NT - 31.08.1984, Blaðsíða 5

NT - 31.08.1984, Blaðsíða 5
GH Föstudagur 31. ágúst 1984 Könnun sýkingavarnanefnda Borgarspítala og Landspítala: Spítalasýkingar vart hjá sex prósentum sjúklinga! ■ Að meðaltali eiga sex af hverjum 100 sjúklingum sem leggjast inn á íslensk sjúkra- hús það á hættu að fá spítalasýkingu, samkvæmt könnunum sem sýkingavarna- nefndir Borgarspítalans og Landspítalans hafa gert á undanfömum árum. Sýkingavarnanefnd Landspítalans hefur undanfarin ár gert könnun á sex deildum spítalans. Á síðasta ári sýktust 261 sjúk- lingur, af alls 4115, semiágu á þessum deildum, eða 6,3%. Á Borgarspítalanum voru á síðasta ári gerðar svokallaðar prevelancekannanir í janúar, mars, júní, ágúst og nóvember og var meðaltíðni spítalasýkinga í þessum könnunum 11,46%. Pess ber þó að geta að yfirleitt kemur mun hærri tala út úr prevalencekönnunum, þar sem ástandið er kannað á ákveðnum tíma- punktum og eru þessar tölur því nokkuð sambærilegar. í samtali við NT, sagði Sigurður B. Þorsteinsson sérfræðingur í smitsjúkdóm- um, að um 75% spítalasýkinga væru auð- læknanlegar, svo sem þvagfærasýkingar, húðsýkingar og stór hluti skurðsárasýkinga. En í sumum tilfellum gætu sýkingarnar verið alvarlegar og jafnvel leitt til dauða sjúklingsins. Þetta á sérstaklega við þegar sýklar komast í blóðið éftir stórar aðgerðir þar sem komið er fyrir æðaleggjum. Eins geta sýkingar í öndunarfærum verið alvar- legar og illlæknanlegar. Sérstaða íslendinga hvað varðar sýkingavalda Sigurður sagði að hlutfall spítalasýkinga væri svipað hér og gerist erlendis. Þó virtust {slendingar hafa nokkra sérstöðu hvað varð- ar tegundir þeirra sýkla sem sýkingunum valda. Einna algengustu sýkingavaldarnir erlendis eru gramneikvæðir sýklar, en þeir eiga það sameiginlegt að vera líklegir til að mynda ónæmi gegn sýklalyfjum samfara mikilli notkun lyfjanna. Hér á landi eru algengustu sýkingavald- arnir hins vegar svokallaðir staphilococcar en erlendis eru sýkingar af völdum þeirra á undanhaldi þar sem lyf gegn þeim virðast hafa góð áhrif. Mun minna ber á sýkingum af völdum gramneikvæðra sýkla hérlendis. Sigurður sagðist ekki hafa skýringar á þessu á reiðum höndum. Á yfirborðinu gæti virst sem íslendingar notuðu minna af sýklalyfjum sem kæmi fram í því að gram- neikvæðir sýklar hefðu ekki enn myndað ónæmi gegn þeim. Raunin væri þó sú, sagði Sigurður, að heildarnotkun á sýklalyfjum hérlendis væri líklega meiri en t.d. á Norðurlöndum og að sínu viti væri sýklalyfja- notkun hér ekki neitt frábrugðin því sem hann þekkti til erlendis. Sigurður sagðist því búast við að þróunin hér á landi yrði sú sama og erlendis hvað varðar sýkingavald- ana. Er sala á fene- mali lögleg án lyfseðils? ■ Vegna ummæla Áma Péturssonar, æð- arræktarráðunauts í Rfldsútvarpinu 28. ágúst 1984 vill stjórn Fuglaverndunarfélags íslands taka eftirfarandi fram: Opinber skýrsla um afgreiðslu fenemals í. 213 skipti liggur fyrir frá ámnum 1969 til 1982, að árinu 1973 undanskildu. Skýrslur frá árinu 1983 og það sem er af árinu 1984 liggja ekki fyrir. Fenemalið var afgreitt í 2 gramma skömmtum. Oftast voru afgreiddir eitt hundrað til fimm hundruð skammtar með 2 grömmum af fenemali í hverjum skammti. Veiðistjóraembættið fékk mest árið 1982 53 kíló. Stjórnin telur að kanna beri hvort sala á fenemali, sem bæði er eiturefni og fíkniefni, sé lögleg án lyfseðils. Allir vita að ungir ernir fara af hreiðursvæði sínu og ferðast um allt landið, og geta því orðið eitri að bráð í öllum landshlutum. Sigurður sagðist telja að hægt væri að draga úr tíðni spítalasýkinga hér á landi, þar sem í mörgum tilfellum mætti rekja þær til slæmrar umgengni. Og á undanförnum árum hefði áhugi heilbrigðisstétta stóraukist á að reyna að ráða bót á þessu vandamáli, m.a. hefðu verið stofnuð sérstök samtök gegn spítalasýkingum fyrir tveim árum og þau hefðu haldið fundi sem eru mjög vel sóttir. Þá hafa verið ráðnir sérmenntaðir sýkingavarnahjúkrunarfræðingar á Borgar- spítalanum og Landspítalanum. Það væri þó tæplega hægt að komast alveg fyrir þetta vandamál, þar sem nútíma læknisaðferðir, t.d. stærri og flóknari aðgerðir, ýmiss konar krabbameinsmeðferðir og geislalækningar, hefðu það í för með sér að varnir og ónæmi sjúklinganna brotnaði niður. I Tónleikar á Flúðum ■ Tónleikar ,verða sunnu- daginn 2. sept- emberkl. 15.30 í Félagsheim- ilinu á Flúð- um. Sigurður Bragason bari- tonsöngvari og Björgvin Valdimarsson píanóleikari flytja íslensk og ítölsk lög og óperuar- íur. HÆKKUM VIÐ IhhlÁMSVEXn Vaxtabreytingar frá 27. ágúst: 5parireiKningar með 18 mán. uppsögn____________ Innlán55hírteini 6 mánaða______________________ V/erðtryggðir sparireihn. 3ja mánaða binding Verðtryggðir sparireihn. 6 mánaða binding Téhhareihningar________________________________ hæhha í 25%, ársávöxtun 26,6% hæhha í 24,5%, ársávöxtun 26% hæhha í 3% hæhha í 6,5% hæhha í 10% Aðrir vextir eru óbreyttir frá 13. ágúst 5.1. HÆ5TU BAhKAVEXTIRhlR! Sparireihningar Búnaðarbanhans með 18 mánaða uppsögn bera 26,6% ávöxtun á ári. Þetta eru hæstu bankavextir sem bjóðast Búnaðarbanhinn mun ávallt leitast við að veita sparifjáreigendum hæstu vexti sem í boði eru hverju sinni. BONAÐARBANKI ÍSLANDS

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.