Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2004 15 BANDARÍSKA geimvísindastofn- unin NASA skaut í gær á loft ómönnuðu rannsóknargeimfari sem ætlað er að komi til reikistjörn- unnar Merkúrs eftir sex og hálft ár. Á geimfarið um átta milljarða km ferð fyrir höndum. Vonast vísindamenn stofnunar- innar eftir því að geimfarið, sem ber nafnið Messenger, komist á sporbaug um Merkúr árið 2011 en af plánetum sólkerfis okkar þá er Merkúr næst sólu. Geimfarið mun safna upplýsing- um í heilt ár nái það sporbaug Merkúrs og þarf að þola um 370° C hita. Sérþróað postulínsefni utan á geimfarinu mun halda hitanum frá. Svartfjallaland neit- ar Fischer um hæli FORSETI Svartfjallalands, Filip Vujanovic, sagði í gær að landið gæti ekki veitt skákmanninum Bobby Fischer hæli þar sem Banda- ríkin hefðu krafist framsals hans. Fischer var ákærður af banda- rískum yfirvöldum fyrir að brjóta viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna á Júgóslavíu með því að tefla þar við Boris Spasskí árið 1992. Fischer var handtekinn með ógilt vegabréf í Japan fyrir þremur vik- um. Japönsk stjórnvöld vilja fram- selja hann til Bandaríkjanna en Fischer hefur áfrýjað þeirri ákvörðun. Þrír féllu í Rafah ÞRÍR Palestínumenn létu lífið og 17 særðust, þ.á m. þrjú börn, í gríðar- legri sprengingu sem varð við inn- rás Ísraelshers á Rafah-flótta- mannabúðir Palestínumanna á Gaza-svæðinu í gær. Þrjú börn voru meðal hinna særðu. Hugðust hermennirnir finna göng til vopnasmygls sem sögð eru liggja frá Gaza að Egyptalandi. Vitni sögðu skriðdreka Ísraelshers hafa skotið sprengikúlu með fyrr- greindum afleiðingum en tals- maður Ísraelsstjórnar neitaði því. Hamas, herská hreyfing Palest- ínumanna, sagðist hafa skotið eld- flaugum að skriðdrekum og jepp- um Ísraelshers í gær. Tíu hús hafa verið jöfnuð við jörðu í Rafah. Bannað að eiga hljómflutningstæki DÓMARI í Birmingham í Englandi hefur bannað konu að eiga hljóm- flutnings- og sjónvarpstæki eftir að hún hafði stillt tækin svo hátt að húsgögn færðust til í íbúð á hæðinni fyrir ofan. Er þetta í fyrsta skipti í Birmingham – og líklega í Bret- landi – sem slíkur dómur er kveð- inn upp á grundvelli nýrra laga gegn andfélagslegri hegðun. Dóm- arinn heimilaði að konan yrði borin út úr húsinu innan hálfs mánaðar og bannaði henni að eiga hljóm- flutnings- og sjónvarpstæki á með- an hún býr þar. AP Geimfar á leið til Merkúrs EMBÆTTISMENN í Washington hafa viðurkennt að viðvaranir banda- rískra yfirvalda um að hryðjuverka- menn hefðu undirbúið árásir á fimm byggingar fjármálastofnana í Banda- ríkjunum byggðust á upplýsingum sem al-Qaeda aflaði fyrir allt að fjór- um árum. Nokkrir heimildarmenn The Washington Post segja að liðsmenn al-Qaeda hafi safnað megninu af upp- lýsingunum fyrir hryðjuverkin 11. september 2001 og að bandarísk yfir- völd séu ekki viss um að liðsmenn al- Qaeda hafi haldið áfram að fylgjast með byggingunum eftir hryðjuverk- in. Heimildarmennirnir vildu ekki láta nafns síns getið þar sem málið snýst um trúnaðarupplýsingar. Nokkrir þeirra sögðu að flest gögnin um bygg- ingarnar væru um það bil þriggja ára gömul og hugsanlega eldri. Gögnin fundust í tölvu og tölvudiskum liðs- manns al-Qaeda í Pakistan í vikunni sem leið. „Ekkert af því sem við heyrum núna er nýtt,“ sagði einn heimildar- mannanna og kvaðst ekki vita hvers vegna bandarísk yfirvöld ákváðu að auka öryggisviðbúnaðinn í New York, Washington og Newark í New Jersey vegna upplýsinganna. „Tengdist ekki flokksþingi demókrata“ Tom Ridge, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, sagði að al-Qaeda hefði safnað sumum af gögnunum á árunum 2000-2001. Hann bætti við að svo virtist sem nokkrum þeirra hefði verið breytt síðar með tilliti til nýrra upplýsinga, síðast í janúar á þessu ári. Hann staðfesti að ekki væri vitað hvort liðsmenn al-Qaeda væru enn í Bandaríkjunum að fylgjast með byggingunum sem nefndar voru sem hugsanleg skotmörk. Hann lagði hins vegar áherslu á að al-Qaeda skipu- legði hryðjuverk með margra ára fyrirvara og óhjákvæmilegt hefði ver- ið að auka öryggisviðbúnaðinn. Frances Townsend, heimavarna- ráðgjafi Bandaríkjaforseta, neitaði því að viðvörunin hefði verið gefin út í því skyni að styrkja stöðu George W. Bush forseta fyrir kosningarnar í nóvember. Nokkrir atkvæðamiklir demókrat- ar hafa leitt getum að því að viðvör- unin hafi verið