NT - 31.08.1984, Blaðsíða 28

NT - 31.08.1984, Blaðsíða 28
_____________________________________________________________________Föstudagur 31. ágúst 1984 28 ift ’ í ' . W- m r> . && Vafasamt að republikanar noti skattamál Ferraros í áróðrinum Reagan vill ekki mæta Mondale í sjónvarpseinvígi 15% rafmagns framleitt í Sovétríkin: Yoga fyrir geimfara undir 10. september. Báðir flokkarnir munu nú búa sig fyrst og fremst undir höfuðor- ustuna. Það verður vegið og metið hvernig málflutningur á landsfundunum hefur fallið mönnum í geð og síðan lagt út af því, sem þykir hafa fundið bestan jarðveg. Mondale hefur bæst nokkur umtalsvarður stuðningur ný- lega, þar sem Jesse Jackson hefur lýst við hann eindregnu fylgi. Sama hefur John Ander- son gert, en hann kiauf sig úr flokki republikana fyrir for- setakosningarnar 1974, og bauð sig fram sérstaklega og fékk um 7-8% greiddra at- kvæða. í prófkjörunum kusu flestir fylgismenn hans Hart og sögðust hallast eins mikið að Reagan og Mondale. Senni- lega breytist þetta þó, þegar nær dregur kosningum. kjarnorkuverum ■ Þótt smíði nýrra kjarn- orkuvera hafi dregist mikið saman á síðustu árum er kjarn- orkuframleitt rafmagn stöðugt stærri hluti af allri rafmagns- framleiðslu í heiminum. í ný- útgefinni ársskýrslu Alþjóða- kjarnorkustofnunarinnar, sem er stofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna, kemur í ljós að í árslok 1983 hafi 12% af öllu rafmagni í heiminum verið framleitt með kjarnorku og því er spáð að á næsta ári verði hlutfall kjarnorku í rafmagns- framleiðslu heimsins komið upp í um 15%. Frakkland og Belgía eru þau lönd sem hafa hæst hlutfall af kjarnorkuframleiddu raf- magni. í Frakklandi er hiutfall þess 48% en í Belgíu 45%. En kjarnorkuvæðing vestrænna ríkja hefur hægst mikið að undanförnu og mörg þeirra telja að rafmagn framleitt með kjarnorku sé síst ódýrara en rafmagn framleitt með hefð- bundnum aðferðum, t.d. með kolum. Reyndar er ekki að fullu ljóst hver raunverulegur kostnaður við kjarnorkuver er þar sem umhverfisvernd og geymsla geislavirks úrgangs er stöðugt kostnaðarsamari. Það er fyrst og fremst í Asíu sem verið er að byggja ný kjarnorkuver um þessar mundir. Nú þegar er um 40% af öllu rafmagni á Taiwan framleitt í kjarnorkuverum og á meginlandi Kína eru miklar áætlanir um að reisa kjarnork- uver til að auka rafmagns- framleiðsluna. Kjarnorka er einnig orðin mikilvæg orkulind í Suður-Kóreu og Japan. Moskva-Rcuter ■ Tass-fréttastofan hefur skýrt frá því að hugsanlega verði yoga hluti af þjálfun sovéskra geimfara þótt Sovétmenn séu ekki beint hrifnir af tengslum yoga við indversk trúarbrögð. Áhugi sovéskra geimvísinda- manna á yoga stafar af því að indverski geimfarinn, Rakesh Sharma, sem fór út í geiminn með sovésku geimfari í apríl á þessu ári, notaði yoga með mj ög góðum árangri í þyngdarleys- inu. Svo virðist sem yogaæfingar Indverjans hafi dregið úr áhrif- um þyngdarleysis á vöðva lík- ama hans. Vísindamennirnir telja að geimfarar geti almennt beitt yogaæfingum með góðum árangri til að yfirvinna fyrstu áhrif þyngdarleysisins á manns- líkamann. ■ ÞÓTT skoðanakannanir séu enn mjög hagstæðar Reag- an forseta og spái honum mikl- um sigri í forsetakosningun- um, gætir viss óróleika hjá republikönum. Þeir óttast, að eitthvað kunni að koma til sögunnar, sem geti breytt tafl- stöðunni. Þeir vitna m.a. til þeirrar reynslu, að það reynist oft erfitt fyrir frambjóðanda, sem stendur vel í skoðanakönnun- um um langa hríð að halda því óslitið til kosningadags. Oft getur komið sveifla á síðustu stundu, sem gerir úrslitin tvísýn. Þetta óttuðust Nixon og samstarfsmenn hans fyrir kosningarnar 1974, þegar skoðanakannanir spáðu hon- um glæsilegum sigri. Þess vegna var gripið til furðulegra ráða, en örlagaríkast þeirra var Watergate-ævintýrið. Verulegur ótti virðist hjá republikönum við það, að Reagan geti talað af sér. Hon- um hættir orðið oft til þess. Það er því mikil andstaða gegn þvf hjá republikönum að hann mæti Mondale í sjónvarpsein- vígi. Mondale vill hins vegar ekki hafa þau færri en sex. Það munu republikanir