NT - 31.08.1984, Blaðsíða 27

NT - 31.08.1984, Blaðsíða 27
 Utlönd Breska verkalýðshreyfingin þingar: Námamenn kasta stríðshanskanum Bríghton-Reuter ■ Breska verkalýðshreyfingin mun í næstu viku halda allsherj- arþing í Brighton og er búist við að þar dragi til mikilla og af- drifaríkra tíðinda og er jafnvel talið að verkalýðshreyfingin, sem síðustu árin hefur verið á hröðu undanhaldi undan stjórn Thatchers, geti splundrast á þinginu. Eins og kunnugt er er breska verkalýðshreyfingin klofin í af- stöðunni til verkfalls kolanáma- manna, sem nú hefur staðið í meira en hálft ár og tvívegis breiðst út til hafnarverka- manna. Vinstrimenn í verka- lýðshreyfingunni með hina her- skáu námamenn í fararbroddi heimta að verkalýðshreyfingin styðji verkfall þeirra, en hægri sinnaðir og hægfara verkalýðs- foringjar eru hikandi og telja jafnvel að helsta markmið verk- falls námamanna sé að fella stjórn Thatchers, en ekki að mótmæla fækkun starfa í kola- iðnaði. Á mánudaginn mun Arthur Scargill, leiðtogi náma- manna, ávarpa þingið og fara þess á leit að það samþykki ýmsar stuðningsaðgerðir við námamenn - þar á meðal líklega allsherjarverkfall í einn dag. Hægfara verkalýðsforingjar hafa árangurslaust reynt að koma á fundi með náma- mönnum til að ná samkomulagi um sameiginlega ályktun sem yrði lögð fyrir þingið, en náma- menn hafa neitað og vilja heldur ávarpa þingið milliliðalaust. Bresk stjórnvöld og verka- lýðsforingjar óttast mjög að óeirðir kunni að brjótast út í hinni friðsælu Brighton í næstu viku og lögregluliðið þar hefur verið eflt til að vernda hægri sinnaða verkalýðsforingja fyrir aðkasti námamanna, sem búist er við að muni fjölmenna á þingið. Shikkar: Halda þing í trássi við bann ■ Fjárreiður Johns Zaccaros, eiginmanns Ferraros varaforsctaefnis, eru mjög til umræðu í bandarískum fjölmiðlum þessa dagana. í gær ákvað dómstóll að hann skyldi ekki lengur vera fjárhaldsmaður yfir eignum aldraðrar konu. Þessi mynd er tekin af þeim hjónum og fjölskyldu þeirra þegar þau héldu upp á 49 ára afmæli Ferraros á dögunum - auðvitað á voða dýrum veitingastað... Símamynd: POLFOTO. Zaccaro gerður fjárhaldsvana Nýja-Delhi-Reuter ■ Vegatálmar voru í gær sett- ir upp á vegum sem liggja til Amritsar, hinnar heilögu borgar Shikka í Punjab-héraði á Ind- landi, en leiðtogar Shikka eru staðráðnir í að hunsa bann ind- verskra stjórnvalda við heims- þingi Shikka sem þar á að hefjast á sunnudag. Stjórnvöld standa fast á banninu, en leiðtogar Shikka hafa ítrekað reynt að fá stjórnina til að aflétta því og forðast blóðsut- hellingar. I dag tekur hæstiréttur Ind- lands fyrir bænaskjal frá Shikk- um um að þingið fái að eiga sér stað. Eins og fyrr kom fram ljá æðstuprestar og foringjar Shikka ekki máls á því að hætta við þingið, en yfirvöld og lög- regla hafa reynt að beita ýmsum meðulum til að hindra fólk í að komast til Amritsar. 