúkraþjónustu í landinu. Kvaðst hún hafa þurft að borga í síðasta mánuði fimm þúsund krónur, í sjúkra- og heilbrigðisþjónustu ein- göngu. Inni í þeim kostnaði voru tvær lyfjaúttektir og læknisvitjun til sjúkra barna, viðtal við beinasérfræðing og sjúkraskór handa ungu barni, tvær vitjanir á slysavarðstof- una, önnur til að sauma saman skurð, hin til að fjarlægja saumana, ásamt fleiru smálegu. „ Að vísu eru ekki allir mánuðir jafn hrakfallalegir og þessi“ sagði konan „en mér þætti fróðlegt að vita hvort fólk getur ekki fengið einhvern kvóta, í alvöru sagt. Þannig að þegar þú hefur vitjað læknis eða fengið sjúkraþjónustu upp að einhverju marki, þá fáir þú hreinlega kort um það að þú þurfir ekki að greiða jafn hátt gjald, þar sem eftir er af árinu“ bætti hún við. Hún gat þess að hún á tvö börn sem eru ofnæm- issjúklingar og lyfjakostnaður af þeim völdum er talsverður, að staðaldri. ■ Lyf eru dýr og læknisþjónustan ekki síður. „Margra barna móðir“ þurfti að punga út með 5000 krónur á einum mánuði. En það er kannski einsdæmi, eða..?Hvað segja aðrir lesendur? Gott að versla í kaup- félögum úti á landi ■ Nýlega ferðaðist ég allvíða um Norður- og Austurland og kom m.a. við í mörgum kaup- félögum og kaupfélagsútibú- um. Það kom mér á óvart hversu mikið og gott vöruúrval var að finna á flestum þessum stöðum og verð fannst mér þar að auki yfirleitt mjög sanngjarnt. Ég var líka að reyna að bera þetta ofurlítið saman við versl- anir í einkarekstri og mér virt- ist gegnumsneitt haestæðara að versla við kaupfélögin. Mér þykir full ástæða til að þetta komi fram nú til dags þegar sífellt er verið að reka áróður gegn kaupfélögunum og Samvinnuhreyfingunni. G.S.K. ■ Flugvöllurinn á Sauðárkróki. Hér vill kvenfélagið Vorhvöt að útlendir friðarsinnar verði látnir lenda, - af öryggisástæðum. »Friðarsinnar“ noti flug- völlinn á Sauðárkróki - segir kvenfélagið Vorhvöt M Hefurðu skoðun á málunum? Viltu vekja athygli á einhverju sem aflaga fer í samfélaginu? Þarftu að koma kvörtun á framfæri? Eða viltu kannski hrósa ein- hverjum? Lesendasíðan er rétti staðurinn. Hún er vettvangur fyrir allt það sem lesendum liggur á hjarta, hvort sem þar er um að ræða stór mál eða smá. Og við krefjum ábyrga aðila um svör við spurningum lesenda, eftir því sem unnt er. Skrifið til: NT Lesendasíðan Síðumúla 15 108Reykjavík ... eða hringið í síma 686300 milli kl. 13 og 14. Athugið að við birtum bréf ykkar að sjálfsögðu undir dulnefni efþess er óskað. Engu aðsíður verður fulltnafn ogheimilis- fang að fylgja bréfinu. ■ Að gefnu tilefni vill stjórn kvenfélagsins Vorhvatar lýsa ánægju sinni yfir þeirri ákvörð- un yfirvalda að hleypa þátttak- endum „friðarráðstefnunnar" ekki inn fyrir flugvallarliðið þegar hópurinn fór í „skoðun- arferð“ um varnarsvæðið á dögunum. Einnig teljum við ábyrgðartilfinningu verktak- ans fyrir framkvæmdunum í Helguvík til fyrirmyndar, en samkvæmt áreiðanlegum heimildum lokaði hann vegin- um að víkinni á þeim forsend- um að fólkið gæti dottið ofan í sprungur á svæðinu og meitt sig. Ekki eru allir jafn glögg- skyggnir og þessi verktaki, að þeir geri sér grein fyrir að þetta fólk kann ekki fótum sínum forráð. Okkur er kunnugt um, að talsverður hluti þessa fólks er enn hérlendis og ætlar að „skoða landið". Hafa yfirvöld gengið úr skugga um hvað fólkið ætlar að skoða? Er fors- varanlegt að leyfa þeim að fara hvert á land sem er án eftirlits? í Ijósi þessarar vitneskju er það mikill léttir að forsætisráð- herra skuli hafa ákveðið að fyrirhuguð radarstöð í Bolung- arvík sé ekki herstöð, því að aldrei er að vita hvað svona fólki dettur í hug að gera ef það kemst inn á umráðasvæði herstöðva, dulbúið