NT - 31.08.1984, Blaðsíða 10

NT - 31.08.1984, Blaðsíða 10
Föstudagur 31. ágúst 1984 10 Næring og vinnsla - ný bók um vinnslu oghollustufæðunnar ■ Dr. Jón Óttar Ragnarsson gluggar í nýju bókina sína. NT-mynd: Þorfinnur ■ Næring og vinnsla nefnist nýútkomin bók eftir Jón Óttar Ragnarsson, matvælafræöing, Þetta er mikið rit, hátt í 400 blaðsíður að stærð og spannar yfir flestar fæðutegundir sem neytt er á íslandi. Bókin ber greinilega með sér að vera ætluð til kennslu, því hver kafli endar á ágripi af inni- haldi kaflans og spurningum til upprifjunar. I bókinni, sem skiptist í 32 fremur stutta kafla er fjallað um hvernig fæðan verður til og hvernig hún er meðhöndluð í vinnslu. Þá eru og hollustu ým- issa fæðutegunda gerð skil. Við gerð bókarinnar kveðst höfundur hafa lagt áherslu á að gefa stutt og skýr svör við þeim spurningum sem helst sé álitið að neytendum séu efst í huga um það víðfeðma svið sem bókin spannar. Nokkrir viðaukar eru aftast í bókinni með tölulegum upplýs- ingum fyrir neytendur, þar á meðal eru næringarefnatöflur sem ná til 29 næringarefna í yfir 200 fæðutegundum. Töflur þess- ar ná m.a. yfir allar þær tslensku mælingar sem nú eru taldar áreið- anlegar. í ritinu fjallar Dr. Jón Óttar ekki einungis um þau fæðuefni sem yfirleitt eru talin holl heldur drepur hann einnig á ýmislegt annað, þar á meðal fjallar hann nokkuð um áfengi og segir þá meðal annars: „Margt er undarlegt í afstöðu okkar til áfengisins, en skrítnast er að börn og unglingar skuli ekki fá fræðslu um þessi efni áður en þau byrja að neyta þeirra. Ekki er það síður undarlegt að hér skuli ekki leyfður bjór á sama tíma og leyfð eru vín af öllum gerðum og þar á meðal vín sem eru margfalt sterkari en bjórinn. Margt bendir til þess að áfeng- issýki sé einkum tengd sterkum drykkjum. Ástæðan er sú að erfiðast er að hafa stjórn á vínandámagninu þegar slíkra drykkja er neytt.“ Til skýringar lesmáli bókarinn- ar er allmikið af töflum og skýr- ingarmyndum en auk þess tölu- vert af ljósmyndum. Kápu bókarinnar gerði Erna Ragnarsdóttir en ljósmyndir eru unnar af Leifi Þorsteinssyni og Kristjóni Haraldssyni. SiTRÓNtm EI>U inzrxzx GULBÆTUR LÚOA . SUR- i ALDIN PLÓMUR l::Er: TUN- KARTOFLUn FISKUR ÞORSKUR TOMATAR ZBBZ EQQJARAUÐUR nssggz RARAROAR! Vl'MBEn SPERGJU. MAÍS GMEIPALOIN :znrr:: RAUDROR.’ft SVEPPIP. ~rrr*TTf HUNANG :c=zrr: APPEU5ÍNUF5 rcpun :nrí:: vttd II.i Sýnislig heistu niafvíela. ■ Ein skýringarmyndanna í bókinni gerir grein fyrir sýrustigi ýmissa matvæla. Húseigendur - Framkvæmdamenn Fjölbreytt úrval af vönduðum hellum í gangstéttir og bílaplön ásamt 2 gerðum af kantsteinum. Einnig brothellur í veggi og ker. Splittsteinar úr rauðamöl til notkunar innanhúss og utan í stærðunum 40 x 10 x 10 og 30 x 10 x 7. œ Hagstæð greiðslukjör r Fjölritaðar leiðbeiningar Opið laugardag til kl. 16. HELLU OG STEINSTEYPAN VAGNHÖFÐ117 SÍMI30322 REYKJAVÍK Reynir Kristinsson, tæknifræðingur: Nær helmings sparnaður í frágangi steypu utanhúss ■ Gerður hefur verið saman- burður á