Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN 24 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í húsi Íslenskrar erfða- greiningar í Vatnsmýr- inni er stór og mikil eft- irmynd af DNA- hringstiga. Þessi tvöfaldi skrúfgangur, sem hefur fyrir löngu tekið við af atóminu sem táknmynd vísinda og þekkingar, birtist fyrst á opinberum vett- vangi 25. apríl 1953 í vísindaritinu Nature, með stuttri grein eftir Francis Crick og James Watson, vísindamenn við Cambridge- háskóla í Bretlandi, þar sem þeir gerðu grein fyrir hugmyndum sín- um um að svona væri uppbygging erfðaefnisins. Alveg í lok grein- arinnar nefndu þeir svo, næstum því eins og meðal annarra orða, að þetta varpaði ljósi á það hvernig DNA endurmótast og erfða- upplýsing- arnar berast frá einni kynslóð til annarrar. Þar með var komið svarið við einni stærstu spurningu erfðavísind- anna fram að því. Sjálfa myndina af hringstiganum teiknaði aftur á móti eiginkona Francis, mynd- listakonan Odile Crick. Greinin var stutt – sennilega lítið lengri en þessi viðhorfspistill – og teikn- ingin af hringstiganum lítil. Svona hógvært var nú upphafið að ein- hverri mestu byltingu 20. aldar. Og því er þessi saga rifjuð upp hér, að annar höfunda grein- arinnar, Francis Crick, lést fyrir viku, 88 ára, eftir langa baráttu við krabbamein. Eftirmælin sem hann hefur hlotið eru aftur á móti fjarri því að vera hógvær. „Francis Cricks verður minnst sem eins snjallasta og áhrifamesta vísindamanns allra tíma,“ sagði Richard Murphy, forseti og fram- kvæmdastjóri Salk-rannsóknar- miðstöðvarinnar í San Diego í Kaliforníu, þar sem Crick starfaði frá 1970. „Francis Crick var Char- les Darwin tuttugustu aldar- innar,“ sagði Steve Jones, pró- fessor í erfðafræði við University College í London. En hvað sem öllu lofi líður verð- ur ekki framhjá því litið að þeir Crick og Watson höfðu afgerandi áhrif á sögu líffræðinnar, sögu vís- indanna – og gott ef ekki mann- kynssöguna. Sagan af uppgötvun þeirra er þó ekki alveg einföld, eins og svo oft hefur verið tilfellið með stórar vísindauppgötvanir. Í fyrsta lagi ber að nefna, að þeir Crick og Watson voru ekki einir að verki. Greinin eftir þá í Nature var ekki byggð á einni einustu rannsókn sem þeir höfðu sjálfir gert. Greinin var ekki útlistun á því hvernig erfðaefnið væri í raun og veru uppbyggt og sjá mætti við nána skoðun, heldur var þetta til- laga – eins og Crick og Watson sögðu sjálfir í upphafi grein- arinnar – að því hvernig efnið hlyti að vera. Ýmsar tillögur um þetta höfðu áður komið fram en verið hraktar. Þessi mynd af uppbygg- ingu DNA – sem til dæmis getur að líta í húsi ÍE – var því umfram allt hugmynd, ályktun. Enda var Crick þekktur fyrir að „vinna“ með því að hugsa. Ein sagan af honum segir að Odile hafði ein- hverntíma sagt um hann að hann ynni ekki mikið, en hann hugsaði mikið. Og Crick sagði sjálfur að einn mikilvægasti eiginleiki vís- indamanns væri ímyndunarafl. Orðalagið í greininni í Nature er í samræmi við þetta. Watson og Crick segjast „stinga upp á því“ að erfðaefnið sé í laginu eins og hringstigi, og þeir segjast „ímynda sér“ hvernig eftirmynd- unarferlið gangi fyrir sig. Styrkur hugmyndar Watsons og Cricks lá fyrst og fremst í útskýring- armætti hennar – hversu mörgum spurningum hún gat svarað. En auðvitað er sagan ekki alveg svona einföld. Watson og Crick byggðu þessar áhrifamiklu hug- myndir sínar ekki síst á röntgen- myndum sem aðrir vísindamenn, við Kings College í London, höfðu tekið af erfðaefninu. Í sama hefti Nature og grein þeirra birtist voru greinar eftir Maurice Wilk- ins og Rosalind Franklin, en sú síðarnefnda hafði náð afburðagóð- um árangri við að taka skýrar röntgenmyndir af erfðaefninu, þar sem fram komu vísbendingar um lögun þess. En hvorki Wilkins né Franklin lögðu fram nákvæma tillögu að mynd af uppbyggingu erfðaefn- isins, og hafa menn getið sér þess til, að líklega sé það ein helsta ástæðan fyrir því að greinar þeirra vöktu ekki sömu athygli og grein Cricks og Watsons. Wilkins fékk reyndar nóbelsverðlaunin ásamt Crick og Watson 1962 fyrir uppgötvunina á hringstiganum, en Franklin, sem lést langt fyrir ald- ur fram, aðeins 