Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 16
Höfuðborgin | Suðurnes | Akureyri | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Sparisjóður rifinn | Húsnæði Sparisjóðs- ins í miðbæ sveitarfélagsins Garðs verður rifið og byggt nýtt verslunar- og þjónustu- húsnæði á reitnum samkvæmt nýju deili- skipulagi sem hefur verið auglýst. Með deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að styrkja miðbæ bæjarfélagsins með upp- byggingu verslunar og þjónustu. Heild- arstærð svæðisins er um 4.000 fermetrar, en gert er ráð fyrir nýju húsi á 1-2 hæðum, og hafa bæði Sparisjóðurinn og Samkaup sýnt áhuga á að byggja á lóðinni.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN MÁL í Pakkhúsinu | Sýningin MÁL var opnuð sl. föstudag í Pakkhúsinu á Höfn, en hún er liður í samstarfsverkefni Gunn- arsstofnunar og Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar. Á sýningunni er verkum Gunnars Gunnarssonar rithöfundar og Svavars Guðnasonar listmálara teflt saman og leitast við að draga upp mynd af því sem þessir tveir listamenn áttu sameiginlegt og viðhorf þeirra til listarinnar, lífsins og landsins skoðuð. Sýningin verður opin í Pakkhúsinu til 12. september.    Gagnvirkt kort af Grindavík | Búið er að setja upp gagnvirkt kort af nágrenni Grindavíkur á heimasíðu bæjarins, www.grinda- vik.is. Á kortinu er hægt að skoða nágrenni bæj- arins og fá upplýsingar um áhugaverða staði í nágrenni hans. Á kort- inu eru punktar sem hægt er að smella á til að fá nánari upplýsingar um þá staði sem merktir eru inn á kortið.    Árlegur fjöl-skyldudagurVatnsleysustrand- arhrepps verður haldinn laugardaginn 7. ágúst n.k. Dagurinn verður hlaðinn skemmtilegri dagskrá, og mætti nefna dorgveiði, götumarkað, samsýningu listamanna af svæðinu, sundlaugarpartí3, fjöl- breytt úrval leiktækja, þrautakeppnir, flugdreka- fjör barna, grillveislu, flugeldasýningu, o.fl. Um kvöldið verður úti- dansleikur þar sem fjöl- skyldurnar munu samein- ast í skemmtilegum leikjum, dansi og söng. Nánari upplýsingar og dagskrá má finna á vef Voga, www.vogar.is. Fjölskyldu- dagur í Vogum Tvær aurskriður féllu á Þjóðveg 1 í Þvottárskrið-um, milli Djúpavogs og Hafnar í Hornafirði, ámánudagskvöld og þriðjudagsmorgunn eftir miklar rigningar. Fyrri spýjan féll um miðnætti en sú síðari um kl. 8 um morguninn. Jón Bjarnason, verkstjóri hjá Vegagerðinni, segir að vel hafi gengið að ryðja veginn, en enginn var á honum þegar skriðurnar féllu. Jón segir að ekki hafi myndast miklar raðir, einhverjir hafi beðið í um þrjár klukku- stundir um nóttina, en tækin hafi verið á staðnum þeg- ar síðari spýjan féll og því lítil bið eftir því að vegurinn væri opnaður á ný. Morgunblaðið/Sólný Aurskriður í Þvottárskriðum Jakob Jónsson áVarmalæk er fall-inn frá og minnast kvæðavinir hans með söknuði. Rúnar Krist- jánsson á Skagaströnd kveður hann með orð- unum: Kveðskap góðan kynnti af snilli Kobbi bóndi á Varmalæk. Vann sér með því víða hylli, var þar hugarglettnin spræk. Fellur ekki fjörs á engi ferilspretta kostamanns. Sólaryl um sólarstrengi senda áfram vísur hans. Á meðal fjölmargra eft- irminnilegra vísna eftir Jakob er vísan: Íslensk þjóð sem ávallt bjó við arfleifð sagna og ljóða, var rúin flestu en reyndist þó ríkust allra þjóða. Og Jakob reyndist sann- spár er hann orti: Aldrei verður vinasnauð vísan hljómasnjalla. Menn láta ei þennan þjóðarauð í þögn og gleymsku falla. Vinur vísunnar pebl@mbl.is Fagridalur | Hvort sem hvönnin verður valin sem þjóðarblómið eða ekki er mikil prýði að henni þar sem hún vex. Þó getur land