840 fram- ámenn Shikka hafa verið hand- Jackson neitað um vega* bréfaáritun Washington-Reuter ■ Talsmaður Suður-Afrfku- stjórnar lýsti því yfir í gær að þarlend yfirvöld hefðu neitað bandaríska blökkumannaleið- toganum Jessie Jackson um vegabréfsáritun til Suður-Afr- íku. Talsmaðurinn gaf enga ástæðu fyrir neituninni, en sagði að Jackson hefði valið sér óheppilegan tíma til að ferðast til Suður-Afríku. Hann sagði þó að ekki væri útilokað að synjunin yrði endurskoðuð við hentugleika. Jackson, sem á þessu ári hefur heimsott Kúbu, Nicaragua og E1 Salvador, hefur sagt að heimsókn sinni hafi veriðætlað að beina augum heimsins að aö- skilnaðarstefnu Suður-Afríku- stjórnar. teknir síðustu dagana og sam- göngur við Amritsar hafa verið rofnar á ýmsum mikilvægum leiðum. Indversk fréttastofa skýrði frá því í gær að þrátt fyrir bann stjórnvalda hefðu um sex þúsund manns frá nærliggjandi héruðum verið komin til Am- ritsar í gær. Norður-lrland: New-York-Reuter. ■ John Zaccaro, eiginmaður Geraldine Ferraro varaforseta- efnis í Bandaríkjunum var i gær úrskurðaður frá fjárhaldi yfir eignum 84 ára gamallar konu. Það var dómari í New York ríki sem svipti Zaccaro fjárhaldinu og gaf honum tuttugu daga frest til að útskýra hvernig hann hefði höndlað fjárreiður konunnar sem dvel- ur á elliheimili. Ástæðan er sú að Zaccaro fékk lánaða 175 þúsund dali úr sjóðum skjól- stæðings síns og fjárfesti þá í eign fyrirtæki. Dómarinn sagði að ekki léki grunur á því að Zaccaro hefði notað féð í vafasömum eða glæpsam- legum tilgangi, en að það sé ófrávíkjanleg regla að fjár- haldsmaður eigi ekki að nota fé skjóistæðinga á þann hátt að eigin hagsmunir geti verið í veði. Bandarísk blöð hafa upp á síðkastið rýnt mjög í fjármál Zaccaros, sem er lögfræðingur og fasteignasali, og komist að þeirri niðurstöðu að þar séu ýmsar misfellur í bókhaldi, enda þótt tæpast sé um fjár- glæframennsku að ræða. Þessi grandskoðun er talin geta unn- ið forstetaframboði demókrata talsvert tjón. Ferraro, sem ér á kosningaferðalagi í Connect- icut, gagnrýndi í gær niður- stöðu dómarans og sagði að málsmeðferð eiginmanns síns hefði verið eðlileg og ásetning- ur hans góður. Fðstudagur 31. ágúst 1984 27 28 farast í fellibyl Manila-Reuter. ■ Að minnsta kosti 28 manns fórust og meira en 10 þúsund misstu heimili sín þegar fellibyl- ur gekk yfir norðureyjar Filips- eyjaklasans í fyrradag. Flestir munu hafa farist í skriðuföllum og flóðum sem gríðarleg rigning olli. Marcos foresti lýsti í gær yfir neyðarástandi á svæðinu og hjálparsveitir munu vera teknar til starfa. Bandaríkin: Meðallaun hækka ■ Meðallaun 89 milljóna bandarískra launþega sem eiga rétt á bótum úr atvinnuleysis- tryggingum - starfa hjá skráðum fyrirtækjum - voru á síðasta ári 17.544 dalir eða um 530 þúsund ísl. kr., samkvæmt upplýsingum frá bandarísku vinnumálastofn- uninni. Hækkunin á meðal- launum var 4.8 prósent frá árinu 1982. Stofnunin kannaði einnig í hvaða fylkjura Bandríkjanna meðallaun væru hæst og lægst og var niðurstaðan sú að meðal- launin voru hæst í Alaska 28.720 dalir á ári (865 þús. ísl.), en lægst í Suður-Dakota 13.188 dalir (tæpl. 400 þús. ísl. kr.). Mest höfðu meðallaunin vaxið í Connecticut um 6.4 prósent og í New Hampshire um 6.3 prósent. Meðallaun í New York töldust einnig hafa vaxið um 6.3 prósent og voru 19.694 dalir á ári (um 600 þús. ísl. kr.). Mest mun launahækkunin hafa orðið hjá þeim sem starfa hjá fjár- málastofnunum, en einnig munu kjör hafa batnað mjög í ýmsum þjónustugreinum. Á