NT - 31.08.1984, Blaðsíða 31

NT - 31.08.1984, Blaðsíða 31
Föstudagur 31. ágúst 1984 31 Að selja Jóni eða séra Jóni er ekki það sama ■ Salan á skoska landsliðs- manninum Steve Archibald frá Tottenham Hotspur til Bar- celona mun hafa gert mörgum framkvæmdastjóranum gramt í geði syðra. Það hugðu nefni- lega margir gott ti! glóðarinnar að selja Barcelona framherja á uppsprengdu verði. Atletico Madrid var alveg við það að fá 2,5 milljónir sterlingspunda (100 milljónir ísl. kr.) fyrir mexíkanska fram- herjann Hugo Sanches. Þegar búið var að kaupa Archibald var verðið lækkað um helming! Og Uruguaymaðurinn í liði Valladolid, Jorge Da Silva, hann var í láni frá Defensor of Montevido, var boðinn Barce- lona fyrir eina og hálfa milljón sterlingspunda (60 millj. ísl. kr.). Eftir að Archibald var keyptur samþykktj Defensor- liðið tilboð Valladolid í kappann. Það var upp á 440 þúsund sterlingspund (16,6 millj. kr.)... Þýskaland: „Keisarinn“ ■ „Fallbaráttudans" heitir þessi mynd og skal hún minna menn á að nú er dansinn hafinn fyrir alvöru. nt-mynd Svenír Falldraugurinn Hvaða lið verða honum að bráð? ■ Nú styttist mjög til loka 1. deildarkeppninnar í knatt- spyrnu og er það helst slagurinn um fallið sem vekur athygli og stendur spennan í deildinni um hvaða lið verða falldraugnum að bráð. Eins og staðan er í dag þá eru Framarar á botni deildarinnar en stutt er í næstu lið. KA stendur ekki sem best að vígi, þeir hafa leikið 16 leiki og eru með 16 stig í næst neðsta sæt . Nær ógerningur að spá um hvaða lið komi til með að faPa en baráttan stendur aðallega á milli 6 liða þ.e. Fram, KA, UBK, KR, Þór og Þróttar. Þessi lið eiga eftir að spila innbyrðis á alla vegu og allt getur gerst. Eftir að hafa gert mjög lauslega og mjög óábyrga útreikninga þá er blaðamaður Ráku saman hausana ■ Charlie Magri frá Bretlandi varð um síð- ustu helgi Evrópumeist- ari í fluguvigt hnefaleika, er hann sigraði ítalann Franco Cherchi í fyrstu lotu viðureignar þeirra í Cagliari á Sardiníu. Svissneski dómarinn Fritz Marti stöðvaði leik- inn eftir aðeins tvær mín- útur í fyrstu lotu af 12, en þá hafði Cherchi hlotið slæman skurð á augabrún eftir að hafa rekið höfuð- ið í höfuð Bretans Magri. Úrslitin komu mjög á óvart, fyrsti ósigur hins 26 ára gamla Itala varð staðreynd, og Bretinn tók af honum Evrópumeist- aratitilinn. Allt varð brjálað í hnefaleikahöll- inni, þeir áhorfendur sem ekki voru enn að kaupa poppkorn öskruðu: „Litla skepnan þín, þú gerðir þetta viljandi." Tókst með naumindum að koma í veg fyrir alls- herjarhnefaleika í húsinu á eftir slagnum. NT kominn á þá skoðun að það verði KA sem hafni í neðsta sætinu, enda eiga þeir bara eftir tvo leiki. Þeir leikir eru gegn þeim liðum sem blaða- maður spáir næst neðsta sætinu UBK og Fram. Hvort þessara liða fellur mun þvf ráðast af markatölu og stendur Fram höllum fæti á því sviðinu. Þessi spá er jú bara til gamans og vonandi að þessi lið telji sér ekki trú um að þau geti ekki forðað sér frá falli. Það verður örugglega hart barist í síðustu umferðum deildarinnar og fótboltinn mun sennilega fá svip af þeirri bar- áttu. Lítum þá á leikina sem eftir eru: ÍBK-Þór KR-ÍA Valur-UBK Víkingur-Fram Fram-Valur UBK-KA Þór-Víkingur ÍBK-KR Þróttur-ÍA KR-Þróttur ÍA-UBK KA-Fram Víkingur-lBK Valur-Þór Það eru eftirtektarverðir