sem hvönnin er búin að leggja undir sig orðið mjög slæmt yf- irferðar vegna þess hve hávaxin hún getur orðið. Hvönnin er nú í æ meira mæli að leggja undir sig stór land- flæmi í Mýrdalnum, en það eina sem getur haldið henni í skefj- um er sauðkindin, sé henni beitt á hvönnina á vorin. Á bökkum Hvammsár í Mýrdal vaxa tvær tegundir af hvönn. Annars veg- ar ætihvönn, sem hefur frá alda öðli verið talin lækningajurt og sem þessa dagana er verið að safna fræi af fyrir fyrirtækið Sagamedica-heilsujurtir ehf. Hins vegar vex þar geithvönn sem er eitruð og engin skepna lítur við. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Hvönnin breiðir úr sér Lækningajurt TVÆR lundapysj- ur fundust í Vest- mannaeyjum í gær, og var þeim sleppt út á sjó. Það virðist því sem lunda- pysjutímabilið sé að fara af stað, þótt væntanlega séu einhverjar vikur í að það komist í fullan gang. Pysjutímabilið fór frekar seint af stað í fyrra, og voru uppi kenningar um að lítið æti væri þá fyrir pysjuna. Það virðist í öllu falli ekki uppi á teningnum í ár. Nú í ár verður haldið áfram að skrá þyngd og fundarstað þeirra pysja sem finnast, og verður bæklingi sem fólk getur notað til skráningar dreift á næstunni, auk þess sem hann mun liggja frammi í í Spari- sjóði Vestmannaeyja, á Náttúrugripasafn- inu, Hótel Eyjum og Hótel Þórshamri. Fréttir í Vestmannaeyjum sögðu frá. Fyrstu pysj- urnar í Eyjum VÉLSMIÐJAN Þristur hefur gengið frá samningum um kaup á verslun Straums á Ísafirði, en nýir eigendur tóku við rekstr- inum í gær. Til að byrja með er reiknað með því að verslun Straums verði rekin áfram á sama stað, en þar hafa verið seld heimilistæki, ljós og gjafavara. Í framtíð- inni er stefnt að því að verslunin sameinist verslun Þrists á Strandgötunni. Vefurinn bb.is sagði frá. Þristur kaupir Straum HB FASTEIGNIR Sími 534 4400 • Hús verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík Hrafnhildur Bridde, löggiltur fasteignasali Teitur Lárusson, sölufulltrúi, sími 894 8090 SMYRILSHÓLAR 2 - 111 REYKJAVÍK ÚTSÝNISSTAÐUR · Íbúðin er 5 herbergja/4 svefnherbergi · Vel um gengin íbúð en upprunaleg · Öll sameign í fyrsta flokks ástandi · Barnvænt svæði · Stutt í alla þjónustu · Laus eftir samkomulagi · Verð kr. 14,4 millj. STARFSSTÖÐ World Class í Austur- stræti hefur nú verið lokað, en síðasti starfsdagur hennar var sl. föstudag. Ný starfsstöð verður opnuð annars staðar. Þeir viðskiptavinir sem hafa greitt kort sín samkvæmt verðlista munu fá þau upp- færð í baðstofukort í Laugum þar til þau renna út. Gilda þau bæði í Laugum og Spöng. Aðrir fá almenn heilsuræktarkort sem gilda líka bæði í Laugum og Spöng. Björn Leifsson, eigandi World Class og einn aðaleigandi Lauga, segir ekki nógu mikinn rekstrargrundvöll fyrir Austur- strætisútibúinu, fyrirtækið hafi ekki áhuga á að borga með viðskiptum. „Ég hef boðið viðskiptavinunum úr Austurstræti upp- færslu í baðstofu Lauga og þá mun ég fjölga tækjunum í tækjasalnum.“ World Class í Austurstræti lokað ♦♦♦ Fleiri á söfnin | Aðsókn að þeim söfnum sem fluttu í Safnahúsið á Ísafirði jókst verulega eftir flutninginn, eins og fram kemur í skýrslu for- stöðumanns safnanna sem lögð var fyrir menn- ingarmála- nefnd bæj- arins fyrir skömmu. Í safnahúsinu eru Bæjar- og héraðsbókasafn, Ljósmyndasafn Ísafjarðar og Héraðsskjalasafn. Áætlað er í skýrslunni að um 30 þúsund heimsóknir hafi verið í söfnin árið 2003, sem er 50% aukning frá árinu 2002 þegar 20 þúsund gestir sóttu söfnin heim. Einnig jukust út- lán bókasafna nokkuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.