Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 36
MENNING 36 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju 5. ágúst kl. 12.00: Inga Rós Ingólfsdóttir selló og Hörður Áskelsson orgel 7. ágúst kl. 12.00: Stephen Tharp orgel 8. ágúst kl. 20.00: Stephen Tharp frá BNA leikur verk eftir Handel, Bach, Mendelssohn, Vierne og Stravinsky. Fös . 06 .08 20 .00 UPPSELT Fös . 13 .08 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Lau . 14 .08 20 .00 ÖRFÁ SÆTI ATH ! ATRIÐ I Í SÝNINGUNNI ERU EKKI FYRIR V IÐKVÆMA ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA MIÐASALAN er opin á fame.is, á þjónustuborði Smáralindar og í síma 528 8008 JÓNSI SVEPPI Yfir 12.000 miðar seldir ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Fös. 6. ágúst kl. 19.30 Lau. 7. ágúst kl. 19.30 Fim. 12. ágúst kl. 19.30 Fös. 13. ágúst kl. 19.30 Lau. 14. ágúst kl. 18.00 Fim. 19. ágúst kl. 19.30 Fös. 20. ágúst kl. 19.30 Sun. 22 ágúst kl. 19.30 Í lok síðasta árs komu út fimmlítil bókarhefti undir heitinuÍslensk úrvalsleikrit. Útgef- andi er bókaútgáfan Skrudda og ritstjórar leikskáldin Ólafur Haukur Sím- onarson og Árni Ibsen. Í hverju hefti er eitt leikrit, Maríusögur eftir Þorvald Þorsteinsson, Hvað er í blýhólknum eftir Svövu Jak- obsdóttur, Hafið og Vitleysing- arnir eftir Ólaf Hauk Símonarson og Himnaríki eftir Árna Ibsen.    Fjögur þessara verka eru skrif-uð á síðasta áratug síðustu aldar og eru flestum enn í fersku minni, en Hvað er í blýhólknum er frá því 1970 og er tímamótaverk í þeim skilningi að þar kom Svava fyrst fram sem leikskáld. Stíll verksins er raunsær þótt snið textans geri ráð fyrir því sem á þeim tíma mátti kallast leik- húslegar lausnir. Formið er nægj- anlega opið til að gefa listrænum stjórnendum svigrúm til túlkunar. Væri forvitnilegt að sjá þetta verk sviðsett í dag.    Útgáfa íslenskra leikrita hefurá undanförnum áratugum verið með eindæmum handahófs- kennd. Útgefendur hafa ávallt sýnt því lítinn áhuga að gefa út leikrit og bera við lítilli sölu. Vel má það vera rétt en skýtur þó samt skökku við miðað við hversu mikill áhugi almennings er á leik- húslífinu að öðru leyti. Margir bera því reyndar við að þeim finn- ist óþægilegt að lesa leikrit, upp- setning textans er þeim framandi og gerir þá ofurmeðvitaða við lesturinn. Þau leikhús sem rekin eru að mestu eða nokkru leyti fyrir op- inbert fé gætu með réttu talist skyld til að gefa út á prenti þau ný leikrit íslensk sem frumsýnd eru á þeirra vegum. Þetta hefur stundum verið gert, stundum um samfellda hríð en fjölmörg leikrit frá undanförnum árum liggja óbirt og/eða óprentuð og undir hælinn lagt hvort þau eru til ein- hvers staðar í handritsformi eða ekki. Þetta á sérstaklega við um leikrit sem flutt voru á árunum fyrir daga tölvuvæðingar á 9. ára- tugnum en þau voru einatt fjölrit- uð og slík eintök hafa sannarlega týnt tölunni í áranna rás. Ekki bætir úr skák að leikhúsin eru ekki bundin kvöðum um skila- skyldu til Landsbókasafns og því ekki einu sinni hægt að ganga að leikhandritum í vörslu þess.    