Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 30
AFMÆLI 30 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það er svo merkilegt hvað sam- ferðafólk manns á lífsleiðinni er mis- munandi miklir áhrifavaldar á fram- vindu lífs manns sjálfs. Sigurjón Ágústsson svili minn, sem er áttræð- ur í dag, og Gréta Guðráðsdóttir mág- kona mín, sem verður 65 ára 21. ágúst, eru slíkir áhrifavaldar í mínu lífi. Grétu kynntist ég þegar við Hulda eiginkona mín hófum samband á árinu 1954 og Sigurjóni þegar þau Gréta hófu samband árið 1956. Ég man hvað okkur fannst það skrítið að hún, aðeins 17 ára gömul, skyldi sýna þessum 32 ára gamla manni áhuga. Við Hulda vorum þá 18 og 19 ára gömul og töldum það fráleitt að eiga samleið með fólki á þessum aldri. En það breyttist fljótt þegar við fundum út hvern mann Sigurjón hafði að geyma. Gréta og Hulda eru svo til jafnaldra, aðeins rúmt ár á milli þeirra, og samband þeirra mjög náið. Af þessum sökum kynntumst við Sig- urjón fljótlega vel og hafa þau kynni staðið til þessa dags. Sigurjón vann lengst af starfsævi sinni hjá Ríkisend- urskoðun og Gréta hjá Hagstofu Ís- lands. Þau byggðu sér íbúð í sam- býlishúsi við Skaftahlíð í Reykjavík þar sem þau fluttu inn á brúðkaups- daginn og þar fæddust þeim tvö myndarleg börn, þau María og Guð- ráður, sem hafa svo getið þeim tíu barnabörn. Gréta og Sigurjón hafa alltaf verið mjög lífsglöð og veitt mér og fjölskyldu minni margar ánægju- stundir, t.d. þau mörgu gamlárskvöld sem við eyddum saman á heimili þeirra í Skaftahlíðinni. Ég minnist einnig sumarleyfanna sem við eydd- um saman í mörg ár. Oft fórum við norður að Laugum í Reykjadal til að heimsækja Óskar bróður Sigurjóns sem þar var þá kennari og hótelstjóri. Þá komumst við líka í fyrsta sinn inn í Herðubreiðarlindir á gömlum land- búnaðarjeppa sem Óskar bróðir Sig- urjóns lánaði okkur í þá ferð. Þetta var árið 1963 og áttu ekki margir leið um þær slóðir sem voru vel úr alfara- leið. Í þá daga áttu þau hjónin ekki bíl og hafði Gréta það fyrir venju að hringja í okkur Huldu um helgar og bjóða okkur í bíltúr. Þá áttum við Hulda ágætan fjallabíl af vípon-gerð og fórum með Grétu og Sigurjóni flestar helgar í ferðir ásamt börnum okkar. Mér er mjög minnisstætt þeg- ar við fórum norður Sprengisand árið 1965 og yfir Tungnaá á Hófsvaði. Þessi ferð ásamt mörgum öðrum sýndi mér hversu traustur ferðafélagi Sigurjón var. Kvöldvökurnar með þeim eru ógleymanlegar, Gréta með sitt ljúfa og yndislega skap lyfti alltaf humörnum og Sigurjón hélt heilu samkvæmunum uppi með leikjum og skemmtilegum uppákomum. Fé- lagsskapur þeirra svo mikill þáttur í fjallaferðunum að án þeirra virtust þær óhugsandi. Þegar þau hjónin eignuðust eigin bifreið fækkaði okkar sameiginlegu ferðum og þau fóru að ferðast sjálf með börn sín. Gréta og Sigurjón byggðu seinna fallegan sumarbústað í Rangárvalla- sýslu, heimasýslu Sigurjóns, þar sem þau hófu mikla ræktun. Þarna hafa þau eytt öllum sumarleyfum sínum í yfir tuttugu ár og kunna hvergi betur við sig en í „Fossnesi“ en það nafn hafa þau gefið sumarhúsi sínu. Bæði eru þau og hafa ávallt verið lífsglöð og góð heim að sækja. Gréta alltaf létt og kát, sérlega vinaföst og trygg sínum og sinni fjölskyldu og Sigurjón þessi hái og virðulegi maður, heimsmanns- legur í fasi, traustur en þó viðkvæmur og sérstakt ljúfmenni. Ég verð þeim hjónum ævinlega þakklátur fyrir svo stóran hluta af lífsánægju minni og fyrir trausta vináttu í blíðu og stríðu. Núna í ágúst þegar þau eiga bæði stórafmæli, Sigurjón verður áttatíu ára og Gréta sextíu og fimm, er mér það mikil ánægja að færa þeim kveðju frá mér og fjölskyldu minni í tilefni af- mæla þeirra, með bestu óskum um að þau njóti góðrar heilsu og lífsgleði sem lengst og að við vinir þeirra og ættingjar fáum notið félagsskapar þeirra hér eftir sem hingað til. Garðar Sigurðsson. SIGURJÓN ÁGÚSTSSON OG GRÉTA GUÐRÁÐSDÓTTIR ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Í Hafnarfirði búa um 21 þúsund manns. Bærinn stendur í fallegu umhverfi hrauns og kletta. Hafnarfjörður hefur þá bæjarsál sem einkennir búsetu við sjó og státar um leið af hagkvæmni stærðarinnar og staðsetningar í jaðri höfuð- borgarsvæðisins. Það er gott að búa og starfa í Hafnarfirði. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Leikskólakennarar Lausar stöður Leikskólinn Álfasteinn Nú þegar er laus til umsóknar staða aðstoðarleikskóla- stjóra í eitt ár. Megináherslur í daglegu starfi eru: Frjáls leikur, ein- ingakubbar og heimspekileg hugsun. Leikskólinn Álfasteinn er staðsettur syðst á Holtinu, skammt frá Hvaleyrarskóla. Lögð er áhersla á framfararstefnu heimspekingsins John Dewey, sem felur í sér að kenna börnum gagn- rýna og skapandi hugsun í stað þess að binda hugann við fyrirfram ákveðnar lausnir. Í ljósi þess er æskilegt að viðkomandi umsækjandi hafi þekkingu á framfarar- stefnunni. Áhugasamir um stöðuna eru hvattir til að hafa samband við Ingu Líndal Finnbogadótt- ur, leikskólastjóra, í síma 555 64555 eða 664 5839. Leikskólinn Norðurberg (S. 664 5851, nordurberg@ismennt.is) Leikskólakennara vantar í leikskólann Norðurberg. Starfsemin þar byggir á umhverfisstefnu þar sem flokk- un á sorpi, náttúruvernd, útivist og ræktun skiptir starfs- fólk og börn miklu máli. Leikskólinn Hvammur (S. 565 0499/664 5885, leikhvammur@ismennt.is) Leikskólakennara vantar nú þegar í leikskólann Hvamm. Allar upplýsingar veita leikskólastjórar viðkom- andi leikskóla. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst en samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karl- ar jafnt sem konur hvattir til að sækja um störfin. Fræðslustjórinn í Hafnarfirði Kennarar Vegna forfalla vantar kennara við Grunnskól- ann í Sandgerði. Um er að ræða sérkennslu. Upplýsingar veitir Guðjón Þ. Kristjánsson, skóla- stjóri, í símum 899 2739, 423 7436 og 420 7502. Skólaráð. R A Ð A U G L Ý S I N G A R TILBOÐ / ÚTBOÐ Auglýsing Deiliskipulag fyrir Gamla miðbæinn í Borgarnesi Um er að ræða skipulag á svæði sem afmark- ast af Egilsgötu og Brákarbraut niður að Brák- ar- polli í Borgarnesi. Samkvæmt ákvæðum 26. gr skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreint deiliskipulag. Tillagan mun liggja frammi á Bæjarskrifstofu Borgarbyggðar frá 4. ágúst 2004 til 2. septem- ber 2004. Athugasemdum skal skila á bæjarskrifstofuna fyrir 16. september 2004 og skulu þær vera skriflegar. Borgarnesi, 23. júlí 2004. Bæjarverkfræðingur Borgarbyggðar. TILKYNNINGAR Tilkynning frá Ræðisskrifstofu Thailands Ræðisskrifsstofa Thailands verður lokuð frá fimmtud. 12. ágúst til og með föstud. 20. ágúst. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofuna í síma 565 7121 vegna áritana (visa) sem fyrst. Sendiráð Thailands í Kaupmannahöfn annast málefni skrifstofunnar á ofangreindu tímabili í síma 0045 39625010. Auglýsing um deiliskipulag í landi Fellsenda, Dalabyggð Sveitastjórn Dalabyggðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi í land Fellsenda í Dala- byggð, skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1993. Deiliskipulagið tekur til lóðar fyrir nýtt hjúkrunarheimili fyrir aldraða á um 3 ha landsvæði vestan við núverandi hjúkrunar- heimili. Skipulagsuppdráttur, ásamt greina- gerð, er til sýnis á skrifstofu byggingarfulltrúa, Miðbraut 11, Búðardal, frá 04.08.2004 til og með 01.09.2004. Þeir sem telja sig eiga hags- muna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemd- um skal skila til byggingarfulltrúa fyrir 15.09 nk. og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni. Byggingar og skipulagsfulltrúi Dalabyggðar. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. mbl.is Sími 594 6000 Dísilvélar Loftkældar dísilvélar frá Yanmar 3 til 10 Hö m/án rafstarts Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.