Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 11
þar sem að koma 23 aðilar. Ein- göngu fyrir Eimskip aka daglega um 30 flutningabílar um landið en ótaldir eru bílar annarra aðila inn- an kerfisins. Þær upplýsingar voru gefnar að árleg velta flutningsaðila innan Flytjanda væri um 2.800 milljónir króna, þar af um 900 milljónir króna vegna flutninga fyrir Eimskip, og markaðshlut- deild þessa kerfis í landflutningum væri um 60%, samkvæmt mati Samkeppnisstofnunar. Miðað við þetta mat veltir landflutninga- markaðurinn um fimm milljörðum króna á ári. Meðal annarra stórra aðila í landflutningum má nefna ET- flutninga. Fyrirtækið er ekki með daglegar áætlunarferðir heldur til- fallandi akstur fyrir hina og þessa aðila, m.a. í þungaflutningum og sem undirverktaki í gámaflutning- um fyrir Eimskip. Að sögn Magn- úsar Guðmundssonar verkstjóra eru daglega um 30 flutningabílar á ferðinni frá ET, einkum á suðvest- urhorninu í um 100–150 kílómetra radíus frá Reykjavík. Magnús seg- ist finna fyrir aukinni eftispurn á þessu svæði, enda miklar fram- kvæmdir fyrirhugaðar við virkjan- ir og stækkun Norðuráls á Grund- artanga. „Mér sýnist allir hafa nóg að gera,“ segir Magnús. Vegakerfið illa nýtt Guðmundur Arnaldsson, fram- kvæmdastjóri Landvara, segir þann misskilning vera í um- ræðunni að vegakerfið þoli ekki aukna vöruflutninga. Kerfið sem slíkt sé mjög víðfeðmt og illa nýtt, ef suðvesturhornið sé undanskilið. Annars staðar megi auka álagið en brýnast sé að endurnýja þar gamla vegarkafla. Bendir Guðmundur einnig á að verslun og viðskipti í nágrenni Reykjavíkur hafi aukist verulega, ekki síst með tilkomu Hvalfjarð- arganganna, og flutningar hafi mikið færst á þessu svæði úr stóru bílunum yfir í léttari bíla eins og sendibíla. Vegna þessarar þróunar sé tvöföldun vegarins um Hellis- heiði og Vesturlandsvegar upp í Borgarnes alveg jafn brýn og tvö- földun Reykjanesbrautar, ef ekki brýnni. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2004 11 Stuttar og síðar kápur, sumarúlpur, heilsársúlpur, regnkápur, bolir, peysur, stakir jakkar og slæður Opið virka daga kl. 11-18 Lokað laugardagana 7. og 14. ágúst 10-50% afsláttur Mörkinni 6, sími 588 5518. Útsala Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Be nido rm 33.740 kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 45.430 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Gemelos XXII og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Netverð 1., 8., 15., og 22. september · Hús 104 fm · Innréttaður 28 fm bílskúr · 3 - 4 svefnherbergi · Nýtt eldhús · Rúmgóð stofa · Góður suðurgarður · Hellulagður sólpallur · Rólegt hverfi · Verð 23,9 millj. Lambastekkur 6 - Einbýli á 1. hæð - Opið hús í dag kl. 18 - 19:30 GÓÐ EIGN Í GRÓNU HVERFI HB FASTEIGNIR Sími 534 4400 • Hús verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík Hrafnhildur Bridde, löggiltur fasteignasali STEINASEL EINBÝLISHÚS FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Mjög fallegt u.þ.b. 275 fm. einbýlishús á þremur hæðum auk 28 fm. bílskúrs með kjallara undir á þessum skjólsæla og gróna stað í Seljahverfinu. Auðvelt að útbúa sér íbúð í kjallara. Húsið er í góðu ásigkomulagi jafnt að innan sem utan og lóðin er mjög falleg og gróin og með veröndum og skjólveggjum. Verð 33,9 millj. Áhv. 6,25 millj. Fréttir á SMS ÞEGAR litið var inn hjá Land- flutningum í Skútuvogi í gær voru þeir í óðaönn að hlaða bíla sína, ásamt starfsmönnum Landflutn- inga, bílstjórarnir Bjarni Gunn- arsson og Ríkhard Sigurðsson. Báðir hafa 15–16 ára reynslu af vöruflutningum um landið en nú ekur Bjarni milli Reykjavíkur og Ísafjarðar og Ríkhard milli Reykja- víkur og Egilsstaða. Þeir gáfu sér smátíma til að ræða við blaðamann og í tali þeirra kom fljótt í ljós að bætt vegakerfi og aukin vetr- arþjónusta á vegunum er þeim of- arlega í huga. Einnig lögðu þeir áherslu á að hámarkshraði á ein- breiðum vegum yrði samræmdur milli ökutækja. Með því myndi draga úr framúrakstri og slysa- hætta minnka. Bjarni ekur á eigin bíl sem verk- taki hjá Landflutningum en til margra ára vann hann hjá Ár- manni Leifssyni, vörubílstjóra í Bolungarvík, sem seldi sinn rekst- ur fyrir nokkrum árum líkt og margir einyrkjar í vöruflutningum hafa gert. „Starfið hefur breyst mikið und- anfarin ár og hefur orðið léttara og léttara með flutningum á brettum og í stærri einingum. Vökulögin urðu til þess að menn vinna ekki lengur allan sólarhringinn og við fáum lengri hvíldartíma. Bílarnir eru