NT - 31.08.1984, Blaðsíða 13

NT - 31.08.1984, Blaðsíða 13
Listamiðstöðin við Lækjartorg: Tveir austanfjalls- menn koma í bæinn ■ Páll S. Pálsson og Hreggviður Hermannsson sitja undir myndum þess fyrmefnda. NT-mynd: Ámi Bjama ■ Prófessor Edith Picht-Axenfeld. M -nmid: Ámi Bjama Píanóleikarinn Edith Picht-Axenfeld: Heldur tvenna píanótónleika - á vegum Musica Nova og Tónlistarfélagsins ■ „Á öllum opinberum pappírum er ég skrjfaður bóndi, en ég á engan fénað. Ég er bóndi án þess að framleiða nokkuð.“ Þetta segir Hreggviður Her- mannsson bóndi í Langholti í Hraungerðishreppi. Hregg- viður heldur nú sýningu ásamt Páli S. Pálssyni í Listamiðstöð- inni við Lækjartorg í Reykja- vík. Sýningin hófst um síðustu helgi og henni lýkur á sunnu- dagskvöld. „Þetta eru allt tússteikning- ar,“ .sagði Hreggviður um myndirnar, sem eru 29 og allar unnar á þessu ári. Teikningar hans eru að því ieytinu til óvenjulegar, að þær eru ein: göngu gerðar með punktum. í þeim er engin lína. „Mér finnst ég ná betur fram með þessum móti því sem ég er að gera. Skyggingarnar verða ekki eins góðar þegar ég skástrika,11 sagði hann. Viðfangsefni teikninganna er umhverfið í ýmsum myndum, eins og höfundurinn orðar það sjálfur, æði stíl- hreint. Hreggviður hefur gert punkta- teikningar í 6-7 ár, en áður teiknaði hann línuteikningu, eins og flestir aðrir. En hvers vegna fór hann út í punktana? „Sennilega vegna þess, að ég átti alltaf í stríði við að skyggja með blekinu,“ sagði hann. Búskapur Hreggviðs er fólg- ■ Söngsveitin Fílharmónía er aö hefja 25. starfsár sitt. Aðal- verkefni vetrarins verða óper- an Hollendingurinn fljúgandi eftir Richard Wagner og óra- torían Judas Maccabæus eftir Georg Friederich Hándel. Hollendingurinn verður fluttur með Sinfóníuhljómsveit ís- lands þann 7. mars 1985 undir stjórn Klauspeter Seibel. Ju- das verður fluttur á aukatón- leikum með Sinfóníunni í maí 1985 undir stjórn Guðmundar Emilssonar, og verða það jafn- framt afmælistónleikar Söng- sveitarinnar. inn i því, m.a. að leigja út tún sín fyrir hesta sportreiðmanna. Hann var spurður hvort hann væri ekki að stelast frá hey- skapnum í brakandi þurrki. Af öðrum verkefnum Söng- sveitarinnar má nefna þátttöku hennar í þriðju áskriftartón- leikum íslensku hljómsveitar- innar þann 20. desember næst- komandi, þar sem fluttur verð- ur söngþátturinn Cantique de Racine eftir franska tónskáldið Gabriel Fauré. Þá verður 26 kórfélögum gefinn kostur á að taka þátt í flutningi Flos Campi eftir Ralph Waughan-Williams. Á aðventunni mun sveitin heimsækja nokkrar sjúkra- stofnanir og syngja fyrir vist- menn og leiða fjöldasöng í lok jólatónleikanna. „Jú, það er mikill ábyrgðar- hlutur að láta sjá sig hér eftir svona óþurrkatíð. Maður er sjálfsagt samviskulaus og það verður svo að vera,“ sagði Söngsveitin verður með ýmsa aðra starfsemi á 25. starfsárinu. Má þar nefna tón- leikaferð til Grænlands með íslensku hljómsveitinni í júní 1985, sérstaka kvöldæfingu í Hreggviður Hermannsson list- málari og bóndi. Á beinu brautina Páll S. Pálsson er ekki að stelast. Hann býr og starfar í Reykjavík, en er ættaður aust- an af Stokkseyri. Hann sýnir 17 myndir frá síðustu fjórum árum. Flestar þó frá hinu