hagkvæmni við notk- un Thoroseal-efna og hefð- bundinnar notkunar múrhúð- unar og málningar við frágang á steinsteypu utanhúss. Markmiðið með þessari at- hugun var að gera samanburð á hagkvæmni þess að nota Thoroseal-efni til frágangs á húsum að utan í stað hefð- bundins frágangs með pússn- ingu og máhngu. Upplýsinga í þessa athugun var aflað frá Múrarafélagi Reykjavíkur, Málarafélagi Reykjavíkur, málningarverk- smiðjum og iðntæknistofnun. Við útreikning á kostnaði við hefðbundin múrverk, var stuðst við niðurstöður úr upp- mælingum nokkurra bygginga, og þar á meðal var fjölbýlishús það sem notað er í viðmiðunar- tölum Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins fyrir byggingarkostnað. Samsvörun úr þessari athugun var mjög góð, og því ættu þessar tölur að vera vel viðmiðunarhæfar. Niðurstaðan varð sú, að múr- vinna reyndist vera um 8.41 mælieining pr m2 í brúttó flatarmáli útveggja og hand- lang 35%. Reiknað var með sementi um 12,5 kg á m2 og sandi um 0,25 á m2. Loftblendi og réttskeiðar voru reiknaðar sem 1,5% af kostnaðarverði. Við hraunáferð er viðbótar- kostnaður í vinnu um 15% og í efni um 40% ofan á kostnað við slétthúðun. Við málningu á útveggjum var stuðst við niðurstöður málningarprógramma sem upp voru gefin af málningarverk- smiðjunum. Þar sem magn- tölur voru nokkuð breytilegar, voru notaðar meðaltölur fram- leiðendanna. Þannig er gert ráð fyrir að sléttir nýir fletir séu málaðir 3 umferðir, að efnismagn miðað við plast- málningu sé samtals 0,32 1 á m2, og að vinna sé 25,2 taxta- mínútur málara. Reiknaður kostnaður við heildarfrágang skv. hefðbundinni aðferð, þar sem múrhúðun er í flestum tilfellum valin til að gefa mann- virkinu ákveðna áferð, en málning valin til að gefa húsinu lit og verja múrhúðunina og mannvirkiðfyrirveðrum. Ekki var tekið með í dæmið viðhald málaðra húsa, en endurmáln- ing húsa kostar um 2/3 af kostnaði við málningu í fyrsta sinn. Ástæða þess að framan- greindur hefðbundinn frá- gangur er valinn til saman- burðar við meðhöndlun með Thoroefnum, er að með Thoro- efnum er hægt að velja mis- munandi áferð flatarins, t.d. er hægt að fá fram svipaða áferð og pokapússning gefur, þar sem borðaför og annað slíkt kemur í ljós, eða slétta áferð samsvarandi sléttri múr- húðun, eða hraun-áferð eins og með hefðbundinni hraun- húðun. Auk þess að gefa mannvirk- inu ákveðna yfirborðsáferð, verja Thoroefnin mannvirkið gegn veðrum og gefa því jafn- framt Iit. Ástæða þess er að Thoroefnin eru byggð upp úr mjög hörðum samvöldum steintegundum, blönduðum acrylefnum og mynda því þunna, sterka steinhúð utan á mannvirkið. Kostur þess að nota slíka steinefna-yfirborðsmeðhöndl- un er, að með því er tryggt að viðloðun sé góð, að vatnsþétti- leiki steypunnar og gufu- streymiseiginleikar raskist ekki milli yfirborðs og stein- steypunnar í mannvirkinu sjálfu. Ending þessarar yfir- borðsmeðhöndlunar er því mun meiri en þegar um hefð- bundinn frágang er að ræða, og má einna helst líkja því við yfirborðsfrágang bygginga