NT - 31.08.1984, Blaðsíða 7

NT - 31.08.1984, Blaðsíða 7
Reykjavík: Bryggjupláss fyrir 150 báta næsta sumar í nýrri aðstöðu Snarfara krónur á ári að vera félags- maður og hafa legupláss við nýju bryggjuna. A nýju bryggjunni hittum við Kára Halldórsson, sem á Örn HF 60, rúmlega þriggja tonna bát, með öðrum. Kári sagði að með öllu hefði báturinn kostað um sjö hund- ruð þúsund. í bátnum hafa þeir Kári, og meðeigandi hans Valdimar, tvo dýptarmæla, fullkominn Loran, tvær tal- stöðvar og 165 hestafla vél. Hann sagði að báturinn gengi um 37 sjómílur og sagði að það hefði tekið þá 7 tíma að sigla til ísafjarðar í sumar. Þar sem báturinn er nýr, sjósettur um páskana, er lítill rekstrarkostnaður á honum, nema olíukostnaður. Kári sagði að hægt væri að reikna með um 1 lítra af olíu á sjómílu og þar sem lítrinn kostaði 10 krónur, þá væri eldsneytiskostnaður um 10 krónur á mílu. Þeir Kári og Valdimar fóru í ferð í kringum landið í sumar, og sigldu alls 3000 mílur. Kári sagði að þetta væri þriðji bátur þeirra, en fyrst hefðu þeir átt lítinn gúmmíbát ■ Kári Halldórsson á bát sín- um Erni HF-60 við bryggju í Elliðaárnaustum. Ólafsvík: Dýr ormatí nsla ■ Stjórnendum fisk- vinnslunnar Hróa í Ólafs- vík reiknast til að það hafi kostað þá um 4 milljónir króna að hreinsa orminn úr saltfiskinum sem fram- leiddur var á vertíðinni 1983. Eins og menn muna var ákveðið á árinu 1983 að gegnumlýsa og ormtína allan saltfisk sem þá var til í landinu. Fyrir þá hjá Hróa þýddi þetta að að fara þurfti í gegnum 900 tonn af salt- fiski. Petta áætla menn að hafi kostað þessa einu fisk- vinnslu um 4 milljónir króna í vinnulaun, rýrnun og í vexti vegna þess hve menn þurftu að sitja lengi uppi með birgðirnar. Fróðlegt væri að vita hvað menn áætli þennan kostn- að mikinn fyrir alla salt- fiskverkun landsins. Við núverandi bryggju Snarfara geta um 50 bátar lcgið. Grundarfjörður: 1 Allt í „hers höndum“ ■ „Það má segja að hér sé allt undir lagt, enda verið að leggja bundið slitlag á hálfan bæinn,“ sagði Sigurður Eggertsson sveitar- stjóri í Grundarfírði er NT ræddi við hann nú í vikunni. AHs eru það um 30 þúsund fermetrar af olíumöl sem lagðir verða að þessu sinni og er áætlað að því verki verði lokið á sjö dögum (áttundi dagurinn hvíld- ardagur??). Ekki er þó þessi framkvæmd eina framtak sveitarfélagsins nú í sumar. Öðru nær. Sigurður upplýsti okkur um að fyrr í sumar hefði verið gengið frá þremur íþróttavölluny einum handboltavelli og tveimur körfu- boltavöllum. Þá er einnig verið að steypa Hrannarstíg, sem er aðalgatan og liggur niður á hafnargarðinn. Loks má nefna að nýjum löndunarkrana fyrir smábáta hefur verið komið fyrir á hafnarbakkanum og verður hann væntanlega tekinn í notkun einhvern næstu daga að sögn sveitarstjór- ans. Hólabrekkuskóli: Vill fá reit til gróð- ursetningar ■ Skólayfirvöld í Hólabrekkuskóla íhugá að sækja um reit í borgarlandinu til að gefa nemendum sínum ko'st á að hefja gróður- setningu. Efst á óskalistanum er réitur við Elliðaárnar, sem hefur þann kost að vera nálægt skólanum. Nemendur þyrftu því ekki að ferðast um langan veg og' hefðu einnig betri aðstöðú til að fylgjast með árangri starfs síns. Aðrir reitir, sem einnig þykja koma til greina eru í Heiðmörkinni og á Reynisvatnsjörðinni. BILAKAUP Borgartúni 1, -105 Reykjavik. Simar 86010-86030. . ANDSINS

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.