Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 26
MINNINGAR 26 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Erna Guðmunds-dóttir fæddist í Reykjavík 16. febr- úar 1967. Hún lést á sjúkrahúsi á Long Island 21. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hennar eru Guð- mundur Samúel Hall- dórsson, f. 17. ágúst 1929, d. 18. apríl 1995, og Ingibjörg Hermannsdóttir, f. 22. desember 1930. Bræður Ernu eru Halldór, búsettur í New York; Brynjar, búsettur í Reykjavík; Steinþór Ómar, bú- settur á Álftanesi. Erna fluttist ung að árum til Banda- ríkjanna með for- eldrum sínum þar sem hún bjó og starf- aði æ síðan. Erna lauk hefðbundinni skólagöngu og vann ýmis skrifstofustörf en hin síðari ár starf- rækti hún vefverslun með íslenskar vörur. Erna verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar Erna var lítil sat hún aldrei auðum höndum, hún bjó yfir ein- hverjum dularfullum krafti. Á meðan flest börn sátu og gláptu á sjónvarp teiknaði hún og föndraði, eða gekk á milli húsa í götunni og heilsaði upp á fólkið: Góðan daginn, hvernig hafið þið það? spurði hún, brosti og hló. Þótt hún hafi ekki verið nema lítið barn þá kynntumst við foreldrarnir og eldri bróðir nágrönnum okkar í gegnum Ernu. Hún var alls staðar velkomin. Við kölluðum hana stund- um bæjarstjóra þessa litla samfélags. Æsku- og unglingsárin voru öll svona, hún teiknaði og eignaðist mik- ið af vinum. Eftir að hafa lokið menntaskóla hélt hún í hönnunarnám og fékk síðan fljótlega vinnu þar sem hæfileikar hennar fengu að njóta sín. En hún reyndi líka fyrir sér í ýmsu öðru og það var alltaf einkennandi hvað hún var fljót að tileinka sér hlut- ina. Hún starfaði um tíma hjá fjár- festingarfélagi á Manhattan. Hún hafði aldrei haft neinn sérstakan áhuga á tölvum þegar hún hóf störf hjá fyrirtækinu en var á endanum farin að kenna öðrum starfsmönnum á þessi tæki. Síðustu árin rak hún ásamt bróður sínum netverslun með íslenskar vörur. Þar hélt hún upp- teknum hætti. Hún eignaðist fjölda vina um öll Bandaríkin í gegnum við- skiptin, margir þeirra hafa sent okk- ur góðar kveðjur nú eftir lát hennar og viljað koma því á framfæri hvað hún var opin og hlý í viðkynningu. Og hún hannaði auðvitað heimasíðuna þótt hún hafi aldrei fengist við slíkt áður. Það er kannski táknrænt að fyr- irtækið sem upphaflega var ráðið í verkið fór á hausinn eftir að Erna varð fljótari til við að klára verkefnið. Síðustu misseri starfaði hún einnig talsvert fyrir Íslendingafélagið í New York. Þar eignaðist hún marga vini sem voru henni kærir. Og hún hann- aði auðvitað heimasíðu félagsins. Erna sýndi mikinn styrk og hetju- skap í veikindum sínum síðustu vik- urnar. Það var lýsandi fyrir kraftinn í henni að hún hafði eignast fjölda vina á krabbameinsdeild sjúkrahússins þegar hún lést. Það var eins og fólk hefði tilhneigingu til þess að reiða sig á hana, jafnvel þegar hún var hvað veikust sjálf. Og hún hafði alltaf næg- an kraft til þess að huga að líðan bróð- ur síns. Erna sagðist eiga sér tvær óskir undir það síðasta. Hún vildi að sér batnaði nægilega mikið til þess að hún kæmist heim til þess að eyða dög- unum með okkur, ekki til þess að gera neitt sérstakt heldur bara til þess að geta gert það sem við vorum vön að gera saman, fara í búðir, elda mat, tala saman. Og hún óskaði sér þess að geta átt nokkra daga eða mánuði heima á Íslandi áður en hún dæi þar sem hún gæti farið að leiði föður síns, hitt frændfólk og vini. Ernu varð aldrei að ósk sinni, en við vitum að hún er glöð yfir því að vera komin til pabba síns. Hjá okkur verður hins vegar tómlegt, en við er- um þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með Ernu. Hún fyllti okkur af gleði og kjarki. Elsku Erna, guð geymi þig um alla eilífð. Halldór og mamma. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Erna. Það er svo sárt að kveðja þig nú í hinsta sinn. En nú er veikindastríði þínu lokið. Við áttum eftir að eiga svo mörg ár saman en það var alltaf ánægjulegt að fá þig heim á vorin síð- astliðin ár, með þitt bjarta bros og hlýja faðmlag. Við trúum því nú að þú sért komin í hlýjan arm pabba þíns, það er huggun í sorg okkar. Við þökkum fyrir ástúð alla, indæl minning lifir kær, nú mátt þú, vina, höfði halla við herrans brjóst er hvíldin kær. Í sölum himinssólin skín við sendum kveðju upp til þín. (Höf. ók.) Við biðjum þér Guðs blessunar. Ómar og fjölskylda. Ég man varla eftir því að hafa heyrt Ernu segja nei, ég held hún hafi bara aldrei sagt nei, jafnvel ekki þeg- ar hún átti að segja nei, eins og þegar hún afþakkaði eitthvað, hún sagði það bara einhvern veginn öðruvísi. Það var eiginlega alveg sama hvað maður bað Ernu um, hún vildi allt fyrir mann gera. Og það var eiginlega al- veg sama upp á hverju var stungið, hún var til í allt. Það mátti bara ekki vera með nein leiðindi, eitthvert pex, að minnsta kosti ekki lengi, þá lét hún mann finna fyrir því á sinn hátt, lét mann eiga sig og fór að gera eitthvað skemmtilegt sjálf. Erna átti alltaf þetta tromp uppi í erminni sem var jákvæðnin. Það kom mér því ekkert á óvart að það skyldi hafa verið ótrúlegur hetjubragur á baráttu hennar undir það síðasta. Og auðvitað henni líkt að vera með hug- ann við veikindi Halldórs bróður síns allt til enda. Ég held að maður eigi satt að segja ekki eftir að kynnast mörgum svona manneskjum um ævina. En maður áttar sig bara ekki á því fyrr en of seint. Ég vildi óska að ég hefði verið nær henni Ernu þessa síðustu daga. Við vorum jafnaldrar. Systrabörn. Áttum nánast alla tíð heima í sínu landinu hvort. Ég man fyrst eftir henni þegar hún kom í heimsókn til Svíþjóðar. Þá vorum við varla meira en fjögurra ára. Mér fannst hún miklu stærri en ég og klárari. Síðan flutti ég heim en hún bjó alltaf úti í Ameríku. Hún kom til Íslands á hverju sumri með Guðmundi, Imbu og Halldóri. Ég man bara eftir ólýs- anlegri spennu yfir þeim heimsókn- um. Og svo naut ég þeirra forréttinda að vera boðið út til þeirra í New York. Ég fór fyrst sumarið sem bíómyndin Grease sló í gegn. Það fór dágóður tími í þá plötu. Við hljótum líka að hafa sett einhvers konar sundlaugar- met það sumar; sex vikur samfleytt, eða því sem næst. Og við fermdumst saman. Ég man að ég sendi henni eitthvert kver með hellingi af sálm- um. Hún lét sig ekki muna um að læra þá alla utanað. Þegar ég tilkynnti henni loksins um vorið að hún þyrfti bara að kunna Faðir vorið og Trúar- játninguna sagði hún bara: Ó! Fæstir hefðu nú getað lært alla þessa sálma utanbókar og flestir hefðu tekið kast yfir því að fá þessar mikilvægu upp- lýsingar daginn fyrir fermingu. Síðan tóku við mörg góð ár. Erna kom á hverju sumri til Íslands. Um tvítugt fór hún að koma með vinkonum sín- um til að kanna íslenskt skemmtana- líf sem henni þótti á köflum skrýtið en líka mjög spennandi. Vinahópurinn tók þessari jákvæðu og síhlæjandi stelpu með pomp og prakt, það var allt sett á fullt dagana sem hún var með okkur. Og auðvitað gilti það sama þegar ég kom til New York, Erna hringsnerist í kringum mann. Og þannig var þetta. Við heimsóttum hvort annað, skrifuðumst á, vissum hvort af öðru. Við vorum góð frænd- systkin og góðir vinir. Maður verður ósköp lítill þegar dauðinn heggur svona nærri manni. Maður skilur ekki þessa tilviljunar- kenndu grimmd. En ég er viss um að Erna hefði ekki viljað að maður hugs- aði á þeim nótum. Hún gat tekið hvítt A4 blað og breytt því í blóm á nokkr- um sekúndum. Ég held að Erna hefði viljað að maður horfði þannig á dauð- ann, sem autt blað sem maður breytti í eitthvað fallegt, góða minningu, brosandi andlit. Ég gleymi aldrei þessu brosi. Þröstur Helgason. