Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 33
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2004 33 Ámorgun hefst Listasumar í Súðavík,listahátíð sem er samvinnuverkefniFélags íslenskra hljómlistarmanna,Sumarbyggðar ehf. í Súðavík og Súðavíkurhrepps. Pálína Vagnsdóttir er fram- kvæmdastjóri Listasumars í Súðavík. Hvað er Listasumar í Súðavík? „Listasumarið er ein af þessum hlýju, heim- ilislegu hátíðum sem landsbyggðin býður upp á. Hvert byggðarlag hefur sína hátíð sem er stolt þess. Súðavík hefur tvær hátíðir, Bryggjudaga og svo Listasumarið. Þessi hátíð var fyrst hald- in fyrir sex árum og var liður í uppbyggingu samfélagsins í Súðavík. Það er einstaklega ánægjulegt þegar góða gesti ber að garði og auðvitað er það kappsmál hvers byggðarlags eins og Súðavíkur að taka sem best á móti gestum sínum. Listasumarið er alltaf á sama tíma ár hvert, aðra helgi í ágúst sem ber nú upp á dagana 5.–8. ágúst. Listasumarið er löngu búið að skipa sér fastan sess í hjörtum þeirra sem sækja það heim og við sjáum árlega stóran hóp af fólki sem leggur leið sína til Súðavíkur sérstaklega í þeim tilgangi að taka þátt í listasumri.“ Hvað verður boðið upp á á hátíðinni? „Í ár verður boðið upp á frumsamið léttsoðið leikrit sem heimamenn semja, leikstýra og leika í. Við bjóðum upp á tónleika á hverju ári, nú með hinni frábæru Bardukha, Árni Johnsen stýrir brekkusöng fyrir neðan grunnskólann, hljómsveitin Milljónamæringarnir verður með dansleik. Einnig verður ýmisleg afþreying í boði fyrir alla aldurshóp og má þar helst nefna söngskóla fyrir börn, minigolfkeppni bæði fyrir börn og fullorðna, æsispennandi Amazing Race Súðavíkur, kraftakeppni karla og kvenna, gosp- elmessu og margt fleira. Þá mun Dekurhúsið bjóða upp á dekurstundir fyrir konur og að þessu sinni verður heimamannadagskrá þar sem Edit Piaf, Brynhildur Guðjónsdóttir, syng- ur fyrir heimamenn.“ Hverju skila hátíðir sem þessi? „Þær skila betra samfélagi, ég er ekki í nokkrum vafa um það. Þá á ég ekki bara við Súðavík, heldur Vestfirðina og landið allt. Þær skila því að ánægðir gestir hafa löngun til að sækja okkur aftur heim. Borgarbúar koma til með að muna eftir landsbyggðinni og að lands- byggðin meti þá sem búa í stærstu þéttbýlis- kjörnunum. Þær snúast einnig um að hlúa að menningunni og sérkennum hvers byggðalags. Listasumar í Súðavík vill leggja sitt af mörkum í eflingu lands og þjóðar. Hjartanlega velkomin á Listasumar í Súðavík.“ Allar nánari upplýsingar um dagskrána og tímasetningar er að finna á heimasíðu Súðavík- ur: http://www.sudavik.is Menning | Listasumar í Súðavík haldið í sjötta sinn Hlý og heimilisleg hátíð  Pálína Vagnsdóttir er fædd í Bolungarvík 30. nóvember 1964. Hún lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði 1984 og hefur lokið fyrsta hluta námsins Máttur kvenna við Viðskiptaháskólann í Bifröst. Hún starfar hjá Endurskoðun Vest- fjarða og hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Listasumars í Súða- vík undanfarin fjögur ár. Pálína er gift Halldóri Páli Eydal og eiga þau tvö börn, Pál Sólmund og Steinunni Maríu. Kvengleraugu töpuðust í Miðbæ Reykjavíkur TVÍSKIPT kvengleraugu í mjúku, bláu hulstri töpuðust mánudaginn 2. ágúst, á leið frá bílastæði gegnt Borgarbókasafninu við Tryggvagötu að Austurvelli. Skilvís finnandi er beðinn að hafa samband við Guð- björgu í síma 562 1131. Mána er saknað HANN Máni okkar hefur ekki kom- ið heim síðan laugardagskvöldið 31. júlí. Hann býr í Víðihlíð 36, 105 Reykjavík (Suðurhlíðar). Máni er persneskur köttur, stein- grár og loðinn með koparlit augu. Hann er merktur með hálsól með stáltunnu. Mána er sárt saknað svo ef ein- hver hefur orðið hans var þá vinsam- lega látið okkur vita. Hugsanlegt er að hann hafi lokast inni í bílskúr eða kjallara. Steingrímur s. 825 7902, Katrín s. 698 6837, heimasími 553 2470, tölvu- póstur vidihlid@simnet.is Hnoðri er týndur! HNOÐRI flaug frá heimili sínu í Ásbúð í Garðabænum mánudaginn 2. ágúst, hann er hvítur og ljósblár og langar heim í búrið sitt. Ef þú hefur séð eða fundið hann, vin- samlega hafðu samband í síma 867 3667 eða 565 8521 Skotta er týnd! 4-5 mánaða gamallar læðu er sárt saknað á Grenimel. Skotta er hvít á lit með bröndótt vinstra eyra. Þeir sem hafa orðið varir við hana vinsamlega hafi samband við Hauk í síma 690 1249. Með þökk. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 1. e4 c5 2. Rc3 g6 3. g3 Bg7 4. Bg2 Rc6 5. d3 d6 6. Rh3 Hb8 7. O-O b5 8. f4 b4 9. Rd5 e6 10. Re3 Rf6 11. f5 O-O 12. g4 h6 13. Rc4 g5 14. Rf2 Rh7 15. Kh1 Bb7 16. Rd2 Re5 17. Rf3 d5 18. De2 Dd6 19. a3 b3 20. c3 Rf6 21. Rxe5 Dxe5 22. He1 Hfe8 23. Bd2 exf5 24. gxf5 He7 25. Had1 Hbe8 26. Rg4 Staðan kom upp á öflugu stórmeist- aramóti sem lauk fyrir skömmu í Kína. Xiangzhi Bu (2620) hafði svart gegn landa sínum Ye Jiangchuan (2681). 26... Dxf5! 27. Re3 27. exf5 hefði verið slæmt eftir 27...Hxe2. 27... Dg6 28. exd5 Rxd5 29. Df2 Rf4 30. Bxb7 Hxb7 31. Df3 Hd7 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson/ dagbok@mbl.is Svartur á leik. Opnunartími: Mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-13 Hverafold 1-3 • Torgið Grafarvogi • Sími 577 4949 Skipagötu 5 • Akureyri • Sími 466 3939 Lokasprengja Komdu og gerðu dúndurkaup Útsalan í fullum gangi Allt á 50-70% afslætti Tíminn flýgur - komdu strax flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 Bómullar-, satín- og silkidamask-sett í úrvali Á VEITINGASTAÐNUM Narfeyr- arstofu í Stykkishólmi stendur nú yfir sýning Rögnu Sólveigar Scheving á munum úr leir og gleri. Sýningin samanstendur af kertastjökum úr leir og gleri sem prýða borð og gluggakistur veit- ingastaðarins. Þá munu matargestir fá veit- ingar sínar framreiddar á gler- matardiskum eftir Rögnu og eftir máltíðina geta gestirnir keypt diskana ef þeir óska. Sýningin er opin virka alla daga á afgreiðslutíma Narfeyrarstofu og stendur fram eftir ágústmán- uði. Gler- og leirlistasýning í Narfeyrarstofu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.