37 ára, hlaut aldrei neina opinbera viðurkenningu fyr- ir hlut sinn í þessari merku upp- götvun, og má þó ætla að hennar hlutur hafi ekki verið lítill. The New York Times sagði frá því í fyrra, þegar mikið var fjallað um uppgötvun Cricks og Watsons sem þá varð hálfrar aldar gömul, að Watson hefði síðar sagt frá því, að áður en þeir Crick skrifuðu greinina í Nature hefði hann séð eina af röntgenmyndum Frank- lins, sem hvergi höfðu verið birtar, og það hefði „ráðið úrslitum“ um uppgötvunina. Crick sagðist hafa séð gögn Franklins á ráðstefnu þar sem hún hefði kynnt þau. Því má segja að afrek Watsons og Cricks hafi fyrst og fremst verið fólgið í túlkun þeirra á gögnum Wilkins og Franklins. Sjálfur mun Crick lítið hafa pælt í því hvernig hugmyndir hans urðu til, að því er segir í eft- irmælum um hann í blaðinu San Diego Union-Tribune. Þar er haft eftir honum: „Fólk sem fæst við þessa hluti er ekki gjarnt á að velta því mikið fyrir sér hvernig það fari að. Það óttast að slíkt hafi áhrif á vinnuna. Það er svo ótalmargt á seyði í heil- anum sem maður veit ekki af, þannig að líkega er best að nálgast þetta svolítið eins og búdda- munkur: Það liggur ekkert á. Ekki reyna of mikið. Leyfa þessu að gerast. Ekki skilgreina of mik- ið.“ Saga um vísindi „Einn snjallasti og áhrifamesti vís- indamaður allra tíma“ lést í síðustu viku. Hann hét Francis Crick og var ein aðalpersónan í sögunni um það þegar DNA-hringstiginn var uppgötvaður. VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Sem fyrrverandi unglingur og núver- andi móðir tveggja ungra drengja langar mig aðeins að setja á blað hugrenningar mínar vegna um- gengni æsku vors lands um nýliðna helgi. Það sem fyrst og fremst kom mér til að hripa niður þessar línur voru orð ungs manns frá Keflavík í fréttum Ríkissjónvarpsins á sunnu- dagskvöld þegar hann talaði um að hann gengi sko ekki svona um heima hjá sér og í viðtalinu mátti sjá hann sitja í miðri ruslahrúgu sem innihélt matarleifar, umbúðir og bjórdósir. En af hverju er þá í lagi að haga sér svona annars staðar? Ég fyllist vanmáttugri reiði og vonleysi þegar ég geng minn stíg í gegnum tjaldstæðið í átt að minni hverfisverslun og sé allt það sem skilið hefur verið eftir. Foreldrar; hvernig væri að kenna unglingum okkar gildi náungakærleika og tillits- semi, svo ekki sé talað um virðingu fyrir eigin hlutum og annarra? Tjöld og annað liggur eins og hráviði út um allt, sumt bara skilið eftir, en í öðru hefur verið kveikt. Vanti mann tjald skal maður rölta á tjaldstæðið við Þórunnarstræti á Akureyri og þar er úr mörgu að velja. Ég er alls ekki að setja mig upp á móti því að fólk skemmti sér ærlega um þessa helgi, en fyrr má nú rota en dauðrota. Við sem vinnum með unglingum vitum mætavel að hér er hefð fyrir ákveðinni drykkju um þessa helgi og við þurfum að sætta okkur við það þótt óljúft sé, en þessi gegndarlausi sóðaskapur er nokkuð sem við meg- um alls ekki sætta okkur við! Hvað þá uppivöðslusemi og frekja í fólki sem gengur örna sinna í görðum þeirra sem búa í nánd við tjald- svæðið, hvað er eiginlega í gangi hjá okkur?! Ef það á að vera fastur þáttur í því að búa í nánd við tjaldsvæðið að fá ekki að sofa svefni hinna réttlátu tvær helgar á ári (í kringum 17. júní og um verslunarmannahelgi) er ég ekki svo viss um að við sem búum á þessu svæði kærum okkur um að fá fólk á þessu skeiði og með þetta hug- arfar hingað í bæinn, því miður. En við bjóðum allt fjölskyldufólk vel- komið. Foreldrar, takið ykkur tak og inn- rætið börnum ykkar betra viðhorf til eigna sinna og annarra, og virðingu gagnvart náunganum, betra er seint en aldrei! Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. KAREN MALMQUIST kennari og forvarnafulltrúi í VMA. Hugleiðingar í lok verslunarmannahelgar Frá Karen Malmquist NÝLEGA hætti ég mér inn í rökræður helstu lögspekinga landsins um lögfræði og stjórnmál. Ég beindi orðum mínum aðallega til Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar og gagnrýndi hann fyrir að aðhyll- ast pósitívisma. Í svari Jóns Steinars við skrifum mínum kennir ýmissa grasa, en það sem að mínu viti stendur upp úr er að svarið er ein mál- efnalegasta umfjöllun um eðli fjölmiðlafárs- ins sem málsmetandi einstaklingur hefur látið frá sér. Eftir stendur hins vegar að okkur greinir á um grundvallaratriði. Þar ber fyrst að nefna afneitun Jóns Steinars á pósitívismanum, sem hann segir vera „fjarri því að lýsa viðhorfum mínum“. Ofurtrú hans á aðferðafræði lögfræðinnar bendir hins vegar sterklega til þess að Jón Steinar sé einmitt pósitívisti, því hann virðist trúa því að hægt sé að útiloka allt úr huganum nema aðferðafræði og lagatexta þegar hann gefur álit, sem er einmitt skilgreining á pósi- tívisma. Meginvandamálið sem ég sé á svari Jóns Steinars snýst um að hann virðist blanda saman nær- skýringu (proximate explanation) og endanlegri skýringu (ultimate explanation). Til að skýra þetta nánar ætla ég að bera viðfangsefni lögfræðinnar saman við lífveru. Endanlegar skýringar á útliti og hegðun lífvera, þ.e. svipgerð þeirra, verða að vísa á einn eða annan hátt í erfðamengi hennar, sem samanstendur af miklum fjölda gena er mynda arfgerð hennar. Þótt arfgerðin sé nauð- synleg er hún hins vegar ekki nægjanleg til þess að skýra svip- gerð lífverunnar, sem er nærskýr- ing. Inn í þessa mynd vantar sam- spil arfgerðarinnar við umhverfið og samspil genanna innbyrðis. Af þessum sökum getur sama arf- gerðin myndað ólíka einstaklinga í mismunandi umhverfi, eins og rannsóknir með plöntuklóna, sem allir hafa sömu arfgerð, sýna. Snúum okkur nú að lögfræðinni. Stjórnarskráin er arfgerðin sem liggur til grundvallar sam- félagsgerð hvers lýð- ræðisríkis. Hér á landi samanstendur hún af 81 geni, þ.e. málgreinum. Eins og í tilfelli lífvera er arf- gerð íslenska ríkisins nauðsynleg en ekki nægjanleg til þess að skýra svipgerð samfélagsins okk- ar, þ.e. lögin og regluverkið sem móta okkar daglega líf. Til þess þarf flókið samspil umhverfis og arfgerðar og genanna innbyrðis. Í tilfelli hins lífræna Íslands mynda lögfræðingar, stjórnmálamenn og skoðanir þeirra í stórum dráttum þetta umhverfi. Ef undan eru skildar endurbætur á mannrétt- indaákvæðum stjórnarskrárinnar hefur íslenska arfgerðin staðið óbreytt frá því 1944, en svipgerð íslensks samfélags hefur gjör- breyst. Þetta stafar af því, eins og í dæminu hér að ofan, að íslenska arfgerðin hefur upplifað sí- breytilegt umhverfi, sem stjórn- málamennirnir hafa mótað. Í deilunni um synjunarvald for- setans var tekist á um íslensku arfgerðina til þess að fá fram ein- hverja lífvænlega svipgerð. Um- hverfið, þ.e. skoðanir þeirra sem tókust á, var ekki bara þar að verki, því menn vísuðu einnig í innbyrðis áhrif genanna í íslensku arfgerðinni til þess að vefengja vald forsetans. Að teknu tilliti til þessa hlutu að koma fram ólík sjónarmið um það hvernig túlka bæri íslensku arfgerðina, því eins og áður segir er hún nauðsynleg en ekki nægjanleg til þess að skýra tilvist ákveðinnar svipgerð- ar. Ef til er ein rétt túlkun á ís- lensku arfgerðinni, eins og Jón Steinar virðist telja, þá fæ ég ekki séð hvernig íslenska svipgerðin muni nokkurn tíma geta breyst. Þessu blandar Jón Steinar síðan við dæmi sem felur í sér nærskýr- ingu og gengur það að mínu viti ekki upp. Lögfræðingar eru á hverjum tíma að vinna með lög og reglugerðir, nærskýringar, sem byggjast á pólitískri túlkun á stjórnarskránni, endanleg skýring, og er þeim því hollt að átta sig á því að þeir eru að vinna með gögn sem eru í eðli sínu pólitísk. Hvernig þeir fara með svipgerðina er síðan annar handleggur. Eiga stjórnarskráin og erfðaefnið eitthvað sameiginlegt? Steindór J. Erlingsson svarar Jóni Steinari Gunnlaugssyni ’Í deilunni um synj-unarvald forsetans var tekist á um íslensku arf- gerðina til þess að fá fram einhverja líf- vænlega svipgerð.‘ Steindór J. Erlingsson Höfundur er vísindasagnfræðingur. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin tilviljun að hlutabréfamarkað- urinn í Bandaríkjunum er öfl- ugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjónustumiðstöðva er bætt að- gengi í þjónustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svokallaður almenn- ingur þjóðanna, unir jafnan misjafnlega þolinmóður við sitt.“ Á mbl.is Aðsendar greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.