Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS kl. 6, 8.30 og 11. „Öðruvísi og spennandi skemmtun“  SV MBL 38 þúsund gestir Sýnd kl. 3.40, 5, 6.15, 9 og 11. B.i. 12 ára. Sýnd kl.5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15. B.i. 16 ára. Sjálfstætt framhald fyrri myndar Mynd í anda Nafn Rósarinnar með Jean Reno í fantaformi. „Hasarinn er góður.“  ÓÖH DV Magnaður spennutryllir frá Luc Besson Mjáumst í bíó 6. ágúst! Sýnd kl 4 alla virka daga Norðurljósin Mynd sem byggir á nýrri íslenskri tækni til að mynda norðurljósin. Loksins er hægt að sjá þetta stórkostlega náttúrufyrirbrigði í allri sinnidýrð ákvikmyndatjaldi. FORSÝNING Forsýnd í Smárabíó til styrktar Ummhyggju félag langveikra barna á íslandi á morgun fimmtudag kl. 8. Með íslensku tali. Miðaverð kr. 800 rennur óskipt til Ummhyggju. Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára.  SV MBL "Afþreyingarmyndir gerast ekki betri."“  ÞÞ.FBL. „Geðveik mynd. Alveg tótallí brilljant“ ÓÖH „Tvímælalaust besta sumarmyndin...“ Sýnd kl. 5.40. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 6. „Öðruvísi og spennandi skemmtun“  SV MBL 38 þúsund gestir Sjálfstætt framhald fyrri myndar Mynd í anda Nafn Rósarinnar með Jean Reno í fantaformi. Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 12 ára. „Hasarinn er góður.“  ÓÖH DV Magnaður spennutryllir frá Luc Besson Mjáum st í bí ó 6. ágú st! Kr. 500 -www.borgarbio.is- FORSÝNING Forsýnd í Borgarbíó á morgun fimmtudag kl. 8. Með íslensku tali Undanfarið hafa stjórn-arherrar í Bandaríkj-unum, Bretlandi og Ástr-alíu getað þerrað svitann af brá og litið yggldir til forstjóra leyniþjónusta sinna. Allt er í steik hjá leyniþjónustum og njósnasellum hins frjálsa og friðelskandi heims. Hver á fætur annari fá laumupúka- deildirnar falleinkun í forvörnum og eftirfylgni gagnvart hryðjuverkum. Njósnararnir, hinar ljósfælnu hetjur kalda stríðsins, virðast ekki finna sig í nýju heimsskipulagi. Vel skilgreint taflborð heimsstjórnmálanna hefur breyst. Í stað svart/hvíts ógnarjafn- vægis tveggja súpervelda, trónir nú eitt þeirra ásamt sínum fylgitungl- um yfir alhvítum reitunum og eiga menn nú í stökustu vandræðum að greina gott frá illu. John Le Carré og Ian Fleming sköp- uðu báðir ódauðlega njósnara í bók- um sínum og lögðu línurnar fyrir framtíðar njósnabókmenntir, hvor með sínum hætti. Báðir áttu þeir, Georg Smiley og James Bond, sínar bestu stundir í baráttunni við kommagrýluna. Þessir karakterar eru þó eins ólíkir og vera má; Bond, eins og allir þekkja, hégómlegur ofurtöffari með gott verklag á kven- þjóðinni en Smiley hlédrægur og bit- ur roskinn maður sem vann best með huganum. Myndasögurnar sem hér eru til umfjöllunar, Queen and Country og Sleeper og aðalsögu- hetjur þeirra, eiga þessum heið- ursmönnum margt að þakka. Í þjónustu hennar hátignar Tara Chase er njósnari í leyni- þjónustu hennar hátignar. Starfstit- ill hennar er hreinsari (minder) og sér hún um verkþáttinn í njósna- málum. Hún fer sem sagt út af örk- inni þegar aðrir njósnarar hafa unn- ið grunnvinnuna og aflað tilhlýðilegra upplýsinga um hvert mál fyrir sig. Tara er ung og glæsi- leg og tiltölulega ný í starfinu en hef- ur hlotið skjótan frama. Þrátt fyrir ungan aldur á hún margt sameig- inlegt með hinum lífsreynda Smiley. Hún er full efasemda um hversu hollur starfsvettvangur það er sem hún hefur fundið sér. Erfiðleikar í að mynda tilfinningatengsl eru ein af aukaafurðum þessa starfs þar sem allt snýst um blekkingar og skugga- myndir. Þrátt fyrir hollustu við mál- staðinn og eitilharðan vilja til að standa sig finnur hún að hún hefur ekki stjórn á hlutunum. Þetta er ein- faldlega of flókið til að hafa fulla yf- irsýn. Þess vegna finnur hún sig best á vettvangi þar sem gjörðirnar tala og byssukúlurnar halda henni upptekinni. Það er þó ekki þar með sagt að Queen and Country sé einföld „ak- sjónsápa“. Eins og Carré hefur höf- undurinn, Greg Rucka, gríðarlega innsýn í heim leyniþjónustunnar. Hann leiðir lesandann í gegnum skrifstofur og fundarherbergi þar sem nokkrar lykilpersónur, sem gegna mismunandi hlutverkum inn- an stofnunarinnar, verða á vegi