síð- asta. Myndir sínar málar Páll með olíu og vatnslitum og inn á milli eru myndir unnar með blandaðri tækni. „Ég nota ekki landslag sem fyrirmynd. Ég hef áhuga á litum í náttúrunni, frekar en einhverju ákveðnu grjóti," sagði Páll um myndir sínar. Hann hefur verið að fitla við að mála frá því að hann var krakki, en það var ekki fyrr en hann var 16 ára, að hann sýndi myndir sínar góðum mönnum. „Og þeir voru hrifnir." Ekki hefur hann gengið í neinn skóla til að læra málara- listina, heldur hefur fylgst með málurum, bæði hér og erlend- is. „Og það er ákveðinn skóli út af fyrir sig," sagði Páll. - Ertu undir áhrifum frá einhverjum sérstökum málur- um? „Ekki get ég nú merkt það. Maður er alltaf að reyna að vera maður sjálfur, en nær því kannski aldrei alveg. Ætli maður komist nokkuð á beinu brautina fyrr en maður verður sextugur,“ sagði Páll S. Pálsson. Bessastaðakirkju í nóvember og skipulagningu fyrirlestra er tengjast starfi sveitarinnar. Einnig mun Fílharmónía efna til kórmenntanámskeiðs og er það gert í fyrsta sinn. ■ Píanóleikarinn Edith Picht-Axenfeld heldur tvenna tónleika í Reykjavík á næst- unni. Fyrri tónleikarnir, sem eru á vegum Musica Nova, verða í sal Menntaskólans við Hamrahlíð, sunnudaginn 2. september, og hefjast þeir kl. 17.00. Seinni tónleikarnir verða þriðjudaginn, 4. septem- ber kl. 19,15 í Austurbæjarbí- ói. Þeir tónleikar eru á vegum Tónlistarfélagsins og eru jafn- framt fyrstu tónleikar félagsins fyrir styrktarfélaga á þessu starfsári. sést hún ásamt Sinfóníuhljóm- Söngsveitin Fílharmónía hefur ráðið Valgerði Jónsdótt- ur sem undirleikara sveitarinn- ar í vetur. Stjórnandi er Guðmundur Emilsson. Á efnisskrá tónleikanna á sunnudag eru eingöngu verk eftir 20. aldar tónskáld, fjögur píanóverka Arnold Schön- bergs auk verka eftir þrjú núlifandi tónskáld, þá Helmut Jachenmann, Heinz Holliger og Luigi Nono, en verk þess síðastnefnda er samið fyrir pí- anó og tónband. Tónleikarnir á þriðjudag verða með öðrum blæ því þar eru á efnisskrá tvær píanósón- ötur eftir Mozart; tvö verk efti.r Beethoven: fantasía op, 77 og Sónata í e-moll, op. 90; og loks sónata í A-dúr, D 959 eftir Schubert. Prófessor Edith Pich-Axen- ' felt hefur í mörg ár verið mjög eftirsóttur píanóleikari. Hún fæddist í Freiburg árið 1914 og lærði á píanó hjá Anna Hirzel- Langenhan og Rudolf Serkin, og á orgel hjá Wolfgang Auler og Albert Schweitzer. Árið 1937 vann hún fyrstu verðlaun í Chopinkeppni í Varsjá og hef- ur síðan ferðast um allan heim og haldið píanó- og sembal- hljómleika. Síðan 1947 hefur hún haft prófessorsembætti við Stadtlichen Hochschúle í Frei- burg, þar sem hún kennir á píanó og önnur hljómborðs- hljóðfæri. einkum gömul og söguleg. Edith Picht-Axenfeld hefur undanfarið haldið námskeið fyrir píanóleikara á vegum Tónlistarskólans í Reyjavík. Þetta er í annað sinn sem hún kemur til íslands en hún flutti fyrirlestra og hélt tónleika á þingi píanókennara frá Norðurlöndum sem haldið var hérlendis fyrir þrem árum. Söngsveitin Fílharmónía í 25 ár: Wagner og Hándel verða menn ársins ■ Söngsveitin Fðharmónía er aö hefja 25. starfsár sitt og hér sveit íslands á sviði Háskólabíós.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.