NT - 31.08.1984, Blaðsíða 9

NT - 31.08.1984, Blaðsíða 9
■ Húsavík, vagga samvinnuhreyfmgarinnar. „Fyrir rúmum 100 árum vildu mergsognir þingeyskir bændur afnema ánauðina og þeir byggðu upp hreyfingu með sterkum stoðum og innviðum.... Við eigum hvorki að brjóta samvinnuhreyfinguna upp eða niður. Við eigum að hreinsa ósmekklegt drasl burt.“ ar í landinu þá vissu þeir líka að þetta atriði er það sem við virkir félagsmenn og eigendur SÍS erum að berjast gegn. Kannski hefur lítið unnist. Og soramark hermangsins hefur okkur ekki enn þá tekist að þvo af SÍSinu. En við höfum ekki gefist upp og við munum halda áfram. Við erum vak- andi og gætum þess að bæta ekki við mistökin á meðan unnið er að því að hreinsa burt fornar syndir sbr. kröftug mót- mæli þorra virkra félagsmanna á liðnu vori á móti þátttöku SÍS í ísfilm. G.E. lýkur g'rein sinni á herhvöt sem ber yfir- skriftina Afnemum ánauðina. Og þá hvarflar hugurinn aftur að Fjalakettinum, bárujárns- kastala genginna kynslóða sem hefur viðurkennt menningar- gildi í fjölmiðlum. Fyrir rúm- um 100 árum vildu mergsognir þingeyskir bændur afnema á- nauðina og þeir byggðu upp hreyfingu með sterkum stoð- um og innviðum. Menn hafa komið og farið, bætt við kam- ers hér, glugga þar og jafnvel gagnsæju hvolfþaki sem veitti birtu inn í portið. Það eru deildar meiningar um hvort allar þessar umbætur og við- byggingar eru til gagns og prýði, en það er eitt af brýn- ustu verkefnum samtímans að laga þessa byggingu og halda henni vel við því innviðir eru traustir og stoðir eru ófúnar. Við eigum hvorki að brjóta samvinnuhreyfinguna upp eða niður. Við eigum að hreinsa ósmekklegt drasl burt. Ekki byggja nýtt hús á gömlum grunni, heldur eiga gamalt og gott hús byggt upp af hugsjón- um almennings í þessu landi. Skrifað 24.8 að Refstað, Vopnafirði. Agústa Þorkelsdóttir. ræða. Þá eru þær kartöflur mun ódýrari en þær sem í mati hafa hlotið opinberan gæða- stimpil. Hver verður framtíðin hér? Miðað við það ástand sem hér hefur skapast liggur fyrir að marka verði ákveðna stefnu varðandi sölu kartaflna og grænmetis. Það verður að sameina sjón- armið neytenda og framleið- enda. Það sem gert verður má ekki taka mið af óskum Jónas- ar DV ritstjóra og hans sam- starfsmanna á Morgunblaðinu eða sjónarmiðum stjómar Neyt- endasamtakanna því þá er voðinn vís. Brandari ársins hjá þessum aðilum er fullyrð- ing þeirra um að bændur eigi ekki Grænmetisverslunina, því hana eigi neytendur. Miðað við sömu rök þá eiga neytendur einnig Hagkaup og fyrirtæki það sem Haukur Hjaltason telur sig eiga, Dreif- ingu sf. Hverskonar dellukall- ar eru það sem geta látið fara frá sér aðra eins ályktun og þá sem birt var í blöðunum fyrir skömmu? Það að Grænmet- isverslunin ætti að vera opin- ber flokkunarstöð á kartöflum og grænmeti fyrir þá, sem þess óskuðu. Með öðrum orðum er ætlast til að bændur komi með kartöflur í Grænmetisverslun landbúnaðarins, fái þær metnar, fari síðan í einhverja verslun til að selja þær. Flokk- un og mat kartaflna og græn- metis á að fara fram hjá heildsalanum eða ef fram- leiðandinn selur beint til smá- salans verður að meta kartöfl- urnar þar. Það er óheimilt að selja ómetnar kartöflur. Skynsamleg lausn á þessu kartöflumáli virðist ekki geta orðið. Enda ekki von, þar sem þau