ár- inu 1983 mældist 3.8 prósent verðbólga í Bandaríkjunum. Mótmælendafangar í hungurverkfalli Belfast-Reuter ■ Fjórir fangar af mótmæl- endatrú eru í hungurverkfalli í Magilligan-fangelsi í London- derry á Norður-írlandi og krefj- ast þess að þeir verði aðskildir ■ Geimferjunni Discovery var loks skotið á loft frá Canareval- höfða í Flórída skömmu eftir hádegið í gær. Það hefur ekki gengið áfallalaust að koma þessari nýjustu geimferju í loftið, því þrívegis hefur fiugtakinu verið frestað vegna bilana í vélarbúnaði og tölvum og um tíma í gær voru horfur á því að enn yrði að fresta brottförinni vegna tölvuvandamála. í gær hafði einmitt veríð áætlað að Discovery færi sína aðra ferð út fyrir gufuhvolfið, en ekki þá fyrstu eins og raunin varð. Um borð í ferjunni eru sex geimfarar og þrjú gervitungl sem sett verða á hringsól úti í himingeimi. Símamynd-POLFOTO frá samföngum sínum, kaþólsk- um lýðveldissinnum. Tveir fanganna hafa ekki neytt fastrar fæðu í tíu daga, en allir munu þeir vera við bestu heilsu enn sem komið er. Upp á síðkastið hefur oft soðið upp úr milli kaþólskra fanga og mótmælenda fanga í fangelsinu. Fangelsis- málaráðherra Norður-írlands, Nicholas Scott, hefur þvertekið fyrir það að fangar verði að- skildir eftir trúarbrögðum, en flestum mun í fersku minni þegar tíu fangelsaðir lýðveldis- sinnar sveltu sig í hel fyrir nokkrum árum er þeir voru að krefjast sérstakra réttinda sem pólitískir fangar. Talsmaður varnarsamtaka Ulster, einnar stærstu hreyfing- ar mótmælenda, sagði í gær að einhver yrði myrtur í öryggis- fangelsum Norður-írlands ef hóparnir tveir yrðu ekki að- skildir. „Magilligan-fangelsi er martröð“, sagði hann, „fang- arnir hafa mátt sæta barsmíðum og misþyrmingum þar.“ ■ Krístnir hægrimenn í Líbanon syrgöu í gær ákaft leiðtoga sinn Pierre Gemayel, þótt ekki jafnaðist sorgin á við múgæðið sem greip um sig þegar sonur hans Bashir var jarðaður. Hér sést sonur hans, Amin Gemayel forseti, ganga ásamt konu sinni fyrír líkfylgdinni. Símamynd-POLFOTO Gemayel borinn til moldar Bikfaya-Rcutcr ■ Amin Gemayel, forseti Líb- anons, gekk í dag fyrír fjöl- mennri líkfylgd föður síns, Pierre Gemayels, eins helsta leiðtoga kristinna hægri manna í Líban- on um áratuga skeið. Gemayel var jarðsettur í fjölskyldugraf- reit í fjallaþorpinu Bikfaya við hlið sonar síns Bashirs, sem ráðinn var af dögum 1982. Meðal þeirra sem voru við- staddir útförina var hinn sáttfúsi múhameðstrúarmaður Rashid Karami forsætisráðherra og fjöldi leiðtoga kristinna manna, þar á meðal dr. Elie Karameh, líflæknir Gemayels heitins og eftirmaður hans á stóli leiðtoga Falangistaflokksins. Hinir herskárri leiðtogar mú- hameðstrúarmanna voru hins vegar fjarri góðu gamni og engin merki sorgar í múhameðstrúar- hverfum í Beirút, þótt kristni hlutinn væri skrýddur svörtum sorgarborðum. „Við getum verið viss um að þú skildir okkur eftir í traustum höndum sonar þíns, Amins," sagði biskupinn í Beirút í lík- ræðunni. Aðeins fáum tímum eftir að útförinni lauk hófu hersveitir kristinna og múhameðstrúar- manna á nýjan leik að hella sprengjum hvorar yfir aðrar í Ltbanonshæðum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.