NT - 31.08.1984, Blaðsíða 32

NT - 31.08.1984, Blaðsíða 32
FMudagur 31. ágwt 1984. HRINGDU Við tökum við ábendingum um fréttir allara sólartiringinn. Greiddar verða 1000 krónur ffyrir hverja óbendingu sem leiðir til fróttar í blaðinu og 10.000 krónur ffyrir ábendingu sem leiðír til bitastseðustu ffréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gaett ■ Beinagrind Vacovélar Klugsögufélagsins á gólfi flugskýlisins við Reykjavíkurflugvöll, en svona útlítandi kom vélin upp úr kassanum frá Akureyri. Á litlu myndunum sjást ýmsir hlutar vélarinnar, sem liggja á gólflnu við vegginn. Flotholtið liggur hinsvegar uppi á geymslulofti á öðrum stað í flugskýlinu. NT-myndir: Ámi Bjama Liggur nú í smápörtum í skýli við flugvöllinn ■ í flugskýli númer fjögur við Reykjavíkurflugvöll stendur flugvélargrind úr tré og málmi á búkkum; fyrir framan grindina er undarlega útlítandi mótor ofan á gömlu flugvélardekki og á gólflnu og í hillum við hliðina eru ýmsir flugvélarpartar. Þessi „ruslahrúga“ er hálfrar aldar gömul flugvél af Vacogerð, sömu gerðar og TF ÖRN sem keypt var til landsins árið 1938 en Örninn var Akureyrar sem síðar varð fyrsta flugvél Flugfélags Flugfélag Islands.Ss Flugsögufélagið keypti þessa flugvél árið 1980 með hjálp ýmissa aðila, þar á meðal Flugleiða, með það fyrir aug- um að koma henn'i í fyrsta flokks ástand og setja síðan á safn á vegum félagsins. Agnar Kofoed Hansen, þáverandi flugmálastjóri og fyrsti fram- kvæmdastjóri og flugmaður Flugfélags Akureyrar, fann vélina í New Hampshirefylki í Bandaríkjunum. Þá var hún enn í notkun í iútsýnisflugii með ferðamenn. Þegar vélin kom til landsins árið 1980 var hún með gilt flughæfnisskírteini; með henni fylgdu upprunalegu flotholtin, upprunalega skrúfan og auka- hreyfill. Vélin kostaði á þeim tíma 25 þúsund Bandaríkja- dali, sem á núverandi gengi jafngildir750þúsundkrónum. En hvernig stendur á því að vélin liggur nú, fjórum árum seinna, í smápörtum inni í flugskýli, að því er virðist í umhirðuleysi. NT spurði Bald- ur Sveinsson, formann Flug- sögufélagsins þessarar spurn- ingar: „Fetta er nú hálfgerð rauna- saga“ sagði Baldur. „Meining- in var að vélin yrði yfirfarin og gerðar á henni smávegis lag- færingar strax eftir að hún kom til landsins. Það reyndist síðan erfitt að fá hæfa menn með réttindi til verksins. Vélin var í fyrstu geymd í skýli Flugleiða en það var aðeins til bráða- birgða og á endanum keypti Flugfélagið skýli yfir vélina í Fluggörðum. Þarvarhinsvegar engin upphitun og erfið aðstaða til viðgerða. Þá komu til tveir flugvirkjar, sem m.a. höfðu unnið við að gera upp ílugvélina TF ÖRN fyrir félagið. Þessir menn voru ráðnir til starfa hjá Flugfélagi Norðurlands á Akureyri og sóttu fast að fá Vacovélina norður, höfðu útvegað að- stöðu til þess að gera við hana þar, og endirinn varð sá að vélin var send norður með skipi. Því miður voru flugvirkjarn- ir einum of áhugasamir, því þeir rifu vélina alveg í sundur og hirtu ekki um að skrifa hjá sér minnisatriði, útbúa teikn- ingar eða taka myndir. Og áður en kom að því að þeir færu að setja vélina saman aftur, þurfti Flugfélag Norður- lands að draga saman seglin. Flugvirkjunum tveim var sagt upp og þeir fóru erlendis í atvinnuleit, og skildu vélina eftir í pörtum. Þá komu til góðir menn fyrir' norðan, sem tóku sig til og menjuðu grindina. Þá kom að vísu í Ijós að tæring var í nokkrum pípum, sem hefði þurft að skipta um þó ekki væri nauðsynlegt að rífa vélina al- veg í sundur til þess. Þetta endaði síðan með því að Eimskip flutti vélina aftur suður í vetur, þegar búið var að ganga frá því að Flugleiðir tækju að sér að geyma og endurbyggja Vélina; nú verður víst frekar að tala um endur- byggingu en viðgerð. Þegar vélin kom aftur suður í vetur ■ TF-ÖRN, fyrsta flugvél Flugfélags Akureyrar, á Pollinum við Akureyri árið 1938. Svona leit Vacovél Flugsögufélagsins út þegar hún kom hingað tjl lands fyrir fjórum árum. r Hálfgerð fraunasaga. feegirBaldurl fSvefn sson Jformaður /Hugsögu- Ifélaqsins sást í hvaða ástandi hún var og þá lá nú við að mönnum féllust hendur. En nú er næsta mál að útvega teikningar af vélinni frá Bandaríkjunum. Flugsögu- félagið er í samtökum sem kallast „The Vaco Club“: Það eru til nokkrar svona vélar þar ytra og þessi klúbbur ætti að geta hjálpað upp á þær sakir. Við sjáum að vísu fram á að endurbyggingin verður kostn- aðarsöm, því klæðningin á vélinni er líklega ónýt. Upp- haflegu vélarnar voru dúk- klæddar en á þessari vél var sérstakt nælonefni, sem er straujað á. Þetta er dýrt efni en gott og það hefði verið hægt að gera við klæðninguna sem var á vélinni þegar hún kom. En það er of seint nú. En meiningin er að vélin verði komin í flughæft stand á 50 ára afmæli samfellds far- begaflugs á Islandi, en það nófst með komu Arnarins árið 1938. Þetta afmæli er eftir fjögur ár og við horfum von- góðir til þeirra tímamóta."

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.