Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 209. TBL. 92. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Stuldur eða tilviljun? Mankell sakaður um að nota hug- myndir Arnaldar í glæpasögu | Listir Bílar og Íþróttir í dag LÖGREGLAN í Reykjavík fann í gær líkið af Sri Rhamawati, sem saknað hefur verið frá júlíbyrjun, í þriggja metra djúpri hraunsprungu í nágrenni Hafnarfjarðar. Grjót hafði verið sett yfir líkið og telur lögregla fullvíst að það hefði aldrei fundist nema vegna þess að Hákon Eydal, banamaður Sri, féllst í gær á að greina frá staðsetningu þess. Ómar Smári Ármannsson aðstoð- aryfirlögregluþjónn segir að lög- regla hafi aldrei lagt fullan trúnað á þá frásögn Hákonar að hann hafi kastað líkinu fram af klettum við Hofsvík á Kjalarnesi. Þegar rekald hafi verið sett fram af klettunum hafi enn komið í ljós að frásögn hans stóðst ekki. Síðdegis í gær fór Hákon með rannsóknarlögreglumönnum og mönnum úr tæknideild að hrauninu og benti þeim á staðinn þar sem hann faldi líkið. Líkið var í drapplituðum sænsk- um póstpoka úr næloni, líkt og Há- kon hafði áður greint frá, og var bundið fyrir hann með gallabuxum. Pokinn var þakinn grjóti og þurfti að bregða böndum á suma hnull- ungana til að ná þeim upp úr sprungunni. Einnig varð að draga pokann upp með böndum. Hraun- gjótan sem um ræðir er um þriggja metra djúp og svo þröng að aðeins einn lögreglumaður komst þar fyrir til að ná grjóti ofan af líkinu. Ættingjum Sri var greint frá lík- fundinum í gærkvöld og segir Ómar Smári ljóst að þungu fargi sé af þeim létt. Áður leitað á svæðinu Ómar Smári segir að tvíleitað hafi verið á svæðinu þar sem líkið var falið en menn hafi einskis orðið varir. Líkið hefði aldrei fundist hefði ekki verið bent á felustað þess. Ekki sé hægt að greina nánar frá staðsetningu sprungunnar þar sem enn eigi eftir að ljúka vettvangs- rannsókn. Hann vildi ekkert segja til um hvort morðvopnið hefði fund- ist. Hinn 27. júlí sl. fór Hákon með lögreglumönnum upp á Kjalarnes og sýndi þeim staðinn þar sem hann kvaðst hafa kastað líkinu fram af klettum í Hofsvík. Í kjölfarið grand- skoðuðu kafarar víkina og björgun- arsveitarmenn gengu fjörur frá Geldinganesi að Hvalfirði. Á mánu- dag var svo reynt að líkja eftir reki líksins, en rekaldið hafnaði í fjöru- borðinu og hreyfðist lítið sem ekk- ert úr stað meðan á tilrauninni stóð. Ómar Smári vildi koma á fram- færi þökkum til þeirra sem hafa að- stoðað lögreglu við rannsóknina. „Svona rannsóknir geta tekið tíma og það þarf að vinna þær stig af stigi til að þær skili niðurstöðu.“ Morgunblaðið/Júlíus Rannsóknar- og tæknideildarmenn lögreglunnar í Reykjavík við hraungjótuna. Líkið var þakið grjóti og aðstæður á fundarstaðnum erfiðar. Líkið fundið í hraungjótu Banamaður Sri Rhamawati vísaði lögreglunni á réttan felustað í hrauninu við Hafnarfjörð í gær DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra var í gærmorgun skorinn upp öðru sinni þar sem niðurstöður rannsókna í framhaldi af fyrri skurðaðgerð sýndu að illkynja mein væri í skjaldkirtli. Læknar Landspítala – háskóla- sjúkrahúss ákváðu að fjarlægja skjaldkirt- ilinn og nærliggjandi eitla. Í frétt frá forsæt- isráðuneytinu segir að ráðherra heilsist vel og að læknar segi batahorf- ur hans mjög góðar. Davíð lagðist inn á sjúkrahús 