Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 20
UMRÆÐAN 20 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ RANNSÓKNIR sýna að þátt- taka fólks í félagsstarfi á unga aldri segir fyrir um þátttöku þess í félagsstarfi síðar á ævinni. Þær sýna einnig að í félagsstarfi þjálf- ast færni fólks til að taka á verkefnum og málefnum, leiða þau til lykta, eiga farsælt samstarf við annað fólk og m.a. byggja upp traust og sam- hygð milli manna. Á máli félagsfræðanna kallast þetta fé- lagsauður (social capi- tal) og telst uppistaða í auðlegð samfélaga til jafns við efnislegan auð og mannauð. Þátttaka í stjórnmála- starfi er einn margra möguleika ungs fólks til að byggja upp eigin félagsauð og annarra, auk þess að vera lykilatriði í okkar lýðræð- isskipan. Ungt fólk á Norðurlöndum er fráhverft stjórnmálum Í fréttatíma Ríkisútvarpsins hinn 19. júlí sl. var greint frá nið- urstöðum rannsókna í 28 Evr- ópulöndum um viðhorf ungs fólks til stjórnmála; m.a. áhuga þess á þátttöku í stjórnmálum og trú þess á eigin möguleikum til að hafa áhrif á þjóðfélagið með þeirri þátttöku. Rannsóknin (The Young Citizens Program við Gautaborg- arháskóla) náði til 70.000 ung- menna á aldrinum 14–15 ára. Öll Norðurlönd nema Ísland tóku þátt. Niðurstaðan kom á óvart hvað Norðurlöndin varðaði, en ungt fólk þar hafði verulega minni áhuga á pólitískri þátttöku og minni trú á eigin áhrifamögu- leikum þar en velflestir evrópskir jafnaldrar þeirra. Samt telja lang- flestir hinna ungu Norðurlandabúa að þeir muni kjósa í kosningum, enda rík hefð þar fyrir mikilli kosningaþátttöku. Ekki liggja fyr- ir upplýsingar um viðhorf ís- lenskra ungmenna til stjórnmála, en hver sem þau eru hljóta þau m.a. að mótast af þeirri mynd sem þau hafa af íslenskum stjórnmálum almennt og ekki síst starfi ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna. Hlutverk ungliða- hreyfinga stjórn- málaflokka Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka eru, þegar vel tekst til, í senn æf- ingabúðir, skólar, uppspretta nýrra hugmynda og afþreying. Þær eiga að vera skólar þar sem nýjar hugmyndir eru þróaðar og prófaðar, haldnir eru fyrirlestrar og fram fer rökræða, jafnt um grundvallargildi stjórnmála sem dagleg úrlausnarefni þeirra. Ung- liðahreyfingar eiga að vera æf- ingabúðir þar sem ungt fólk lærir að takast á í kappræðum og kosn- ingum, hlýtur eldskírn þess að láta reyna á eigin hugmyndir og forystu, þar sem samherjar takast á. Samherjar sem að loknum kappræðum eða kosningum hafa þroska til að snúa bökum saman um sameiginleg baráttumál, gegn sameiginlegum pólitískum and- stæðingum. Forsenda alls þessa er þó að lýðræðislegar hefðir og leikreglur séu í heiðri hafðar, þannig að andi hreinskilni, heiðarleika og trausts skapist. Eðlilegt er að tekist sé á, en öllu skiptir hvernig það er gert. Heimdallur sé fyrirmynd lýð- ræðislegra vinnubragða Sjálfstæðisflokkurinn er lang- fjölmennasti stjórnmálaflokkur landsins og ungliðahreyfing hans í Reykjavík, Heimdallur, fjölmenn- asta félag ungs fólks í stjórn- málum. Miklu skiptir fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og stjórnmálin almennt, að starf Heimdallar sé til fyrirmyndar. Á sl. hausti beitti stjórn Heimdallar aðferðum í stjórnarkjöri, sem ganga gegn lýð- ræðishefðum Sjálfstæðisflokksins. Til þess að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig hefur fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, í samræmi við samþykkt mið- stjórnar flokksins sl. vetur, sent út viðmiðunarreglur um undirbún- ing og framkvæmd kosninga í flokksfélögum Sjálfstæðisflokks- ins. Viðmiðunarreglur, sem eiga að tryggja jafnræði framboða, gagnsæi og lýðræði. Framundan er stjórnarkjör í Heimdalli. Ungt fólk mun fylgjast með því hvort núverandi stjórn Heimdallar, sem náði kjöri með aðferðum, sem kærðar voru til miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins, sýni meiri lýðræðisþroska og -styrk en sú stjórn, sem á undan sat. Hvort hún stuðli að því að ungt fólk á Íslandi verði fráhverft stjórnmálum eins og jafnaldrar þeirra á Norðurlöndum eða virki sem hvetjandi fyrirmynd lýðræð- islegra og þroskandi vinnubragða. Sjálfstæðisflokkurinn á það síð- arnefnda skilið. Stjórnmálaþátt- taka ungs fólks Bolli Thoroddsen skrifar um stjórnmál ’Forsenda farsælsstjórnmálastarfs er að lýðræðislegar leikreglur séu virtar þannig að andi heiðarleika og trausts skapist.