aldrei fall- ast á. REPUBLIKANAR virðast enn ekki til fulls gera sér ljóst, hvernig þeir eiga að bregðast við framboði Ferraros sem varaforsetaefni demókrata. Þeir hafa auðsjáanlega ekki heldur ráðið það við sig, hvern- ig þeir eiga að nota skattamál hennar. Ferraro hagaði sér nokkuð djarft, þegar hún lýsti yfir því, að hún væri reiðubúin til að birta skattaframtal sitt og einn- ig manns síns. Þar gekk hún verið löglegt, en viðkomandi tapaði þó ekki neitt af því. Þetta mál er ekki endanlega leyst. Hvernig, sem það fer, er óvíst, að republikanargeri það að stóru máli, en noti það heldur til áróðurs að tjalda- baki. En óvíst er, að þeir verði þar einir um hituna. Ýmis æsifréttablöð eru nú sólgin í vegna blaðasölunnar, að gera skattamál Ferrarohjónanna að sem mestu fréttaefni. New York Times og fleiri ábyrg blöð hafa varað við þessu. Þau telja, að Ferraro hafi gert svo hreint fyrir sínum dyrum, að þessum áróðri eigi að hætta og snúa sér að öðrum málum. Ýmsir telja, að það geti snúist Ferraro til ávinnings, ef stefnt verði að því að sakfella hana vegna manns hennar. Þá muni konur rísa upp og and- mæla því, að hún sé meðhöndl- uð öðruvísi en karlframbjóð- endur. Ferraro hefur tvívegis haldið blaðamannafundi um þessi mál og þótt standa sig þar með prýði. Hún hefur verið rökföst og vel að sér eins og lögfræð- ingi ber að vera, en líka verið skjót í svörum og orðheppin eins og reyndur stjórnmála- maður. OFT er nokkurt kosninga- _________________________baráttuhlé eftir landsþing stóru Geraldine Ferraro hefur staðið sig vel á blaðamannafundum i flokkanna, sem stendur fram um skattamálin. niiuji Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Liðsmenn Reagans munu vafalaust forðast slík úrræði, en þeir vilja samt vera á verði. Þótt Mondale þyki ekki vin- sæll frambjóðandi og tefli oft af sér, hefur hann sýnt það, að hann er þrautseigur og getur sótt sig, ef hann lendir í vanda. Þetta sýndi hann eftir ósigur- inn, sem hann beið í prófkjör- inu í New Hampshire. Oft gerist það líka, að fram- bjóðandi, sem stendur lengi höllum fæti, fær eins konar samúð og bætist fylgi á þann hátt. Mikil sigurvissageturlíka gert menn of sigurvissa og er þar eftirminnilegast, þegar Dewey tapaði fyrir Truman 1948. Allt þetta vilja liðsmenn Reagans varast. Þeir segjast að vísu vera bjartsýnir með réttu, en þó ekki svo, að það nálgist andvaraleysi. lengra en áður hafði tíðkast, því að maki frambjóðanda hef- ur ekki þurft til þessa að skýra frá framtölum sínum, þótt frambjóðandinn gerði það. Eiginmaðurinn neitaði þessu því í fyrstu, þar sem það gæti orðið óþægilegt vegna við- skiptamanna hans, en hann er fasteignasali. Hann sá sig þó um hönd og féllst á að fara eftir loforði konu sinnar. Þótt nokkrar misfellur hafi komið í ljós við skattaframtöl þeirra, eru engar stórvægileg- ar, eða saknæmar. Þó er enn ekki lokið því máli eigin- mannsins, að hann hafi tekið skammtímalán af eignum, sem hann átti að gæta fyrir veika konu, en borgað aftur með fullum vöxtum og eigur hennar hafa aukist verulega síðan hann tók við þeim. Að öllu leyti kann þetta ekki að hafa ■ Reagan og Bush eru sigurvissir. ■ Kjarnorkuver á Taiwan. Á næsta ári er reiknað með því að 50-60% af öllu rafmagni á Taiwan verði framleitt í kjarnorkuverum. Kristnir Filipseyingar drepa ellefu þorpsbúa Ozami-Reuter ■ Lögreglan á Filipseyjum hefur skýrt frá því að félagar í kristilegum trúflokki, sem kallar sig Dasdas, hafí ráðist á þorp í sunnanverðum Filips- eyjum vopnaðir löngum hníf- um og drepið þar að minnsta kosti ellefu manns. Þorpið, sem Dasdas-trú- flokkurinn réðst á, heitir Bonifacio og er í Misamis-' héraði þarsem kommúnískir skæruliðar úr Frelsisher al- þýðunnar hafa bækistöðvar. Þorpsbúar hafa þótt nokkuð hallir undir kommúnista en Dasdas-trúflokkurinn lítur á það sem heilaga skyldu sína að berjast gegn þeim. Árásin á Boniíacio var lík- lega gerð í hefndarskyni fyrir árás sem kommúnistar gerðu á þorp í nágrenninu en í þeirri árás tóku þeir 6 félaga í Dasdas-trúflokknum af lífi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.