21. júlí sl. vegna gallblöðrubólgu. Við rannsókn kom í ljós staðbundið æxli í hægra nýra hans, sem var síðan fjarlægt með skurðaðgerð. „Við rannsókn samfara skurðaðgerðinni staðfestist að um algjörlega staðbundið mein var að ræða, sem auðvelt reyndist að fjarlægja. Bati ráð- herrans eftir þessa aðgerð hefur verið góður og eðlilegur og engin eftirköst komu í ljós,“ segir í fréttinni. Næstu daga gekkst Davíð undir umfangs- miklar rannsóknir, sem leiddu í ljós illkynja mein í skjaldkirtlinum. Engin tengsl eru sögð milli þessara meina. Ráðherrann mun dvelja nokkra daga enn á sjúkrahúsinu til að jafna sig og verða frá störfum nokkrar næstu vikur þar til hann hefur náð fullum bata. „Davíð Oddsson og fjölskylda hans vilja koma á framfæri einlægu þakklæti til lækna þeirra og hjúkrunarfólks og annars starfsliðs Landspítala – háskólasjúkrahúss sem annast hefur forsætisráðherra af mikilli þekkingu, fagmennsku og hlýju. Jafnframt vilja þau koma á framfæri kveðjum og þökkum til þess gríðarlega fjölda einstaklinga sem hefur sent forsætisráðherra og fjölskyldu hans fallegar kveðjur, góðar óskir og fyrirbænir. Þessar góðu kveðjur og sú mikla hlýja sem þær hafa fært með sér eru ráðherranum og fjölskyldu hans mikilvægur styrkur við þessar erfiðu aðstæður,“ segir í frétt ráðuneytisins. Forsætis- ráðherra skorinn upp öðru sinni LÖGREGLAN í Ósló leitaði í gær að manni sem gekk berserksgang í sporvagni í mið- borginni og stakk að minnsta kosti sex manns með hnífi. Einn þeirra lést af sárum sínum og a.m.k. tveir voru í lífshættu, að því er fram kom á fréttavef Aftenposten. Maðurinn stakk fyrst fimm manns í aft- asta vagninum, hljóp síðan út og stöðvaði bíl. Stakk hann ökumanninn og ók á brott í bílnum sem fannst síðar mannlaus. Að sögn lækna á Ullevål-sjúkrahúsinu var komið þangað með karl og konu, sem fengið höfðu lífshættulegar stungur í brjóstið, og á Aker-háskólasjúkrahúsinu voru tveir mikið særðir eftir árásina. Vitni segja, að árásarmaðurinn hafi verið af afrískum uppruna. Var hans leitað í gær- kvöld en þá var hnífurinn kominn í leitirnar. Gekk berserksgang með hníf í sporvagni í Ósló Scanpix Lögreglan í Ósló á vettvangi í gær en árásin átti sér stað í aftasta vagni sporvagnsins. Var árásarmannsins ákaft leitað í gærkvöld af fjölmennu lögregluliði. Hnífurinn, morðvopnið, var þá fundinn. Drap einn og særði fimm, suma alvarlega BRESKA lögreglan handtók í gær 13 manns, sem grunaðir eru um að tengjast hryðjuverkasamtökum. Stóðu aðgerðir enn yfir í gærkvöld og var búist við að handtökunum ætti eftir að fjölga. Lögreglan sagði að 13 hefðu verið handteknir, með vísan til hryðju- verkalaga, í nokkrum borgum, meðal annars London, eftir að fylgst hefði verið með þeim um skeið. Væru þeir grunaðir um að hafa komið að und- irbúningi eða hvatt til hryðjuverka. Ekki er vitað hvort handtökurnar tengjast auknum hryðjuverkavið- búnaði í Bandaríkjunum en breska innanríkisráðuneytið varaði á sunnu- dag við „raunverulegri hættu“ á hryðjuverkum í Bretlandi. Þrettán handteknir í Bretlandi London. AP, AFP.  Gögn/15 Bílar | Ofmetnustu bílarnir  Dagbók drullumallara  Citroën C8 fyrir stórfjölskylduna Íþróttir | FH- ingar neita að spila á skosku gervigrasi  Marcello Lippi stýrir Ítölum í fyrsta sinn á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.