Sjálfstæð leikritaútgáfa á borðvið þá sem nefnd var hér í upphafi er því allra þakka verð og þó greinilega sé reynt að spara sem mest við útgáfuna er engu að síður fengur að textanum á bók. Enn meiri fengur væri að því ef hverju leikriti fylgdi dálítill inn- gangur um efni þess og einnig kynning á höfundinum ásamt með lista yfir önnur ritverk hans. Smátt letur textans gerir heftin einnig erfið sem vinnubók fyrir leikara í hugsanlegum uppsetn- ingum verkanna og jafnvel þó ekki sé gert ráð fyrir annarri notkun en lestri. Sparnaðar- sjónarmið hafa ráðið ferðinni og gerir heftin tæpast eftirsókn- arverð nema fyrir hörðustu safn- ara og áhugamenn um leikritun. Engu að síður þakkarvert fram- tak sem vonandi verður fram- hald á. ’Sjálfstæð leikritaút-gáfa á borð við þá sem nefnd var hér í upphafi er því allra þakka verð.‘AF LISTUMHávar Sigurjónsson havar@mbl.is Leikrit á bók HELGA Ingólfsdóttir semballeikari kvaddi eftir 30 ára einmuna farsælt starf sem fyrsti listræni stjórnandi Sumartónleika í Skálholti á laug- ardaginn var, þegar hún leit yfir far- inn veg á fjölsóttum fyrirlestri sínum kl. 14. Óneitanlega mikil tímamót í framúrskarandi tónleikaröð, sem vonandi fær áfram að vaxa og dafna sem verðug fyrirmynd allra síðar til- kominna sígildra sumartónlist- arhátíða á Íslandi. Að áralangri hefð lauk þessari ver- tíð með þrennum tónleikum á sama degi. Á þeim fyrstu naut Bachsveitin í Skálholti góðs af tónverkasöfnun leiðara síns síðan 1993, Jaaps Schröd- ers, er mun hafa ánafnað staðnum nótna- og bókasafn sitt eins og fram kom af máli Helgu. Gæti vel hafa ver- ið um fleiri en einn íslenzkan frum- flutning að ræða þennan laugardag, enda skilst manni að sum atriðin hafi jafnvel ekki birzt enn erlendis. Verkin veittu skyndiyfirlit yfir þró- un ítalskrar strengjasveitartónlistar á 17. öld, allt frá madrígalískum kór- rithætti Giovanni Gabrielis (d. 1612) í fullfleyga hljóðfæratónlist Torellis (d. 1706). Það var með ólíkindum hvað leynzt gat í fórum jafnvel smámeist- ara eins og Cazzatis (d. 1677) og Bon- oncinis (d. 1678), m.a. bráðfalleg Sarabanda. Að ekki sé talað um G.B. Vitali (d. 1692), er bar nafn með rentu í tveim gneistasprækum verkum úr fremstu röð, Cappriccio detto il Molza (í þá fágætum f-moll) og La Saffatelli. Bæði þrungin hrífandi dýnamík, djarfri krómatík og smelln- um hrynþrifum. Bachsveitin lék af sérlega innlifaðri fágun og samstill- ingu, og hinn aldni hollenzki leiðari sýndi lítil ellimerki í spretthörðustu einleiksköflum konsertanna tveggja Op. 6,6 og 8,8 eftir „Paganini bar- okksins“, Giuseppe Torelli. Frumlegur forboði Skálholtskvartettinn færði hlust- endur einni öld nær nútíma á tónleik- unum kl. 17 með strengjakvartett eft- ir Boccherini í A Op. 32,6 og síðan tveim kvartettum eftir frumhönnuð greinarinnar, Joseph Haydn, þ.e. í Es Op. 9,2 og G Op. 17,5. Gaman var að bera Ítalann og Austurríkismanninn saman. Bocc- herini var ósköp elskulegur og mál- glaður í smástígu lagferli en engin tónvitsbrekka, þrátt fyrir nokkuð safaríka krómatík í II og furðu- ómenúettslega sveitasekkjapíp- ustemmningu í menúettnum (III). Hjá