leikir eins og UBK-KA og KA-Fram sem eiga eftir að skipta mjög miklu í baráttunni. Þá eiga KR-ingar eftir erfitt „prógram". Hvað verður uppá teningnum í lokin er ekki gott að segja en gaman er að spá í hlutina. Hér er svo svo staða neðstu liða: Þróttur 16 19 Þór 15 18 KR 15 18 UBK 15 16 KA 16 16 Fram 15 15 Boðsmót ■ Á laugardag og sunnudag fer fram á Laugardalsvelli boðsmót á vegum FRÍ og hefst mótið kl. 14.00 báða dag- ana. Til mótsins er boðið 6 bestu unglingum í hverri grein og munu mæta til keppni rúmlega 100 unglingar frá 19 fé- lögum og héraðssam- böndum. ■ „Keisarinn", Franz Beck- enbauer, sem nú er orðinn landsliðseinvaldur í V-Þýska- landi, heldur sífellt áfram að byggja upp nýtt/gamalt landslið, og að gefa út stórorðar yfirlýsingar. Fyrirskömmu lýsti hann yfir að hann hefði ekkert við trúða að gera í liði sínu, og átti þá við Bernd Schuster, sem lýsti því yfir að hann vildi ekki spila undir stjórn „Keisarans". Beckenbauer hefur þrýst á Fel- ix Magath um að leika aftur ■ í kvöld verða tveir leikir í knattspyrnunni sem báðir eru allmikilvægir. í 2. deild eigast við Víðir og FH og skiptir sá leikur miklu fyrir Víðismenn. FH-ingar eru þegar komnir í 1. deild en Garðsbúar berjast harðvítuglega um lausa sætið. Með sigri í kvöld þá eiga Víðis- menn mikla möguleika á að fylgja FH-ingum upp. Leikur- inn er í Garðinum. 1 3. deild fer fram á Árbæjar- velli úrslitaleikurinn í A-riðli og. eigast þar við Fylkir og Reynir. Fylkismönnum dugir jafntefli í þessum leik til að spila í 2. deild að ári en Reynis- með landsliðinu, og hefur tekist að fá kappann til liðs við sig. Þá hefur „Keisarinn" komið Man- fred Kaltz í HSV í skilning um það að hann ætli að hætta alltof fljótt, og er framtíðaráætlunin hjá bakverðinum sterka nú í alvarlegri endurskoðun. Og „Keisarinn" hefur meðbyr. Samkvæmt skoðana- könnun sem gerð var í V- Þýskalandi fyrir skömmu eru 51% áhangenda landsliðsins einhuga að baki honum. menn verða að vinna með þriggja marka mun til að sigra í riðlinum. Báðir leikirnir hefj- ast kl. 18.30. Akraprjónsmót ■ Akraprjónsmótiö í golfi vcröur haldiö hjá Golfklúbbn- um Lcyni á Akranesi á sunnu- daginn. Mótið er opið kvcnna- mót og cr spilað mcö og án forgjafar. Glæsileg vcrölaun eru í boöi. Eru allar konur vclkomnar til keppni. Ræst vcröur útkl. 11.00 á sunnudags- morgun. NEW HOLLAISD rúllubindivélm Stillanleg baggastærð. ^ * wk Þetta eru mikilvægir eiginleikar New Holland rúllubindivélarinnar sem koma sér vel við flutning, pokun og stöflun í hlöðu. Bændur kynnið ykkur eiginleika New Holland rúllubindivélar- innar áður en lengra er haldið. Bændur athugið: Við útvegum plastpoka <3 \ k § 1 ' ■ Fastur kjarni. Stillanlegur þéttleiki. New Holland gæði Ert þú að hugsa um rúllubindivél ? Viltu geta ráðið stærð bagg- anna og þéttleika (rúmþyngd)? Viltu fá bagga sem hefur góða lögun og er jafn þéttur? Þá er valið einfalt. New Holland rúllubindivélin er með fastan kjarna sem þýðir að vélin byrjar að rúlla fóðrinu strax og fyrsta tuggan kemur í hana. Þannig fæst jöfn og þétt rúlla í gegn og bagginn heldur betur lögun sinni. Þéttleiki (rúmþyngd) baggans er stillanlegur á einfaldan hátt og bagg- astærðinni getur þú ráðið frá 91-168 cm. G/obuSr* LAGMÚLI 5, SlMI 81555 Mikilvægir leikir

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.