‘ Bolli Thoroddsen Höfundur er ungur sjálfstæðismaður. SKÝRT hefur verið frá því að frá og með 1. desember næstkom- andi muni Eimskipafélag Íslands, dótturfélag Burð- aráss, hætta strandsiglingum í kringum Ísland. Í tilkynningu um af- komu Burðaráss segir að þess sé vænst að þessi að- gerð komi til með að skila félaginu 300–400 milljóna króna hagræðingu á ársgrundvelli. Einnig kemur fram að uppsagnir 40–50 starfsmanna á skrifstofu Eim- skipafélagsins fyrr í þessum mán- uði muni koma til góða í hagræð- ingarskyni og sé reiknað með að alls nemi sparnaðurinn 200–250 milljónum á ársgrundvelli. Mikið vill meira En skyldi Eimskipafélagið vera á vonarvöl? Ekki er svo að skilja því félagið hefur upplýst að hagnaður fyrir afskriftir á árinu 2004 sé áætlaður u.þ.b. 2.300 milljónir og gert er ráð fyrir að afkoma ársins 2005 verði um 3.000 milljónir og um 3.500 milljónir árið 2006. Þegar Skipaútgerð ríkisins var lögð niður árið 1992 átti Morgunblaðið vart nógu sterk orð til að lýsa hve góð sú ákvörðun var og hinn 24. mars það ár varð þetta leiðarahöfundi blaðsins tilefni til þess að staðhæfa að einkavæðing strandsiglinga myndi „tryggja nauðsynlega þjón- ustu eftir hagkvæmustu og ódýr- ustu tiltækum leiðum. Og létta jafnframt áhætturekstri og oftar en ekki taprekstri af ríkissjóði og þar með skattgreiðendum“. Í um- ræðum á þingi á þessum tíma kom fram að miklum fjármunum hefði verið varið til strandsigling- anna og uxu ýmsum þær upphæðir mjög í augum. Umræðan um þennan þátt málsins var þó afar yfirborðskennd. Þannig einblíndu menn á kostn- aðinn við siglingarnar og töldu sig lausa allra mála eftir að Skipaútgerðin yrði lögð af. Þar gleymd- ist að geta þeirra fjár- muna sem augljóslega yrði að setja í vegakerfið eftir að þungaflutningar færðust upp á landið. Með ákvörðun Eim- skipafélagsins nú er ljóst að álagið á vegakerfið mun enn aukast. Þjóðhagslega kann þessi ákvörðun að hafa alvarlegar afleiðingar. Í fyrrnefndum leiðara voru litlar efa- semdir um að einkavæðingin væri til hagsbóta fyrir neytendur og samfélagið allt: „Svo er að sjá sem samgönguráðherra hafi haldið svo á þessu máli, að samfélagið hljóti af nokkurn hag. Af ríkissjóði hefur verið létt verulegum útgjöldum, án þess að þjónusta hafi skerzt. Vonir standa og til að samkeppni Eim- skips, Samskipa og annarra, sem strandsiglingar stunda, muni svara eftirspurn neytenda … Flest bend- ir því til þess að einkavæðing strandsiglinga muni takast vel.“ Þarna reyndist leiðarahöfundur ekki sannspár og eina ferðina enn hefur sannast að vafasamt er að setja jafnaðarmerki á milli hags- muna einstakra fyrirtækja annars vegar og þjóðarhags hins vegar. Af þessu má leiða annað og meira: Það er misskilningur að leggja dæmið upp sem „taprekstur“ eins og leiðarahöfundur gerði forðum. Markmið fyrirtækis og samfélags þarf ekki að vera hið sama. Þannig getur samfélag tekið ákvörðun um að halda uppi þjónustu sem fyr- irtæki sæi sér ekki hag í. Enn- fremur getur þjóðarhagur krafist annarra lausna en eru á færi ein- stakra fyrirtækja. Frumkvæði Jóns Bjarnasonar Fyrir nokkru fór Jón Bjarnason fyrir okkur þingmönnum VG og flutti þingsályktunartillögu um að rækileg úttekt yrði gerð á strand- siglingum við Ísland með það fyrir augum að efla þær. Þingmálinu var vísað til ríkisstjórnarinnar. Hún hefur hins vegar ekkert aðhafst í málinu eftir því sem ég kemst næst. Hins vegar hef ég fyrir satt að Sturlu Böðvarssyni samgöngu- ráðherra hafi ekki verið skemmt þegar honum voru færð tíðindin af ákvörðun Eimskipafélagsins nú. Einu sinni var talað um Eim- skipafélagið sem óskabarn þjóð- arinnar og talsmönnum þess varð tíðrætt um ábyrgð þegar um heild- arhagsmuni þjóðarinnar væri að ræða. Ekki þekki