Haydn kvað aftur á móti við skorinorðari þríhljómsmelódík og hnitmiðaðra tóntegundaferli, og þó að staka þáttur gæti verið frekar sauðsleitur (t.d. Moderato (I) í G, er tókst ekki að lyfta á flug) gerðist allt- af eitthvað óvænt annað slagið. Fyrri menúett Haydns mun norrænum vísnavinum kunnari sem Ur Bacchi tempel („Burtu með bölsýni“) í erfi- drykkjutextun Bellmans frá um 1779, og sá í G-dúr var nánast scherzó með „beethovenskum“ krossrytmum. Enn beethovenskara var þó sér- kennilegt Adagióið næst á eftir – við upphafsfrum à la „Til eru fræ“ – er vísaði beinlínis fram á þriðja sköp- unarskeið Ludwigs (nærri hálfri öld síðar!) m.þ.a. skiptast á rómantískum aríustíl og íhugulum „söngles“- innskotum. Glimrandi undirstrikað músíkölsku innsæi flytjenda, er gerðu sér auðheyranlega fulla grein fyrir kraumandi frumleiksmolum meistarans með sprelllifandi og gegnsæjum úrvalssamleik. Hálfkarað barokktríó Hlustendur nutu þriggja stunda umþóttunartíma fyrir síðustu tón- leika laugardagsins. Eins gott, því í beinu framhaldi af sprækri músíser- ingu Skálholtskvartettsins hefði út- koman líklega orðið hálfgerður antí- klímax. Enda var úr takmörkuðum möguleikum að moða úr áhöfn ten- órs, fiðlu og þjorbu (bassalútu) sem þrátt fyrir risavaxinn háls er furðu- hljómspakt hljóðfæri. Að auki voru flest lögin á angurværari nótum og hvergi farið geystar en moderato. Fjölbreytnin varð því minni en vænta mátti af 15 atriða dagskrá þar sem 7 ólíkir höfundar komu við sögu, tveir þeirra ungir núlifandi Íslendingar. Elín Gunnlaugsdóttir hóf og lauk kvöldinu með Maríuversi og Söng- vísu um Maríu og Jesú (frumfl. í Skálholti viku áður). Á milli voru sönglög og lútueinleiksverk frá snemm- og miðbarokktíma eftir Monteverdi, Kapsberger, Grandi og Robert de Visée, auk 5 laga úr ís- lenzka söngarfinum í nærgætnum út- setningum Arngeirs Heiðars. Það er hugsanlegt, að sárviðkvæm áhöfnin hafi gert óvægnari samþætt- ingarkröfur en þeir félagar höfðu haft æfingatíma til að yfirstíga. All- tjent sló útkoman mann sem ein- kennilega hálfköruð og jafnvel slitr- ótt, og færðust fyrst sannfærandi jafnvægi og þéttleiki yfir rétt undir lokin með Kvöldhymna Purcells og Söngvísu Elínar. Býsna langur upp- hitunartími, er studdi enn frekar téða tilgátu. Það var synd, því spila- mennska Arngeirs og Hildigunnar var í sjálfri sér oft natin og þokkafull. Hljómmikil tenórrödd Eyjólfs var sömuleiðis hin efnilegasta, þó að full- vökur styrkbrigði hans og eftirreig- ingar léðu túlkuninni eirðarlaust yf- irbragð þrátt fyrir víða lúshæg tempó. Frumkvöðull kveður TÓNLIST Skálholtskirkja Ítölsk strengjatónlist frá 17. öld eftir G. Gabrieli, Cazzati, Legrenzi, Bononcini, Vitali og Torelli. Bachsveitin í Skálholti. Leiðari og einleikari: Jaap Schröder. Laugardaginn 31. júlí kl. 15. Strengjakvartettar eftir Boccherini og J. Haydn. Skálholtskvartettinn (Jaap Schröder & Rut Ingólfsdóttir fiðlur, Svava Bernharðsdóttir víóla, Sigurður Hall- dórsson selló). Laugardaginn 31. júlí kl. 17. 