eins og hann var hér áður fyrr, þar sem hrafntinna, marmarasalli eða slík hörð efni voru sett í ytra lag múrhúðunar til að verja mannvirkið gegn veðrun. Slík meðferð hefur sýnt sig að hafa mjög góða endingu og má í því sambandi m.a. benda á Þjóðleikhúsið. Niðurstaða þessarar athug- unar sýndi, að á verðlagi í júlí 1983, var kostnaður við múr- húðun og málningu með hefð- bundinni aðferð um 360 kr. á m2, en siétt Thoroáferð um 190 kr. á m2, eða um 50% ódýrari en hefðbundin aðferð. Við hraunaða fleti reyndist kostnaður með hefðbundnum hætti vera um 470 kr. á mJ, en með notkun Thoroefna um 250 kr. á m2. Verðmismunur er því hinn sami. (Þegar rætt er um kostnað við yfirborðs- meðhöndlun með Thoroefn- um, hefur verið tekið tillit til vinnu við vírhögg, hreinsun, múrviðgerðir á samskeytum og köntum). Notkun Thoroefna er ekki ný hér á landi. Thoroefni hafa verið notuð á all-margar bygg- ingar á sh 10 árum, og má þar m.a. nefna að á þak íþrótta- hallarinnar í Laugardal var síðast valið Thoroseal, og utan á Geðdeild Landspítalans. Ekki hafa legið fyrir mælingar- taxtar fyrir notkun Thoroefna, en nú er unnið að því að finna mælingartaxta fyrir yfirborðs- meðhöndlun með Thoroefnum hjá Múrarafélagi Reykjavíkur. Þó svo að Thoroefnin séu innflutt efni, þá er hér ekki verulegur munur á, varðandi atvinnusköpun miðað vð hefð- bundinn frágang, þar sem vinnan við að blanda efnin og setja þau utan á mannvirkin er alfarið unnin af íslenskum fagmönnum, hinsvegar eru efnin fljótlegri í notkun og stór kostur er, að ekki þarf að meðhöndla hús að utan eins oft og raun ber vitni þegar um er að ræða hefðbundinn frágang. Komið hefur fram, að ekki liggi fyrir nægjanlegar athug- anir hér á landi, á notkun og endingu málningar og Thoro- efna utanhúss. Fyrirhugað er því að gera samanburðarat- hugun á gæðum yfirborðsmeð- höndlunar með Thoroefnum og málningu, þar sem sérstak- lega verður prófuð viðloðun, vatnsþéttleiki, gufustreymis- eiginleiki og ending þessara efna. Hér er um mjög veiga- mikið mál að ræða, þar sem kostnaður íslendinga við við- hald mannvirkja er all-veru- legur, og því mikið hagsmuna- mál að hægt sé að finna ódýra og endingagóða aðferð við yfirborðsmeðhöndlun bygg- inga sem tryggir jafnframt framangreindar kröfur um við- loðun, vatnsþéttleika, gufu- streymiseiginleika og endingu. Góð ráð ■ í kynningarbæklingi frá Neytendasamtökun- um, sem m.a. er dreift á Heimilissýningunni, er aö finna eftirtalin „góð ráð sem vert er að hafa í huga þegar innkaup eru gerð.“ 1) Skrifaðu alltaf minnis- lista, - hann getur hangið uppi í eldhúsinu og á hann má skrifa jafnóðum og í ljós kemur að einhverja vörutegund vantar. Haltu þig við listann. 2) Skipulegðu matseðil- inn a.m.k. tvær vikur fram í tímann og hag- aðu innkaupunum samkvæmt því. 3) Kauptu ekki matvörur út á krítarkort og láttu ekki skrifa matvörur hjá þér. 4) Skrifaðu ekki ávísanir upp á lægri upphæðir en 1000 kr. 5) Farðu aldrei svangur í matarinnkaup.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.