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Guð veri með þér, elsku Erna mín. Þín frænka Unnur Cannada. Ó himins blíða hjartans tár er hjúpar sorg, þótt blæði sár, þín miskunn blíð, hún mildar barm, hún mýkir tregans sára harm. Þú ert það ljós, það lífsins mál, er ljúfur drottinn gefur sál. Nú hljóð er stund, svo helg og fríð, að hjarta kemur minning blíð. Hún sendir huga bros þitt bjart, blessar, þakkar, þakkar allt. Hún minnir sál á sorgaryl, sendir huggun hjartans til. (Steinunn Þ. Guðmundsdóttir.) Elsku Erna mín, það er erfitt að trúa því, að þú sért farin frá okkur, langt um aldur fram. Ég minnist þín, fallegrar lítillar stelpu með ljósa hárið þegar þú varst að koma frá Banda- ríkjunum með mömmu þinni og pabba og Halldóri bróður þínum, allt- af glöð og kát. Einnig þegar ég heim- sótti ykkur tvisvar og bjó hjá ykkur á Long Island, en þá lagðir þú á þig að keyra áleiðis niður á Manhattan og síðan fórum við í lest, því þú vildir sýna mér stórborgina og vinnustað- inn þinn. Þú tókst þátt í gríninu með okkur mömmu þinni, þegar við vorum að rifja upp sitthvað frá liðnum árum. Þið urðuð fyrir miklu áfalli þegar pabbi þinn lést snögglega þann 18. apríl 1995 og hafið þið Halldór haldið heimili með mömmu ykkar síðan og annast hana vel. Illvígur sjúkdómur læddist að þér fyrir tveimur árum og barðist þú hetjulega þar til yfir lauk. Ég bið algóðan Guð að varðveita sálu þína og styrkja mömmu þína og Halldór sem er fársjúkur og bræður þína, Brynjar og Ómar. Ég veit, að hann pabbi þinn bíður með opinn faðminn á ströndinni hinum megin. Vertu Guði falin. Dóra. ERNA GUÐMUNDSDÓTTIR Bróðir okkar og mágur, ÞÓRIR GUÐMUNDSSON, frá Sámsstöðum, Mímisvegi 6, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð, fimmtudaginn 5. ágúst kl. 14.00. Nikulás Guðmundsson, Sigrún Jóhannsdóttir, Árni Guðmundsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Sigurður S. Sigurðsson, Edda Klemensdóttir og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STELLA (ÞURÍÐUR GUÐRÚN) OTTÓSDÓTTIR frá Gilsbakka, síðast til heimilis að Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, lést sunnudaginn 1. ágúst. Guðni Friðrik Gunnarsson, Petrína Sigurðardóttir, Erla Gunnarsdóttir, Sigurður Garðarsson, Ottó Ólafur Gunnarsson, Aðalheiður Viðarsdóttir, Hrönn Gunnarsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Erlendur Gunnar Gunnarsson, Oddfríður Lilja Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Systir mín, ÁSGERÐUR KLEMENSDÓTTIR frá Dýrastöðum, lést á Dvalarheimili aldraðra Hrafnistu mánu- daginn 2. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Klemenzdóttir. Elskulegur sonur minn, frændi og mágur, JÓN ÞÓR JÓHANNSSON, Prestastíg 6, Reykjavík, er látinn. Jóhann Hallvarðsson, Jóhann Davíð Snorrason, Ingvi Pétur Snorrason, Sigríður Ósk Óskarsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför SIGURÐAR ÁRNASONAR frá Gegnishólaparti í Gaulverjabæjarhreppi. Starfsfólki dvalarheimilisins Sólvalla og hjúkr- unarheimilisins að Kumbaravogi, svo og öðrum þeim sem léttu honum ævikvöldið, eru færðar alúðar þakkir. Fyrir hönd vandamanna, Árni Sverrir Erlingsson. Faðir okkar og tengdafaðir, SKÚLI HALLDÓRSSON tónskáld, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 5. ágúst kl. 15.00. Magnús Skúlason, Svava Björnsdóttir, Unnur Skúladóttir, Kristján Sigurjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.