Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 25
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2004 25 ✝ GuðlaugurÁgústsson fædd- ist á Brekkuborg í Breiðdal 2. apríl 1919. Hann lést á dvalarheimilinu Upp- sölum á Fáskrúðs- firði 24. júlí síðastlið- inn. Foreldrar Guðlaugs voru Ágúst Pálsson, f. 1886, d. 1955, og Sigurlaug Stefanía Einarsdótt- ir, f. 1896, d. 1970. Þau áttu ellefu börn og komust níu þeirra upp. Guðlaugur ólst upp á Steinaborg á Berufjarðar- strönd. Guðlaugur kvæntist árið 1945 Svanhild Jensen Ágústsson frá Sandey í Færeyjum, f. 1926, d. 2001, og stofnuðu þau heimili í Pétursborg á Fáskrúðsfirði. Börn þeirra eru: a) Sigurlaug Ágústa, f. 1945, maður hennar er Aðalsteinn Aðalsteinsson, börn þeirra eru Guðlaugur, Andri og Eyjólfur, barnabörn eru fimm; b) Ingiborg, börn hennar eru Andreas og Svanhild, barnabörn eru tvö, og c) Bjart- mar, kona hans er María Helena Har- aldsdóttir, dóttir þeirra er Berglind en Bjartmar á fyrir Örnu og Elmu, barnabörn eru tvö. Guðlaugur stund- aði sjómennsku frá unga aldri, ávallt sem vélstjóri, og lauk hann prófi frá Vélskólanum í Vest- mannaeyjum. Árið 1964 hætti Guðlaug- ur sjómennsku og hóf starf hjá Ís- félagi Vestmannaeyja við umsjón flökunarvéla ásamt verkstjórn og gæðaeftirliti. Árið 1986 flutti hann til Keflavíkur ásamt konu sinni og hóf störf hjá Hraðfrysti- húsi Keflavíkur við umsjón flök- unarvéla. Eftir að Guðlaugur fór á eftirlaun fluttu þau hjónin á Bauganes 7 í Reykjavík. Guðlaugur verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Nú er mannsi kominn til konsu sinnar sem hann hafði saknað svo sárt eftir þriggja ára aðskilnað. Þegar ég hugsa til baka um afa og ömmu í Vestmannaeyjum eru minnisstæðastar stundirnar sem ég átti hjá þeim í Ísfélaginu þar sem afi var verkstjóri og amma húsvörður. Afi vann mikið, vaknaði eldsnemma á morgnana og fór að sofa snemma á meðan amma fór ekki að sofa fyrr en síðasti maður var kominn inn á verbúðir. Mest spennandi var að fá að vaka með ömmu og fylgjast með henni halda uppi aga á verbúðunum. Það þurfti engin læti til þess, heldur nægði oftast að tala blíðlega við unga fólkið. Afi var rólegur og þolin- móður, sem dæmi um það er þegar við barnabörnin fengum að greiða og snyrta hans fallega, þykka hár að vild og skreyta það með teygj- um og spennum. Amma og afi rifj- uðu það lengi upp þegar afi þurfti einhverju sinni að róa mannskap- inn á verbúðunum þegar gleðin var við völd seint um nótt. Þá struns- aði verkstjórinn fram á gang með tíkarspena og spennur í hárinu og uppskar mikla kátínu fyrir vikið. Annað skoplegt dæmi frá Ísfélag- inu var þegar afi setti ofninn á fullt inni í „rauða herbergi“ eins og það var kallað en þar lagði hann sig oft. Nema hvað að í glugganum voru nokkur páskaegg sem urðu ekki heil eftir. Afi var mikill dundari og lagði jafnan kap- al eða teiknaði fallega báta. Amma og afi fóru í ófáa bíltúra með barnabörnin sín, ýmist á fallegu dökkbláu Lödunni eða stóra spari- bílnum hans afa, Mónarcnum. Í Ís- félaginu eignuðust afi og amma marga vini og töluðu alla tíð hlý- lega um unga fólkið sem kom á verbúðirnar til þeirra. Síðustu ár afa og ömmu bjuggu þau á Bauganesinu í Skerjafirði. Þangað komum við oft um helgar í kaffi þar sem vel var borið á borð fyrir okkur, kaffi, kex og ostar. Stundum fékk maður líka bestu vöfflur í heimi sem voru frönsku vöfflurnar hennar ömmu. Í þessum heimsóknum var fortíðin jafnan rifjuð upp, þegar amma kom til Ís- lands á skútu frá Færeyjum og þau hittust árið 1944, þegar afi var í siglingum, gamlar veiðisögur að austan og þegar ég kom fjögurra ára til þeirra frá Svíþjóð og þóttist vera önnur en ég var. Fallegt þótti mér hvernig afi tal- aði um og við ömmu. Hann sagði að hún hefði verið fyrsta kærastan sín og alltaf kallaði hann ömmu „dúlluna sína“. Þegar ég hugsa um hann þá var hann fjallmyndarlegur þegar hann var ungur, reffilegur