hans. Raunverulegir atburðir eru teknir með í reikninginn eins og breytt heimsmynd eftir 11. sept- ember. Rucka reynir að sýna fram á togstreitu milli leyniþjónustunnar bresku og þeirrar bandarísku og hvernig kaupin gerast þar á eyrinni. Pólitík og þras um fjárveitingar skila einnig skemmtilega raun- sæislegum vinkli á frásögnina. Sögurnar eru byggðar upp frá grunni. Við fáum innsýn í þá at- burðarás sem fer í gang þegar hags- munum krúnunnar er ógnað og þar til hún er til lykta leidd. Hver af þeim sex bókum sem komnar eru út í bálknum mynda sjálfstæða sögu þannig að óhætt er að stökkva inn hvar sem verða vill. Það gefur þó óneitanlega dýpri lestraránægju að fylgjast með frá upphafi og sjá per- sónurnar þróast og breytast. Rucka fær til sín mismunandi teiknara í hverri nýrri sögu og hafa þeir allir skilað hlutverki sínu með stökustu prýði. Sársaukalaust Ólíkt ungfrú Chase í Queen and Country býr herra Carver í mynda- sögubálknum Sleeper ekki við sama starfsöryggi og þarf lítið að fást við innanbúðarpólítík. Hann var fenginn af yfirmanni sínum í leyniþjónust- unni bandarísku til að þrengja sér inn í glæpasamtök sem gagnnjósn- ari. Til að byrja með gengur allt eins og í sögu. Foringi glæpasamtak- anna, ofurskúrkur að nafni Tao, tek- ur Carver undir sinn væng og gleyp- ir við þeirri sögu að honum hafi verið bolað úr leyniþjónustunni og vilji nú ná fram hefndum. Tao finnur böð- ulsstöðu fyrir Carver sem búinn er þeim hæfileikum að geta leitt sárs- auka sinn yfir í aðra menn. Carver verður því ekki skotaskuld úr því að fá í sig byssukúlu þar sem sársauka- orkan byggist upp með honum en drepur ekki. Andstæðingar hans finna hins vegar í kjölfarið að þeir hefðu betur kosið sér annan mót- herja. Þessi hæfileiki gerir það hins vegar einnig að verkum að Carver finnur ekki fyrir ánægjulegum til- finningum sem gerir hann tóman og ráðvilltan. Sálarlíf hans endurpeglar þannig umhverfið. Hann nær góðri fótfestu innan samtakanna þótt honum reynist erfitt að fram- kvæma þau óhæfuverk sem honum sem glæpamanni eru ætluð. Hann nær þó að telja sér trú um að mark- miðið sé göfugt en að lokum fer að sjálfsögðu allt í hundana. Yfirmaður hans innan leyniþjónustunnar, sem var sá eini sem þekkti til hins raunverulega njósnaverkefnis Carvers, fellur í dá og þá eru góð ráð dýr. Aðrir innan leyniþjónustunnar álíta hann svik- ara og glæpamann og grunsemdir fara einnig að vakna hjá Tao. Öll sund virðast því lokuð þar sem hann hefur enga leið til að koma vitneskju sinni á framfæri og verður að halda áfram leiknum til að verða ekki upp- götvaður. Brátt fer hann þó að efast um heilindi sín þar sem ofbeldið verður sífellt auðleysanlegra og völd þau sem glæpirnir afla meira lokk- andi. Þrátt fyrir að Carver búi yfir of- urkröftum er Sleeper ekki ofur- hetjusaga. Höfundurinn, Ed Bru- baker nær að skapa harðsvíraða glæpasögu sem er meira í anda Ray- mond Chandlers en Superman og mætti kalla þetta ofurhetju-noir. Teikningar Sean Philips eru sóða- legar og sexí, í dökkum tónum og fylgja söguefninu fullkomlega. Brubaker sýnir einstaka áræðni í því að láta söguhetju sína í sífellt erf- iðari aðstæður og gefur lítið fyrir reddingar á síðustu mínútum. Í stað- inn fer hann alla leið og skoðar hvernig hægt er að halda áfram þeg- ar allt er komið í graut. Einhver hef- ur kallað Sleeper Sopranos mynda- sagnanna, þar sem þrautreynt efni er sýnt í nýju ljósi. Út hafa komið sex hefti um Töru Chase og félaga í Queen and Country myndasöguflokknum og tvær bækur um Sleeper. Bækurnar fást í myndasöguversluninni Nexus og á bókasöfnum. Njósnaraunir Stétt njósnara á að sjálfsögðu fulltrúa í heimi myndasagna. Heimir Snorrason gægðist inn í þann kima myndasagnaveraldarinnar. Queen and Country eftir Greg Rucka og Leandro Fernandez, Oni Press 2004. Sleeper eftir Ed Brubaker, gefið út af DC Comics/Wildstorm 2004. Ólíkt ungfrú Chase í Queen and Country býr herra Carver í mynda- sögubálknum Sleeper ekki við sama starfsöryggi og þarf lítið að fást við innanbúðarpólítík. Tara Chase er söguhetja Queen and Country. Myndasögur | Heimur leyniþjónustunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.