17. aldar smáverk eftir Monteverdi, Kapsberger, Grandi, Purcell og de Visée auk útsetninga eftir Elínu Gunnlaugs- dóttur og Arngeir Heiðar Hauksson. Eyj- ólfur Eyjólfsson tenór, Hildigunnur Hall- dórsdóttir gamba/fiðla og Arngeir H. Hauksson bassalúta. Laugardaginn 31. júlí kl. 21. SUMARTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson TITRINGUR er í bandarískum listheimi um þessar mundir vegna óvissu um fram- tíð og framkvæmd þátttöku þjóðarinnar á Feneyjatvíæringnum, sem margir telja mest metnu nútímalistahátíð heims, að því er fram kom í grein í The New York Times í gær. Nefndin sem undanfarin ár hefur til- nefnt listamann til að fara fyrir hönd Bandaríkjanna á tvíæringinn hefur verið leyst upp, vegna þess að the National En- dowment for the Arts, sem hefur séð um framkvæmd hennar undanfarin ár, end- urskipuleggur um þessar mundir starf sitt. Einungis 170.000 dollarar Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna ber ábyrgð á bandarískri kynningu á þessari alþjóðlegu listahátíð líkt og mörgum öðrum, og leitar um þessar mundir að nýrri stofnun til að halda utan um verkefnið en einnig til að fjármagna það. Ástæðan er sú að í desember í fyrra til- kynntu tveir einkaaðilar sem hafa fjárhagslega stutt þátttöku Bandaríkjanna í Feyeyjatvíæringnum und- anfarin 17 ár að þeir myndu hætta áframhaldandi sam- starfi. Skýringin var sögð vera endurskipulagning á sjóðsúthlutunum. Kostnaður við sýningahald í ameríska skálanum í Fen- eyjum er talinn geta numið allt að einni milljón dollara, eða rúmlega sjötíu milljónum króna. Hingað til hafa einkaaðilarnir tveir og ríkið saman lagt til um þriðjung þess, og hafa söfn og listamenn yfirleitt safnað afgangi upphæðarinnar. Nú er útlit fyrir að sú upphæð muni hækka, því hlutur utanríkisráðuneytisins til sýning- arinnar árið 2005 er einungis 170.000 dollarar. Umdeilt að leita til safns Í leit sinni að lausn á málinu hefur bandaríska utanrík- isráðuneytið leitað til Solomon R. Guggenheim-safnsins, sem raunar er eigandi skálans í Feneyjum, um að standa fyrir sýningunni árið 2005. Talsmenn safnsins eru þó ef- ins, og segja að um sé að ræða háar upphæðir sem þurfi að safna á skömmum tíma. Sú ákvörðun ráðuneytisins að biðja safn um að stjórna sýningunni í stað þess að láta nefnd taka ákvörðun um hana er auk þess mjög umdeild í listheiminum vestra og hafa margir sýningarstjórar sem hafa átt sæti í nefndinni sem tilnefnir þátttakendur undanfarin ár lýst vanþóknun sinni á fyrirkomulaginu. Linda Norden, sýningarstjóri í Fogg-safninu við Har- vard, og Donna de Salvo, væntanlegur sýningarstjóri við Whitney-safnið í New York, vilja tilnefna listamanninn Ed Ruscha til að fara á Feneyjatvíæringinn árið 2005 fyrir hönd Bandaríkjanna. „Það væri leitt ef ákvörðunin um hver fer væri tekin af einungis einni stofnun. Við er- um öll í biðstöðu,“ sagði Norden í samtali við The New York Times. Myndlist | Þátttaka Bandaríkjanna í Feneyjatvíæringnum Styrktar- og sam- starfsaðil- ar hættir Hluti af innsetningu Freds Wilson, síðasta þátttakanda Bandaríkjanna, í ameríska skálanum á Feneyjatvíæringnum árið 2003.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.