orðnir betri og fullkomnari og vegirnir hafa líka lagast þó að enn megi gera betur í þeim efnum, ekki síst á Vestfjörðum, alveg frá Brú í Hrútafirði og vestur til Ísafjarðar. Þar þarf að gera mikið átak. Um- ferðin almennt á þjóðvegunum hef- ur aukist gríðarlega, ekki bara með vörubílum heldur einnig á öðrum bílum,“ sagði Bjarni. Varðandi umferðarmenninguna sagði Bjarni að hún mætti vera betri. Vörubílstjórar reyndu að sjálfsögðu að taka sem mest tillit til fólksbílanna en stundum væri þessu ekki öfugt farið, einkum á fimmtudags- og föstudagssíðdegi. Þá væri eins og allir héldu að þeir væru að missa af einhverju. „Það er oft á tíðum ekki í lagi hvernig fólk ekur. Þó að heil lína sé á veg- inum er brunað fram úr, jafnvel með fellihýsi eða tjaldvagn aftan í,“ sagði Bjarni. Spurður sagðist Bjarni kannast við þá gagnrýni á vörubílstjórana að þeir ækju of hratt. Hún ætti hins vegar sjaldan við rök að styðj- ast þar sem allir nýir bílar væru stilltir þannig að þeir gætu ekki ekið hraðar en á 90 kílómetra hraða á beinum kafla. Aðrir öku- menn mættu einnig bregðast skjót- ar við þegar þeim væri gefið merki um að fara fram úr. Vegirnir enn of mjóir Ríkhard Sigurðsson hefur nær óslitið frá árinu 1988 ekið flutn- ingabílum á þjóðvegunum, fyrstu ellefu árin milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur en að undanförnu hef- ur hann starfað hjá Landflutn- ingum-Samskipum og þá fyrst og fremst í akstri milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Hann sagði Vegagerðina enn í dag vera að hanna og láta gera of mjóa vegi, jafnvel hættulega á köfl- um. Verstu kaflarnir á austurleið- inni væru Hvalnesskriðurnar og flestir vegir um Austfirðina, þeir væru orðnir gamlir og slitnir. Suð- urlandsvegurinn væri hins vegar nokkuð góður víðast hvar. „Þetta er eins og trekt út frá Reykjavík. Vegirnir eru breiðastir á suðvest- urhorninu og síðan mjókka þeir eftir því sem lengra er komið út á land,“ sagði Ríkhard. Hann tók undir með kollega sín- um, Bjarna, um að starfsumhverfi bílstjóra hefði breyst mikið til batnaðar undanfarinn áratug. „Núna eru fleiri að vinna í kringum þetta, maður var alltaf bara einn að hlaða á bílana og losa og fékk ekki mikinn svefn. Þetta var skemmtilegra starf hér áður fyrr og sjarminn meiri yfir því. Núna er meiri rútína í þessu,“ sagði Rík- hard. Þeir félagar voru sammála um að Vegagerðin mætti bæta vetr- arþjónustu sína á vegunum, eink- um með aukinni hálkuvörn á fjall- vegum á Vestfjörðum og Aust- fjörðum. Um leið og farið væri af þjóðvegi eitt minnkaði hálkuvörnin og stundum væru bílstjórar að aka á „fljúgandi svelli dag eftir dag“. Auka mætti þjónustuna á fáfarnari vegum. Bæta þarf vegina og samræma hámarkshraða Bílstjórar segja ljómann ekki eins mikinn yfir starfi bílstjórans og áður Bjarni Gunnarsson Ríkhard Sigurðsson Morgunblaðið/Einar Falur kallar það, voru viðbrögð við óskum skipa- og útgerðarfélaga sem hafa um áratugi nýtt sér þjónustu hafn- anna. Ég fagna því hins vegar að fá stuðning forstjóra skipafélagsins við þá stefnu að leggja megináherslu á uppbyggingu vegakerfisins og að það beri að leggja enn meiri áherslu á fjárfestingar í vegakerfinu en nú er gert.“ Rætt í ríkisstjórn Sturla segir það engu að síður mikla stefnubreytingu hjá Eim- skipafélaginu að hætta strandsigl- ingum í kringum Ísland. Þessi mál hafi því verið til skoðunar innan ráðuneytisins eftir að Eimskipa- félagið kynnti ráðherra ákvörðun sína. „Við höfum að sjálfsögðu gert okkur grein fyrir því að við verðum að taka tillit til þessara breytinga.“ Sturla segist hafa farið yfir málið á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorg- un. „Ég hef þegar sett af stað vinnu við að meta áhrifin af þessum breyt- ingum á vegakerfið og umferðar- öryggi. Jafnframt mun ég hafa náið samstarf við umhverfisráðuneytið. Vitað er að sjóflutningarnir eru mjög heppilegt flutningaform frá sjónarhorni umhverfismálanna og urðum við umhverfisráðherra ásátt um að fara sérstaklega yfir þann þátt málsins,“ segir ráðherra enn- fremur. Kom á óvart Sturla bætir því við að umrædd ákvörðun Eimskipafélagsins hafi komið sér á óvart í ljósi þess að þeir séu nánast einir um strandsigling- arnar eins og er. Þá sé óheppilegt hve breytingarnar séu kynntar með skömmum fyrirvara. „Þetta setur flutningakerfið á sunnanverðum Vestfjörðum í uppnám. Við munum að sjálfsögðu fara yfir það og meta mögulegar leiðir til að bregðast við því.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.