á miðjum aldri og sætur þegar hann varð eldri! Afi var rólegur, yfir- vegaður, réttsýnn og vildi aldrei tala illa um nokkurn mann. Eftir að amma dó var eins og það slitn- aði strengur í lífi afa Lauga. Ófáar ferðirnar voru farnar upp í Gufu- neskirkjugarð þar sem leiðisins hennar ömmu var vitjað. Sú sanna ást og virðing sem amma Svanhild og afi Laugi sýndu hvort öðru má vera okkur sem eftir lifum góð áminning. Elsku afi Laugi, takk fyrir allt. Arna Bjartmarsdóttir, Tjörvi Bjarnason. Elsku besti afi minn. Það er skrýtin tilfinning að setj- ast niður og skrifa um þig minn- ingarorð, skrýtið að þú sért far- inn... ég sakna þín svo mikið. Síðustu dagar hafa verið erfiðir en minningarnar eru margar og ynd- islegar og á þessari stundu þá hugga ég mig við þær, hugga mig við það að núna ertu kominn á þann stað sem þú þráðir síðan amma lést fyrir 3 árum. Lífið var þér erfitt eftir að amma dó og þú saknaðir hennar mjög mikið. Þú barst hana á höndum þér í gegnum lífið, studdir hana í veikindunum og við andlát hennar varð líf þitt fátæklegt. Mér er minnisstætt þegar ég kom til þín á Landakot nú fyrir stuttu, læknirinn hafði haft orð á því við þig að þú hefðir grennst mikið og var að spyrja þig út í það hvað gæti hafa valdið því, hvort þú hefðir orðið fyrir áfalli og þá sagðir þú: ,,Já, ég missti dúll- una mína og það hafði þessi áhrif á mig.“ Æ, elsku afi, þú varst svo sterkur og ég held að enginn hafi áttað sig á því hversu sorgmæddur þú varst. Við töluðum mikið um dúlluna og hún lifði með okkur. Minningarnar úr æskunni eru yndislegar, bíltúrarnir bæði í Vest- mannaeyjum og svo í Keflavík sem enduðu alltaf með ferð í sjoppuna þar sem við fengum okkur kók- osbollu og kók og leigðum teikni- mynd með Tomma og Jenna sem við skemmtum okkur yfir fram eft- ir nóttu. Þær stundir sem eru mér þó efst í huga núna eru þær síð- ustu sem við áttum á Landakoti, við gátum spjallað um allt milli himins og jarðar, þú varst svo góð- ur vinur og það var ekki að finna að það væri neinn kynslóðamunur á okkur. Síðasta stundin sem við áttum saman var þegar við Orri minn kíktum á þig daginn áður en þú fórst á elliheimilið á Fáskrúðs- firði. Ég fann það að þú varst sátt- ur við þessa ákvörðun þó svo að þú værir óöruggur að fara. Við rædd- um það hvað væri nú gaman að þú værir að fara á æskuslóðirnar og þú og Einar bróðir þinn samein- aðir á ný. Þarna vissi ég elsku afi minn að ég myndi ekki sjá þig aft- ur í þessu lífi, fyrir mig var þetta erfið stund en ég veit að þarna leið þér vel, varst í umhverfi sem þú þekktir og á stað sem var þér hjartnæmur. Það eru forréttindi að hafa átt þig að, elsku afi minn, þvílíkt ljúf- menni sem þú varst, það elskuðu þig allir hvert sem þú komst og aldrei langt í húmorinn. Ég get nú ekki annað en brosað þegar ég minnist þess þegar við fórum einu sinni saman í Kringluna, amma, þú og ég. Það var voða stæll á þér, í gallabuxum og gulum pólóbol og þú sagðir glottandi við mig; ,,ekki kalla mig afa, þá líta stelpurnar ekki við mér“. Það var þetta sama glott sem var á þér þegar þú kvaddir þessa jarðvist og það ylj- aði mér þó svo að það væri erfitt að kveðja þig í síðasta skipti. Lífið án afa dúllu verður óneit- anlega mjög fátæklegt en ég trúi því að núna líði þér vel, þú og dúll- an þín loksins sameinuð á ný. Ég veit að hún hefur tekið vel á móti þér og þú kyssir hana frá mér. Ég er þakklát fyrir að þú þurftir ekki að líða veikindi og kvaddir þessa jarðvist með reisn. Elsku pabbi og María, missir ykkar er mikill, þið stóðuð ykkur eins og hetjur. Ég veit að afi var afskaplega þakklátur fyrir að búa hjá ykkur síðustu árin og vildi hvergi annars staðar vera. Mamma þakkar þér fyrir allt og allt. Góða ferð, elsku afi minn. Ég kveð þig eins og þú og amma kvödduð mig alltaf. Ég elska þig og guð geymi þig, elsku afi minn. Þín Elma Björk. Elsku afi. Það er svo sárt að hugsa til þess að