öfl eru orðin sterk hér á landi, sem vilja brjóta niður það sölukerfi, sem bændur hafa byggt upp. Það verður því að gera þær ráðstafanir, sem skaða bændur og neytend- ur næst minnst. Þær felast í því að veita heildsöluleyfi þeim sem upp- fylla ákveðin skilyrði sem gerir þeim kleyft að versla með kartöflur, aðra garðávexti og grænmeti. Ennfremkur fengju þessi fyrirtæki leyfi til innflutn- ings þegar innlend vara er ekki til. Sölufélag garðyrkjumanna og Grænmetisverslun íandbún- aðarins eiga að vera sjálfstæð fyrirtæki framleiðenda, sem hafa jafnan rétt til sölu og innflutnings. Framleiðendur geti ráðið við hvern þeir skipta, en að sjálf- sögðu verða þeir að gera bind- andi samning við annað hvort samvinnufélagið til ákveðins tíma eða ef þeir kjósa að standa utan við félagsskapinn þá geta þeir skipt við heildsala. Það er eðlilegt að framleiðandi geti ekki valsað á ntilli heild- söluaðila allt eftir eigin geð- þótta. Hversvegna brosti Styrmir Föstudaginn 24. ágúst s.l. var samþykkt tillaga á fundi Framleiðsluráðs landbúnaðar- ins um að fresta afgreiðslu umsóknar nokkurra heildsala um leyfi til að versla með innlendar kartöflur. Þá var ennfremur samþykkt viljayfir- lýsing að kartöflubændur tækju við rekstri Grænmet- isverslunarinnar. Þessum til- lögum var beðið eftir á blöðun- um. Því þótti mér bera vel í veiði þegar ég rakst á Styrmi Morgunblaðsritstjóra á ben- sínstöð rétt hjá Bændahöllinni. Ákvað ég að köma fréttatil- kynningunni á hann. Styrmir var ekki á leið niður á Mogga. Hann spurði hvort ég væri að fara með enn eina tilkynning- una um uppgjöf hjá kerfinu, því bændaforystan gæfi eftir daglega á einhverju sviði. Mér sýndist hann brosa, en það er talið mjög sjaldgæft. Ég hélt að hann kynni það ekki. Brosti Morgunblaðsritstjór- inn af því að hann hélt að sú stefna sem hann styður hefði unnið sigur þennan dag eða var hann bara að samgleðjast frjálsu kartöflunum? ■ Kartöflur í Grænmetisversluninni. „Sölufélag garðyrkju- manna og Grænmetisverslun landbúnaðarins eiga að vera sjálfstæð fyrírtæki framleiðenda, sem hafa jafnan rétt til sölu og innflutnings.“ Á seinni árum hefur það færst í vöxt að framleiðendur og samvinnufélögin gera samn- inga um framleiðslu og sölu. Þá skuldbindur bóndinn sig til að selja sína framleiðslu ein- göngu til samvinnufélagsins og í staðinn fær hann tryggða sölu á ákveðnu magni fyrir ákveðið lágmarksverð. I flestum löndum hafa bændur rétt til að selja fólki, sem kemur heim til þeirra kartöflur og grænmeti af eigin framleiðslu. Auk þess, sem margir selja jafnframt ávexti og ber. Rétt er að geta þess að víða er óheimilt að selja ómetnar kartöflur í verslunum. Þær eru yfirleitt flokkaðar og metnar. nema þá þar sem um torgsölu eða leyfða heimasölu er að Föstudagur 31. ágúst 1984 9 TIMIM í Málsvari frjálslyndis,! . samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúli 15, Reykjavík. Simi: 686300. Auglýsingasími: 18300. , Kvöldsímar: 686387 og 686306. Verð í lausasölu 25 kr.og 30 kr. um helgar. . Áskrift 275 kr. Setnihg og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent hf. Eru milliliðirnir að kollvarpa þjóðfélaginu? ■ Það verður ekki talið annað en mikið áfall fyrir ríkisstjórnina, að hallinn á viðskiptum við útlönd hefur orðið miklu meiri það sem af er þessu ári, en spáð hafði verið, og jafnframt hefur skapast mikil þensla á vinnumarkaði í þéttbýli á sama tíma og atvinnuhorfur eru dökkar víða utan þess. Vafalaust eru margar skýringar á þessu, en eina ber langhæst. Það er hin gífurlega skuldasöfnun við útlönd sem hefur verið óhæfilega mikil hjá ríkinu, en ennþá gegndarlausari hjá milliliðunum. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambands íslands, skýrir hina miklu þenslu í þéttbýlinu í viðtali við DV í fyrradag á þessa leið: „Það er augljóst að þenslan er mikil, sem kemur skýrast fram í því að viðskiptahallinn við útlönd er þegar orðinn 2 Vi til 3 milljarðar. Við erum því að eyða langt umfram þjóðartekjur og til þess tökum við viðbótarlántökur upp á 3 til 4 milljarða. Þjóðhagsáætlun gerði ekki ráð fyrir nema 4% viðskiptahalla. í þensluna notum við því erlend lán sem börnin okkar þurfa að greiða. Andrúmsloftið hér er svipað og þegar Neró spilaði á fiðlu á meðan Róm brann. Þetta er hrikalegt ástand. Öll þessi þensla fer yfir í þjónustugreinar og byggingariðnaðinn. Á sama tíma nýtur útflutningur- inn einskis af þessum verðmætum, þar með talinn sjávarútvegurinn og fiskvinnslan. Það er því orðið mikið misvægi milli greina. Við lifum í kreppu. Við eigum í erfiðleikum með að brauðfæða okkur. Þessu svörum við þannig, að við sækjum peninga til útlanda, sem enginn veit hvernig á að endurgjalda. Ég sé ekki hvernig þetta getur gengið áfram nema það, að við stefnum hraðbyri inn í nýtt erfiðleikatímabil vegna þess að við eyðum meira en við öflum.“ Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tekur ekki eins sterkt til orða og kemst þó að svipaðri niðurstöðu. Hann segir í viðtali við DV: „Það er alveg ljóst, að það er misgengi milli atvinnugreina í landinu. Á meðan sumir eiga í miklum erfiðleikum er uppsveifla hjá öðrum. Sjávarútvegurinn hefur lent í miklum erfiðleikum vegna aflaminnkunar, þorskleysis og vandræða á mörkuðum erlendis. Þetta hefur í för með sér mikinn vanda í atvinnumálum, einkum úti á landsbyggðinni. Á sama tíma er uppsveiflaíýmsum þjónustugreinum. Mín skoðun er sú, að helsta skýringin á þessu misgengi sé of mikil erlend lántaka.“ Þetta mikla misvægi milli atvinnuveganna, sem Þorsteinn Pálsson ræðir um vegna skuldasöfnunar- innar, hefur þrengt að framleiðslugreinunum, en blásið algerum ofvexti í milliliðastarfsemina, sem hefur fengið að safna erlendum skuldum hömlulaust. Milliliðirnir hafa bæði safnað miklum gróða, sem settur hefur verið í fjárfestingu, eða varið til yfirborgana. Af því stafar hin mikla þensla. Á sama tíma hefur þrengt að flestum hinum tekjulægri launastéttum eins og opinberum starfs- mönnum. Það hefur því aukist hraðbyri að hér væri að myndast tvær stéttir, sem skiptust eftir tekjum og efnahag. Það er vel, að þeir Þorsteinn og Magnús skuli gera sér þetta ljóst. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, fjár- málaráðherra og viðskiptamálaráðherra, hafa hér algerlega brugðist á verðinum. Eins og búast mátti við, hefur vaxtahækkunin reynst algert kák í þessu sambandi. Sparifé hefur ekki aukist, nema síður sé. Það hefur haldið áfram að dragast í þensluna. Hér þarf miklu róttækara viðnám, ef ekki á að glata hinu efnalega sjálfstæði.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.