NT - 31.08.1984, Blaðsíða 17

NT - 31.08.1984, Blaðsíða 17
Sumargleðin hefur verið á yfírreið um í Biskupstungunum 18. ágúst s.l. Guðmund- ur Gils Einvarsson var mættur á staðinn með myndavélina sína og festi knallið á fílmu fyrir Spegilinn. Það var æðislegt fjör, dansað og drukkið, m.a.s. löggan fékk sér snúning. En látum myndirnar tala. ■ Hún er stolt á svip þessi blómarós í Aratungunni, sem tekur sér snúning með laganna verði þar á staðnum. Aðrir horfa á með bros á vör. Efst ■ Sakirnar gerðar upp á klo- settinu... Til hægn ■ Magnús, Ómar og Hemmi Gunn mynda liluta framvarðasveitar Sumargleðinnar. Til vinstri ■ Það var ofsa fjór, æðislega gaman og nóg bús, eins og sjá má. NT-mvndir: Guftm. Gils fcmvarsson sse Risagrænmetið í Risadalnum ■ Það hlýtur að vera erfitt að bera heim grænmeti til heimil- isins í innkaupapokum þegar kálhausinn vegur um 40 kíió! En í Matanuska-dalnum í Al- aska - urn 40 mílu vegalengd frá Anchorage-borg - nær grænmeti slíkum risavexti, að dalurinn er stundum kallaður „Risadalur1'. Skýringin á þessum ofsa- vexti í grænmeti í Matanuska-da! er sú, segja menn, að dalurinn fær næga rigningu, þar er góð- ur sumarhiti og um 20 klukku- stunda sólargangur á sólar- hring mikinn hluta sumarsins, því þetta er það norðanlega. „Plönturnar fá ekki tækifæri til að hvílast vegna birtunnar og halda áfram stöðugum vexti," segir grasafræðingur, sem skrifar um þetta fyrirbæri. Nú hafa þeir grænmetis- framleiðendur, sem vilja fá venjulega uppskeru tekið upp á því, að gróðursetja plönturn- ar þéttar og taka grænmetið upp áður en það nær fullum þroska, - en það eru margir áhugamenn sem hafa gaman að því að viðhalda nafni dalsins og halda því áfram að rækta hið risastórvaxna grænmeti. Föstudagur 31. ágúst 1984 17 Sumargleðin í Aratungu: LOGGAN FEI SÉR SNÚNIN i

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.