gefin út um helgina til að koma John Kerry af forsíðum blað- anna eftir að hann var formlega val- inn forsetaefni demókrata á flokks- þingi þeirra í vikunni sem leið, að því er fram kemur á fréttavef BBC. „Þetta tengdist ekki flokksþingi demókrata á nokkurn hátt,“ sagði Townsend um þessar vangaveltur. Heimildarmaður The Washington Post sagði að einum gagnanna virtist hafa verið breytt í janúar í ár en ekki væri vitað hvort liðsmenn al-Qaeda hefðu aflað upplýsinganna, sem bætt var við, með því að njósna um bygg- ingarnar. Þeir kynnu að hafa fengið upplýsingarnar á netinu eða með öðr- um hætti, til að mynda með því að lesa bæklinga um byggingarnar fimm – kauphöllina og aðalbyggingu Citi- group í New York, byggingar Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóða- bankans í Washington og höfuð- stöðvar Prudential Financial í New- ark í New Jersey. Bandarískir embættismenn lögðu áherslu á að jafnvel þótt upplýsing- arnar væru þriggja eða fjögurra ára gamlar réttlættu þær aukinn öryggis- viðbúnað í borgunum þremur, eink- um í ljósi þess að í sumar komu fram vísbendingar um að al-Qaeda fyrir- hugaði hryðjuverk í Bandaríkjunum til að trufla kosningarnar í nóvember. Í gögnunum, sem fundust í Pak- istan, voru meðal annars upplýsingar um fjölda vegfarenda við byggingarn- ar fimm og hvers konar sprengiefni myndi valda mestum skemmdum á byggingunum. Gögn al-Qaeda voru allt að fjögurra ára gömul The Washington Post, AP. Ekki er vitað hvort njósnað var um byggingarnar eftir 11. sept. 2001 KONA í Bangladesh hlúir að dóttur sinni á sjúkrahúsi í Dhaka í gær. Um 660 manns hafa látist og þúsundir þjást af niðurgangi í kjölfar einhverra verstu flóða sem orðið hafa í landinu í sex ár. Einnig hafa greinst fjölmörg lungna- bólgutilvik. Milljónir manna hafa misst heimili sín. Allt að tveir þriðju landsins fóru undir vatn, en flóðin munu nú í rénun. Að sögn ráðamanna munu allt að 30 milljónir landsmanna þurfa á matvælaaðstoð að halda næstu fimm mánuði. Reuters Milljónir heimilislausar BANDARÍKJAHER skýrði frá því í gær að afg- anskir og bandarískir hermenn hefðu fellt allt að 50 skæruliða í hörðum bardaga í Afganistan, ná- lægt landamærunum að Pakistan, í fyrradag. Að minnsta kosti einn afganskur hermaður féll og þrír særðust í Khost-héraði, sem var áður vígi liðsmanna al-Qaeda. Er þetta einn harðasti bar- dagi sem blossað hefur upp í Afganistan frá falli stjórnar talibana sem studdi al-Qaeda. Talsmaður Bandaríkjahers sagði að ekki væri vitað með vissu hversu margir féllu en flugmenn, sem flugu yfir átakasvæðið, áætluðu að 40-50 skæruliðar lægju í valnum. Bardaginn hófst aðfaranótt mánudags þegar um 50 skæruliðar réðust á landamærastöð. Yfir 100 afganskir og bandarískir hermenn börðust við skæruliðana fram á kvöld. Yfirvöld í Pakistan sögðu í gær að alls hefðu að minnsta kosti átján meintir liðsmenn al-Qaeda verið handteknir í landinu á síðustu dögum, ná- lægt landamærunum að Afganistan. Allt að 50 féllu í Afganistan Kabúl, Íslamabad. AP, AFP. DANSKI herinn rannsakar nú ásakanir um að nokkrir danskir hermenn hafi misþyrmt íröskum föngum í þeirra umsjá, en Danir hafa um fimm hundruð manna herlið í Suður-Írak. Embættis- menn staðfestu þetta í gær en áður hafði Ekstra Bladet greint frá því í frétt í fyrradag að einn yfir- maður væri grunaður um að hafa beitt fanga harð- ræði. „Rannsóknin snýst um fleiri en einn einstakling, sem gert var að halda aftur til Danmerkur,“ sagði Hans-Christian Mathiesen hershöfðingi en Ekstra Bladet greindi frá því í gær að um hefði verið að ræða reyndan yfirmann sem hefði sérhæft sig í því að yfirheyra fanga í umsjá hersins. Er hermaðurinn sakaður um að hafa neitað íröskum föngum um vatn og neytt þá til að sitja í óþægilegum stellingum í langan tíma, að því er Mathisen sagði í gær. Munu nokkrir aðrir her- menn einnig verða yfirheyrðir í tengslum við rann- sóknina en fram hefur komið að allnokkrir danskir hermenn kvörtuðu við yfirmenn sína undan hegð- un þess sem stýrði yfirheyrslunni yfir Írökunum. Mathisen vildi hins vegar ekki tjá sig í gær um frétt Politiken þess efnis að umræddur yfirmaður hefði „beitt skotvopni“, en frekari upplýsingar um þann þátt rannsóknarinnar lágu ekki fyrir. Danskir hermenn sæta rannsókn Sagðir hafa beitt íraska fanga harðræði Kaupmannahöfn. AP, AFP. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.