ég félagslega samvisku Eimskipafélagsins í gegnum tíðina til að dæma þar um. Hitt er ljóst að á því búinu er nú fyrst og fremst hugsað um að há- marka hagnaðinn. Nú þarf að byrja upp á nýtt Nú eru hins vegar góð ráð dýr. Ís- lendingar hafa varið miklum fjár- munum í hafnargerð víðs vegar um landið, bæði fyrir fiskiskipaflotann og einnig flutningaskip. Margt bendir til þess að sjóflutningar séu hagkvæmur kostur í þjóðhagslegu tilliti. Gæti verið ráð að samfélagið tæki höndum saman um að koma á strandsiglingum að nýju? Fyr- irtækið gæti t.d. heitið Skipaút- gerð ríkisins. Nafnið skiptir ekki öllu máli. Hitt skiptir máli að við förum í alvöru að hugleiða hvort við eigum annarra kosta völ en að byrja upp á nýtt og hefja upp- byggingarstarf á þeim sviðum þar sem ríkisstjórnir síðasta hálfan annan áratuginn hafa gengið harð- ast fram í einkavæðingu. Víða hef- ur hún skilið eftir sviðna jörð. Kannski leiðarahöfundur Morg- unblaðsins láti svo lítið að fjalla um afdrif strandsiglinga á Íslandi í kjölfar þess að þær voru einka- væddar. Hinar sveru yfirlýsingar frá því í mars árið 1992 gefa fullt tilefni til slíks. Eimskipafélagið – einkavæðing og gamall Morgunblaðsleiðari Ögmundur Jónasson skrifar um Eimskipafélagið ’Með ákvörðun Eim-skipafélagsins nú er ljóst að álagið á vega- kerfið mun enn aukast. Þjóðhagslega kann þessi ákvörðun að hafa alvarlegar afleiðingar.‘ Ögmundur Jónasson Höfundur er þingflokksformaður VG. SKYNSEMIN mælir með því að sem flestir hjóli erinda sinna. Hjólreiðar eru hagkvæmar fyrir budduna, góðar fyrir umhverfið og leiða af sér bætt heilsufar (og stinnari rass). Hjólreiðar eru því jákvæður val- kostur í efnahags-, umhverfis- og sam- félagslegu tilliti. Víð- ast hvar í heiminum má finna markvissar áætlanir hjá yfirvöld- um um að hvetja sem flesta til að hjóla. Sömu fyrirheit má finna hjá Reykjavík- urborg sem hefur ásamt sveitarfélögum á höfuðborgarsvæð- inu ákveðið að bæta samgöngur fyrir hjól- reiðar. Með mark- vissri uppbyggingu hefur orðið til stíga- kerfi fyrir hjólandi og gangandi vegfar- endur sem tengir saman græn svæði borgarinnar. Þó hefur ekki enn verið ráðist í það að leggja sér- stakar hjólagötur sem gera hjól- reiðar að raunhæfum samgöngu- kosti. Skipulagsyfirvöld Kaupmannahafnar hafa í 50 ár byggt upp á markvissan hátt fyr- irmyndar kerfi fyrir hjóla- samgöngur. En kerfið hefði orðið til einskis ef frændur okkar hefðu ekki tekið virkan þátt í því að nota það og stigið á sveif með fyr- irætlan yfirvalda. Því ættu Reyk- víkingar að geta horft til hjólreiða sem alvöru valkosts í samgöngum og leggja þar með sitt af mörkum við gera borgina okkar umhverf- isvæna heilsuborg norðursins. Eftir nær áratugar uppbygg- ingu grænna stíga þá er orðið tímabært að skoða lagningu hjóla- gatna sem setja þarfir hjólreiða- manna í fyrsta sæti. Því hefur samgöngunefnd Reykjavíkur ákveðið að skipa starfshóp sem fjalla á um hjól- reiðar, skoða hvernig megi auka þátt hjól- reiða í samgöngum borgarbúa og setja fram tillögur um það sem betur má fara með tilliti til öryggis, styttri ferðatíma og þæginda. Ennfremur er hópnum falið að móta stefnu Reykja- víkurborgar í þessum málaflokki. Nú þegar hefur hugur borgarbúa til hjólreiða verið kann- aður og er ljóst að mikill vilji er til að auka þátt þeirra í samgöngum en ekki jafnljóst hvað þarf að gerast til að svo geti orðið. Notkun reiðhjóla er í engu samræmi við mikla hjólaeign og fögur fyrirheit um að hjóla í vinn- una, skólann eða í ræktina. Því er mikilvægt að vita hvernig hægt er að auðvelda fólki valið milli bílsins og reiðhjólsins dag hvern! Eru all- ar vísbendingar vel þegnar og mega þær berast með tölvupósti til starfsmanns Borgarverkfræð- ings, Magnúsar Haraldssonar, á magnus.haraldsson@rvk.is. Hjólað í Reykjavík Óskar Dýrmundur Ólafsson fjallar um hjólreiðar Óskar Dýrmundur Ólafsson ’Notkunreiðhjóla er í engu samræmi við mikla hjólaeign …‘ Höfundur er forstöðumaður og for- maður starfshóps um hjólreiðar. www.thumalina.is FRÉTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.