sem túrist- ar. Kvenfélagið Vorhvöt vill ennfremur mælast til þess að þessum útlendingum verði ekki leyft að fara um Keflavík- urflugvöll þegar þeir yfirgefa landð.Við skorum á yfirvöld varnarmála að hafa strangt eftirlit með fólkinu þar til það fer úr landi og leggjum ti! að því verði gert að nota flugvöll- inn á Sauðárkróki, en sem kunnugt er mun vera fyrirhug- að að hann verði varaalþjóða- flugvöllur í framtíðinni. Félagið lýsir furðu sinni á því ábyrgðarleysi yfirvalda að leyfa öllum útlendingum sem koma til landsins, að lenda á Keflavíkurflugvelli þar sem AWACS flugvélar og livað- eina blasir við. Við mælum með að íslendingar taki sér Bandaríkin til fyrirmyndar og krefjist vegabréfsáritunar af öllum útlendingum sem koma til landsins. Þá ætti að vera hægur vandi að flokka þá í sundur og einungis þeim sem sannanlega er umhugað um varnir landsins yrði leyft að lenda á Keflavíkurflugvelli, en öðrum yrði beint til Sauðár- króks. Stjórn kvenfélagsins Vorhvat- ar Austurbæjarbíó: Játningar lögreglumanns Borgarprinsinn (Prince of the City). Bandaríkin 1981. Handrit: Jay Preston Allen og Sidney Lumet, eftir sögu Ro- bert Dailey. Leikendur: Treat Williams, Jerry Orbach, Ric- hard Foronjy, Don Billett, Kenny Marino, Carmine Car- idi, Tony Page, Bob Balaban. Leikstjóri: Sidney Lumet. ■ Borgarprinsinn er mein- semdamynd, sumir myndu segja krabbamynd. Æxlið, sem hún lýsir er stórt og mikið, og að því er virðist óumflýjan- legur fylgifiskur nútíma sam- félags. Spilling heitir það. Hér hefur það grafið um sig innan lögreglu stórborgar í Banda- ríkjunum. Kemur fáum á óvart, að svo skuli vera, allra síst lögreglumönnunum sjálf- um og æðstu yfirboðurum þeirra, enda virðist spillingin vera í öllum þrepum lagastig- ans. Alríkislögreglan fær skyndi- lega áhuga á að kanna þetta fyrirbæri og fær til liðs við sig ungan leynilögreglumann. Sá á að kjafta frá öllu misjöfnu, sem hann kemst að innan deildar sinnar, sem er fíkni- efnadeildin. Að því undan- skilduþó, að hann þarf ekki að kjafta frá sjálfum sér og nán- ustu samstarfsmönnum sínum. Með kjafthætti sínum hyggst lögreglumaðurin ungi kaupa sér tvöfalda syndakvittun. í fyrsta lagi hefur hann langt frá því hreinan skjöld, þó svo að hann láti annað í veðri vaka í upphafi, og með því að koma upp um aðra ætlast hann til, að hann verði hvítþveginn. í öðru lagi ætlar hann að hreinsa sig gagnvart eigin fjölskyldu. Þar er hann hinn villuráfandi sauð- ur. Fjölskyldan er jú meira og minna upp á kant við lögin. Gutti er nefnilega svartur svartur sauður, en vill verða hvítur svartur sauður. Sem sagt heilmikið prógramm. Næstu þrjá tímana, eða tæp- lega það, verða svo áhorfendur vitni að alls kyns uppákomum, æðisköstum, urri, sjálfsmorð- um, barsmíðum og öðru upp- byggilegu, sem allt miðar að því að negla óheiðarlegar löggur. Er skemmst frá því að segja, að allt er þetta ruglings- legt í meira lagi og hundinum leiðinlegra. Sidney Lumet hef- ur ætlað sér um of með þessari mynd og fyrir bragðið missir hann tökin á efninu. Honum tekst ekki að halda athygli áhorfandans vakandi. Og þeg- ar svo er, er allt unnið fyrir gíg. Öll tæknivinna er af hefð- bundnum hollýwoodískum staðli, sem sagt skammlaus, án þess þó að vera eitthvað merki- leg eða frumleg. Leikarar eru margir góðir, en heldur þykir manni nú Treat Williams þunnur þrettándi miðað við marga aðra af yngri kynslóð- inni þar vestra. Borgarprínsinn er mynd, sem menn geta hæglega látið framhjá sér fara. Guðlaugur Bergmundsson. ■ Prinsinn afvelta með njósna- græjurnar á maganum. Treat Williams í hlutverki löggunnar, sem kjaftar frá vinum sínum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.