þú sért farinn. Erfitt er að skrifa til þín stutta grein þar sem stundirnar með þér og minningar eru óteljandi afi minn, þú varst svo stór hluti af mínu lífi. Það var svo gott að vera í návist þinni, þú varst yndislegur maður og ekki vantaði upp á húmorinn með þín- um skemmtilegu sögum. Það var dálítill prakkari í þér sem við börnin kunnum að meta. Það þótti öllum mjög vænt um þig og köll- uðu vinkonur mínar þig alltaf „afi dúlla“ og það varstu svo sann- arlega. Það varst þú afi minn sem gafst mér nafnið mitt, lést mig brosa þegar ég missti barnatennurnar og ekki gleymi ég góðu stundunum sem við áttum saman þegar þú leyfðir mér að keyra bílinn þinn í æfingaakstrinum. Ég er svo þakk- lát fyrir að hafa fengið að vera „afastelpan“ þín. Það er vont að missa þig elsku afi minn, en nú ert þú kominn til ömmu sem þú elsk- aðir svo heitt og minningarnar um ykkur mun ég ávallt geyma í hjarta mínu. Ljóðið sem pabbi orti um okkur tvö kemur ávallt upp í huga mínum elsku besti afi minn er ég hugsa um þig. Guð geymi þig og varðveiti að eilífu. Alveg eins og afi sinn, bísperrtur montrassinn, það er nú ekki sem verst. Hann skopast að sjálfum sér, lætur allt eftir þér, sem þér þykir best. (Bjartmar Guðlaugsson.) Berglind. Ég var unglingsstúlka þegar ég kynntist þeim indæla manni er nú hefur kvatt okkar jarðneska líf. Þau orð sem koma fyrst í hugann, þegar ég minnist Guðlaugs, eru hógværð, gæska og yfirvegun. Það var yfir Lauga, eins og hann var kallaður, ró og stilling. Hann hafði sterka réttlætiskennd, vildi öllum vel og var sínum nánustu góður sem og samferðafólki sínu. Sér- staklega innilegt og fallegt var samband hans og Svanhildar konu hans, sem lést fyrir þremur árum síðan. Þegar Svanhild dó var eins og lífsljós Lauga dofnaði og fjaraði út hægt og rólega. En nú er hann kominn til „konsu“ sinnar eins og hann kallaði hana alltaf sjálfur. Ég mun minnast Lauga og Svanhildar konu hans með hlýhug og þakk- læti. Jónína Gunnarsdóttir. GUÐLAUGUR ÁGÚSTSSON Ástkær eignmaður, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁGÚST GUÐJÓNSSON múrari, Hjallaseli 33, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítala Háskólasjúkra- húss miðvikudaginn 28. júlí sl. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 5. ágúst kl. 15.00. Svanhvít Gissurardóttir, Anna K. Ágústsdóttir, Gunnar V. Andrésson, Gróa G. Ágústsdóttir, Guðmundur Hilmarsson, Gissur Þór Ágústsson, Sigríður Alla Alfreðsdóttir, Auður Ágústa Ágústsdóttir, Finnbogi Þórarinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, HELGA INGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR, Suðurhlíð 38d, lést þriðjudaginn 3. ágúst. Björn Sigurbjörnsson, Unnur Steina Björnsdóttir, Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Björn Kristinsson, Kristín Helga Kristinsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, HARALDUR GUÐBRANDSSON, Háaleitisbraut 117, 108 Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 5. ágúst kl. 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Fyrir hönd fjölskyldu okkar, Jónea Samsonardóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir og tengda- faðir, ÞÓRÐUR E. HALLDÓRSSON, lést á Hrafnistu Hafnarfirði laugardaginn 31. júlí. Sigríður Guðmundsdóttir, Brynjar Þórðarson, Unnur Jónasdóttir, Ásdís Elfa Jónsdóttir, Smári Hermannsson og fjölskyldur. Elskuleg eiginkona mín og systir okkar, ODDNÝ ESTER MAGNÚSDÓTTIR CERISANO, lést í Houston, Texas, miðvikudaginn 28. júlí. Minningarathöfn auglýst síðar. Vincent Cerisano, Hörður Magnússon, Grétar Jón Magnússon. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, SOFFÍA MAGNÚSDÓTTIR, Skúlaskeiði 20, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar- daginnn 31. júlí sl. Björgvin Steinþórsson, Margrét Björgvinsdóttir, Stefán H. Jóhannesson, Þórdís Björgvinsdóttir, Stefán I. Guðmundsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.